Þjóðviljinn - 20.09.1964, Qupperneq 10
10 SÍÐA
ÞIÓÐVILJINN
Sunnudagur 20. september 1964
er konan. sem hefur verið svo
elskuleg að lofa okkur syni sín-
um. Hún veit að það verður son-
ur í þetta skipti. Hún á fjóra
drengi og tvær telpur, og hún
hefur aldrei getið rangt til. Hún
kom til okkar í kvöld, og ég
vildi óska að þú hefðir séð hana.
Hún er breið eins og flygill, með
fallegt, dökkt hörund og þama
sat hún með sjal um höfuðið og
ég get sagt þér að ég gat ekki
hugsað um annað, en að þama
hefði gyðja frjóseminnar stigið
niður í höllina okkar.
Varaðu þig, Bertha Holt, hefði
Jack viljað segja. varaðu þig.
Hvað skyldu frúmar í Oklahoma
City hugsa, ef þær heyrðu þig
tala svona? Myndu þær hleypa
dyrum sínum til Rómar?
— Það sem mér hefur allt af
fundizt prýða Italina svo mikið,
sagði frú Holt dreymandi yfir
rhumbumar og tumspírurnar í
rómversku nóttinni, er að þeir
hafa svo fallegar tennur. Tenn-
umar skipta svo miklu máli,
finnst þér það ekki líka. Jack?
Jack lýsti sig samþykkan því
að tennur skiptu miklu máli og
spurði Tucino riddaralega hvort
hún vildi dansa í tilefni dagsins
og hún sagði: Ó, það er alltof
elskulegt, og reis á fætur og
sveif í fang honum og fylgdi
honum með frómu, vínblöndnu
brosi, eins og kettlingur sem
fengið hefur konjak í rjómann
sinn af kvikindishætti.
Léttfætt. viðkvæm og ófrjó
dansaði hún öll flóknu sporin
í sterklegum, ítölskum örmum,
og Jack horfði á hana og vor-
kenndi henni, vegna þess að hún
hélt að sonur, annara sonur.
gæti fært henni hamingjuna.
Að vorkenna Tucino útheimti
eins konar guðdómlega samúð,
vegna þess að aðeins var hægt
að vorkenna honum sem einum
í samfélagi, fulltrúa aðlaðandi
en fordæmrar manngerðar, fjár-
hættuspilara. bjartsýnismanna,
sem aldrei geta sillt sig um að
tvöfalda framlagið og fá hvem
ótrúlega vinninginn af öðrum
unz kemur að hinu algera og
endanlega tapi. Einhvem tíma
áður en þú verður þrítugur,
hugsaði Jack. meðan hann horfði
á Lucino stjóma Berthu Holt
milli dansfólksins, kemur það
kvöld að þú hefur ekki efni á að
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINTJ og DÓDÓ
Laugaveet 18. III h (lyfta) -
SÍMI ? 46 16
borða kvöldverð á sh'kum stað
Max var kannski *á sem mesf
ástæða var til að vorkenna,
vegna þess að hann var í miðj-
um einum landflótta og var í
þann veginn að hefja r,ýjan.
Hann yrði aldrei framar jafnná-
tengdur Bresach. Hann hafði
verið rekkjunautur Bresachs
vegna þess að aðeins var til eitt
rúm; þeir höfðu satt saman
hungur sitt vegna þess að þeir
höfðu lifað af brauðskorpum og
með því að deila kjörum við
Max, hafði Bresach veitt honum
aftur trúna á góðleik og hjarta-
gæzku náungans. Nú yrðu rúm-
in mörg og deglegar hátíðamál-
tíðir kæmust upp í vana og eng-
inn tæki eftir þeim. Bróðurþel
yrði að vorkunnsemi og vork-
unnsemi er byrði hins landflótta,
rétt eins og ofsóknir. Max tók
fagnandi þátt í sigri Bresachs
þetta kvöld, vegna þess að hann
var skynsamur, en hann vissi að
hver nýr sigur myndi fjarlægja
Bresach.
Að vorkenna Barzelli var fag-
urfræðilegt hugtak, ópersónulegt
og hreint, vegna þess að aðeins
var hægt að vorkenna það að
hún yrði eldri og fegurð henn-
ar fölnaði með tímanum. Ef
hægt væri að vorkenna fagurri,
auðri byggingu sem tíminn
myndi með árunum breyta í
duft og ösku, þá var hægt að
vorkenna Barzelli.
Öðru máli gegnir um Sam
Holt. Sem hann sat og horfði á
konu sína dansa og gladdist yfir
gleði hennar, voru örlög hans
augljós og sársaukafull. Ham-
ingja hans var bundin eiginkon-
unni og sá fjötur var hættuleg-
ur.
Það var eins og Holt fyndi á
sér að Jack var að hugsa um
hann, því að hann sneri til
höfðinu og brosti til hans
Þetta er nú kvöld í lagi, sagði
hann. Finnst þér ekki?
— Jú, það má nú segja.
— Ég get ekki lýst því hve
ég er feginn að þú .skulir ganga
í félag við okkur. sagði Holt.
Það veitir mér notalega örygg-
iskennd. Okkur vantaði mann
eins og þig. Traustan, ábyrgan,
háttvísan.
Þetta er tilvalin grafskrift
handa mér, hugsaði ég. Hér
hvílir ábyrgur maður í örvænt-
ingu sinni.
— Ég hef verið að íhuga dá-
lítið, sagði Holt.
— Þú manst að ég sagði þér
frá mági mínum, yngri bróður
Berthu — ég sagði þér að ég
væri að hugsa um að setja hann
á launalistann sem aðstoðar-
mann — vegna skattsins ....
— Jái sagðl Jack. Það man
ég vel.
— Já, ^agðS Holt. Ég er bSinn
að íhuga þetta mál. Og ég ætla
ekki að gera það. Ég vil ekki að
hann verði þér til byrði. Ekki
svo að skilja, að ykkur myndi
sjálfsagt semja vel, sagði Holt
í skyndi af háttvísí. Þetta er
indæll maður. En þetta er samt
ekki við hans hæfi .... Hann
brosti út í annað munnvikið. Ég
ætla að hjálpa honum á annan
hátt. Þennan venjulega hátt.
Eins og skattayfirvöldin vilja.
Þá gerum við okkar til að borga
fyrir eldflaugarnar sem senda á
til tunglsins. Holt stundi þreytu-
lega. þegar harm reiknaði ósjálf-
rátt. út í hundraðasta skipti dá-
lítið skömmustulegur yfir að
hugsa bannig. hvað beesi indæli
náungi bróðir Berthu hálffer-
tugur. myndi kosta hann áöi.'.r
en lyki. Svo glaðnaði aftur yfir
honum. Þetta er dásamlegt
kvöld, finnst þér ekki? Hann
horfði með ánægjusvip á Bre-i
ach sem var að hlæja að eir
hverju, sem Barzelli hvíslaði að
lionum. Ég þori að veðja að
75
hann á eftir að muna lengi eft-
ir þessu kvöldi. Æjá — það er
synd og skömm að Maurice
skuli ekki geta verið með okkur
í kvöld.
Erfidrykkja , hugsaði Jack.
Hann er svo sem héma. Andlit
hans svífur milli kampavíns-
glasanna. Aðeins líkaminn er
fjarvevandi.
— Þetta hefur verið dásamleg-
ur dagur að öllu leyti, sagði
Holt. Mamma hefur sjálfsagt
sagt þér frá ftölsku frúnni, sem
hefur veríð svo elskuleg að leyfa
okkur að ættleiða bamið sitt,
þegar það — Hann leitaði að
viðeigandi orði yfir hinn vænt-
anlega atburð. Þegar þa»' ....
hm.... kemur.
— Já, hún sagði mér það,
sagði Jaok. Til hamingju.
— Við megum fá það strax,
sagði Holt. Svo að mömmu geti
fundizt eins og það sé hennar
eigið bam. Hún ætlar í búðir á
morgun að kaupa bamaföt og
barnavagn. Það verður mikil
breyting á lífi hennar, 1»eldurðu
ekki? Það var dálítill bænar-
hreimur i röddinni.
— Án efa, sagði Jack.
— Til hins betra, sagði Holt
í skyndi, hræddur við að Jack
gæti hugsað sér eitthvað annað.
— Auðvitað.j sagði Jack.
— Ég ætla að skrifa uppeldis-
fræðingum í Bandaríkjunum um
drenginn, sagði Holt. Ég tek á-
hættuna í sambandi við kjmið ..
Hann brosti undirfurðulega. Ég
vil að hann gangi í beztu skóla.
Groton eða Andover eða þess
háttar skóla. Mér hefur skilizt
að aldrei sé of snemma sótt um
skólavist. Ég vil að hann finni
að honum standi allt opið ....
Þá sá Jack Veronicu yfir öxl-
ina á Holt. Hún kom gangandi
yfir homið á dansgólfinu bak-
við yfirbjóninn sem leiddi hana
að borði í hinum enda salarins.
Við hliðina á henni gekk há-
vaxinn. ljóshærður ungur maður
og hélt um olnbogann á henni.
Já, auðvitað, hugsaði Jack
kvíðinn, ég hefði átt að geta
mér þess til. Hvert annað ætti
fólk í brúðkaupsferð að fara,
sem ætlaði aðeins að dveljast
eitt kvöld í Róm? Setjizt inn
í dimmt skot, bað Jack. Setjizt
bar sem enginn þekkir ykkur.
Hann leit á Bresach. Bresacb
sneri sér að Barzelli og talaði
ákaft við hana.
Veronica og ljóshærði maður-
inn settúst við Ktið borð. Það
var einmitt handan við hom.
Jack stundi af feginleik. En svo
birtist út fyrir homið í skini
sá hann vangasvip Veronicu
Ijóskastaranna. Hún hallaði sér
hæfilega mikið fram til þess að
hún sást frá Jack. Síðan skyggði
dansfólkið á hana og hann
missti sjóraar á henni sem
snöggvast.
— A næstu árum, sagði Holt,
sem var enn að tala um uppeldi
drengsins, sem enn var ekki
fæddur af þeldökkri konu frá
Napolí. Og hvort sem okkur
Bandaríkjamönnum líkar það
betur eða verr, þá mxmum við
stjóma heiminum — að minnsta
kosti okkar fjórða hluta. Hann
var mjög alvarlegur og hann
lagði höndina á úlnlið Jacks
orðum sínum til áherzlu, stóra
hrjúfa og vinnxxsama höndina,
sem margra ára strit hafði mót-
5>ð og ai’.ðurinn hafði ekki enn
megnað að mýkja. Það sem viö
rerðum að gera er að sjá um s7'
hægt verði að þekkja heiminn
'-.uðvitað breytist hann, en það
verður hhitverk okkar að sjá til 1
þess að breytíngamar líkist því
sem við höfum haft og kunnað
vel við hfngað til. Og við getum
aldrei gert það með því að heyja
styrjöld fyrir það. Ein styrjöld
ennþá, og sjálfur guð sem skap-
aði heiminn myndi ekki einu
sinni þekkja hann aftur. Við
verðum að gera það með vinnu
og góðu fordæmi og viðræðum.
Þetta er nú undarlegt. sagði
hann og hristi höfuðið. Við er-
um þjóð lögfræðinga, og samt
sem áður getum við ekki sann-
fært einn einasta útlending um
að bann eigi að pissa undan
vindi, nema við mútum honum
eða hótum honum vetnisspreragj-
unrai. En það táknar ekki að við
eigum að hætta að reyna að
sannfæra hann. Nei, sir, sagði
sann með áherzlu. Það táknar
aðeins, að við verðum að finna
betri oðferðir til að sannfæra
hann. Og þegar maður er vel
menntaður og hagar sér eins og
hefðarmaður, getur hann verið
miklu meira sannfærandi og
miklu gagnlegri. Ég er enginn
hefðarmaður sjálfur, ég óx upp
eins og arfakló, eins og sagt er,
og ég get sagt þetta án þess að
móðga nokkum mann .... Og
ef drenguriran er sprottinn úr —
hm — grófum, alþýðlegum jarð-
vegi og evrópúbúi að fæðingu og
ef hann — eins og við höfum
hugsað okkur — rýfur ekki
sambandið við föðurland sitt ..
Já, sagði hann feimnislega. Þá
höfum við mamma ef til vill
lagt fram okkar litla skerf ....
— Fyrirgefðu, sagði Jack.
Hann hafði séð maraniran, sem
var í fylgd með Veronicu, koma
fram úr hominu sem þau sátu í,
og ganga fram hjá bamum að
snyrtiherbergi karla. Ég var rétt
í þessu að koma auga á vin,
sagði Jack og reis á fætur. Hann
vissi að Holt hlaut að sáma
þessi ruddaskapur hans, en hann
máttí engan tíma missa. Viltu
hafa mig afsakaðan andartak.
Ég verð að tala við hann.
Eins stillilega og unnt var
gekk Jaek meðfram dansgólfinu
að bamum. Bresach leit ekki
einu sinni upp, þegar Jack gekk
framhjá. Svo gekk Jack með
dansfólkið milli sín og borðsins
að horninu þar sem Veronica
sat alein með kampavínsglas
fyrir framan sig og flöskuna í
ísfötu á næsta borði. Hún var í
kjól úr kremlitu brókaði með
naktar axlir og hárið sett upp í
hnút öðrum megin á höfðinu.
Áhrifin voru sterk blanda af
glæsileik og kaldri fegurð og
hún var næstum eins og ókunn-
ug manneskja í augum Jacks.
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
© Seljum farseðia með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
© Skipuleggjum hópferðir og eio
staídingsferðir
REYNIÐ YIÐS8CIPT1N
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\N O SVN ^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
CJMBOÐ LOFTLEIÐA.
Verkfræðingar,
Tæknifræðingar
Samband íslenzkra rafveitna og Ljóstækntfélag
íslands óska að ráða rafmagnsverkfræðing eða raf-
magnstæknifræðing til starfa. Umsóknarfresttrr er
til 10. okt. 1964. Umsóknir sendist SambanÆ ísl.
rafveitna, pósthólf 60, Reykjavík. Nánari npplýs-
ingar eru veittar í síma 18222.
/
:um
OIÍUSIGTI
bílabúð Aármúla
P E R M A Garðsenda 21. —
SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtístofa
D O M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfl -
TJARNARSTOFAN, — Tjamar
götu 10 — Vonarstrætísmegin -
SlMI: 14 6 62.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Maru
Guðmundsdótlirl Laugavegi 11
— SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa ?
sama stað.
ALLT FYRIR GLUGGA - ENGIN TEPPI
Sérverzlun með glugga og allt fyrir glugga
GLUGGAR H.F.
Hafnarstræti 1 — 3. — Sími 17450.