Þjóðviljinn - 20.09.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 20.09.1964, Side 3
HÓÐVILJINN Sunnudagur 20. september 1964 1 stórhýsi Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur að Lindargötu 9 hefur hið nýstofnaða Verkamannasam- band Islands aðsetur í einni stofu á 3. hæð. Skrifstofan er nýopnuð (síminn er 12977, ókominn í skrá!), og hef- ur ekki enn fengið neitt sýnilegt ytra tákn þess að Verkamannasambandið sé þar til húsa. Þegar inn er kom- ið situr þar við skrifborð nýráðinn framkvæmdastjóri, Þórir Daníelsson, sem verið hefur starfsmaður verkalýðs- félaganna á Akureyri og forystumaður í verkalýðshreyf- ingunni þar á undanförnum árum. Og skrifstofan sjálf ber þess merki að hér er allt að byrja, ég sé ekki nema tvær möppur uppi við, vísi að hinum ískyggilega ört vaxandi búnka af bréfum og skjölum sem fylgir öllum félagsskap og rekstri. Og sjálfsagt vantar þama enn margt af því sem þangað á eftir að koma. En þarna er lítil byrjun mikils starfs og eins og það liggi í loftinu. Verkamannasamband íslands hefur áður verið stofnað (1907), samband með hina merkustu stefnu- skrá á sínum tíma, en auðnaðist ekki langlífi, íslenzk al- þýða þekkti ekki nógu vel sinn vitjunartíma. Þar brest- ur á enn, en samt er ég þess full viss að Verkamanna- samband íslands sem nú er risið á legg verði áhrifamik- il samtök íslenzkra verkamanna og verkakvenna, að hér eru að myndast samtök sem þróun verkalýðshreyfingar- innar hefur knúið fram og hlutu að koma, hefðu mátt vera komin fyrr. SlÐA 3 ÞÓRIR DANÍELSSON í fyrra starfi sínu sem starfsmaður verka- lýðsfélaganna á Akureyri. Verkamannasamband íslands styrkur þáttur / heildar- samtökum íslemkrar alþfðu Ég bið nýja framkvæmda- stjórann, Þóri Daníelsson, að kynna sambandið lítillega les- endum Þjóðviljans og þá fyrst það sem nýjast er. — Sambandsstjómin hélt fund nú á miðvikudaginn, seg- ir Þórir, og var þar gengið frá því að sambandið hefur nú opnað skrifstofu hér í Lindar- götu 9 og ráðið sér fram- kvæmdarstjóra, eins og ráð var fyrir gert á stofnþinginu. Var sú ráðning miðuð við 1. september sl. — Og 'hver eru svo fyrstu verkefnin? — Þessar fyrstu vikur hafa farið í það að koma skrif- stofu á laggirnar. Verið er að ganga frá og fjölrita út- draetti úr þingtíðindum stofn- þingsins í vor og sambands- laganna. Verður hvort tveggja sent öllum sambandsfélögum og ekki þeim einvörðungu, heldur líka öllum þeim verka- lýðsfélögum sem hugsanlegt er að orðið gætu aðilar að Verka- mannasambandinu samkvæmt lögum þess. — Hvað eru mörg félög og félagar í Verkamannasam- bandi Isl'ands eins og stend- ur? — Félögin eru 24 og félags- menn nálægt 9000 en ýmis verkamannafélög hugleiða nú að gerast aðilar að samband- inu. Var ákveðið á stofnþing- inu með bráðabirgðaákvæði í lögunum að öll félög sem til- kynntu þátttöku sína fyrir 2. þing sambandsins sem halda á í maí í vor eða gangi í það á því þingi skuli teljast stofnfélög Verkamannasam- bandsins. ★ — Verkamannasambandið hefur ekki enn látið kaup- gjaldsmál félaganna beint til sín taka? — Kaupgjaldsmálin eru eftir sem áður beint í höndum verkalýðsfélaganna. Nú stend- ur líka svo á að kaupsamn- ingar flestra og líklega allra almennra verkamanna- og verkakvennafélaga eru bundnir fram á næsta sumar, gilda til 5. júní 1965. Kaupgjaldsmálin hljóta þó að sjálfsögðu að verða eitt að- almál næsta þings verka- mannasamb andsins, það verð- ur eins og ég sagði áðan hald- ið í maí næsta vor, rétt áður en samningar félaganna renna út s.Ht kmd. ★ ®g víl í þessu sambandi minna á ákvæði í samban<is- lögunum, það er 15. grein lag- anna, en hún er á þessa leiði „Sambandsstjórn er skylt að fylgjast nákvæmlega með kjaraþróun launastéttanna og almenns verkafólks sérstak- lega. Einnig þeim þáttum efna- hagsmála sem mótandi geta verið fyrir launamálastefnu sambandsfélaganna. Á grundvclli framangreindr- ar vitneskju skal sambands- stjórn svo jafnan semja álits- gerð um kjaramál sambands- félaganna, þegar líður að al- mennuim uppsagnarmöguleik- um þeirra, og skal álitsgerðin send sambandsfélögunum í tæka tíð. áður en þau taka ákvarðanir sínar varðandi kjarasamninga sína“. Þetta er mikilvægt verkefni fyrir sambandsstjórn, <jg verði slík greinargerð vel unnin er þar fenginn bezti undirbúning- ur fyrir félögin þegar þau ganga til þess að gera nýja kjarasamninga. ★ — Gerði sambandsstjórnin fleiri ráðstafanir nú í vikunni? — Ákveðið var á stjórnar- fundinum að auglýsa eftir manni til náms og starfs fyr- ir Verkamannasambandið að hagræðingai-málum. Sambandið sótti á sínum tíma um styrk til stjórnarvaldanna til mennt- unar og þjálfunar manns í hag- ræðingarmálum. Orðið var við þeirri umsókn. og vantar nú mann til starfans. Þetta er eitt þeirra mála sem brýn nauðsyn er að sambandið geti sinnt og aðstoðað verka- manna- og verkakvennafélögin í þessum efnum. Við erum að fá yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr ákvæðisvinnu sem byggð er á vinnurannsóknum og vinnu- hagræðingu. Og við höfum ekki á að skipa sérþjálfuðum mönnum í þeim efsum. Ætlazt er til að sá maður sem Verkamannasambandið nú auglýsir eftir í þetta starf stundi fyrst nám en verði síð- an starfsmaður sambandsins i þessum málum. ★ — Ég hef orðið var við að ýmsum er ekki ljóst hvers kon- ar samtök Verkamannasam- band Islands er, hvort þar sé einhvers konar nýtt Alþýðu- srmband eða eitthvað annrð. Vildurðu skýra þau mál fyrir lesendum? — Þá er bezt að vitna beint í lögin svo ekkert fari milli naáia. 1 fywstu greiai sambands- laganna segir að Verkamanna- samband Islands sé samband þeírra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Islands, sem skipuð eru verkafólki, körlum og konum í þeim starfsgrein- um sean taldar eru í 2. grein Iaganna. en hún er svona orð- rétt: Rétt til inngöngu í samband ið hafa þau verkalý'ðsfélög, sem að öllu leyti eða að meg- instofni eru skipuð verkafólki í eftirtöldum starfsgreinum: a) Vöruflutningar á Iandi. b) Móttaka, vinnsla og af- hending sjávarafurða. c) Vega- og brúargerð. vita- og hafnarbyggíngar. d) Verkafólksvinna hjá ríki og sveitarfélögum. e) önnur störf, sem nú falla almennt undir starfssvið verkamanna- og verka- kvennafélaganna. — Hvað samþykkti stofn- þingið um tilgang sambands- — Þá er aftur bezt að vitna beint í lögin. 1 3. grein sam- bandslaganna segir svo: Markmið sambandsins er: 1. Að sameina öll hlutaðeig- andi verkalýðsfélög innan sinna vébanda til sóknar og vam- ar fyrir sameiginlegum mál- efnum þeirra. 2. Að tryggja hagsmuni fé- laga sinna í samningum um laun og vinnuskilyrði. 3. A'ð vinna að afnámi allr- ar yfirvinnu, helgidagavinnu og næturvinnu, sem ekki ber ýtrasta nauðsyn til að umtin sé. 4. Að vinna að stýtfihgll vinnudagsins. 5. Að styðja og styrkja sam- bandsfélögin í starfi þeirra að hagsmunamálum verkafólks, svo sem í vinnudeilum og í samningum við atvinnurekend- ur. 6. A'ð beita sér fyrir vinnu- vemd barna- og unglinga. 7. Að veita saimbandsfélög- unum hvers konar upplýsing- ar sem þeim mcgi verða til gagns eða leiðbeininga I starfi. 8. Að beita sér fyrir al- mennri upplýsinga- og menn- ingarstarfsemi sambandsfélag- anna og aðstoða þau við slika starfsemi, þr á meðal að stuðla að sérhæfingu starfs- manna, sem vinna í þágu fé- Iaganna eða sambandsins, svo og trúnaðarmanna á vinnu- stöðum. 9. Að efla fjárhagslegan mátt sambandsfélaganna og sam- þandsins. Li- (Átk véj. :jS3 tós táh 'jí — Hverjir eru helztu drætt- ir í byggingu sambandsins? — Reglulegt sambandsþing á að halda annað hvert ár í októbermánuði, það ár sem Alþýðusambandsþing er ekki, og kjósa aðildarfélögin einn fulltrúa fyrir allt að 200 fé- laga og síðan einn fulltrúa fyr- ir hvert 200 félagsmanna eða brot úr tveimur hundruðum, ef það nemur einu hundraði eða meira, og jafnmarga vara- menn. Sambandsþingið hefur æðsta vaId i öllum málefnum félagsins. Sambandsstjórn skipa sjö menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír með- stjómendur. Varastjóm skipa þrír menn. Formaður, vara- formaður og ritari mynda framkvæmdastjórn samband^- ins. Sambandsstjóm ræður starfsmenn sambandsins í samr ræmi , við samþykktir sam- bahdsþinga um tölu þeirra, en þó er sambandsþingi heimilt að kjósa framkvæmdastjóra og er þá kjörtímabil hans milli þinga. — Hverjir skipa fyrstu stjórn Verkamannasambands Islands? — Formaður er Eðvarð Sig- urðsson formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, varafor- maður er Bjöm Jónsson for- maður Verkalýðsfélagsins Ein- ing, Akureyri, ritari er Her- mann Guðmundsson formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, gjaldiceri Björg- vin Sigurðsson formaður Verkalýðs. og sjómannafélags- ins Bjarmi á Stokkseyri. Með- stjómendur eru Guðmunda Gunnarsdóttír formaður Verka- kvennafélag&ins Snótar í Vest- mannaeyjum, Sigfinnur Karls- son forseti Alþýðusambands Austurlands, og Óskar Gari- baldason formaður Verka- mannafélagsins Þróttar á Siglufirði. 1 varastjóm eru Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar, Margeir Sigurðsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps, og Jón Ásgeirs- son formaður Verkalýðsféiags Hriseyjar. 1 lögum sambandsins eru svo mörg fleiri atriði en hér hef- ur verið drepið á, varðandi þingstörf og þinghald og störf stjómarvalda sambandsins. skattgreiðslu, skrifstofuhald og annað þess háttar. ★ — Þú hefur verið stjómar- maður og starfsmaður verka- lýðsfélaga úti á landi. Teluiðu samkvæmt reynslu þinni í þvf starfi að verulegt gagn geti orðið af landssambandi verka- mannafélaganna? — Já, mér er það ljóst ein- mitt vegna reynslu af slíku starfi að þecs er mikil þörf að landssamband verkamanna- og verkakvennaféi ? ga sé til og Framhald á 8. síðs. ins? Viðtal við Þóri Daníelsson. fyrsta framkvœmdastj. Verkamannasamb. ísl. VERKAf'lANNASAMBAND ÍSLANDS hefur skrifstofu í húsi Dagsbrúnar og Sjómaunafélags Reykjavíkur að Lindargötu J í Reykjavík, 3. bæð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.