Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. september 1964 ÞIÓÐVIUINN SIÐA 2 bréf til blrösiíi* Árás á saklaust fóEk Það eru orðnar háværar raddir hér í okkar litla þjóð- félagi um vaxandi skríl- mennsku. Árásir manna á sak- laust fólk innan og utan veggja í byggð og óbyggð. Það virðist svo að uppvaxandi kynslóðir reyni vísvitandi að forðast allt, sem heitir háttvísi. Ég fullyrði að það, sem nú á sér stað með framkomu manna, hefði ekki hvarflað að fólki fyrir 25 til 30 árum. En hvers vegna vex þessi ó- menning svo ört? Fyrst og fremst held ég, að það eigi rætur sínar að rekja til þeirrar hlífðar, sem almenningur sýn- ir þessum lýð og eigum við þá öll sökina. Það fyrnist fljótt, sem við lesum í blöðum um að ráðizt hafi verið á þennan og hinn og framið allskonar ódæði á saklausu fólki. Nöfn og myndir af slíkum mönnum eru aftur á móti stimpill, sem seint máist af þeim. Almenningur krefst þess, að birt séu nöfn og myndir, en hverjir halda þá hlífiskildi yfir þessum lýð? Nei, góðir borgarar! Látið ekki lengur dynja á ykkur saur- 'kast í orði og verki án þess að hera hönd fyrir höfuð. Þó að ég skrifi þessa grein til birtingar í blöðum, veit ég fyrirfram, að nöfn þeirra, sem eiga í hlut, verða ekki birt, ef að vanda lætur. En þá verð ég að skrifa undir rós, sem þýðir að saklausir verða að liggja undir sökinni. Mennirnir, sem urðu valdir að því, að ég tek mér penna í hönd, eru allir úr Vík í Mýrdal og höfum við, sem urðum fýrir árás þeirra, sent nákvæma skýrslu um at- burðinn til sýslumanns Skaft- fellinga hr. Einars Oddssonar i Vík, þar sem tekið er fram, að tilefni bréfsins er það, að okk- ur finnst takmörk fyrir því, hvernig fólk má haga sér gagn- vart öðrum mönnum í sið- menntuðu þjóðfélagi. Það vill svo til. að ég, sem skrifa þetta, hef tugi ára reynslu að baki um sambúð manna í sæluhúsum og und- antekningarlaust hefur fólk sýnt háttvísi og hjálpfýsi í hví- vetna, enda munu allir sann- ir ferðamenn líta á sæluhús, sem friðhelgan stað. Það er því furðulegur dólgsháttur, að ráðast á fólk í sæluhúsum, þar sem ekkert er hægt að flýja undan árásarmönnum. Laugardaginn 5. sept. s.l. vorum við, Máni Sigurjónsson, organleikari; Magnús Bl. Jó- hannsson, tónskáld, og undir- rituð, sem öll störfum i Tón- listardeild Ríkisútvarpsins, stödd í sæluhúsi Ferðafélags íslands í Landmannalaugum á- samt starfsfólki Veiðarfæra- verzlunarinnar „Geysis” í Reykjavík og höfðum öll leyfi frá frk. Helgu Teitsdóttur, skrifstofustjóra, til að dvelja í húsinu. Þar sem löng leið var fyrir höndum daginn eftir, sunnud. 6. sept. kom okkur saman um að ganga til náða kl. 22.00 og vakna kl. 7 að morgni. Tvær stofur eru í hús- inu og sváfum við útvarpsfólk í annarri, en Geysisfólk í hinni. Það þarf ekki að lýsa þeim menningarbrag sem einkennir sæluhús F.í. og verður seint metið það óhemju starf, sem bak við þau liggur. Það er þvi lágmarkskrafa, að fólk, sem nýtur þeirra sjái sóma sinn í því að ganga vel um þau og haga sér þar eins og siðmennt- aðir menn. Þegar við vorum að koma okkur í háttinn, var bifreið rennt í hlað, nr. Z-244 og með henni þrír umræddir piltar úr Vík. Þeir sátu í bílnum og höfðu einhver orðaskipti við Geysismenn í mesta bróðerni. Nálægt hálfum tíma liðnum kom einn Víkurpilta inn til okkar og spyr: „Megum við sofa hérna inni í nótt“? „Já, alvég ‘sjáífsagt“, svöruðum við. Enn leið stund, sem svarar hálfum tíma, en þá komu þeir allir inn ög skríðu í „kojur“. Hófu þeir þá upp rödd sína Qg sungu við raust milli þess, sem þeir rausuðu um miður upp- byggilegt samræðuefni með þar tilheyrandi orðbragði. Gekk svo lengi vel, þar til Máni reis upp við dogg og sagði: „Ef ykkur langar að syngja, viljið þið þá gera það annarsstaðar en hér“. Við þessi orð Mána, æstust þeir um helming, hækkuðu sönginn og byrjuðu svo ræðu sína yfir okkur þrem, með þeim sóða- legasta og viðbjóðslegasta munnsöfnuði, sem íslenzk FERÐIZT MEÐ LANDSÝN Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN DSYN TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 UMBOÐ LOFTLEIÐA. — REYKJAVÍK, tunga býr yfir, blótsyrðum, klámi og persónulegum svívirð- ingum, sem ekki er hægt að láta á prent, en sem fyrr er sagt, höfum við sent sýslu- manni orðrétta skýrslu um at- burðinn. Gekk svo langa hríð, þar til mín þolinmæði brast. Ég reis úr rekkju og skipaði þeim að fara út. nema að þeir gætu sýnt skriflegt leyfi um að mega dvelja í húsinu. Skriðu þeir þá úr „kojunum” og létu dólgs- lega mjög, sem og þeir létu rigna yfir mig ókvæðisorðum. Þá fór ég og vakti upp Geysis- menn okkur til hjálpar, og tókst bílstjóranum, Sigurbirni Bjarnasyni að koma þeim út úr húsinu. En sú sæla stóð ekki lengi, því eftir skamma stund. komu þe:r inn í eldhús og töluðu mikið um þá van- virðu, sem þeim, Skaftfelling- um!, væri sýnd, með því að reka þá út. Siðan skriðu þeir í „kojur” aftur og tóku saman ráð sín um það. hvernig þeir ættu að koma á hefndum. Þau orð eru heldur ekki setjandi á prent. Vitni að þeim, auk okk- ar eru fyrrnefndur bílstjóx-i Sigurbjörn og Guðmundur Harðai'son úr hópi Geysis- manna. Klukkan 5 voru þeir að „snapsa” sig. En kl. 7 risu all- ir úr rekkju. eins og um var talað. Kallaði ég þá allt fólkið saman og lýsti yf'r, að við útvarpsmenn mundum skrifa sýslumanni orðrétta skýrslu um atburð benna. og einnig birta það í blöðum. Hafði ég síðan eftir ræðu piltanna orðrétt. Menn setti hljóða, því svo gekk yfir alla. Til þe:rra talaði ég á þessa leið: Ef þið viljið af- saka framkomu ykkar, með því að vera drukknir, þá kærum við vkkur fyrir sýslumanni fyr- ir að aka drukknir. Svona er nú þessi saga, en bar sem hún er ekki nema hálfsögð, vegna þess. að orð piltanna eru ekki prenthæf og bar sem ekki má birta nöfn beirra, þá get ég upplýst, að fjöldi fólks hefur lesið bréfið, sem við sendum til sýslumanns, því þar er ekki um mál e:n- staklings að ræða. heldur allra þeirra, sem verða fyrir barð- inu á svona piltum og þeirra líkum. Við lestur bréfsins hafa öllum fallizt hendur. Sigrún Gísladóttir. Það vottas,t hér með, að framanr'tað er rétt: Mání Sigurjónsson, Magn. Bl. Jóhannsson, Guðmundnr Þ. HarSarson (sign) Sigurbjörn Bjamason. Námskeið í þýzku íslenzk-þýzka menningarfélag- ið efnir eins og á síðasta vetri til námske ðs í þýzku fyrir byrj- endur og lengra komna. Námskeiðið verður á Lauga- vegi 18 í húsakynnum félagsins og hefst um mánaðarmót sept- ember október. Gert er ráð fyrir tveimur tímum á viku að kvöldi til fyrir hvei'n flokk. Eftirtal'n veita frekari upp- lýsingar og sjá um innritun: Friðjón Stefánsson, sími (á skr'f- stofutíma) 16173 (heima) 14385, Hrönn Hjaltad., sími (á skrif- stofutíma) 22110 (heima) 14402. Rögnvaldur Hannesson, sími (á skrifstofutíma) 17513. UngYerpr semia við tfatikanið VATÍKANIÐ 15/9 — Vatíkanið kunngerði í dag að samningar hefðu tekizt við ríkisstjórnina í Ungverjalandi um samband ríkis og kirkju þar í landi. Samkvæmt þeim getur Páll páfi nú skipað fimm nýja bisk- upa í Ungverjalandi, en í samn- ingnum er ekkert minnzt á breytingar viðvikjandi stöðu Joszef Mindszenty kardínála. f yfirlýsingunni segir að Vatí- kanið og ungverska stjórnin hafi skrifað undir samninga sem kveða á um nokkrar raunhæfar aðgerðir, sem fulltrúi Vatíkans- ins, Agoslino Casaroli hefur sam- ið um. Áreiðanlegar heimildir í Vatí- kaninu herma að staða Mind- szenty sé óbreytt. Hann er yfir- maður ungversku kirkjunnar. en hefur haldið til í bandaríska sendiráðinu i Búdapest síðan að hann flutti bangað í uppreisn- inni 1956. Kynþáttamál FILADELFIA 15/9 — Tveir foringjar í þjóðemissinnuð- um blökkumannasamtökum hafa verið handteknir ákærð- ir fyrir að hafa skipxxlagt kynþáttaóeirðir, sem urðu i Fíladelfíu í ágústlok. Samtökin sem þeir eru ! heita Hin múhameðska afrísk- asíska menningarmiðstöð. 2ja herb ibúðlr við Hraun- teig. Niðlsgötu. Laugaveg Hverfisgötu Grettisgötu Nesvea. Kanláskiólévea — Blönduhlíð Miklu- braut, — Karlagötu og víðar. 3ja herb. fbúðir við Hring- braut Lindargötu Ljós- heima Hverfisgötix. Skúlagötu. Melgerði Efstasund, Skipasund Sörlaskiói. — Mávahlíð Þórsgötu og víðar 4ra herb fbúðir við Mela- braut Sólheima Silfur- teig. öldugötu Leifsgötu. Eiríksgötu. Kleppsveg. Hringbraut. Seliaveg Löneufit. Melgerði Laugaveg. Kax*favog og vfðar. 5 herb íbúðir við Máva- hlið. Sólheima. Rauða- læk Grænuhlíð Klepps- veg Ásgarð. Hvassaleiti Óðinssötu. Guðrúnargötu- og víðar. tbúðir í ■míðum við Fells- múla Granaskjól Háa- leiti. Liósheima, Nýtýla- veg. Alfhólsveg. Þinghóls- braut og víðar. Einbýlishús á vmsum stöð- um, stór og lítíl, Fa$feivnasalan Símar; 20 ’90 — 20 625 Tjarnargötu 14. Umferðarkennsla fyrir börn Sumarnefnd Langholtssafnaðar stendur fyrir reið- hjólanámskeiði í ramráði við Slysavarnafélag ís- lands og umferðarlögreglu, sem hefst n.k. laugar- dag þann 19. sept- kl. 14 á lóð Vogaskólans. Foreldrar- Hvetjið börn ykkar til að sækja nám- skeiðið og sjáið um að hjólin séu í lagi, Slysavarnafélag íslands. Ásvallagötu 69. Sími 21515 — 21516. KVÖLDSÍMI 3 36 87. TIL SÖLU: 2 herbergja íbúð á 1. hæð í steinhúsi við Hring- braut Verð 550 þús, Hitaveita. 3 herbergja skemmtileg íbúð í háhýsi. Tvær lyft- ur. tvennar svalir. Sam- eign fullgerð Tilvalið fyrir bá, sem leita að bægilegri íbúð. 3 herbergja glæsileg íbúð í sambýlishúsi við Hamrahlíð. 4 herb. fbúð á 1. hæð í nýlegu steinhúsi við Langholtsveg 5 herbergja fullgerð (ónot- uð) f sambýlishúsi við Háaleitisbraut. Húsið fullgert að utan. Hita- veita. 5—6 herbergja fbúð við ' Kringlumýrarbraut. — 1. hæð. tvenoar svalir, sér h'taveita. Vandaðar inn- réttingar. TIL SÖLU f SMÍÐUM LúxusvIIIa í austurborg- inni. Selst fokheld 160 ferm. raðhús við Háa- leltisbraut. Hæat að fá tvö hlið við hlið, AHt á einni hæð. hitave'ta Húsin standa við mal- bikaða breiðgötu. 2 herbercrja fokheldar íbúð- arhæðir Tveggja íbúða hús á bezta stað i Kópa. vogi er til sölu Tvær 150 ferm hæðir eru í húsinu bílskúrar á iarð- hæð. ásamt miklu hús- rým’ bar. sem fvlgir hæðunum, Hagkvæm kiör. Glæsileg teikning, os útsýni. Tveggja íbúða fokheld hús á hitaveitusvæðinu í V estu rbænum. 4 berbergja fokheldar íbúð- arhæðir á Seltjarnamesi. Allt sér 3 herbergia fokheldar hæð- ir á Seltjamarnesi. Allt sér. 5 herbergia fokheldar hæð- ir á Seltjamamesi. Bfl- skúr fylgir. Sjávarsýn. 300 fermetra skrifstofu- hæð á glæsilegum stað við Miðborgina. Fullgerð Mikil bflastæði. 150 fermetra verzlunar- og iðnaðarhúsnæði við M!ðborgina Selst ódýrt Hentugt fyrir heildverzl- un. 600 fermetra íðnaðarhús- næði f Ármúla. Selst fokhelt. Athafnasvæði i norti fvlgir. Stórar skrifstofuhæðir við Suðurlandsbraut. Seljast fokbeldar. Olæsiles biis AIMENMA FASTEIGW ASAlftN LÍNDAR^TA|IIÍE13iS LÁRUS P. VAIDIMARSSON TIL SÖLU: 3 herb. góð íbúð í Vestur- borginni, rétt við Elli- heimilið. 2 herb. nýleg og góð kjall- araíbúð við Kleppsveg. 3 herb. ný jarðhæð 115 ferm. við Bugðulæk. allt sér. 3 herb. nýleg íbúð 90 ferm við Kaplaskjólsveg, laus 1. febrúar. 3 herb. rishæð í Vestur- borginni, hitaveita, útb. kr. 175 þús. sem má skipta, laus strax. 3 herb. íbúðir við Berg- staðastræti, Kleppsveg, Holtagerði Kópavogi. Sörlaskjóli, Miklubraut, Holtsgötu, Laugaveg, Heiðargerði. 4 herb. nýleg íbúð 114 ferm, á Högunum. 4 herb. hæð. 117 ferm við Suðurlandsbraut, með 40 ferm. útihúsi, verð kr. 400 þúsund. Útborgun kr. 200 þúsund. 4 herb. íbúðir við Hring- braut, Grettisgötu, Kirkjuteig, Nökkvavog, Ingólfsstrasti, Mávahlíð, Þverveg. 5 herb nýlegar og vandað- ar íbúðir við Kleppsveg, Ásgarð, Sólheima, Grænuhlíð. Eínbýlishús við Efstasund, 4 herb. íbúð 100 ferm, á einni hæð, bílskúr, stór lóð. Einbýlishús við Tunguveg, með 2 herb. og eldhúsi í kjallara, bílskúr, fal- legur garður. f smíðum í Kópavogi, í Sigvaldahverfi, glæaileg keðjuhús, i Höfum góða kaupendur að öllum tegundum íbúða. m A annað hundrað sfeúðir og einbýl- íshús Við höfum alltaf til sölu mik- ið úrval af íbúðum og ein- bvlishúsum af öllum stærð- um EnnfremuT bújarðir og sumarbústaði. Talið við okkur og Iátið vita hvað vkkur vantar. Mélflutnlngsskrllttofa: , Þorvarður K. Þorsleinsson Mlklubraut 74, • Fulelgnívlíiklptl: Guðmundur Tryggvason Stnú J7740. Ingólfsstræti 9. Símj 19443 MÍMIR Síðasti inn- ritunar- dagur Simi 21655 Augfýsing frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli. Verð á síldarmjöli á innlendum markaði hefur ver- ið ákveðið kr. 570,00 pr. 100 kg. fob- verksmiðju- höfn miðað við að mjölið sé greitt fyrir 1. nóv. n.k. Eftir þann tíma bætast við vextir og brunatiygg- ingargjald. y i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.