Þjóðviljinn - 19.09.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 19.09.1964, Page 10
IQ SÍÐA hana. Ég er of rómantísk til þess að gifta mig ekki. Ég gef of mikið. Það er alveg satt; þú get- «r brosað ef þér sýnist. En það er satt og mér varð það Ijóst þetta kvöld. Og morguninn eftir sat ég í flugvélinni til Zúrich. Loksins hagaði ég mér skynsam- lega og vemdaði sjálfa mig. Er nokkuð athugavert við það? Þú veizt ekki hvernig það er að vera ein hér í borginni. þegar maður er kvenmaður — og vinn- ur sér naumlega fyrir húsaleigu og sokkum — og flækjast milli manna — þegar allt er tilviljun háð — hvem ég hitti hverjum ég borða með, hverjum ég sef hjá ef ég hefði ekki gengið framhjá borðinu þar sem þú sazt með Jean-Batiste .... Hún þagnaði og tók andann á lofti. Hún hafði ekki lengu» stjóm á sér. Andlit hennar var afmyndað og nýtízkulegi hatturinn fyrir ofan það virtist óviðeigandi og aumkunarverður. Ég las um hann morguninn sem við giftum okkur. Ég grét við brúðkaupið og Georg gerði gys að mér, en ég grét vegna þess að ég var brúður. Ég grét vegna þess að ég var að hugsa um þegar við vorum saman í fyrsta sinn, og þú sagðist hafa haldið að ég væri vinkona Jean-Batistes og ég sagðist ekki vera það, héldur þín .. Hún reis á fætur og var- ir hennar skulfu. Ég má ekki gráta. Ég má ekki vera rauð- eygð þegar ég hitti manninn minn. Vesalings Jean-Batiste. Hann var svo kátur þennan dag, svo útundir sig .. Og ég sagði: Þama er slæmur maður hjá góðum manni. Enginn vissi hvað átti eftir að koma fyrir. Ekkert okkar. Nú verð ég að fara. Ég verð að fara. Hún hreyfði hend- ur og handleggi tilgangslaust, eins og hún væri að hrista af sér bönd. Kveddu mig. Jack reis hægt á fætur, reyndi að hafa stjóm á svipbrigðum sínum, reyndi að leyna því hve mjög hún snart hann. Eitt vin- gjamlegt bros, hugsaði hann, einn koss, og hún fer ekki burt. Þá fer hún aldrei frá mér. Hann varð hræddur við ákafa löngun sína til að halda henni hjá sér, koma i veg fyrir að hún færi Þennan tíma sem hún hafði ver- ið í burtu, hafði þrá hans eftir HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h (lyfta) — SfMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D O M O R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. henni smám saman vaxið með honum án þess að hann vissi, Nú var návist hennár eins og glampandi ljós. sem kviknaði allt í einu og sýndi honum þetta, ljóslega og hlífðarlaust. — Vertu sæl, sagði hann og röddin var dauf og hljómlaus. Hann rétti fram höndina. Andlit hennar var fölt og sært og bamalegt Ekki svona, sagði hún volandi. Ekki eins og ís. — Maðurinn þinn bíður eftir þér í Hassler, sagði harm hrana- lega af ásettu ráði. Skemmtu þér vel í Aþenu. — Mér stendur alveg á sama um manninn minn, sagði hún. Mér stendur alveg á sama þótt ég sjái aldrei Aþenu. Ég vil að við kveðjumst eins og almenni- legar manneskjur .. Tárin voru á næsta leiti. Hlýlega og inni- lega. Hún kom til hans. Hann stóð þarna hreyfingarlaus og það var eins og hann virti fyrir sér svið- ið úr fjarska. Hún tók utanum hann og kyssti hann. Hann hélt augunum opnum, deplaði þeim ekki einu isinni. Hann hreyfði sig ekki og endurgalt ekki koss- inn. Hinn gamalkunni ilmur. Hin gamalkunna mýkt. Hann stóð þama grafkyrr, langaði til að taka hana í faðm sér og þrýsta henni að sér meðan hann hugsaði: Því ekki það? Upphaf að nýju lífi. Því ekki að byrja á einhverju sem ég þrái jafná- kaft og þetta? Ég tel upp að tíu, hugsaði hann í vandræðum sín- um, og svo ætla ég að segja henni að ég elski hana (seinna komumst við að hinu sanna), og hún megi ekki fara. Nýtt líf. Þetta var dagurinn þegar hið nýja líf hófst. Hann neyddi sjálfan sig til að telja. Hann komst upp í sex og hann var sigraður. Um leið sleppti hún honum. — Þetta er vonlaust, sagði hún rólega. Ég er heimskingi. Hann stóð lengi í sömu spor- um löngu eftir að hún var far- in. Síminn hringdi. Hann lét hann hringja mörgum sinnum áður en hann svaraði. Það var Bresach. Við borðum í Hostaria dell’Orso, sagði Bresach. Stórveizla. Tuc- ino. Barzelli, Holtshjónin. Við drekkum kampavín. Kemurðu? — Bráðum, sagði Jack. Þið skuluð ekki bíða eftir mér. Ég er ekki tilbúinn enn. — Hvern fjandann hefurðu verið að gera allan þennan tíma? — Ekki neitt, sagðí Jack og hugsaði: Hann kom aldrei að okkur saman. Ég var að ganga frá hinu og þessu. Kveðja gaml- an vin. — Líður þér nokkuð illa? sagði Bresach. Þú ert svo ann- arlegur. — Mér líður ágætlega, sagði Jack. Ég kem rétt strax. Hann lagði tólið á. Hann beið eftir því að síminn hringdi aft- ur eða barið væri að dyrum. En síminn hringdi ekki og það var ekki barið að dyrum og eftir nokkrar minútur fór hann inn í baðherbergið með vöskunum tveimur og speglinum, þar sem V-ið hafði verið skrifað með varalit. Hann rakaði sig vand- lega og fór í bað áður en hann ÞI6ÐVILJINN Laugardagur 19. september 1964 fór í hrein nærföt og nýpress- uð, dökk föt. Svo fór hann út og eins og hver annar snyrtilegur, bandarískur ferðamaður sem ætlar að skemmta sér kvöld- stund í Róm, 26. KAFLI. Hann fékk þrjá Martinikokk- teila. Og síðan þrjá í viðbót. Þá kampavin með matnum Og meira kampavín þegar þau föru upp í næturklúbbinn. Hann reyndi með þessu að fá útúr þessu skaplegt kvöld eftir hina óþolandi kveðjustund hans og Veronicu. Áfengið sveif ekki á hann. Allt varð ótrúlega skýrt og greinilegt í kringum hann. Hann sat með dálítið bros á vör- um í dökkú, bandarísku fötun- um sínum og horfði á fólkið við borðið og dansfólkið á gólfinu; allar útlínur voru skýrar, allar hreyfingar greinilegar. Allir við borðfð voru glaðir og ánægðir af mismunandi ástæð- um og margar skálar voru drukknar og margar flöskur tæmdar. Bertha Holt var ham- ingjusöm, vegna þess að hún hafði fundið konu frá Napolí sem átti sex börn og átti von á einu í viðbót eftir hálfan mán- uð og var fús til að leyfa Holt- hjónunum að ættleiða það, vegna þess að það var nógu erf- itt að metta sex munna. Sam Holt var hamingjusamur vegna þess að konan hans var það og vegna þess að Delaney hafði hringt til hans af spítal- anum og sagt honum frá sam- komulaginu við Jack og nýir heimar löglegra skattsvika opn- uðust honum. Tucino var hamingjusamur vegna þess að hann hafði lesið handrit Bresachs og vegna þess 74 að Holt hafði sagt, að þeir gætu stofnað félagið og vegna þess að nú virtist sem Tucino kæmist hjá gjaldþroti að minnsta kosti næstu þrjú árin. Tucino var út- undir sig en hann var líkabjart- sýnn, og þess vegna var hann hrifnari af upphafi hlutanna en miðbiki þeirra eða endalokum og hann virtist fagnandi glaður bakvið gleraugun sín allt kvöld- ið og kallaði Bresach „unga snillinginn” og skálaði fyrir þeim stórsummum sem þau myndu öll græða í þessu nýja og fullkomna samfélagi. Tasseti var ekki viðstaddur, en Jack var sannfærður um að hann væri mjög hamingjusamur yfir að sleppa við að hlusta á Tucino aldrei þessu vant. Barzelli var hamingjusöm, vegna þess að hún hafði átt frí- dag og notað hann til að sofa, svo að hún var falleg og úthvíld og sannfærð um að alhr karl- menn í salnum girntust hana. Með örfáum undantekningum var það sennilega rétt. Hún sat við hliðina á Bresach og talaði alvarlega við hann milli skál- anna. Max var hamingjusamur vegna þess að Bresach var þarna og þeir höfðu báðir nóg að borða. Bresach var hamingjusamur vegna þess að hann var hreifur af víni og hafði ekki heyrt hvað Veronica sagði við Jack fyrr um kvöldið. Jafnvel þótt hann hefði ekki verið ölvaður, hefði hann haft fjölmargar aðrar ástæður til þess að vera sæll og ánægður þetta kvöld. Jack horfði á alla í hinu nýja. kristalsskæra ljósi, sem kokkteil- amir og kampavínið vörpuðu á þau, og hann gladdist yfir því að hin voru hamingjusöm og vorkenndi þeim, hve gleSi þeiria yrði skammvinn, vegna þess að í kvöld þekkti hann fortíð allra og framtíð þeirra lá opin fyrir honum. Hann var hvorki sæll né vansæll. Hann var hámákvæm- ur og réttilega stilltur eins og vélamar sem gerðar eru til að mæla brautir prótónanna í hinni óendalegu vídd atómsins. Kokk- teilamir og kampavínið vörpuðu einnig vetrarlegu stjörnuskini á sál hans og hann sá með raf- eindanákvæmni allt sem opin- beraðist þar inni. Gaddfreðinn og gráfkyrr í köldu, ólífrænu skininu sá hann sjálfan sig í örmum Veronicu, mitt á milli þess að fara og vera, neyddur til að segja annað hvort, vitandi það að hvort sem hann segði, ylli það sorg. Of skynsamur og ábyrgur til að grípa þá gleði sem hann var lamaður yfir að hafna, of tilfinningaríkur til að geta óskað sér til hamingju með að sleppa úr þeim vefi lyga og svika, sem óhjákvæmilega hlyti að leiða af því að krefjast þeirr- ar gleði — þannig var hann at- hyglisvert dæmi úr nútíma lífi — maður sem verið var látlaust að slíta í sundur. Eftir nákvæmar athuganir, við góða birtu og með frábær- um tækjum, eigum við nú því láni að fagna að geta sýnt full- komna mynd af John Andrus, þekktan undir nafninu James Royal. Hann er ábyrgur .heið- arlegur, vinur vina sinna og þegar hann er tilneyddur að svíkja einhvem, tryggir hann að hinn svikni sé hann sjálfur. Pleiri atriði í næsta ágripi. Meðan Jack sat stillilega og kurteislega við borðið í nætur- klúbbnum og hugsaði þessar hugsanir, hló hann með sjálfum sér, hlátri hins ánægða vísinda- manns sem sannað hefur kenn- ingar sínar. Nú get ég einbeitt mér að hinu fólkinu, hugsaði hann og leit í kringum sig. Hið mikilvægasta hér, hugs- aði hann og renndi augunum kringum borðið, er maður að nafni Delaney. 1 síðasta skipti og skamma stund ennþá, er hann það afl sem tengir okkur saman. Kampavínið er í síðasta sinn honum til heiðurs. Án hans værum við ekki í þeim stöðum, sem við erum, en í næsta skipti sem við, hittumst, verður það ekki lengur vegna hans. Þá eig- um við að þjóna æskunni, þá eigum við að þjóna hinum hreinu hjörtum, þá eigum við að Þjóna auðnum og ástinni. Bres- ach hefur þá stigið skrefið inn að miðpunkti. Þetta er eins og erfidrykkja, hugsaði Jack. Vinir Delaneys eru samankomnir til að skála fyrir hvarfi hans, á stað þar sem hann var þekktur og virtur og þar sem hinn fjarstaddi átti sínar sælustu stundir. Maður sem virtist vera Delaney myndi að sjálfsögðu birtast á ný, en svo ólíkur að gerð og valdi að hann yrði aðeins kallaður hið sama af kurteisi og vana. Jack mundi eftir Delaney og Barzelli hitt kvöldið og gáði að því hvort höndina á Barzelli hvldi á læri Bresach undir borðinu. En hún gerði það ekki. Umskiptin voru ekki fullkomnuð enn. Eftir þrjátíu ár. hugsaði Jack, meðan hann horfði á Bresach og mundi eftir Delaney við sama borð með velgengni og mistök að baki, hvemig mun Bresach þá líta út í svona mið- næturveizlum, hvaða kvenfólk hvíslast hann á við, og hvað mun þrjátíu ára auður og starf og vonbrigði láta hann hvísla að þeim? — Mundu eftir manninum á sjúkrahúsinu, kæri ungi vinur, sagði Jack greinilega og hægt. Bresach leit undrandi á hann yfir heillandi barminn á Bar- zelli, sem þetta kvöld var lysti- lega prýddur bleikum knippling- um. Jack lyfti hendinni hátíð- lega, aðvarandi, vingjarnlega eins og þeir feður gera sem kveðja foringjana, syni sína áð- ur en þeir halda í stríð í fjar- lægum löndum við dynjandi homamúsik. — Hver fjandinn gengur að þér í kvöld, Jack? spurði Bres- ach. Jack tók eftir því að hann var venju fremur loðmæltur og hristi höfuðið, vegna þess að hann mundi hve margir af vin- um hans og þeir sem honum þótti vænt um, höfðu farizt í alkóhóli, þessu glitrandi. tælandi hafi. — Áfengi, taugaveiklun, metn- aðargirni, kvenfólk og ofreynsla, sagði Jack í hljóði. Hann sneri litla næturklúbbsbrosinu sínu að frú Holt sem flaut fram á borð- ið íklædd tylli og líktist ein- hverju, sem Marc Chagall hefði getað málið ef hann hefði verið fæddur í Oklahoma og átt heima í Róm, en frú Holt var að segja: Ég vildi óska að þú geætir hitt frú. Lusaldi, Jack. Það LAUGARDALSVÖLLUR. ÍSLANDSMÓTIÐ í dag kl. 4 verður aukaleikur milli ÞRÓTTAR -FRAM um áframhaldandi veru í 1. deild. HVOR SIGRAR? Mótanef nd. A ðstoðarráðskonu vantar að Samvinnuskólanum Bifröst, á komandi vetri. — Upplýsingar á símstöðinni Bif- röst á mánudag, 21. sept., og næstu daga. JU BRUNATRYGGINGAR © á húsum í smíðum, vélum og áhiölclum, efni og lagerum o.fl. Heímistrygging hentar yður Heimilisfpyggingar Innbús Vatnstións Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRE LINDARGATA 9.REYKJAVIK SlMI 21 260 SfMNEFNI : SURETY TRESMIÐIR Umsóknir um 'fasteignaveðslán þur'fa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins fyrir 25. sept. Lífeyrissjóður húsasmiða. t VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRGN b ú ð i r ts a r .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.