Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 3
rTimmtudagur 24. september 1964 MÖÐVIinNH Bandaríkin neita að ræða um Kongo Hermansson foringi sænska kommúnista sést hér í hópi stuðningsmanna sinna og víst hafa hau ástæðu til ánægjunnar sem af þeim skín. Á tveim árum hafa sænskir kommúnistar unnið 65.000 atkvæði og í síðustu kosningum unnu þeir þrjú ný þingsæti og hafa nú átta. Hermansson sagði þessi úrslit vera alvarlega aðvörun til Sósíaldemókrata að reka stjórnarstefnu sem væri meira í þágu þeirra, sem búa við þrengstan f járhag. Austur-Þýzkaland og Vestur-Berlín semþ BEJILÍN 24/9 — Nýi samning- urinn um heimildir fyrir Vest- ur-Berlínarbúa að heimsækja ættingja sína og vini í Aust- ur-Berlín var undirskrifaður í Austur-Berlín seinni partinn í dag, eftir átta mánaða erfiðar samningaumleitanir. Pulltrúi vestur-þýzku borgar- stjóipiarinnar Horst Korber og austur-þýzki ríkisritarinn Rich Wend skrifuðu undir samning- inn í stjórnarráði Austur- Þýzkalands. 1 gær hafði ríkis- stjóm Vestur-Þýzkalands fallizt á samninginn. Pyrri samningur sama eðlis, sem gerður var um jólin í fyrra og leiddi nú til þessa nýja samn- ings, hefur verið mikið ágrein- ingsmál meðal stjórnmála- manna í Vestur-Þýzkalandi og hafa ýmsir þeirra haldið því fram, að hann hefði'verið skref í þá átt að viðurkenna austur- þýzka ríkið Samkv. samningnum munu 1- búar Vestur-Berlínar geta heim- sótt ættingja og vini í Aust- ur-Berlin tvisvar sinnum um jóla og nýárshátíðirnar, einu sinni á 14 daga timabili í okt- óberlok og nóvemberbyrjun og ennfremur á páskum og hvíta- sunnu. Settar verða upp skrifstofur til að gefa út þessar heimildir og munu jafn margir póstmenn frá vestur og austurhluta borg- arinnar vinna á hveiri þeirra. Sérstök skifstofa verður sett upp til að afgreiða beiðnir í sambandi við aðkallandi fjöl- skylduvandamál. Willy Brandt borgarstjóri V- Berlínar sagði í dag, að samn- ir.gurinn bryti ekki í bága við stjómmálalegar meginreglur vestanmanna. Hann lét þá von í ljósi, að samningurinn væri skref í þá átt að bæta mannleg samskipti milli borgarhlutanna í Berlin. Herstjórar vesturveldanna þriggja í Berlín lýstu því yfir í dag að samningurinn snerti engan veginn stöðu Berlínar. Austur-þýzki varaforsætisráð- sagði að hvort sem vissum herr- um í Bonn kæmi það betur að loka augum fyrir því, þá Suvanavong krefst nýrrar ráðstefnu hefði nú verið gerður opinber samningur milli austur-þýzku ríkisstjórnarinnar og borgar- stjómarinnar í Berlín. Vestur-þýzka ríkisstjómin lýsti því yfir í Bonn í dag, að samningurinn hefði eingöngu mannlega þýðingu, staða Berl- ínar væri óbreytt. WASHINGTON 24/9 — Talsmað- ur bandaríska utanríkisráðu- neytisins skýrði frá því í dag, að Bandaríkjastjórn vildi ekki ræða málið um bandaríska að- stoð við Kongó við sérstaka sendinefnd frá Einingarsamtök- um Afríkuríkja, sem farið hef- ur fram á viðræður við John- son forseta vegna þessa máls, nema fulltrúi frá ríkisstjórninni í Leopoldville taki þátt í við- ræðunum. Hingað til hefur ríkisstjórn Kongo ekki gert grein fyrir því hvort hún óski þess að taka þátt í slíkum viðræðum. Einingarsamtök Afríkuríkja hafa skipað sérstaka nefnd vegna Kongo. Eftir fund nefnd- arinnar í Nairobi í gær skýrði hún frá því, að ákveði hefði verið að senda menn til Wash- ingto.n til að ræða möguleifcana á aðstoð Bandaríkjanna. Sendi- menn verða fjórir þeirra á með- al utanríkisráðherra Ghana, Kojo Botsia og innanríkisráð- herra Keníu, Josep Murumbi. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að ekki væru nein- ar áætlanir að sinni um viðræð- ur milti bandaríkjastjómar og afrísfcu sendinefndarinnar. Varaaðalritari Einingarsam- takanna Gratien Pognin, sagði í París í dag, að nefndin vildi reyna að ná talí af Johnson forseta sjálfum. Hann sagði að nefndin væri beirrar sfcoðunar. að vildu Bandaríkin í veldi síru fcréfjast 'friðar í Kongo þá yrði sú krafa heyrð. Leiðtogi uppreisnarmanna í Kongo, Christoprei Gbenye, tal- aði í kvöld í útvarpið í Stan- leyville og lýsti því yfir, að það væm Sameinuðu þjóðirnar sem bæru ábyrgð á borgarastríðinn í Kpngo. Ríkisstjórn hans viidi því ekk! tryggja öryggi starfsmanna SÞ lengur. Gbenye sagði að SÞ hefðu drepið fyrrum forsætis- ráðherra Patrice Lumumba. Nýr forsœt- isróðherra BERLÍN 24/9 — Þjóðþing Aust- ur-Þýzkalands kaus í dag ein- róma Willy Stoph forsætisráð- herra og tekur hann við því starfi eftir Otto Grotewohl, sem lézt á mánudaginn var. Stoph hefur í nokkur ár gengt störfum varaforsætisráð- herra og verið fyrir ríkisstjórn- inni í langvarandi veikindum Grotewohl. Stoph er múrari að mennt, 18 ára gamall gekk hann í komm- únistaflokkinn 1931. Hann var innanríkisráðherra frá 1952 — 1955. Landvarnarráðherra varð hann 1956 og var samtímis gerð- ur hershöfðingi. 1960 varð hann varaforsætis- ráðherra og tveim árum seinna fyrsti yaraforsætisráðherra. 1 dag var hann jafnframt kjör- inn varaformaður í ríkisráðinu og er því staðgengill Ulbrichts Wiliy Stoph t.h. og Ulbriclit. Æskulýðsráðstefnu í Moskvu slitið í gær PARlS 24/9 — Leiðtogi Pathet- Lao hreyfingarinnar í Laos Súv- anúvong fursti fór þess í dag á leit við Bretland og Sovétrík- in að þau boðuðu til nýrrar 14 ríkja ráðstcfnu um Laos. Furstinn hélt blaðamannafund í París í dag og ákærði þar Bandaríkjastjóm og hægrisinna í Laos fyrir að spilla samninga- viðræðum fulltrúa hinna þriggja stjórnmálahreyfinga í Lao-s, sem KIPAUTGCRÐ RIKISINS M/s Skjaldbreið fer vestur um land til Akureyrar 29. þ.m. Vörumóttaka á föstudag og ár- degis á laugardag til áætlunar- hafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð, Ólfsfjarðar og Dalvíkur. Farseðlar seldir á mánudag. hafa verið haldnir í París að undanförnu. Hann skýrði einnig frá því, að hann ætlaði að fara aftur til höfuðstöðva sinna á Krukku- sléttu á mánudag, en sendi- nefndin sem hann var með í París mun halda áfram viðræð- um við fulltrúa hinna hreyfing- anna tveggja. Súvanúvong krafðist þess að enginn aðili setti skilyrði fyr- ir nýrri ráðstefnu um Laos. Samkvæmt frásögn AFP var haldnn blaðamannafundur í Ví- entíane höfuðborg Laos í dag og þar sagði Ngon Sananikona ráð- herra að horfumar á samninga- gerð í París væru sama og eng- ar, ef Pathet-Lao breytti ekki viðhorfum sínum. Renni viðræðurnar í París gíörsamlega út í sandinn verður að leggja málið fyrir Sameii*uðu þjóðirnar, sagði hann. MOSKVU 24/9 — Kínversku fulltrúarnir 40 á æskulýðsráð- stefnunni í Moskvu sátu þegj- andi í sætum sínum meðan 800 fulltrúar frá öðrum löndum stóðu og fögnuðu samfleytt í 17 mínútur með lófataki eftir að einingaryfirlýsing ráðstefnunnar hafði verið samþykkt. Æsku- Iýðsfulltrúar frá rúmlega 100 löndum sóttu ráðstefnuna. Kínverski fulltrúinn, sem fékk orðið eftir að yfirlýsingin hafði verð samþykkt sagði að sendi- nefnd Kínverja hefði haft sitt- hvað við orðalag yfirlýsingar- innar að athuga, sérstaklega það sem fjallar um friðsamlega sam- búð þjóða. Hann sagði að ályktunin, sem forseti ráðstefnunnar hefði sam- ið næði ekki nógu langt og þess vegna hefði kínverska sendi- nefndin lagt fram sína eigin á- lyktun. Form. írönsku sendinefndar- innar sagði,' að engin einstök sendinefnd liefði rétt til þess að Xeggja fram ályktun, sem ætti að verða lokayfirlýsing. Tass fréttastofan segir þessa síðustu aðgerðir Kínverja vesæla tilraun til þess að grafa undan þeim einingaranda, sem hefði ríkt á ráðstefnunni. Auk friðsamlegrar sambúðar er þess krafizt í yfirlýsingunni að afvopnun komi til fram- kvæmda, kjarrtórkuvopn og til- raunir með þau verði bönnuð, herstöðvar verði lagðar niður og hvatt er til einingar gegn heimsvaldasinnum og stuðnings við þróunarlöndin. Einnig samþykkti ráðstefnan viðaukatillögu frá fulltrúa Kam- reún. sem er fordæming á not- kun málaliða. Kínverski fulltrúinn sagði, að sendinefnd þeirra styddu þann hluta yfirlýsingarinnar sem fjallar um baráttu gegn heims- valdasinnum en finnist vanta skilgreiningu á raunverulegu á- standi í alþjóðamálum og ekki væri í yfirlýsingunni bent á höf- uðfjanda friðarins. Auk þess, sagði hann, er sums staðar í yfirlýsingunni orðalag sem er í meira lagi vafa- samt og ýmsir aðilar hafa notað í árásum á Kínverja. Sendi- nefndin mundi ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni og telji sig ekki bundna af yfirlýsingunni. Aðrir nefndarmenn Kínverja studdu mál ræðumanns með miklu og föstu lófataki, en full- trúar á ráðstefnunni hlýddu máli hans á venjulegan hátt og var ekkert gert til þess að reyna að trufla hann. Komsomolskaja Pravda mál- gagn æskulýðsfylkingar Sovét- ríkjanna réðst í dag á kínversku fréttastofuna, sem það kvað hafa flutt lélegar fréttir af ráðst. og haldið fram ósannindum um ó- lýðræðislega stjóm ráðstefnunn- Blökkumenn teknir eftir nýjum lögum MCCOMB, MISSISSIPPI 24/5 — Tveim sprengjum var varpað í bænum Mccomb í Mississippi í gærkvöld, og það voru miklar æsingar í blökkumannahverfi bæjarins meðan beðið var komu lögreglunnar með fleiri hand- tökuskipanir í sambandi við glæpsamlegan syndikalisma. Önnur sprengjan sprakk fyr- ir utan heimili fyrrverandi lög- regluþjóns, blökumanns, sem var farinn til Washington til að eiga viðræður við mannréttinda- nefndina og dómsmálaráðu'nestt- ið. — Hin sprengjan sprakk v skemmtigarð. Ákærurnar um glæpsamlegs syndikalisma eru í samræmi v: ný lög sem sett hafa verið Mississippiríki. Þessum lögu er stefnt gegn ólöglegum ti raunum til þess að þvinga fra: breytingar í félags- eða stjón málum. Lögreglan hefur viðurkennt i fjöldi blökkumanna hafi þegí verið handteknip samkv. þessu nýjn lögum, en neitað að sfcv, frá þvá hve margar har" skipanir bafi verið gefnar út. SlÐA 3 Kínverskt boð MOSKVU 24/9 — Tass frétta- stofan skýrir frá því, að Kín- verjar hafi boðið Sovétríkj- unum að senda nefnd til þess að taka þátt í 15 ára afmæl- ishátíð alþýðulýðv. Kína. Ákvörðun Sovétríkjanna að þiggja boðið er tekin í sam- ræmi við meginreglur al- þjóðahyggju öreiganna og til þess að vinna að sáttum milli þjóðanna. Spánn í EBE BRUSSEL 24/9 — Nefnd Efnahagsbandalagsins mun í næsta mánuði hefja viðræð- ur við Spánverja um verzl- unarsamning eða einhvers konar aðild. 1 fyrstu verður aðeins rætt um samband á stjómmála- | sviðinu og gert er ráð fyrir : því í Brussel að samninga- umleitanir muni taka langan tíma. Lengi hefur mikil óeining ríkt milli hinna sex aðildar- ríkja Efnahagsbandalagsins urrt afstöðuna til Spánar. Fyr- ! ir tveim árum sótti Spánn um aukaaðild, en fékk ekk- ert svar og fyrr í ár var um- sóknin endurnýjuð. Frakkiand hefur alla tíð verið hlynnt Spáni, en önnur meðlimaríki einkum Niður- : lönd eru andvíg nánum j tengslum við Spán vegna ' stjómmálaviðhorfa. Syíar í Moskvu MOSKVU 24/9 — 17 manna sendinefnd frá sænska þing- inu kom í gær til Moskvu þeirra erinda að kynna sér uppeldismál í Sovétríkjunum. 1 dag sátu Svíamir fund með sovézka kennslumálaráð- herranum Evgenij Afana- senko. Formaður sænsku nefndarinnar Emil Nesstöm, sem er formaður menningar- málanefndar sænska þingsins, sagði að jafnvél þó miklar framfarir hefðu orðið í Sví- þjóð í uppþyggingu kennslu- mála, væri það kunnugt að Sovétríkin hefðu einnig náð langt á þessu sviði og vildu Svíar gjaman kynnast ár- angri þeirra. Svíamir eiga að vera í Sov- étríkjunum í tvær vikur. Hlutdrægir Svíar STOKKHÓLMI 24/9 __ Sænskir hermenn úr liði SÞ á Kýpur hafa stundað ólög- legan vopnaflutning til Kýp- urtyrkja. ...Tveir brynvarðir sænskir vagnar voru í dag stöðvaðir og rannsakaðir og kom í Ijós að þeir voru fullhlaðnir vopn- um, sem Svíarnir ætluðu að flytja úr kýpurtyrkneska bæn- um Kokkina til Tyrkja, sem eru í herkví Grikkja í hæn- um Lefka. Þetta mál hefur vekið mikla athygli í Svíþjóð og sænska rikisstjórnin Iét í dag í ljós, að hún harmaði það mjög, að sænskir hermenn í friðarsveit- unum á eynni hefðu brotið hlutleysi sitt og tekið þátt í deilunum á Kýpur. Sendiherra Svía hjá SÞ Sveyker Aström hefur fengið fyrirmæli um það, að færa U Þant aðalritara SÞ einlæga afsökunarbeiðni ríkisstjórnar- stofan skýrir frá því, að Kín- innar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.