Þjóðviljinn - 20.09.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1964, Síða 12
Kraftaverkið í Þjóðleikhúsinu Sunnudagur 20. septemter 1964 — 29. árgangur — 213. tölublað. Orðsending til lesenda blaðsins ■ Miklir örðugleikar eru nú á að fá böm til að bera blaðið t£I áskrifenda. Eins og sjá má á auglýsingu á öðrum stað í blað- inu hætta böm í fjölmörgum hverfum næstu daga. ■ Blaðið væntir þess að kaupendur sýni nokkra biðlund með- an verið er að ráða bót á þessu og beinir þeim eindregnu tilmæl- um til allra velunnara sinna, sem kynnu að vita af börnum eða öðrum, er gætu veitt aðstoð sína um lengri eða skemmri tíma og tekið að sér blaðburð, að láta blaðið tafarlaust vita. ■ Þá vantar einnig að blaðinu sendisveina til að fara með van- skilablöð og annað sem stuðlar að auðveldari útkomu blaðsins. Þjóðviljinn er eina blaðið, sem heldur uppi vörn og sókn gegn taumlausu veldi peningavaldsins. Þar á má ekkert hlé verða. ■ Til þess teflir blaðið aðeins fram sönnum málstað og góðum vilja. Sá vilji skal nú eins og endranær tryggja útkomu blaðsins. Takmarkið sé: Trygg útkoma blaðsins í öllum hverfum. Álit gagnfræðaskólakennara: Aðrar breytingar nauðsyn- legri en lenging skólatima Nýtt leikár er að hefjast í Þjóðleikhúsinu og hefst með frumsýningu á leikritinu „Kraftaverkið“ í kvöld. Þetta Ieikrit fjallar um bandarísku skáldkonuna Helen Keller og erfiðleika hennar sem blindr- ar og mállausrar stúlku í æsku. Persónur allar eru sannsögulcgar og ganga und- ir réttum nöfnum í leikrit- inu og leikritið fjallar um tímamót í lífi skáldkonunn- ar. Leikstjóri er Klemens Jóns- son og þýðinguna gerði Jón- as Kristjánsson eftir þessu leikriti WiIIiams Gibson. Hér á eftir birtum við texta úr leikritinu og eru meðfylgjandi myndir teknar á æfingu leikritsins síðastlið- ið föstudagskvöld. Kennslukonan er af írskum ættum og er þrákelkni í blóð borin og hún kemur að norð- an. Hún fyrirhittir ungt villi- dýr á hefðarheimili í Suð- urríkjunum. Það er bæði blint og heyrnarlaust og spillt af dekri fjölskyldunnar. Við matborðið fær hún að hring- sóla i kringum borðið og vaða í diskana hjá heimil- isfólkinu með óhreinum höndum og fær bita á hverj- um diski. Feðgarnir eru að rífast um þrælastríðið. „Meðan þessi undirleikur fer fram heldur Helen á- fram hringferð sinni um borðið og nálgast disk kennslukonunnar. Hún hrær- ir með höndunum í matnum á diski James pg síðan á diski föður síns, en þeir taka því báðir eins og sjálfsögðum hlut og gefa því lítinn gaum. Síðan kemur Helen fálmandi með óhreinum höndum fram- hjá sínum eigin diski og að diski Anniear. Hún > ber höndina að honum, en Annie sem beðið hefur eftir þessu, tekur með hægð um hönd hennar og færir hana frá. Helen fálmar aftur. Annie grípur ákveðið um úlnlið hennar og færir hönd henn- ar frá borðinu. Helen skýt- ur enn fram höndum og þeim er vikið frá. Helen tek- ur að slá frá sér og hljóða. Keller lítur á þær. Keller: Hvað gengur á? Kate: Ungfrú Annie. Ég skal segja yður, að hún er vön að taka það sem hún vill af diskunum okkar. Annie: (rólega) Já, en ég er ekki vön því. Keller: Nei, auðvitað ekki. Viney. Kate: Jimmie. gefðu henni eitthvað til að róa hana. James: (mjúklega): En hún hagar sér nú hvergi betur en vlð borðið. Hérna. Réttir henni fleskbita yfir bcrðið. Helen slær á framrétta hönd- ina. Hún seilist aftur á disk kennslukonunnar. Annie grípur aftur um úlnlið henn- ar og átökin magnast. Keller: Látið þér undan henni í þetta sinn, ungfrú Sullivan. Það er eina leiðin til þess að fá að segja örfá orð af viti. Ef þáttur sonar míns í samræðunum getur þá heitið því nafni. (Hann rís á fætur) Ég skal sækja annan disk handa yður. Annie: (grípur um Helen) Ég hef disk, þakka yður fyr- ir. Kate: (kallar): Viney. Ég er hrædd um það sé satt sem höfuðsmaðurinn segir. Hún situr við sinn keip þangað til hún fær það sem hún vill. Keller: (við dyrnar) Viney, komið þér með annan disk handa ungfrú Sullivan. Annie: (ísköld) Ég hef disk. Það er ekkert að diskinum, og ég ætla að nota hann“. Vandræðaleg þögn ríkir á sviðinu og leikurinn æsist. „Helen sparkar með tánni í stólinn og hnígur niður á gólfið. grátandi af reiði og uppgerðarsársauka. Annie heldur enn um úlnlið henn- ar og horfir niður á hana, en Kate rís á fætur“. Kate: Nú hefur hún meitt sig. Annie (hörkulega): Nei, hún meiddi sig ekki neitt. Keller: Viljið þér gjöra svo vel að sleppa henni? Kate: Þér þekkið ekki barnið nógu vel, ungfrú Annie. Hún heldur áfram. Annie: Ég þekki vel upp- gerðar skælur o^ krakka sem búið er að stórskemma með eftirlæti. James: Heyr, heyr. Keller: (mjög gramur): Ungfrú Sullivan. Þér mund- uð skilja barnið betur ef þér ættuð til ofurlitla meðaumk- un. Viljið þér nú gera eins og ég — Annie: Meðaumkun. (Hún ^eppir Helen og snýst gröm gegn Keller sem situr hinum megin við borð- ið. Helen rýkur í disk Annie- ar. En Annie steypir sér yf- ir hana eins og fálki og grípur um úlnlið hennar. Reiðin sýður í Annie). Með þessum harðstjóra? Allir hlaupa eftir duttlung- um hennar, og fær hún ekki allt sem hún heimtar? En ég kenni í brjósti um hana fyrir það að sólin mun ekki skína bara til þess að þóknast henni alla hennar ævi, þó að þið séuð alltaf að telja henni trú um það. og hvaða gagn haldið þér að meðaumk- un yðar geri henni þegar þér verðið komnir undir græna torfu, Keller höfuðsmaður? Keller (fokreiður): Kate, i öllum hamingju bænum, viltu — Kate: Góða ungfrú Annie, ég held það borgi sig ekki að missa — Annie: Ykkur þykir það þægilegt, það er ástæðan. Það er minni fyrirhöfn að kenna í brjósti um hana heldur en að kenna henni mannasiði, er það ekki?. . . . Keller: Ég fæ ekki séð að þér hafið kennt henni neitt enn. ungfrú Sullivan. Annie: Ég skal byrja núna á stundinni, ef þér viljið fara út, Keller höfuðsmaður. Keller (forviða): Fara út — Annie: Viljið þið gera svo vel, öll saman. Fjölskyldan strunsar stór- móðguð út úr stofunni og skilur blindu dótturina eftir hjá írsku kennslukonunni. Nú hefst mikill bardagi og fer fram í mörgum lotum í borðstofunni milli hins unga villidýrs og fröken Sullivan. Mikil andleg spenna er í þessum átökum og leikurinn tvísýnn lengi vel, en fjöl- skyldan bíður í ofvæni fyrir utan. „Ungfrú Sullivan aflæsir báðum stofudryunum og lætur báða lyklana á hillu. þar sem Helen nær ekki til þeirra. Diskana ber hún af borð- inu og skilur þó tvo eftir. Síðan tekur ungfrú Sulli- van um hönd Helenar og færir hana að hennar eigin diski. Helen fálmár fyrir sér og kemur við diskinn, — kippir snöggt að sér hend- inni og sezt síðan á gólfið og lemur hælunum eins og Keller. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). villidýr. Annie sezt í sæti sitt. Þegar Helen finnur pils- ið hennar, hættir hún að sparka, bíður þess sem verða vill, sparkar aftur dálítið. . . Helen grípur nú um stól- fótinn og tekst næstum því að kippa stólnum undan henni. Annie hlammar sér niður í stólinn og situr á honum af öUum þunga. Hel- en reynir aftur að velta stólnum. Þá teygir hún sig snöggt og klípur Annie í síðuna. Annie kippist við og snýr sér að Helen. Telpan rís á fætur og þreifar for- vitin til að finna hvað Annie er að gera. Þá fer Annie að borða og lætur fylgjast með gafflinum upp að munninum. Að því búnu grípur Helen strax í matinn á diski kennslukonunnar. Annie færir ákveðin hendur hennar að hennar eigin diski. Helen svarar með því að klípa Annie í lærið. Annie hoppar upp, leggur frá sér gaffalinn og situr með lok- aðan munn. Helen klípur hana aftur i lærið, en nú bregður kennslu- konan hart við og slær hönd- ina frá. Helen slær frá sér með krepptum hnefa og hæf- ir Annie á eyrað. en Annie svarar þegar í sömu mynt og gefur Helen rokna löðr- ung. Nú er það Helen, sem verður bilt við. Annie ber höndina iðrandi upp að and- litinu, en þegar Helen slær aftur til hennar, þá gefur Annie henni annan löðrung. Helen lyftir hnefanum hik- andi til að slá einu sinni enn. Annie lyftir hendinni reiðubúin til að launa með nýjum kinnhesti, og þær bíða í þessum stellingum meðan Helen hugsar ráð sitt. Hún sér sig um hönd, læt- ur hnefann síga, gengur á svig við Annie og þreifar sig yfir að stól mömmu sinn- ar. en grípur í tómt. Hún þreifar sig áfram inn með borðinu, en finnur að- eins auða stóla og hvergi neinn disk og verður ringluð á svip. Hún fálmar sig aftur að stól mömmu sinnar, snertir vanga sinn og bendir á stól- inn og bíður þess að heim- urinn svari. . . Þegar Annie ætlar sjálf að setjast, vindur Helen sér af stólnum, hleypur að fremri dyrunum, kippir í handfang- ið og sparkar í hurðina. Annie rís aftur á fætur, gengur yfir gólfið. dregur hana á annarri hendi aftur að borðinu, setur hana á stól- inn og sezt sjálf. Helen sleppur aftur og þýtur til dyranna, og veltir stól móð- ur sinnar á leiðinni. Annie rís aftur á fætur og eltir hana, og nú tekur hún Helen á Ictft aftan frá og ber hana sparkandi til baka að stólnum. Hún setur hana nið- ur og býst enn til að setj- ast. Helen bröltir af stóln- um. Hún er enn gripin. Annie hörfar eitt skref aft- ur á bak og gefur gætur að telpunni. Helen bærir ekki á sér. Annie dregur djúp and- ann. Þær eru báðar úfnar mjög og allt á tjá og tundri í stofunni. Tveir stól- ar liggja á gólfinu og borð- búnaðurinn í einum hi’æri- graut. Annie reynir ekki að laga til. Hún sezt á stólinn sinn og safnar kröftum. . .“ Ný lota hefst' og meðal annars er hellt úr vatnskönnu yfir blindu stúlkuna. Stríðið heldur áfram. . . Svona er hinn upgefni texti leikritsins og nú er að vita hvemig túlkunin tekst i kvöld. Félag gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík hefur sent frá sér álits- gerð varðandi lengingu þá á árlegum skólatíma barna og unglinga, sem verið er að framkvæma í Reykjavík og lýsa gagnfræðaskölakennarar sig þar algjörlega and- víga þeim hætti, sem hafður er á þessari breytingu í skólastarf- inu. 1 álitsgerðinni er á það bent, að lengingin á starfstima skól- anna sé aðeins ein þeirra breyt- inga, sem ýmsir forystumenn fræðslumála séu sammála um að gera þurfi á skólakerfinu. Hins vegar virðist flestir skóla- menn sammála um það, að leng- ingin á starfstíma skólanna sé miður æskileg. nema á undan fari aðrar breytingar á fræðslu- Fulltrúakiör h|á ASB ASB, Félag afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauðsölubúðum heldur félagsfund í húsi Dags- brúnar og Sjómannafélagsins að Lindargötu 9 á mánudagskvöld kl. 8.30. Fundarefni er kosning fulltrúa á 29. þing Alþýðusam- bandsins. Seán O'Casey lézt í gœr LONDON 19/9 — írska leik- ritaskáldið Seán O'Casey lézt í sjúkrahúsi í Torquay í Englandi i gær, og var banamein hans hjartaslag. Hann varð 84 ára gamall. 0‘Gasey ólst upp í Dublin og lærði ekki að lesa fyrr en hann var tólf ára gamall. Með sjálfs- námi aflaði hann sér viðtækrar menntunar og ungur gekk hann í írska frelsisherinn. Hann hóf að rita leikrit fyrir Abbey-leik- húsð í Dublin cg varð frægur fyrir leikritið Júnó og páfuglinn. kerfinu og uppbyggingu þess, — eða þær breytingar yrðu að minnsta kosti gerðar jafnhliða. Álitsgerð Félags gagnfræða- skólakennara er birt í heild á 4. síðu í dag. í Þjóðviljanum í gær misrit- aðist nafn ellefta varamanns á A-listanum í Iðju. Þar stóð Guðríður Einarsdóttir í Eygló, en á að standa Guðrún Einars- dóttir á sama stað. 15 dagar eftír í dag birtum við umboðs- menn okkar í Norðurlánds- kjördæmi vestra, Vestfjörð- um og Vesturlandi. Geta þeir sem hafa fengið senda miða í þeim kjördæmum gert skil I til þessara manna eða þá sent okkur skil beint. Utanáskrift- in er: Happdrætti Þjóðvilj- ans, Týsgötu 3. ísafjörður: Halldór Ólafsson Blönduós: Guðmundur Theó- dórsson Hvammstangi: Skúli Magnús- son Skagaströnd: Friðjón Guð- mundsson Sauðárkrókur; Skafti Magn- ússon Siglufjörður: Kolbeinn Frið- bjamarson Akranes; Páll Jóhannesson, Vesturgötu 148 Borgarnes: Olgeir Friðfinns- son Grafarnes: Jóhann Ásmunds- son, Kverná Ólafsvík: Elías Valgeirsson Stykkishólmur: Jóhann Rafns- son, Á morgun höfum við skrif- stofuna opna frá kl. 9—12 og 1*—6 Lítið inn til okkar sem allra fyrst. Styðjum Þjóðvilj- ann. Fjölskyldan er stórmóðguð við kennslukonuna og er staðin upp frá matborðinu og strunsar litlu síðar út og skilur dóttur sína eftir til ögunar í mannasiðum. Atriði í öðrum þætti. Talið frá vinstri; Valur Gíslason sem höfuðsmaðurinn Keller, Kristbjörg Kjeld sem kennslu- konan, Gunnvör Braga sem blinda stúlkan, Helen Keller, Arnar Jónsson sem James og Helga Valtýsdóttir sem Kate i A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.