Þjóðviljinn - 25.09.1964, Qupperneq 4
4 SlÐA
ÞJðÐVlLJINN
Föstudagur 25. september 1964
Aðalfundur Skólastjórafélags íslands:
Kennarastéttin verður
sig óskipt kennsiu- og
að geta
uppeldismálum
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Eitstjóri Sunnudags: Jón Bjamason
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19,
Sinu 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði.
Samsfaöa
^/’erðlagningu landbúnaðarafurða á þessu hausti
er nú að ljúka og er það mikið ánægjuefni, að
samkomulag tókst með fulltrúum neytenda og
bænda. Allveruleg hækkun verður á verðlags-
grundvellinum og auk þess tókst bændasamtökun-
um að ná mikilsverðum árangri með samningum
við ríkisstjórnina um afurðalán og aðstoð við illa
stæða bændur o.fl. Verðbólgu- og vaxtaokurs-
stefna ríkisstjórnarinnar hefur bitnað mjög harka-
lega á bændum ekki síður en öðrum stéttum og
er hækkun verðlagsgrundvallarins og önnur at-
riði, sem fram náðust, áfangi að því marki að rétta
hlut bændastéttarinnar. En það sem mestu máli
skiptir fyrir neytendur varðandi þetta samkomu-
lag, er að hækkununum verður ekki velt út í verð-
lagið og eru hagsmunir beggja aðila þannig tryggð-
ir eftir því sem tök eru á.
Jjað kom glöggt fram í viðtali, sem Þjóðviljinn
átti við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrún-
ar og einn af fulltrúum neytenda í sex manna
nefndinni, að forsendur þessa samkomulags um
verðlagningu búvara eru einkum tvær: Annars
vegar samningar verkalýðsfélaggnna við ríkis-
stjórnina frá því í vor, sem tryggja launþegum
óbreytt verðlag eða kauphækkun eftir verðlags-
vísitölu, en slík verðtrygging kaupgjaldsins er tví-
mælalaust áhrifamesta vörn launþega á verðbólgu-
tímum og líklegasta ráðið til þess að knýja stjórn-
arvöldin til þess að leita raunhæfra ráða gegn
verðbólgunni. Hin meginforsenda samkomulags-
ins eru svo samningamir, sem bændasamtökunum
tókst að knýja fram við ríkisstjórnina um allvíð-
tæka aðstoð við bændur. Er þar í raun og veru
fallizt á það sjónarmið neytenda, að erfiðleikar
þeírra bænda, sem verst eru settir verði ekki leyst-
ir eingöngu í sambandi við verðlagsmálin. Þar
verður að koma til aðstoð hins opinbera. Hér er
um að ræða ýmis atriði og réttarbætur, sem eru
þess eðlis, að löggjafinn ætti að hafa haft forgöngu
um að koma þeim á og stjórnarvöld telja sér yf-
irleitt skylt að vinna að án þess að stéttarsamtök-
in þurfi beinlínis að knýja þau fram í samningum
um bein kjaraatriði. Einmitt það sama gerðist í
samningum verkalýðsfélaganna í vor varðandi
húsnæðismálin, orlofið o.fl. Sýnir þetta betur en
flest annað hin jákvæðu viðhorf stéttarsamtak-
anna, en þó umfram allt áhrifamátt þeirra og
hvers virði þau eru fyrir fólkið.
J^íkisstjórnin virðist nú endanlega hafa gefizt upp
við að fara eftir fyrsta boðorði viðreisnarinn-
ar: að stjórna landinu án minnsta tillits til óska
og vilja hagsmunasamtaka almennings. Að þessu
leyti hafa því orðið merk þáttaskil í stjórnmálum
landsins, þar sem ætla niá að ekki verði það tal-
ið líklegt til vinsælda framvegis að hverfa aftur
að boðorðum viðreisnarinnar í þeim efnum. Sam-
komulag fulltrúa bænda og neytenda um verð-
lagsgrundvöllinn hefur enn einu sinni leitt í ljós,
hve nátengdir hagsmunir vinnandi fólks til sjáv-
ar og sveita eru, og að gagnkvæmur skilningur
-etur leitt til samstöðu, sem bezt tryggir hag
beggja aðila. — b.
Á fjölsóttum aðalfundi Skólastjórafélags ís-
lands, sem haldinn var í Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi um síðustu helgi, voru rædd félags-
og skólamál. Var mikill áhugi ríkjandi meðal
fundarmanna.
Á liðnu starfsári íesti íélag-
ið kaup á sumarbústað í landi
Hagavíkur við Þingvallavatn
og rak þar sumarbúðir í sumar
fyrir skólastjóra og fjölskyldur
þeirra. Þarna geta dvalizt
10—15 manns í senn. Fullskip-
að var í Bakkaseli í sumar og
komust færri að en vildu.
Á aðalfundinum var sam-
þykkt að efnt skyldi til skóla-
stjóramóts árið 1966 og send-
ar voru samúðarkveðjur til for-
seta íslands, herra Ásgeirs Ás-
geirssonar, vegna andláts for-
setafrúarinnar Dóru Þórhalls-
dóttur.
Stjórn Skólastjóraíélags ís-
lands var öll endurkosin, en
hana skipa Hans Jörgenson
Reykjavík, formaður, Páll
Guðmundsson Seltjarnarnesi
gjaldkeri, Vilbergur Júlíusson
Silfurtúni ritari. Varamenn í
stjórn eru Hermann Eiríksson
Keflavík og Sigurbjörn Ket-
ilsson Ytri-Njarðvík.
Hér verður á eftir getið sam-
þykkta fundarins.
1. — Fundurinn vekur at-
hygli á hinum mikla kennara-
skorti í landinu og bendir á,
að mikið vanti enn á, að ís-
lenzkir kennarar séu launaðir
til jafns við starfsbræður
þeirra á Norðurlöndum. Fund-
urinn leggur áherzlu á, að
aldrei hafi verið meiri nauð-
syn en nú, að kennarastéttin
1 geti óskipt helgað sig kennslu-
og uppeldismálum, allt árið um
kring', .aukið þekkingu sína og
notið sumarleyfa, í stað þess
að eyða þeim í brauðstrit.
Fundurinn bendir á þá miklu
hættu, sem af því getur staf-
að fyrir þjóðfélagið, ef deyfð
og stöðnun á að vera ríkjandi
í íslenzkum skóla- og fræðslu-
málum meðan aðrar þjóðir
eru sem óðast að eíla og styrkjq
fræðslumái sín. Bæta þarf að-
búð kennara í skólum og stór-
hækka laun þeirra, til þess að
þeir geti heilshugar tekið þátt
í þróun og uppbyggingu,
kennslu- skóla- og uppeldis-
mála, sem .nauðsynleg er á
hverjum tíma.
2. — Fundurinn skorar á
menntamálaráðh. og fræðslu-
málastjórn, að stórauka fjár-
framlög til námskeiðahalda
fyrir kennara og skólastjóra.
Fundurinn leggur áherzlu á,
:að nauðsynlegt sé að halda
námskeið á hverju ári, yfir
sumartímann, fyrir almenna
kennara, sérkennara og skóla-
stjóra og bendir á, að taka
beri héraðssltólana til afnota
í þessu skyni. Fundurinn hvet-
ur fræðslumálastjórn til þess
að skipa nú þegar nefnd til
þess að skipuleggja og annast
slík námskeið, og væntir þess,
að fyrstu námskeiðin verði
haldin þegar á næsta sumri.
3. — Fundurinn telur, að
nauðsynlegt sé og tímabært, að
Kennaraskólinn sérmennti sér-
staklega kennara fyrir yngri
bekkjadeildir bamaskólanna,
þ.e. 7, 8 og 9 ára, og verði þá
höfuðáherzla lögð á sérmennt-
un lestrarkennara.
Þá ályktar fundurinn, að
stefna beri að því, hið allra
fyrsta, að kennarar eldri
bekkjadeilda þ.e. 10, 11 og 12
ára, kenni aðeins einni bekkj-
ardeild dag hvern, og verði
heimanám þá að mestu fellt
niður og að sem svarar einni
stund af starfsdegi kennarans
verði varið til félagsstarfa með
nemendum.
4. — Fundurinn beinir þeim
tilmælum til menntamálaráð-
herra, að hann hlutist til um,
að varið verði a.m.k. 100 þús.
krónum til þess að styrkja ut-
anfarir 10 skólastjóra árlega,
svo að þeir geti kynnt sér nýj-
ungar í kennslu- og skólamál-
um, sótt námskeið og ráðstefn-
ur skólamála.
5. — Fundurinn telur, að nú-
gildandi lög um skólabókasöfn
séu alls ófullnægjandi, einkum
fyrir smærri skóla landsins.
Væntir fundurinn þess, að
menntamálaráðherra beiti sér
fyrir því, að hækkuð verði
framlög ríkis, bæja og hrepps-
félaga til skólabókasafna og
telur, að stofnframlag til skóla-
bókasafna megi eigi vera
minna en 20 þús. krónur og
síðan 50 kr. til viðhalds þeirra
á nemanda frá ríki og bæjar-
og sveitarfélögum.
6. — Fundurinn hefur á-
hyggjur af því, hve fátt er gef-
ið út af íslenzkum barnabók-
um ög beinir þeim tilmælum
til menntamálaráðherra, að
hann hlutist til um, að rífleg-
um fjárframlögum verði varið
til þess að verðlauna handritS>
að íslenzkum barnabókum fyr-
ir öll aldursskeið í þeim til-
gangi að örva útgáfu íslenzkra
barnabókmennta. Ennfremur
skorar fundurinn á bókafélög
og bókaútgefendur að taka
þetta mál sérstaklega til athug-
unar.
7. — Fundurinn skoraði á
dagskrárstjóm Ríkisútvarpsins,
aði taka upp sérstakan skóla-
málaþátt í dagskrá útvarpsins,
og hlutast til Um að erindi
Þorsteins Sigurðssonar kennara
um lestrarkennslu og Ólafs
Hauks Árnasonar skólastjóra
Aga er þörf verði endurflutt í
útvarpinu.
8. — Fundurinn skorar á
biskup landsins og prestastefnu,
að vinna að því, að teknar
verði upp haustfermingar ein-
göngu a.m.k. í Reykjavík og
kaupstöðum, og verði þá öll-
um fermingarundirbúningi lok-
ið áður en skólar hefjast á
haustin.
Ennfremur telur fundurinn,
að því aðeins verði tilgangi
með fermingarundirbúningi
náð, að eigi séu fleiri börn
tekin til spurninga í senn en
sem svarar einni bekkjardeild
þ.e. 20—25 börn.
9. — Fundurinn skorar á
fræðslumálastjórn að vinna að
því, að sett verði ákvæði í
lög um hámarksstærð skóla-
bygginga. Telur fundurinn, að
hamla beri á móti því, að upp
rísi á íslandi skólabákn, sem
meir líkjast verksmiðjum en
uppeldisstofnunum. Telur fund-
urinn, að ekki eigi að leyfa
byggingu stærri skóla en fyrir
500 nemendur. r
W. — Fundurinn samþykkti
að beina þeim tilmælum til
fræðslumálastjórnar, að fall-
einkunn veröi niður felld á
barnaprófi.
11. — Fundurinn skorar á
foreldra og löggæzlumenn um
land allt, að herða sem mest
eftirlit með útivist barna og
unglinga á síðkvöldum og vinna
ötullega að því, að lög og
reglugerðarákvæði þar um
verði eigi brotin/ Telur fund-
urinn, að orsakir afbrota, aga-
leysis og margra anarra meina
bjóðfélagsins liggi í því, hve
mál þessi eru tekin lausum
tökum hér á landi.
12. — Fundurinn telur á-
mælisvert, hve margir skólar
á landinu eru fátæklega bún- j
ir að áhöldum og tækjum. Sér- j
staklega bendir fundurinn á
aðstöðumun til náms og
kennslu, sem þetta skapar nem-
endum og kennurum dreifbýl-
isins, ofan á allt of stuttan
námstima árlega. Skorar fund-
urinn á fræðslumálastjóra að
láta t.d. námsstjóra athuga nú
þegar ástand skólanna í þess-
um efnum og gera viðunandi
ráðstafanir til úrbóta. Fund-
urinn skorar á menntamálaráð-
herra, að boða alla skólanefnd-
arformenn landsins til funda t.
d. á Akureyri og Reykjavík
til þess að ræða þann þátt, er
að sveitarfélögum snýr í sam-
bandi við rekstur skóla, og
verði þeim þá sýndir skólar
búnir nauðsynlegum tækjum
og áhöldum, svo að þeim gef-
ist tækifæri til þess að kynna
sér hvaða kröfur séu almennt
gerðar í þessum efnum.
13. — Fundurinn telur, að ó-
eðlilegt sé og næsta vafasamt
að miða laun skólastjóra við
tölu fastra kennara, og felur
stjórninni að vinna að breyt-
ingu í þá átt, að laun skóla-
stjóra verði miðuð við tölu
nemenda skólans.
14. — Fundurinn telur, að
réttur skóla til kennara skuli
miðaður við kennslustunda-
fjölda vikunnar en ekki tölu
nemenda en jafnframt verði
gefnar út reglur um það, hve-
nær skipta skuli bekkjardeild
(þ.e. um hámarkstölu nem-
enda).
15. — Fundurinn áréttar
fyrri kröfur um, að skóla-
stjóri sé talinn með í tölu
kennara, þegar skólastjórum
er skipað niður í launaflokka.
Ennfremur undirstrikar fund-
urinn fyrri kröfur um að regl-
um um kennsluskyldu skóla-
stjóra verði breytt á þann veg,
að lækkuð verði til muna
kennsluskylda skólastj. einkum
í smærri skólum landsins.
Fundurinn áréttar og endur-
tekur fyrri tillögur féiagsins
um:
16. — Að námsskrá skyldu-
námsins og gagnfræðastigsins
verði tekin til gaumgæfilegrar
athugunar hið allra fyrsta.
Að þar til sú endurskoðun
hefur farið fram, verði náms-
kröfur og próf samræmd þann-
ig um land allt, að þeir, er
unglingaprófi hafa lokið með
tilskilinni lágmarkseinkunn, á-
kveðinni af fræðslumálastjóm,
geti gengið hindrunarlaust upp
í 3. bekk gagnfræðaskóla og
héraðsskóla.
17. — Að landsbyggðinni
verði sem fyrst séð fyrir sál-
fræðilegri þjónustu. Meðan sú
skipan kemst ekki á, verði
sálfræðingar látnir ferðast
milli skóla landsins til athug-
Framhald á 9. síðu.
Islenzk íðnfyrirtæki
stofna verzlun I NY
■ 25 íslenzkir aðilar, flest iðnfyrirtæki, hafa myndað
með sér hlntafélág í þeim tilgangi að setja upp íslenzka
verzlun í New York og eru stærstu hluthafarnir Álafoss
h.f., Kristján Siggeirsson h.f., Trésmiðjan Víðir h.f. og
Últíma h.f. Verzluninni hefur verið valið nafnið Icelandic
Arts & Crafts og verður Kristján Friðriksson í Últíma
framkvæmdastjóri hennar fyrst um sinn.
Þessu máli var fyrst hreyft af
Kristjáni Friðrikssyni á ársþingi
Félags íslenzkra iðnrekenda á sl.
vetri og voru þeir Kristján og
Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi
sem er núverandi formaður fé-
lagsins síðan sendir utan til þess
að kynna sér möguleika á sölu
á íslenzkum iðnvamingi í New
York.
Niðurstöður þeirrar athugunar
voru á þá leið að íslenzkur iðn-
aður myndi vera samkeppnisfær
vestra að því er varðar vissar
framleiðsluvörur. Verður stærsti
vömflokkurinn sem þarna verð-
ur á boðstólum bólstruð húsgögn
en einnig verður verzlað með
lopapeysúr. teppi, gæmr, glugga-
tjöld, gólfteppi, áklæði vegg-
teppi, vélprjónaðar peysur,
trefla. vettlinga, keramik og fl.
Hlutafé hefur þegar verið
safnað og Framkvæmdabankinn
gengizt í ábyrgð fyrir láni í
Bandaríkjunum. Búið er að taka
á leigu 260 fermetra húsnæði
fyrir verzlunina í New York og
verið er að smíða innréttingar
eftir teikningu Jóns Haraldsson-
ar arkitekts.
☆ ☆ ☆
j Þegar er búið að senda vörur
vestur fyrir 2 miljónir króna.
Geimfararnir og dóttirin
Alionuska heitir litla stúlkan á myndinni og er dó'ttir tveggja
sovézkra geimfara, þeirra Valcntínu Nikolajéva-Tsjereskovu or
Andríans Nikolaévs, sem einnig sjást á myndinni.