Þjóðviljinn - 02.10.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1964, Blaðsíða 2
\ 2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN í skammdeginu liggur „Gullfoss“ ljósum prýddur í Reykjavíkurhöfn. Vetrarlerðir Gullfoss hef jast 30. október n.k: Nýlega komu út áætlanir um ferðir m.s. „Gullfoss“ í vetur og á næsta ári. Samkvæmt á- ætlunum verða ferðir skipsins með líkum hætti í vetur og und- anfarna tvo vetur. Fargjöld verða lækkuð verulega mánuð- ina nóvember til marz þ.e.a.s. í 3 ferðum fyrir áramót og 5 ferðum eftir áramót. Á þessu tímabili er innifalin í fargjald- inu gisting um borð í skipinu og morgun- og hádegisverður meðan staðið er við í Kaup- mannahöfn fyrir þá farþega sem ferðast með skipinu fram og til baka. Þá verða skipulagðar ferð- , _ Æ SKIPAUTGCRB RIKiSINSl M.S. HEKLA. M.s Hekla fer vestur um land 8. þm. Vörumótttaka árdegis á laugardag og mánudag til Pat- reksfjarðar, Suðureyrar, Isa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar, Húsavíkur og Raufarhafnar. Farseðlar seldir á miðvikudag. ir um Kaupmannahöfn og 'Sjá- Iánd, meðan skipið stendur við í Kaupmannahöfn, fyrir þá far- þega sem þess óska. Fyrir- komulag þetta hefur verið reynt tvo undanfarna vetur við vax- andi vinsældir og er nú þegar nær útselt í 1, ferðina frá Rvík 3Ó. 10. f öðrum vetrarferðum eru farmiðar ennþá til. Til nýbreytni í vetrarferðum má telja að í desember verður farin ein aukaferð til Kaup- mannahafnar og Leith, jólaferð, sem ekki hefur verið farin áður. Verður brottför frá Reykjavík í þeirri ferð hinn 11. desember og komið aftur til Reykjavíkur á 2. jóladag. Er allmikið búið að selja af farmiðum í þessa ferð. Næsta sumar verður ferðum m.s. „Gullfoss" hagað á sama hátt og undanfarin sumur og verða alls 11 ferðir, sem byrja með brottför frá Kaupmanna- höfn hinn 8. maí og frá Reykja- vík hinn' 15. maí. Verða ferðirn- ar hálfsmánaðarlega, sinn hvorn laugardaginn frá Reykjavík og Kaupmannahöfn með viðkomu í Leith í báðum leiðum. Er byrj- að að taka á móti farpöntunum í þessar ferðir. Vegna mikillar eftirspurnar eftir farmiðum með „Gullfoss" yfir sumarmánuðina hefur orðið að synja mörgum um farmiða með skipinu, eftir að öllum far- þegarúmum hefur verið lofað löngu fyrirfram. Síðan hafa hins vegar viljað verða allmikil brögð að því að pantaðra far- miða hafi ekki verið vitjað eða farpantanir afturkallaðar með það skömmum fyrirvara að ekki hefur reynzt unnt að láta far- miðana eftir öðrum, sem synjað hefur verið um farþegarúm og skráðir eru á biðlista. Sá háttur hefur verið tekinn upp, að þeir seim óska eftir að fá farmiða tekna frá löngu fyrirfram, greiða kr. 500,00 upp í andvirði farmiða og leysa hann út að fullu eigi síðar en 30 dögum fyrir brottför. Er þess vaónzt að þetta fyrirkomulag tryggi það að engum verði synjað um far- þegarúm, sem síðan yrði svo ó- notað. Breytingar hafa ekki orðið á verði farmiða. Fegursti garður Hafnarfjarðar Eins og undanfarin ár gekkst Fegrunarfélag Hafnarfjaróar fyrir skoðun trjá- og blóma- garða í bænum. Þrátt fyrir óhagstætt tiðar- far I sumar eru margir garð- ar í bænum smekklegir en þó bera þeir garðar af, sem feng- ið hafa viðurkenningu Fegrun- arfélagsins á fyrri érum. Dómnefnd hefur að þessu sinni valið garðinn að Kirkju- vegi 4. í eigu Jóhönnu Tryggva- dóttur og Jónasar Bjarnasonar, sem fegursta garð bæjarins 1964. Vakti sá garður sérstaka athygli nefndarinnar fyrir það, að bömin fá að vera í garð- inum óáreitt og jafnvel böm úr nágrenninu V;ðurkenningu hlutu garð- arnir, fyrir vesturbæ: Hellis- gata 1, eign Odds Hannessonar. Fyrir miðbæ: Erluhraun 8, í eign Bjöms Sveinbjömssonar og frúar og fyrir austurbæ: öiduslóð 9, eign Sveins Þórð- arsonar og frúar. Var dómnefndin hrifin af hinum mörgu lóðum sem eru í uppsiglvngu I bænum og lof- ar það góðu með fegrun bæj- arins. Dómnefndina skipuðu garð- yrkjumennimir Jónas. Sig. Jónasson Sólvangi, Björn Kristófersson Skipholti 12, R- vík og Kristján Jónsson. 30 þús. kr. gjöf til Fríkirkjunnar Fríkirkjusöfnuðinum barst fyrir fáum dögum 30 þúsund króna gjöf til minningar um aldarafmæli hjónanna Dag- finns Bjöms Jónssonar .sjó- manns og koriu hans Halldóru Elíasdóttur, en þau voru með- al stofnenda safnaðarins. Gef- endur eru böm þeirra hjóna: Elías, Einar, Ólafur, Guðmund- ur, Sigríður og Sesselja. Verð- ur gjöfinni varið til fegrunar á kirkjunni. Kafbátur í netið Kafbátur hefur nýlega vald- ið miklu veiðarfæratjóni hjá færeyskum síldarbát sem var að veiðum á hafinu milli Fær- eyja og íslands, og er tjónið metið á um 60 þúsund krón- ur. Ekki er vitað með vissu, hvort það var heldur kafbát- ur frá Nató eða Sovétríkjun- um, sem skaðanum olli. Föstudagur 2. október 1964 Starfsfólk vantar Flakara og pökkunarstúlkur vantar í frysti- húsið Hvammur, Kópavogi. Upplýsingar í síma 41868 og 36286. I Sveinafélag pípulagningarmanna ákveðið hefur verið að hafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kosningu fulltrúa félagsins á þing Al- Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félagsins fyrir kl. 20 — 5. þ.m. Stjórnin. Iðnskólinn í Reykjavík Bakaranám — Forskóli Verklegt forskólanám í bakaraiðn hefst 1 Iðnskól- anum í Reykjavik hinn 15. október. Umsóknir um námsvist þurfa að berast fyrir 10. október. Umsóknareyðublöð fyrir námsvist og nánari upp- lýsingar verða látnar í té í skrifstofu skólans til 10. október, á venjulegum skrifstofutíma. Iðnskólinn í Reykjavík. Landssamband Bakarameistara. Félk vantar til frystihússtarfa FISKUR h.f. Hafnarfirði. — Sími 50-993. VINNINGAR Trabantbifreið (station- gerð) verðmæti 82.000 • 20 vinn- inga»* vöruútekt á kr. 2.000 hver arð- mæti 40.000 • 31 vinningur vöruút- tekt á 1.000 kr. hver að verðmætí 31.000 krónur Afgreiðsla happdrættisins er á Týs- götu 3. Sími 17514. Opið 9-12 og 1-6 • takmarkið er að selja alla miðana • styðjið ykkar eigið málgagn • ger- ið skil sem fyrst Dregib 5. oktober Opið til U. 10 í kvöid 3. FLOKKUR HAP PDRÆTTI ÞJODVI LJANS 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.