Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA
frakkanum og með uppbrettan
kragann.
Vináttu lýkur, hugsaði hann,
ást slokknar. Og það heyrðist
smellur.
Hann var ekki í skapi til að
sofa. Með glasið í hendinni fór
hann inn í sveínherbergið og
kveikti ljós ,og sótti ferðatösk-
umar tvær og fór að láta nið-
ur í þær. Niður með það allt
saman, hugsaði hann, niður með
borgina og allt saman. Hann
fleygði Baedekerleiðarvísinum
frá 1928 („og bíður eftir sólar-
laginu“) neðst í töskuna, þá
tösku sem hann hafði eitt sinn
þrifið í til að nota sem vopn
gegn hnífi Bresachs. Svo fleygði
hann C^tullusi niður á eftir
(„Sjá hvernig ungmennin
koma og tæmdi komm-
óðuskúffurnar og fleygði skyrt-
um hirðuleysislega ofan á bæk-
urnar. Hann uppgötvaði dökka,
vota dropa á skyrtunum og
fann að enn var hann kominn
með blóðnasir, ekki mjög mikl-
ar, en þó blæddi. Hann hélt
vasaklút upp að nefinu og drakk
ögn meira og hélt áfram að
pakka.
Niður með það allt saman.
f þessu herbergi, um miðja
nótt hafði dauðinn snert á hon-
um, þuklað hann allan, hvíslað
að honum tvíræðri aðvörun,
hafði talið upp hina dauðu vini
hans, sjálfsmorðingjana, þá, sem
fallið höfðu í stríði, þá sem dáið
höfðu af vonbrigðum eða órétt-
læti eða svalli eða beinlínis
vegna þess að röðin var komin
að þeim, Carrin'd?’-i, Despiére,
Davis, mennirnir sem höfðu
spilað póker meðan London
brann, Mye^o, Kutzer — sam-
safn hinna dauðu sem anzaði á-
kalli minninganna uppúr gröf-
um sínum í Californíu og Afríku
og Frakklandi.
Hann drakk meira og hélt
blóðugum vasaklútnum upp að
andlitinu og lagði alklæðnaðina
þrjá niður i þræ'r’glýsta og
gagnslausa ferða-
töskuna, eins og þrjár vofur 5
hinni rómverskr nótt og hugs-
aði um þá drauma sem hann
hafði dreymt í þessu rúmi, um
stúlkuna sem hann hafði elskað
þar, um hnífinn og klypplaða
lakið, um þá stund þegar hann
hafði í alvöru búizt við dauða
sínum, fá'inar sekúndur. sem
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III h (lyfta) -
SÍMI 2 4616
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D O M U B i
Hárgreiðsla við allra hæfí —
TJARNARSTOFAN. - Tjarnar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Maria
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SIMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
hann myndi aldrei gleyma eða
afneita.
Hann hafði ekki dáið í Róm.
Delaney hafði verið að því kom-
inn og kæmist ef til vill enn
nær því. Despiére var dáinn, að
vísu utan borgarinnar. Despiére
sam hafði skilið borgina, þegar
hann kom í fyrsta skipti inn um
Flaminia-hliðið og alltaf hafði
verið reiðubúinn til að veita
gleði sinni útrás og greiða fyrir
það næsta morgun.
79
Drekktu, úthelltu blóði og
pakkaðu öllu niður.
Hvar var sígaunakonan að
syngja í nótt? Hvað var konan
hans að gera, þessi bægilega
kona eins og Despiére hafði
einu sinni komizt að orði?
Hann hugsaði um konur sem
lágu í nótt í rúmum sínum.
Um konuna sína sem var án efa
ástfangin af honum, en átti sín
eigin leyndarmál sem svæfi nú
rótt og fallega í rúmi sínu, sem
yrði fegin að fá hann heim aftur
og segði eins og ævinlega þegar
hann hafði verið að heiman:
— Hefurðu skemmt þér vel,
chéri? Éf hann spyrði hana:
— Hefur þú skemmt þér vel,
chéri? og hún svaraði honum í
einlægni. Myndi hann þola það?
Veronica í hjónasænginni,
með þéttholda, æsandi kroppinn
og í nýgiftri ástríðu eftir hinar
snjöllu útskýringar sem hún
hafði fundið upp á til að svæfa
tortryggni eiginmannsins.
Þegar kamoavín kokkálsins
var þomað á hinu velgreidda
alpahöfði.
— Æ, guð minn góður, sagði
hann bitur í bragði og fór fram
í stofuna og hellti aftur í glasið
handa sér.
Bertha Holt, kvenleg, gegn-
sósa af alkóhóli, við hliðina á
kærleiksríkum og tryggum eig-
inmanni, lét sig dreyma sæla
drauma um barnavagn, barn-
fóstrur, slefusmekki og bleiur,
meðan hún beið þess að frjótt,
ítalskt skaut fæddi af sér barn-
ið sem átti að bjarga henni og
gefa lífi hennar innihald.
Clara Delaney, brjáduð á
bedda í dimmri sjúkrastofunni,
hreykin og fagnandi, einvöld
yfir rústunum umhverfis sig,
rneðan hún leysti upp leifarnar
af eiginmanninum í sýrubaði
ástar sinnar.
Barzelli, sem átti mynd sína
í draumum ótal karlmanna á
hveiii nóttu um allan heim,
sofandi, tillitslaus, sterk, ánægð
í gylltri Via Appiahöll sinni, og
meðhöndlaði ást og auð og
mannorð sitt með sams konar
kaldri hörku og sveitastúlka
beitir við hóp af háværum,
fallegum krökkum.
Carlotta, sem einhivern veg-
inn hafði lært að hafa taum-
hald á sér, sem hafði komizt að
því að hún ætti að vera ham-
inciusöm eftir fertugt, sem hafði
lifað fyrir ást og kynlíf, eða
það sambland af þessu tvennu
sem henni tókst að ná í til að
seðja hungur sitt og hafði þótt
undarlegt væri öðlazt rólegt
jafnvægi .... Alein, hún sem
aldrei hafði viljað vera alein ...
Þræðir ástarinnar sem ófu net
HðÐVILIINN
sitt að næturlagi, hvert lágu
þeir? Til Bresachs með blóð í
kringum augun?; til Despiéres
sem hafði dáið fyrir launin sín?;
til Delaneys sem var innilukt-
ur í búri eiginkonunnar, sviptur
vinum sínum, sviptur þeirri
konu í hverrar örmum hann
hafði hvílt í fögnuði og sakleysi
og hafði að eigin söjn fengið
hann til að blómstra hinar löngu
itölsku vetra. ..ætur. Þræðir ást-
arinnar, sem hjá Jack lágu að
margskiptu lífi hans, þrem eig-
inkonum, þreföldnm kvölum,
efasemdum, vonbrigðum, reiði,
hatri, venjum. — Þú veizt vel
að þú hefur ekki sofið hjá mér
í meira en hálfan mánuð. Hin
lága, ásakandi rödd á flugvell-
inum, (Af hverju fékk hún ekki
sígaunakerlinguna til að þegja?)
Járngreipar kvenfók.sins. Orð
Delaneys.
Þjáningár hvarvetna.
Hvað gat orðið til ujálpar?
Vinna, metnaður .. ? Holt hafði
unnið, Maurice Delaney var enn
metnaðargjarn. Og hvað snerti
gildi þess sem þeir höfðu fram-
hvæmt — hver gat sagt um það
hvort hinar þrjár "óðu kvik-
myndir sem Delaney hafði gert
þegar hann var ungur væru
ekki meira virði en hinar þús-
und olíulindir Holts eftir mæli-
stiku eiiífða :nnar? Fann Holt
á ömurlegum andvökunóttum
fróun við tilhugsunina um olí-
una sína, varð \ Delaney heil-
brigður við minmnguna um tvær
eða þrjár góðar kvikmyndir sem
hann hafði skapað á öðru tíma-
skeiði?
Despiére, sem dó í Afríku,
hafði verið metnaðargjarn á sinn
hátt, hann hafði unnið, hann
hafði barizt. Sérfræðingur í
styrjöldum og í að lifa af styrj-
aldir; sem hafði ekki annað að
segja þegar hann lagði upp í
sína hinztu för: — Það er ó-
þverri á báða bóga.
Dauði, dauði, höfðu raddirnar
hvíslað til hans. Söngur síren-
anna í Róm gerði gleymskuna
lokkandi, tómið að gleði. Óbund-
inn og með opin eyru hafði
hann hlustað og teygt hand-
leggina til móts við sönginn.
Það var ótrúlegt að þetta
skyldi hafa komið fyrir hann.
Það var ekki sæmandi hinum
heiðarlega og ábyrga John And-
rus, þetta tillit til opna glugg-
ans á sjöttu hæð, til glassins
með svefntöflunum. Ekki hon-
um sæmandi að öfunda hina
dauðu sem á einhvern hátt
höfðu leyst vanda sinn; sem
þu'rftu ekki lengur á hverjum
degi að mæla sig við sjálfa sig
á unga aldri, ekki lengur að
ganga undir prófraun við
hverja hreyfingu, við hverja á-
kvörðun, hvort þeir næðu máli
eða væri að hraka.
En samt hafði þetta hent
hann.
Síðasta hálfa mánuðinn hafði
nokkuð komið fyrir hann, sem
aldrei hafði hent hann áður —
hann var farinn að þrá dauðann.
Til þess höfðu legið margar
ástæður — kjaftshöggið á hótel-
þrepunum, þegar hann kom
þangað fyrst, sem sagði honum
að hann af öllum þeim aragrúa
af fólki sem var í Róm það
kvöld, hefði verið valinn úr til
refsingar og aðvörunar „Þeir
sungu þetta þegar Doria sökk“
og kvenlegi hláturinn í leigu-
bílnum), blóðið sem fossaði og
blettótti jakkinn (Úr hverjum
var blóðið — morðingjanum eða
fórnarlambinu?) — nautið sem
hékk fram á hurðina — Bresach
með hnífinn — draumurinn um
sköllóttu mennina með svunt-
ur sem hlutuðu sundur hans eig-
in líkama úti í skógi — þýzki
presturinn sem truflaði ást hans
og eyddi henni — nöfn hinna
dauðu í kvikmyndahúsinu og
granni, ungi maðurinn sem var
hann sjálfur og var líka dauð-
ur í öllu tilliti („Éh bien,“ hafði
Despiére skrifað, þjakaður af
eigin hugboðum, „það versta er
afstaðið. Láttu þér ekki bragða.
í morðóðum heimi er eðlilegt að
verða myrtur“.) — Delaney sem
valt um hrygg í mölinni á reið-
skólanum, Delaney sem ekki
hafði tekizt að bjarga og ekki
yrði bjargað úr þessu . . . .
hægri og vinstri hönd Krists
og Dómsdagur. Fylgjendur hægri
geirvörtunnar undir refsivendi
örlaganna. Hinn fyrsti og síð-
asti og eini dómsdagur.
Jack hristi höfuðið. Spyrjið
ekki um fleiri ástæður. Þær
voru margar, og hverjar svo
sem þær voru, þá stóð hann nú
aleinn í borg grafa og minnis-
merkja, í köldu, dimmu herbergi
sem engum tilheyrði og engan
bauð velkominn og það var
komið fram yfir miðnætti og
langt til morguns, og hann barð-
ist við þá tilfinningu að það
hefði ef til vill verið betra að
hann hefði aldrei verið dreginn
út úr hinu brennandi húsi, að
Wilson hefði aldrei fundið
skrifstofu ofurstans á hinni æð-
islegu leit með hjólastólinn um
spítalagangana.
Hann 1 kveikti á loftljósinu,
hellti í glasið sitt og gekk að
speglinum sem hékk á veggnum
og horfði kuldalega og rann-
sakandi á sjálfan sig. Apakött-
ur guðs, bundinn á hið stóra til-
raunaborð. Spegillinn er hnífur-
inn.
Hann varð var við undarlegt
hljóð. Það var hást og dýrslegt,
það hófst og hneig, emjandi eins
og frá nauðstödu dýri. Það kom
neðan af götunni og Jack færði
sig frá speglinum, dró glugga-
tjöldin frá og gekk fram á litlu
svalirnar. Hann leit niður. Ber-
höfðaður maður stóð á frá-
hnepptum frakka og með upp-
rétta handleggi á miðri dimmri,
mannauðri götunni og hrópaði
sömu orðin upp aftur og aftur,
til himins, til hinna dimmu, lok-
uðu glugga, til blindra múr-
veggja Rómaborgar. Tvær gleði-
konur höfðu stanzað í nánd við
hann og stóðu álengdar og
horfðu á hann. í fyrstu gat Jack
ekki greint hvað maðurinn
sagði, já, ekki einu sinni hvaða
mál hann talaði. Svo heyrði
hann að það var enska og orð-
in voru loðin af áfengi og skelf-
ingu: — Guð minn góður, ég er
aleinn. Ó, guð minn góður, get-
Norðfjörður
Fljúgið með Flugsýn til Norðfjarðar, á
lengstu flugleið landsins, fyrir lægsta far-
gjaldið.
FLUGSÝN hf.
Símar: 1-88-23 og 1-84-10.
VÖRCR
FCartöflumús — KoKómalt — Kaffi — Kakó
KRCN b ú ði r n a r .
Föstudagur 25. september 1964
Samvmnuskólim Bifröst
Samvinnuskólinn Bifröst verður settur föstudag-
inn 2. október.
Nemendur skólans mæti fimmtudaginn 1. okt. Sér-
stök ferð verður frá Norðurleið þann dag og lagt
af stað frá Reykjavík kl. 14.00.
SKÓLASTJÓRI.
Q
Auglýsið í Þjóðviljanum
VONDUÐ
DYR
Sfyuzþórjónsson &co
k-
SKIPATRYGGINGAR
Tryggsngap
á vöpum í flutnfngR
á eigum skipverfai
Heimístrygging hentar yður
Aflatryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRH
UNDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI : SURETY
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
t Seljum farseðla með fiugvélum og
skipum
Greiðsfuskiimálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðír og ein-
staídingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND S V N
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
* *
i