Þjóðviljinn - 01.10.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
ÞJðÐVILJINN
Pimmtudagur 1. október 1964
Otgeíandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn —
Kitstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófeson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði.
ffagstæð viðskipti
í forystugreín Vísis á þriöjudaginn var enn sem fyrr
hamrað á þeirri fullyrð'ingu aö vörur frá Austur-Evrópu-
löndunum séu lélegri en vörur annars staðar frá og Aust-
ur-Evrópuþjóðir greiði lægra verð fyrir íslenzkar vörur
en hægt er að fá á heimsmarkaöi. Hér skulu nefnd nokk-
ur dæmi sem augíjóslega sýna að þessar fullyrðingar rit-
stjöra Vísis eru úr lausu lofti gripnar.
Hraðfrystur fiskur hefur í mörg ár verið seldur á hœrra
verði til Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalands en til ann-
arra landa, þegar miðað er við fisktegundir, pökkun og
gœði. Þessar staðreyndir hafa margsinnis komiö fram
opinberlega. Verð á hraðfrystum fiski og síld til Sovét-
ríkjanna hefur líka verið mjög hagstætt flest árin, þegar
tekið er tillit til þess hve mikiö magn er selt í einu og
greiðslan hefur komið fljótt. Þá er það al'kunna að Aust-
ur-Evrópulöndin hafa yfirleitt greitt 15—25% hærra verð
en flest önnur lönd fyrir fiski- og síldarmjöl.
0g hvemig hefur verðiö veriö á vörum þeim sem fslend-
ingar kaupa frá þessum löndum? Stærstu kaupin eru
olíukaupin frá Sovétríkjunum. Um það verður varla deilt
að um nokkurt skeið hefur verðið á olíunni frá Sovétríkj-
unum verið talsvert undir því verði sem olíufélögin er
við skiptum við áður hafa háldið uppi. Þannig hafa olíu-
viðskiptin viö Sovétríkin verið okkur mjög hagstæð. Þess
má geta að fyrir stuttu sendu samtök íslenzkra iðnrek-
enda frá sér sérstaka uffikVörtun til stjórnarValdáiina tiffi
að verð á tilbúnum fatnaði frá Austur-Evrópulöndunum
v^ri svo lágt að ómögulegt væri fyrir íslenzka framleiðslu
að keppa við það. Ffamleiðendur þessir-fóru fram á að
ráðstafanir yrðu gerðar til þess að þessi ódýri fatnaður
frá Póllandi og Tékkóslóvakíu yrði ekki fluttur til lands-
ins! Og hvaö um verðiö á fiskiskipunum frá Austur-
Þýzkalandi? Er þaö ekki viðurkennt af öllum sem til
þekkja, að verðið á skipunum þaðan hafi verið allmiklu
lœgra en frá öðrum löndum, sé tillit tekið til varahluta-
birgða sem fylgdu skipunum og efnisgæöa?
Mörg fleiri dæmi mætti nefna sem augljóslega afsanna
fullyrðingar ritstjóra Vísis um óhagstæð viðskipti íslend-
inga við lönd Austur-Evrópu. Sannleikurinn er sá, að
þegar á heildina er litið, þ.e.a.s. á útflutning og innflutn-
ig, hafa viðskipti íslands við löndin í Austur-Evrópu ver-
ið sérstaklega hagstœð. Hitt er svo annað mál, að íslenzk-
ir heildsalar hafa alltaf verið mótsnúnir viöskiptunum
við Austur-Evrópulöndin. Þeir hafa viljað halda sínum
gömlu og góðu umboðslaunum hjá gömlum viðskipta-
samböndum í Vestur-Evrópu.
K itstjóri Vísis heldur því fram aö ísléndingar eigi að
vísu að byggja upp fullkominn og afkastamikinn síldar-
iðnað sem byggi á niðurlagningu og niðursuðu, en að
slíkt verði að gerast með þeim hætti að markaðir finnist
fyrir framleiðsluna í Vestur-Evrópu og Ameríku. Veit rit-
stjóri Vísis ekkert um hvað verið hefur að gerast að und-
anfömu í þessari framleiðslugrein? Sú takmarkaöa fram-
leiðslugeta sem nú er til í landinu í þessum efnum hefur
ekki verið notuð nema til hálfs, vegna þess að markaðir
hafa ekki fengizt. Það sem framleitt hefur verið af niður-
suðu- og niðurlagningarvörum og flutt hefur verið út,
hefur aðallega verið selt til Tékkóslóvakíu og Sovétríkj-
anna.
N iðursuðuverksmiðja ríkisins á Siglufirði hafði gjörsam-
lega stöðvazt vegna þess að ekki hafði tekizt að finna
markaði fyrir framleiðsluna í Vestur-Evrópu og Ameríku.
Auðvitað er sjál'fsagt að notfæra sér alla góða markaöi
og ekki síður í Ameríku en annars staðar. En nú er vitað
að hægt er að fá mikinn markað í Sovétríkjunum fyrir
þessar framleiðsluvörur. Þá er aðeins spurningin: Á að
notfœra þá möguleika, eða eiga pólitískir fordómar að
koma í veg fyrir hagstœð viðskipti?
UU STARFSCMIHÚSNÆB-
ISMÁLASTOFNUNARINNAR
Eggert G. Þorsteinsson,
formaður Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins, flutti í
fréttaauká útvarpsins sl.
mánudag stutt erindi um
starfsemi stofnunarinnar-
Þar sem margt það sem
drepið var á í erindinu er
nú mjög rætt manna á
meðal þykir Þ'jóðviljanum
rétt að birta það í heild,
með leyfi höfundar.
Húsnæðismálastjórn lauk
endanlega við þá fjárhæstu
lánveitingu, sem ennþá hefur
átt sér 'stað í starfi stofnunar-
innar, um mánaðamótin júlí-
ágúst s.l. eða á kr. 100 miljón-
um — eitt hundrað miljónum
króna.
Þetta þykir að sjálfsögðu
mikil fjárhæð og er það, þótt
ennþá sé sá hópur lánsum-
sækjenda of stór, sem er með
lánshæfar umsóknir en enga
úrlausn fengu að þessu sinni,
þrátt fyrir að rúmlega 1500
lánsumsækjendur fengju þá
einhverja, en mismunandi
mikla úrlausn. I mörgum
byggðarlögum úti á lands-
byggðinni, var lögmætri láns-
fjárþörf nú fullnægt í fyrsta
sinni. Hér í þéttbýlinu sunn-
an lands og suðvestan lands,
þar sem íbúðabyggingar eru
mestar eru einnig ennþá flest-
ar ófullnægjandi lánsumsóknir.
Fjáröflun til síðustu lánveit-
ingar gerði, Félagsmálaráðu-
neytið f.h. ríkisstjómarinnar
mö'gtrlegn, með sérstökum
samningi við Seðlabankann,
svo- sem áður hefur verið frá
skýrt. Hinar nýju tekjuöflun-
arleiðir, sem nú hefur verið
samið um, að lokinni endur-
skoðun húsnæðismálastjómar.
á lögum um stofnunina, hafa
að sjálfsögðu ennþá ekki gefið
tekjur, sem neinu nemur og af
þeim ástæðum var lántaka hjá
Seðlabankanum, fyrir þessa
lánveitingu, algjör undirstaða
og forsenda fyrir sjálfri lán-
veitingunni.
I kiölfar umræddra tillagna
húsnæðismálastjórnar -og hins
víðtæka ,.júm'samkomulags“
hefur nú verið algjörlega brot-
ið í blað um öflun fastra
tekna Húsnæðismálastofnun-
arinnar, til íbúðalána. Þannig
að ætla má, að allt lánveit-
ingastarfið geti í framtíðinni
orðið 1 fastari skorðum og þar
með dregið úr hinni nagandi
óvissu lánsumsækjenda, um
hvenær að þeim komi um lán-
veitingu.
Athugið vel öll skilyrði
Þar sem sífellt er um nýja
lánsumsækjendur að ræða. því
velflestir einstaklingar byggja
ekki íbúðir oft á ævi sinni, er
eðlilegt að ýmiskonar misskiln-
ings gæti hjá umsækjendum
um þær skyldur, er þeir verða
að uppfylla, til að geta komið
til greina við lánsvetingar. Of
oft kemur það t.d. fyrir að
umsækjendur missi hreinlega af
lánveitingum, vegna þeirra yf-
irsjóna, að hafa ekki kynnt sér
nægjanlega vel öll atriði, er
máli skipta. Fullkomin ástæða
er því til að brýna enn einu
sinni fyrir öllum lánsumsækj-
endum að kynna sér til hlítar
hvaða gögn er nauðsynlegt að
láta fylgja lánsumsóknum og
að svara greiðlega öllum bréf-
legum fyrirspurnum stofnunar-
innar meðan lánshæfni um-
sóknarinnar er á frumstigi.
Til að lánsumsókn geti hlot-
ið staðfestingu um lánshæfni,
verða öll gögn að berast áður
en framkvæmdir hefjast. eða
kaup eru gerð. Vottorð um að
hús (eða íbúðir) séu orðin fok-
heid eru t.d. algjör forsenda
fyrir því, að koma til greina
við sjálfa lánveitinguna. Upp-
fylli umsækjendur ekki þessi
skilyrði. missa þeir af láns-
möguleikum.
Hvaða hámarkslán er í gildi?
Frá því er „júní-samkomu-
lagið“ milli launtaka og at-
vinnurekenda annarsvegar og
ríkisstjómarinnar, var birt op-
inberlega, hefur þess gætt í
vaxandi mæli, að margir telja,
að ýmis atriði samkomulagsins
hafi nú þegar hlotið lagastað-
festingu og séu komin til fram-
kvæmda. Hér er um alvarlegan
misskilning að ræða, sem
nauðsynlegt er að leiðrétta nú
þegar, en hér á ég sérstaklega
við húsnæðismálakafla sam-
komulagsins.
Lánakjörin sjálf þ.e. vextir
og fyrirkomulag afborgana,
hafa þegar tekið gildi með
lækkun vaxta úr 8% í 4% og
eru nú jafnframt og með síð-
ustu lánveitingu, afborgunar-
laus fyrsta árið, .sem velflest-
um er fjárhagslega erfiðasta
tímabilið þ.e. það árið, sem
flestir eru að flytja inn í hið
nýja húsnæði.
Til þessarar lánskjarabreyt-
ingar, þurfti ekki lagabreyt-
ingu, þar sem heimild var til
hennar í gildandi löggjöf og sú
heimild var notuð, með fyrr-
greindum niðurstöðum.
Margir telja. að með þessari
breytingu hafi jafnframt tekið
gildi hin boðaða hækkun há-
markslána úr kr. 150.000,00 í
kr. 280.000,00 á íbúð. Þar kem-
ur fram alvarlegasti misskiln-
tngurinn. Hér þarf til að koma
breyting á gildandi lögum, og
samkvæmt hinu margnefnda
„júnísamkomulagi" er þeirri
lagabreytingu ekki lofað fyrr
en um næstu áramót.
I dag verður því ekki sagt,'
hver einstök ákvæði hinna
boðuðu laga verða, fyrr en þau
hafa tekið gildi og nauðsynleg
reglugerðarákvæði um fram-
kvæmd laganna hafa verið
sett, en svo sem fyrr er sagt,
er lagasetningu þessari ekki
lofað, fyrr en um næstu ára-
mót.
Við umræður um þessi mál í
Húsnæðismálastjóm 29. júlí s.l.
var samhljóða samþykkt eftir-
farandi tillaga:
„Að marggefnu tilefni vill
Húsnæðismálastjórn taka fram
að ennþá eru í gildi lög um
150.000.00 kr. hámarkslán til í
búða og ekki verður á þessu
stigi sagt hvenær gildistaka
boðaðrar lagasetningar um ný
hámarkslán á sér stað.“
Meðan einstök ákvæði vænt-
anlegrar lagasetningar eru ekki
kunn og hafa ekki tekið gildi,
er því ástæða til að aðvara
húsbyggjendur um að reikna
ekki nú þegar með hinni vænt-
anlegu hækkun hámarkslána
og alls ekki fyrr en einstök á-
kvæði þeirra lagasetningar og
reglugerða verða fullkomlega
kunn og ljós.
Hvað þarf aö kynna scr?
Fjölmargir lánsumsækjendur
gæta þess ekki að sanna rétt
sinn til þeirrar hækkunar lána,
sem ákveðin var á íbúðir í
þeim húsum, sem grunnplata
(botnplata) var steypt eftir 1.
ágúst 1961 þ.o. þegar hámarks-
lán voru hækkuð úr kr.
100.000,00 í kr. 150.000,00. en til
að öðlast þennan rétt, þurfa
um^ækjendur að sanna með
vottorði byggingarfulltrúa (eða
oddvita) að umræddar fram-
kvæmdir hafi átt sér stað eft-
ir 1. ágúst 1961, ásamt sér-
stakri viðbótarlánsumsókn.
Sjáist umsækjandanum yfir
að sanna þennan rétt, með
slíku vottorði nær þeirra réttur
aðeins til hins eldra hámarks-
láns kr. 100.000,00.
Vegna fjölmargra fyrir-
spuma vil ég skýra frá því
að ríkisstjórnin hefur haft til
athugunar breytingar á lögum
um verkamannabústaði og hef-
ur þegar ákveðið að frumv. um
það efni verði lagt fram á al-
þingi því sem hefst innan fárra
daga. Þær breytingar sem á
lögunum kunna að verða gerð-
ar, komi því til kasta Alþingis
á hausti komanda. Fyrr en Al-
þingi hefur um málið fjallað
og endanlega afgreitt það,
verður því ekki sagt um ný á-
kvæði laganna.
★
Að lokum vil ég svo leyfa
mér að ítreka það, sem fólst
í auglýsingu frá Húsnæðis-
málastofnuninni í nóvember sl.
svohljóðandi:
1. Frá 1. janúar 1964 verða
allar umsóknir um íbúðalán að
hafa hlotið samþykki húsnæð-
ismálastofnunarinnar, áður en
Fóík vantar ti/
frystihússtarfa
FÍSKUR hJ.
Hafnarfirði. — Sími 50-993.
Hefopnað lækningastofu
að Klapparstíg 25—27. Viðtalstími daglega kl. 5—6
e.h. nema laugardaga, 10—10,30 og eftir samkomu-
lagi. Viðtalsbeiðni í skrifstofusíma 19824 kl. 9—11,30
fh. Símaviðtal daglega kl. 11—11.30 f.h.
SÉRGREIN: BARNASJÚKDÓMAR.
Geir H. Þorsteinsson, læknir.
Nauðungaruppboð
á vörubirgðum þrotabús verzlunarinnar Sigrún,
fer fram í Góðtemplarahúsinu Suðurgötu 7, Hafn-
arfirði föstudaginn 2. okt. n.k. og hefst kl- 14,30.
Selt verður allskonar bama- og kvenfatnaður svo
sem kápur, kjólar, undirfatnaður, stretchbuxur,
peysur og pils. Ennfremur töskur, snyrtivörur,
regnhlífar og margt fleira.
Greiðsla við hamarshögg
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Ballettskóli
Katrínar GuCiónsdóttur
Lindargötu 9 — (áður Laugavegi 31).
tekur til starfa í byrjun október.
Kennt verður; ballett í barna- og unglingaflokkum.
Einnig dömuflokkar fyrir konur á öllum aldri.
Innritun daglega í sima 1-88-42 frá kl. 3—7 e.h.
framkvæmdir við byggingu
hússins eru hafnar og afrit af
teikningu (í tvíriti) þess, sam-
þykkt gf viðkomandi bygging-
aryfirvöldum, að hafaáðurver-
ið viðurkennt með stimpli og
uppáskrift stofnunarinnar.
2. Þeir umsækjendur um lán
er hafa í hyggju að kaupa í-
búðir í húsum, sem eru í smíð-
um, verða á sania hátt að
tryggja sér samþykki húsnæð-
ismálastofnunarinnar áður en
gengið er frá kaupunum.
Með því að umsækjendur
kynni sér nákvæmlega öll þau
atriði er máli skipta, áður en
nokkrar framkvæmdir eru
hafnar eða kaup gerð, má á-
reiðanlega losna við hvimleið-
ar frávísanir umsókna, og e.t.v.
fjárhagslegt tjón umsækjenda,
m.a, vegna umsókna út á íbúð-
ir. sem ekki hafa hlotið sam-
þykki viðkomandi byggingaryf-
irvalda, en það er ein af for-
sendum fyrir lánshæfni um-
sókna.