Þjóðviljinn - 20.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1964, Blaðsíða 2
SIDA ÞróDVHTINN — —— Sunraidagur 20. september I9t» DANSSKÓLI Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 5. okt. Samkvæmisdansar (nyju- og gömlu dansamir) og barnadansar. Flokkar fyrir böm (4—12 ára), unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og hjón). Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar. Reykjavík Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09, Kennt veröur í nýjum, glœsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. Kópavogur Innritun daglega frá 10 f.h. til 2 e.h- og 20 — 22 í síma 1-01-18. Hafnarfjörður Innritun daglega frá 10 f.h. til 2 e.h. og 20—22 í síma l-Ql-18. Keflavík Innritun daglega frá 3—7 í síma 2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerk- ið í dansi. KARLMANNASKÓR frá ENGLANDI og ÞtZKALANDI HAUSTTÍZKAN 1964 SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 ódýrir karlmannaskór úr leðri með nælon, leður og gúmmísólum Verð kr. 232,00 og kr. 296,00 STÖRGLÆSILEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 75 ára: Guðmundur Eyjólfsson 1 dag er Guðmundur, vin- ur minn. á Þvottá 75 ára. Guðmundur Eyjólfsson er Austfirðingur í húð og hár, fæddur 20. sept. 1889 í Ham- arsfirði og al:nn upp í Álfta firði, að mestu leyti í Markús- arseli, sem nú er löngu kom- ið í eyði. Hann kvæntist ung- ur Þórunni Björnsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. og áttu þau 9 böm. sem öll eru á lífi. Guðmundur og Þór- unn bjuggu lengst af á Star- mýri í Álftafirði en fluttu skömmu fyrir 1950 að Þvottá í sömu sve t. Á Þvottá býr Guðmundur nú með Kristni syni sínum og konu hans og börnum. Það segir sig sjálft, að það er ekkert íhlaupaverk fyrir eínyrkja bónda að koma upp svona stórum barnahóp, enda ^ féll Guðmundi víst sjaldan verk úr hendi og heyrt hel ég, að hann hafi oft prjónað peysur á bömin sín, auk ann- ars. En þrátt fyrir stritið hef ur Guðmundi alltaf gefizí tími til lestrar, enda er hann ákaflega fróður og skemmti- legur maður. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar. ég var nýfermd og var á Þvottá eitt sumar. Urðum við þá fljótt góðir vinir oc töluðum margt saman, og fá- um l.ef ég kynnzt, sem méi' hefur þótt skemmtilegra að tala við. Vonandi á Guðmundur eft- ir að búa lengi enn á Þvottá enda væri Álftafjörður snöggt- um fátæklegri án hans. Nú á þessum tímamótum, óska ég honum alls hins bezta. H.E. MÍMIR Kennsla hefst í næstu viku. Sími 21655. Hringur og tvær myndir hans. (Ljósm. G. M.), Viðtal við Hring Jóhannesson listmálara ,Vel gerð mynd hefir alltaf eitthvað að segja' Hringur Jóhannesson heitir hann, fæddur og uppalinn í Þingeyjarsýslunni. Fluttist til borgarinnar þegar hann var á sextánda árinu og hefur dvalizt hér síðan. Á dag- inn vinnur hann við keramikskreytingu hjá Glit h/f, en kennir teikningu í Myndlistáfskólánum við Fréyjugötu á kvöldin. Um lík{ leyti og aðrir ganga til náða tekur hann til við eftirlætisiðju sína, að teikna og mála, en árangur þessa næturstarfs geta Reykvíkingar nú fengið að sjá á veggjum Ásmundarsalar við Freyjugötu. Einn daginn hittum við hann að máli, þar sem hann var viö vinnu sína hjá Glit h.f. og innfcum hann eftir, hvernig sýn- ingin hefði gengið. — Mjög vel. Miklu betur, en ég bjóst við. Aðsókn hefur ver- ið mjög góð, 19 myndir hafa selzt. Og það sem er allra bezt, myndimar hafa lent hjá góðu fólki. Fólki sem hefur áhuga á list. Er þá ekki rétt að spyrja, hvað þér finnist um myndlist- aráhuga Islendinga? — Eftir því sem ég bezt veit er hann mikið almennari hér en víðast hvar annars staðar í heiminum. Uti virðist mynd- listaráhugi vera bundinn við fámenna hópa, en hér má víða sjá góða myndlist inn á venju- legum alþýðuheimilum. Affcur á móti er myndlistargagnrýni á algem frumstigi hér til dæm- is miðað við leikhús- og í- þróttagagn rýni. Þá snýst talið að hvaða fyr- irmyndum listamaðurinn hafi mest dálæti á, og vinni helzt úr. — Ég er eins og stendur að reyna að fá eitthvað nýtt út úr landslagi, sem mér finnst ekki hafa verið gerð nógu góð skíl af íslenzkum málurum. En þegar ég vinn eftir slíku „motivi“, þá reyni ég að fjar- lægja öll smáatriði, eins og ég væri að þjappa skáldsögu saman í smásögu, til þess að fá sterkari og einfaldari á- hrif. — Annars finnst mér ekki „motiv“ skipta höfuðmáli, eins og sjá má af sýningunni, þai sem ógerningur er að sjá hver myndin er unnin eftir ákveðnu „motiv“ og hver ekki. Álítur þú að myndlist eigi að hafa sérstakan boðskap að flytja? — Vel gerð mynd hefur allt- af eitthvað að segja en beinn á- róður í myndlist á ekki rétt á sér, nema að hann falli sam- an við myndræna heild. Nú erum við búin að tefja listamanninn nokkuð lengi frá vinnunni, en áður en við kveðjum finnst okkur rétt að spyrja, hvar hann hafi aflað sér mennfcunar og hvort hann hyggi á nokkuð frekara nám í grein sinni. — Ja, ég hef nú eiginlega ekkert lært að minnsta kosti ekki miðað við langskóla- gengna „kollega“ mína. Fékk að vera einn vetur hjá teikni- kennara á Húsavík og hafa það gott — gerði ekkert nema að teikna. Svo var ég 3 vet- ur f Handíða- og Myndlistar- skólanum hjá Sigurði Sigurðs- syni og fleirum, síðan hef ég aðeins verið að puða upp á eigin spýtur. — Um frekara nám? — Jú, ég hef hug á að fara út að skoða söfn, ef allur ágóði af sýningunni fer ekki í það, að borga skattana. Frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur Vetrarstarfið hefst mánudaginn 28. sept. Kenndir verða bæði gömludansamir og þjóðdansar í flokk- um fyrir böm og fullorðna. Upplýsingar og innritim j síma 125 07 milli lrl. 4 og 7 næstu daga. Þjóðdansafélagið. Auglýsið i Þjóðviljanum KIP4UTGCRfi> RiKISINS Vestmannaeyja- og Surtseyj- arferðir m.s. Heklu. Þar sem færri komust. með skipinu en vildu í þrem freðum í byrjun mánaðarins, verður efnt til tveggja ferða skv. ofan- greindri fyrirsögn um næstu helgi ef veður og aðrar ástæð- ur leyfa. Ferðaáætlun: Laugardaginn 26,79 kl. 13.00 frá Reykjavík. 21.00 að Surtsey. 23.00 til Vestmannaeyja. Sunnudag 27/9 kl. 13.00 frá Vestmannaeyjum. 16.00—17.00 i Þorlákshöfm 20.00—22.00 við Surtsey. Mánudag 28/9 kl. 07.00—08.00 til Reykjavíkur. Fafgjöld í fyrri ferðinni kr 750.00 til kr. 995.00, en í síðari ferðinni kr. 495.00 til kr. 740 00 að meðtöldu 1. fl. fæði fyrir alla og bílfari frá eða til Þorláks- hafnar. í fyrri ferðinni verða kynnis- ferðir skipulagðar i Vestmanna- eyjum eftir því sem fáanlegur bflakostur leyfir, gegn sérstöku gjaldi. Farmiðar verða strax seldir i báðar ferðimar en pantaðir miðar óskast innleystir í síð- asta lagi á miðvikudag SKJALDBREIÐ fer vestur m land til ísafjarð- ar 24. þm. Vörure ðttaka á mánu- dag og þriðjvdag til Patreks- fjarðar, Sv Jnseyrar, Bílcludals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyr- ar og ísafjarðar. Farseðlar seldir • •* t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.