Þjóðviljinn - 25.09.1964, Page 6
g SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 25. september 1964
Mýsla sigraSi
Það kemur fyrir lítið
þótt konan sé hinn virðu-
legasti vörður laganna, með
öðrum orðum kvenlögreglu-
þjónn, hún er jafn hrsedd
við mýs fyrir því.
Þetta kom einkar glöggt
fram í Sunndal í Noregi
nú fyrir skemmstu. Dam-
an, sem var yfirkvenlög-
regluþjónn í þokkabót, var
í heimsókn í sumarhúsi
vinafólks síns og borðaði í
eldhúsinu ásamt nokkrum
vinkonum sínum. Sem hæst
stóð máltíðin skauzt lítil
mús úr holu i gólfinu. Allt
fór 1 uppnám í eldhús-
inu. — Yfirkvenlögreglu-
þjónninn og kynsystur
hennar hlupu upp á borð
og stóla og þar héngu þær
sjálfandi á beinum unz
músin hafði sig eftir góða
stund á burt.
Gcezlulið SÞ
enn á Kýpur
NEW YORK 22/9 — f aðalstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna er það
haft fyrir satt, að Öryggisráðið
muni framlengja dvalartíma
gæzluliðs SÞ á Kýpur um þrjá
mánuði. í gærkvöld ræddi ráð-
ið Kýpurdeiluna og heldur þeirri
umræðu áfram í kvöld. Það er
næstkomandi laugardag, sem
dvalartími gæzluliðsins rennur
út.
— Hann var ekki lengi
tæknilegur ráðunautur í
brunaliðinu. Það fyrsta sem
hann gerði var að setja
óbrjótandi gler í alla
brunaboðana.
(Salon Gahlin).
lan Smith og
Nelensky
eigast við í Suður-Rhódesíu
U”
Tndanfarið hefur Ian Smith,
forsætisráðherra Suður-
Rhódesíu, dvalizt í Lundúnum
og átt viðræður við ráðamenn
í íhaldsflokknum enska. Tak-
mark Smiths var einfalt og
yfirlýst, hann vildi fá sam-
þykki fyrir sjálfstæði Suður-
Rhódesíu, en landið er nú
sjálfstjórnarnýlenda ensku
]r~—~4' - -n- n *
hlyti, en eins og menn muna
var Suður-Rhódesía á fundi
Samveldislandanna í júlí
harðlega fordæmd fyrir af-
stöðu sína gegn innfæddum
mönnum. Helzt þykist Smith
eiga stuðnings að vænta frá
Portúgölum, en þeir eiga í
höggi við f relsishreyfingu í ný-
lendu s.inni Mosambique. Kveðst
íkumönnum. Stjórn Ian Smiths
hefur ekki setið lengur við
völd en frá því í apríl sl.
Smith veit fullvel, hversu erf-
itt það kann að reynast að
halda hátt á fjórðu miljón
innfæddra manna írá öllum
enföldustu stjómmálaréttind-
um. Lausn hans er sú að afla
landinu „sjálfstæðis" og gera
- --------------" ............
ópumanna í Afríku, reynist
blökkumönnum auðveldari við-
ureignar nú, nái hann valda-
aðstöðu. En með því að not-
færa sér þannig rótgróna
tryggð nýlendubúa við heima-
landið hyggst hann stinga
Ian Smith frá slag.
I......
Ian Smith.
Hv
Hvarvetna i airiKU kreijasl nú innfæddir menn aukinna stjórnmálaréttinda og veriut vu a-
gengt, enda þótt nýlendukúgarar, nýir sem gamlir, þrjózkist við. — Á þessari mynd, sem tekin
er í Gabon, krefjast innbornir menn þess, að nýiendukúgunin taki enda.
enska stjórnin myndi ekki
fallast á þessa kröfu nema því
aðeins, að hinn hvíti minni-
hluti í landinu veiti blökku-
mönnum aukna aðild að stjórn
landsins. Þeirri kröfu telur
Ian Smith sig sízt af öllu geta
gengið að, og því fór hann
bónleiður til búðar.
Samtímis þessari Lundúna-
för forsætisráðherrans hefur
verið uppi hávær orðrómur
þess efnis, að hann hygðist
slíta Suður-Rhódesíu með valdi
undan veldi ensku krúnunnar.
Fari svo, verður landið fyrsta
nýlenda Englendinga sem slíkt
gerir frá því Bandaríkin hófu
uppreisn sína. Ekki hefur þó
af þessu orðið, enda vand-
séð. hvem stuðning landið
-----------------------------------<S>
herra Norður-Rhódesíu, jafn-
vel hafa í fórum sínum afrit
af leynilegu samkomulagi um
það, að Portúgal viðurkenni
Suður-Rhódesíu, ef til skiln-
aðar komi. Á leið sinni til
Lundúna kom Smith við í
Lissabon og ræddi við Sala-
zar. Lítið er um þær viðræð-
ur vitað, en ekki hefur hinn
portúgalski einræðisherra heit-
ið opinberlega neinum slik-
um stuðningi. Og vandamálið
Suður-Rhodesía er óleyst enn.
Fyrir Sir Alec Douglas-Home
er það án efa mest um vert
að sleppa við aukin vandræði
af þessum málum fram yfir
kosningar, hann hefur nóg á
sinni' könnu samt
Bætt sambúð þýzku
ríkjanna á döfínni
BONN 23/9 — Ríkisstjórn
Vestur-Þýzkalands samþykkti í
dag vegabréfsfyrirkomulag sem
veitir fólkí i Vestur-Berlín
möguleika til að heimsækja ætt-
ingja sina í Austur-Berlín.
Fulltrúi bæjarstjómarinnar í
Vestur-Berlín og austur-þýzk
yfirvöld hafa lengi unnið að
þessari samningagerð. Því var
lýst yfir opinberlega í Bonn í
dag, að Vestur-Þýzkaland leggi
til að samningurinn verði und-
irskrifaður í Berlín á föstudag.
Undir jól 1963 var samið um
heimildir fyrir Vestur-Berlínar-
búa að heimsækja ættingja sína
í Austur-Berlín í fyrsta skipti
frá því múrinn á landamærun-
um var reistur í ágúst 1961.
Þessir samningar urðu mikið á-
greiningsmál með stjómmála-
flokkum í Vestur-Þýzkaiandi og
voru margir sem héldu því
fram, að samningurinn væri
skref í áttina að fullri viður-
kenningu á austur-þýzku ríkis-
stjórninni.
Talsmaður ríkisstjómarinnar í
Bonn sagði í dag, að ríkisstjóm-
in hefði einhuga fallizt á samn-
inginn, sem austur-þýzk yfir-
völd hafa áður samþykkt.
Fulltrúi borgaryfirvaldanna í
Vestur-Berlín Horst Korber hef-
ur unnið að samningsgerðinni
af hálfu vestur-þýzkra og hef-
ur staðið nokkur styrr um það,
hvers fuiltrúi hann væri. Aust-
ur-Þjóðverjar telja hann aðeins
fulltrúa Vestur-Berlínar, því
Vestur-Berlín er sérstakt lands-
svæði, en yfirvöldin í Bonn
halda því fram, að Vestur-Ber-
lín sé hluti af Vestur-Þýzka-
landi.
Borgarstjómin í Vestur-Ber-
lín skýrði frá því í kvöld, að
hún væri reiðubúin að skrifa
undir samninginn.
H
feima fyrir berst Ian Smith
á tveim vígstöðvum. Ann-
ars vegar á hann í höggi við
frelsishreyfingu innborinna
manna, en samkvæmt síðustu
tölum eru þeir 3 miljónir og
770 þúsund. Gegn þeim standa
224 þúsund Evrópumanna, sem
enn ráða því er þeir vilja í
landinu. Grundvöllur þeirrar
valdaaðstöðu er fremur öðru
hin illræmdu jarðskiptalög
(Land Apportionment Act). sem
tryggir þeim allt bezta jarð-
næðið til sinna afnota. Ekki
eru innfæddir menn betur sett-
ir á stjómmálasviðinu, af 65
þingsætum halda hvítir menn
hvorki meira né minna en 52.
Helztu stjórnmálasamtök inn-
fæddra manna, undir forystu
Joshua Nkomo og Ndabaningi
Sithoie, eru bönnuð.
En Ian Smith nýtur ekki
eindregins stuðnings Evrópu-
manna í landinu, eins og bezt
sést á því, að stjórn hans
hefur komið á ritskoðun og
bannað útkomu blaðsins Salis-
burj' Daily News fyrir þá sök
eina, að styðja kröfur inn-
fæddra. Frá því Rhódesíu-
sambandið leystist upp, hef-
ur hver forsætisráðherrann
rekið annan í Suður-Rhódesiu
og fallið á afstöðunni til
mannréttinda til handa Afr-
manna í Afríku, en fullvíst
er talið, að hvítir innflytj-
endur muni þyrpast í hópum
til Suður-Rhódesíu, ef fyrir-
ætlanir Smiths ná fram að
ganga. Og þrátt fyrir afstöðu
ensku stjórnarinnar veit Smith
vel, að þar getur hæglega
annað orðið þyngra á metun-
um: Ensk fjárfesting í land-
inu nemur nú 150 miljónum
sterlingspunda.
Gegn þessum sjálfstæðishug-
myndum Ián Smiths stend-.,
ur framar öðrum maður sem
vel er þekktur úr sögu Rhó-
desíusambandsins, hinn ill-
ræmdi Sir Roy Wclcnsky. Frá
því sambandið var leyst upp,
hefur Sir Roy setið um kyrrt
og unað sér við garðrækt, unz
hann hvolfir sér nú á ný út
í stjórnmálabaráttuna. Wel-
ensky vill forðast það, að sam-
bandinu við England • verði
slitið á harkalegan hátt, og
einnig lætur hann í það skína,
hversu mikil alvara, ef nokk-
ur, er á bak við, að
hann sé fáanlegur til þess að
veita innfæddum mönnum að
minnsta kosti smátt og smátt
aðild að stjórn landsins. Tæp-
ast verður því þó trúað að
óreyndu, að Welensky, sem er
hvað mest hataður allra Evr-
Aakinn vandi
RÖM 23/9 — Framkvæmda-
stjóri FAO matvæla- og land-
búnaðarstofnunar SÞ sagði í
gærkvöld, að landbúnaðar-
framleiðslan í heiminum
hefði að líkindum aukizt
minna, en íbúafjöldi heims á
síðastliðnu ári.
Hann sagði. að á síðastliðn-
um fimm árum hefði ekki
tekizt að auka landbúnaðar-
framleiðslu í samræmi við
vaxandi íbúafjölda og væri
þetta alvarlegt vandamál fyr-
ir fátækustu lönd í veröld-
inni.
[versu til tekst verður úr'
skorið 1. október næst-
komandi, en þá fara fram
tvennar mikilvægar aukakosn-
ingar og er Welensky sjálfur
frambjóðandi í öðrum íyrir
nýjan flokk, er hann nefn:r
Rhódesíuflokkinn. Eftir úrslit-
um þessara kosninga hefur Ian
Smith viljað bíða áður en
hann léti til skarar skríða og
sliti Suður-Rhódesíu úr tengsl-
um við England. Það er með
öðrum orðum hin hvíta herra-
bjóð landsins, sem ákveða
skal, hvorum hún treysti bezt
til að gæta hagsmuna sinna,
Sir Roy Welensky eða Ian
Smith. Að sjálfsögðu verða
innfædd:r að engu spurðir.
Smith hafði að vísu við orð
í Lundúnum að láta „kanna"
það, hver afstaða landsmanna
væri til sjálfstæðishugmyndar
hans, en gat þess ekki, hvernig
ætti að spyrja allan þann ara-
grúa þeldökkra manna, sem
hvorki nýtur kosningaréttar
né kjörgengis. Eins og fyrr
segir eru stjórnmálasamtök
blökkumanna bönnuð í land-
;nu, Sithole situr í fangelsi og
■loshua Nkomo er í útlægð í
Tanganyika, þar sem hann
hefur komið á laggirnar „út-
Iagastjórn“. Síðustu fréttir ,frái
Suður-Rhódesíu benda heldur
ekki til þess, að ætlunin sé
að slaka á klónni: Stjórnin
hefur ákveðið að hækká um
tíu af hundraði fjárupphæð þá,
sem er skilyrði fyrir kosn-
ingarétti. Héðan í frá þurfa
Afríkubúar, sem neyta vilja
kosningaréttar, að sanna það
að þeir hafi að minnsta kosti
739 dala árstekjur. Meðalárs-
tekjur innfæddra manna í
Suður-Rhódesíu eru nú 319
dalir, svo þessi ráðstöfun
verður til þess eins að fækka
tölu þeirra þingsæta, sem þó
eru í höndum blökkumanna.
— J.Th.H.
Einstæður
dugnaður
Frá Ankara bcrast þær frétt-
ir, að 95 — níutíu og.fimm —
ára gömul kona, frú Fatima
Ediger, hafi alið tvíbura, dreng
og stúlku, og hcilsist öllum
vel. Það er fréttastofan Aana-
tolia, sem frá þessu skýrir og
bætir við, að faðirinn, sem
væntanlega er að rifna af
monti, sé 127 — eitt hundrað
tuttugu og sjö — ára gamall.
Þau hjón eru búsett í TJrfa
og hafa skýrt drenginn Kibris
(Kýpur) en stúlkuna Yldiz
(stjarna).
SACT
Ef Schubert hefði tekið
inn þetta vítamín hefði
hann gctað lokið við sin-
fóníuna sína!
(Bandarísk auglýsing)
Parker skóiapenninn er
ekki eftirbátur annarra.
(Hógvær auglýsing í
útvarpinu).
Tveir sænskir prestar
hafa opinberað trúlofun
sína. Þeir munu þó bíða
með að ákveða brúðkaups-
daginn unz þeir vita livern-
ig æðstu yfirvöld kirkjunn-
ar bregðast við.
(Information).
trakkland orðið of dýrt
Maríanne hin franska, fegurðardís og átrúnaðargoð allra ferða-
manna er í heldur Iciðu skapi þcssa dagana. Það cr að koma
æ bctur í Ijós, að Frakkland cr að iapa orustunni um ferðamenn-
ina, scm nú þykir svo „þjóöhagfræðilega mikilsvcrt“. (Það cr eitt-
hvað annað en á Islandi, þar scm orustan stcndur ckki UM held-
ur VIÐ fcrðamennina). Þetta gcngur svo langt, að dagblaö eitt
hcfur líkt þessu við orustuna við Waterloo, en eins og flcsta rám-
ar víst í úr mannkynssögunni, þóttu Frakkar fara hcldur klént út
úr þeirri orrahríð. Og ástæðan fyrir þessum hcimssögulcgu hrakför-
l,m: Jú, Frakkland er alltof dýrt. Spánn og Italía „hirða steik-
ina” svo notað sé orðalag Alþýðublaðsins þcgar það bregður sér
í hugsjónahaminn. Ætli maður sé annars nokkuð að fara til Par-
ísar í sumarfrvm*,5'