Þjóðviljinn - 01.10.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 01.10.1964, Side 1
-wy ’V y - ■ 'V> "*w ~r ■ $*£ !*. "" ' Fimmtudagur II. október [1964 — 29. árgangur — 222. tölublað. 10 sildarbœlr á AusH}örbum: Vandræðaástand vegna manneklu ■ Klukkan tíu í gærmorgun brast á suðvestan stormur og rigning á Austfjörðum og dreifðist flotinn inn á hafnimar fyrir austan í gærdag. Þar horfir nú til mikilla vand- ræða vegna manneklu til þess að vinna úr síldaraflanum og voru víðast allar þrær síld- arverksmiðjanna fullar og yfirvofandi löndunarbið h’já verksmiðjunum. — Á nokkrum fjörðum var saltað. ------------------------«>■ Ekki var þó hægt að salta á mörgum stöðum vegna Tillaga Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: Kjörin nefnd vinni úr byggingarlóðaumsóknum ★ Meðal þeirra mála, sem eru á dagskrá fundar borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, er tillaga Guðmundar Vigfússonar borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins um að kosin verði 5 manna nefnd, er hafi það verkefni að vinna úr umsóknum um byggingarlóðir og gera tillögur til borgarstjórnar um úthlutun lóða. ★ í tillögu Guðmundar er gert ráð fyrir að nefndin skuli kosin hlutfallskosningu af afstöðnum hverjum borgarstjórnarkosningum og kjörtímabil hennar verði hið sama og borgarstjórnar. Kosning manneklu. Þjóðviljinn hafði samband við tíu síldarbæi fyrir aust- gærdag og er frásögn an fréttaritara á 12. síðu. HÁTÍÐAHÖLD í PEKING VEGNA 15 ÁRA AFMÆLIS í ðag, 1. október, er þess minnzt með miklum hátíðahöldum í Peking að liðin eru 15 ár frá stofnun kínverska alþýðulýðveld- isins. Aðalhátíðin fer fram á Tien An-men-torginu þar í horg, en þar var þessi mynd tekin á þjóðhátíðardegi Kínverja fyrir tveim árum. Myndir frá Kína eru birtar á 2. síðu. Nýttmet Vestmannaeyjum 30/9 — 1 dag var hér haldið innanfélags- mót í frjálsum íþróttum hjá „Týr“. Þar gerðust þau tíðindi, að Hallgrímur Jónsson setti nýtt íslandsmet í kringlukasti, | 56.06 metra. Árangur þessi náð- ist við skilyrði sem munu nægi- Ieg til að metið fáist staðfest. Hvað veldur drceftinum ó framkvœmd- um? Á fundi borgai’stjóroar Reykjavíkur í dag eru m.a. fyrirspumir frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins, ein am það hvað valdi þeim óhœfilega drætti sem orðið hefur á bygg- ir.gu vistheimilis og dagheimil- is við Dalbraut og hvaða ráð- stafanir borgaryfirvöldin hyggj- ást gera til að koma í veg fyrir enn frekari seinkun á framkvæmdum. önnur fyrir- spum er um það. hvers vegna ekki hafi verið hafnar fram- kvæmdir í ár við Hvassaieiös- skóla og síðasta áfanga Voga- skóla, sem miljónir króna voru ætlaðar til á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Þriðja fyrir- spurnin er svohljóðandic Hvað liður undirbúnrngi að skóla í Vesturbæ, skóla í Laugarási og heimavistarskóla að Úlfljðts- vatnL HeildarsíUaraflinn í ár er orðinn um 380 þús. lestir nefndarinnar nú gildi það sem eftir er af kjörtímabili borgar stjórnar. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að borgarstjórn setji nefndinni starfsreglur. FLYTUR FYRIRLESTUR UM GEISLUN MATVÆLA Laugardaginn 3. okt. mun Ari Brynjólfsson magister halda fyr- irlestur á vegum Fiskifélagsins um geislun matvæla með sér- stöku tilliti til fiskmetis. Ari Brynjólfsson starfar nú við kjarnorkurannsóknastöð danska ríkisins í Risö og er yfirmaður þeirrar deildar, sem fæst við rannsóknir á sviði geislunar m. a. matvæla, til að auka geymslu- þol þeirra. Hér er um að ræða mál, sem snertir mjög alla framleiðslu sjávarafurða til manneldis, sem er meginhluti alls útflutnings íslendinga og því afar þýðingar- mikið að fylgjast með því, sem er að gerast á þessu sviði. Fyrirlesturinn verður haldinn í 1. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur. n Heildarsíidaiaflinn í ár frá áramótum til 26. sept. að telja er nú orðinn um 380 þúsund lestir en heildarafl- inn allt árið í fyrra var 395 þúsund lestir. Mesta aflaár í síldveiðisögu okkar var hins vegar árið 1962, en þá veidd- ust alls 478 þúsund lestir af síld. Eins og kunnugt er af frétt- um var sumarsíldaraflinn fyrir Norður- og Austurlandi orðinn á miðnætti sl laugardag sam- tals 2.413.737 mál og tunnur og er það meiri afli en nokkkru sinní fyrr á sumarsíldveiðum. Aflametið var áður 2.400.946 mál og tunnur og var það sett sum- arið 1962. Enn eru um 50 skip að veið- um fyrir Austurlandi og hefur veiði verið góð það sem af er þessari viku, og má búast við mikilli veiði þar ennþá ef gæftir verða. Telur Jakob Ja- kobsson fiskifræðingur að jafn- vel megi halda áfram síldveið- um eystra allt til jóla eins og frám kom í viðtali við hann hér í blaðinu í gær. í tilefni af þessu nýja sum- arsíldveiðimeti snéri Þjóðvilj- inn sér til Fiskifélags Islands og fékk upp tölur um heildar- ársaflann af síld allt frá árinu 1950 mönnum til fróðleiks. I sambandi við þá skýrslu er þó rétt að hafa í huga að vetrar- síldveiði fyrir Suður- og Vest- urlandi hefst ekki í stórum stíl fyrr en um og uppúr 1960, enda eykst ársaflinn þá mjög skyndi- lega bæði af þeim sökum og af batnandi sumarsíldveiði fyr- ir Norður- og Austurlandi. 1 Kanadískur prófessor gerír hér segulmælingar Þjóðviljinn hafði fregnir af því að hér hefðu að undan- förnu dvalizt kanadískir vís- indamenn við segulmælingar og snéri sér af því tilefni til prófessors Þorbjörns Sig- urgeirssonar og spurði hann um tilgang þessara rannsókna en Eðlisfræðistofnunin hefur veitt Kanadamönnunum að- stoð við þær. Prófessor Þorbjöro skýrði svo frá að rannsóknir þess- ar hefðu verið framkvæmd- ar á vegum Torontoháskóla og hafði prófessor Garland framkvæmd þeirra með hendi. Dvaldist hann hér á landi í hálfan mánuð við mælingarnar en aðstoðar- maður hans var búinn að undirbúa þær áður en pró- fessorinn kom. Hélt prófess- or Garland aftur utan í fyrrakvöld. Tilgangurinn með þessum mælingum er að athuga hvort á eldgosasvæðum séu lög í jörðu niðri sem leiða vel rafmagn og hafa þar af leið— andi áhrif á segulbreyting- arnar. Hafa slíkar mælingar verið gerðar í Kanada og víðar og við þær athuganir fundizt svæði er haga sér afbrigðilega í þessu efni. Ef svona svæði finnast hér, væri það vísbending um hátt Þorbjörn Sigurgeirsson hitastig í jarðskorpunni. Mælingar þessar ná tugi kílómetra niður i jörðina og má því með þeim fá vit- neskju um ástand jarðlaga miklu lengra niður en hægt hefur verið með jarðhita- rannsóknum sem hér hafa verið gerðar. Eðlisfræðistofnunin veitti kanadísku vísindamönnunum aðstoð við að velja staði hér á landi til mælinganna. Voru sett upp sjálfvirk mælitæki á þrem stöðum á landinu til að framkvæma mæling- arnar. Var það í Vallanesi í Skagafirði, við Reynihlíð við Mývatn og við flugvöll- inn á Egilsstöðum Niður- stöður mælinganna liggja að sjálfsögðu ekki fyrir enn þar sem ekki er búið að vinna úr þeim. Sagði prófessor Þorbjöm að lokum að rann- sóknum þessum yrði e.t.v. haldið áfram næsta sumar. skránni hér á eftir er árssíld- araflinn talinn í lestum: 1950: 60.441 1951: 84 617 1952: 32.001 1953: 69.519 1954 : 48.530 1955: 55.593 1956: 100.465 1957: 117.495 1958: 107.318 1959: 182.887 1960: 136.438 1961: 325 911 1962: 478.127 1963: 395.163 Það sem af er þessu ári, þ.e. frá áramótum til 26. september nemur heildarsíldaraflimi um. 380 þúsund lestum þannig að enn skortir nær 100 þúsund lestir til þess að ná sama afla- magni og árið 1962 en ekki er ölíklegt að því marfei verði náð, ef síldveiði heldur áfram fyrir Austurlandi og sæmilega veiðist á vetrarvertíðinni hér Sunnanlands. MálmiðnaSarmenn og skipasmiðir semja «---------- Samkomulag náðist í gærkvöld um nýja kaup- og kjarasamn- inga málmiðnaðarmanna og skipasmiða. Samkomulag þetta var samþykkt á fundi í Félagi járniðnaðarmanna í gærkvöldi. Hinsvegar mun Félag þifvéla- virkja, Félag blikksmiða og Sveinafélag skipasmiða taka samkomulagið til afgreiðslu á j fundum í félögunum næstu daga. Samningarnir eru byggðir á grundvelli þess samkomulags sem náðist í vor milli fulltrúa Alþýðusambandsins, ríkisstjórn- arinnar, Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasam- bandsins. Félagsheimili Sauðárkróki, 29/9 — Að Vai-mahlíð er nú að rísa af grunni stórt og mjög glæsilegt félagsheimili og á það að verða fokhelt í haust. Að bygging- unni standa ýmis félagasamtök og tveir hreppar og var byrjað að grafa fyrir grunninum í fyrrahaust. Yfirsmiður við bygginguna er Guðmundur Pálsson. — H.S. Verður verkfall hjó prenturum? GÆRDAG var haldinn fyrsti samningafundUr prentara og prentsmiðjueigenda og hófst hann kl. 5 í skrifstofu prent- smiðjueigenda að Mjóstræti 6 hér í hæ. Á ÞESSUM FUNDI mættu stjórn Hins íslenzka prentarafélags, stjórn Félags íslenzkra prent- smiðjueigenda og forstjóri Ríkisprentsmiðjunnar Guten- berg. PRENTARAR sögðu upp samn- ingum sínum fyrir mánuði síffan og geta nú boðað verk- fall frá deginum í dag að telja með viku fyrirvara. STJÓRNIN hefur þó ekki fengið verkfallsheimild ennþá frá fun'di í félaginu eins og venja er og er óráðið livenær það verður, sagði Pétur Stefáns- son, formaður Prentarafélags- ins í gær.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.