Þjóðviljinn - 02.10.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.10.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJðÐVILJINN Föstudagur 2. október 1964 ANDRÉ BJERf CE: EIM- HYRNINGURIN! N in andvarpaði líka. Og skonnort- an hans liggur ferðbúin í Kristj- aníu .... Ó, Ellen Agneta., sástu þau dansa tangóinn? — Já, Henríetta María, ég sá þau. Assessorsfrúin laut áfram eins og hún væri að dylja sorg sína Það er synd og skömm — já, synd og skömm að hann skuli þurfa að fara. — Já. það má nú segja — fyr- ir fegurðina hennar frú Hamel. Og þær skiptust á augnaráð- um sem bjuggu yfir reynslu og skilningi allrar kvenþjóðarinnar. Eftir dimmum ganginum kom ung kona trítlandi á mjúkum il- skóm. Hún hafði dregið af sér háu samkvæmishanzkana; með annarri hendi hélt hún uppi slóðanum á samkvæmiskjólnum, í hinni hélt hún á postulínsskál. Á öxlunum bar hún þykkt sjal til þess að óhreinka ekki gulu skykkjuna. En þessar byrðar virtust ekki íþyngja henni; hún hrejríði sig hljóðlaust og létt eins og hún kæmi varla við ið. Á einum stað beygði hún inn í þröng hliðargöng, hratt, skyndilega eins og skógardís í kjarri. Svo birtist hún aftur fram úr myrkrinu, snöggt, kvik- lega eins og mófugl. Og allan tímann skimaði hún eftir ein- hverju — uppi undir þaki. Loksins fann hún það sem hún leitaði að. Uppi í horni, þar sem gangurinn beygði homrétt. Hún setti stól út í homið og steig upp á hann. Og hún hvíslaði upp í homið: Þama ertu. Inni í netinu hékk köngulóin, stór og hreyfingarlaus. eins og hneta bakvið blað. Og allt í kring héngu aðrar hreyfingar- lausar skumir, minni og tómar, eins og hnetur sem búið er að éta kjamann úr. En stærsta hnet- an var lifandi, því að nú seig hún niður. á grönnum. hraðvax- andi stöngli .... Hún danglaði á eftir henni og hvæsti: Uss! Uss! Hún hvarf í skyndi inn í breiða sprungu. Srönn hönd tók um klístrugan vefinn, mjúklega, ákveðið, eins og hún værí að tína blóm. Hún tók allt sem uppi var. Skálin fylltist. Og frú Daphne brosti aftur — brosi, sem engin sá. Niðri í eldhúsinu stóð jám- pottur á stóru eldavélinni. Hvæsandi hljóð voru farin að heyrast úr honum og lokið hreyfðist. Petrína, 15 ára elda- stúlkan,. hafði lengi staðið pg gónt á þennan pott. Nú laut hún fram og greip í lokið. En sjálf matseljan stöðvaði hana. Þykk HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III h Oyfta j SfMI ? 46 16 P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa D 0 M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi - TJARNARSTOFAN. - Tjaraar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — OMaría Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama etað. og sterkleg hönd greip um úln- liðinn á henni. — Komdu ekki við þetta. Ég var búin að segja þér það. Aul- inn þinn! — Frúin sagði að við mættum ekki taka lokið af. Hrærðu í súkkulaðinu, heyriríh/ það! — En hvað er þetta þama í pottinum? — Vertu ekki að hugsa um það. Eldastúlkan gapti: Veiztu það ekki? __ Marta svaraði ekki. sjálf var hún agndofa. Þegar kammer- herrafrúin fer að sulla í eldhús- inu og bannar síðan matseljunni að líta ofaní pottinn, þá er það brot á reglum drottins. Marta hefði átt að velgja nokkrar vínflöskur. Petrína hefði átt að hræra í súkkulað- inu. Framreiðslustúlkan hefði átt að bera fram meira vín handa herrunum sem voru að spila pólskanpass í reyksalnum. En engin gerði það sem átti að gera. Þær stóðu í hálfhring kringum eldavélina og störðu á hinn hvæsandi leyndardóm úr jámi. I hliðarherberginu hafði hesta- strákur setið með tóma ölkollu; nú kom hann inn til að fá hana fyllta aftur. Hann stóð líka og góndi. Það sýður uppúr, hrópaði hann. Marta færði lokið varlega. svo að gufan slapp út. Hestastrákur- inn var kominn að eldavélirini; hann reyndi að gægjast niður í sjóðandi vökvann. Hún ýtti við honum: Ekki svona forvitinn! Komdu þér niður í kjallara og sæktu dálítið af þurrum viði! Hann gekk auðmjúkur að kjallaradyrunum. Skipanir Mörtu voru lög i eldhúsinu, jafnvel þegar ölþyrstur hestastrákur átti i hlut. — Hrærðu í súkkulaðinu! Marta var búin að jafna sig aft- ur. Og þú, letiblóðið þitt, flýttu þér með þessar flöskur inn í reyksalinn! Framreiðslustúlkan tifaði af stað með glamrandi bakka. Nú fyrst tók Petrína eftir því hvað stóð á eldhúsborðinu: Vín- flaska og ediksglas, skál með einhverju undarlegu dufti eða þráðum og ker með þykkum. rauðum vökva. — Köngulóarvefur og — blóð? stundi Petrína. — Kálfsblóð. já. En það á ekki að sjóða blóðið; það á að hella bví yfir á eftir. Matseljan reyndi að vera yfirlætisfull og örugg í fasi eins og stöðu hennar sæmdi. En það þurfti áreynslu til; hún átti í innri baráttu. Marta stóð annars báðum fót- um á jörðu niðri, þétt fyrir og bung í vigtina. En hún var ögn tileygð. Með hægra auganu horfði hún beint á staðreyndir virka dagsins: á steikarapönnur og sleifar piparpyssur og kardí- mommukrukkur. En vinstra aug- að skimaði til hiiðar eins og það væri að leita að einhverju öðru. Marta matselja var fædd í Norðurlöndum. Og all: frá Norðurlöndum hafa vinstra auga sem sér sitt af hverju. — En á þetta að vera einhvers konar matur eða hvað? hélt Petrína áfram. Hún stalst til að gægjast niður í pottinn andar- tak meðan Marta bograði yfir vínflöskunum. Almáttugur. Það er band oní pottinum. — Band?! Marta rétti ú'r sér og forvitnin náði yfirhöndinni. Hitt eðlið varð of sterkt. Hún gekk að eldavélinni. Framreiðslustúlkan var þegar komin aftur úr reyksalnum. Aldrei hafði hún verið röskari við að bera fram vín. Nú stóð hún fyrir aftan bredtt bakið á Mörtu, tvístígandi af eftirvænt- ingu: Gáðu hvað það er! Gáðu hvað það er! Marta tók lokið af með ein- beittri hreyfingu. Þvert yfir pottinn lá málmvír og í hann miðjan var bundinn þunnur silkiþráður. I honum hékk gul- hvítur hlutur sem dinglaði um í sjóðandi vökvanum. Petrína greip um hökuna: Það er tönn! — Tönn úr manni! hixtaði framreiðslustúlkan. Marta hörf- aði nokkur skref og signdi sig um leið. — Má ég spyrja, hvað verið er að matqpiða? sagði rödd aft- ast úr eldhúsinu. Það var ung- frú Matthildur sem kom inn rétt í þessu, nýja herbergisþernan sem frúin hafði ráðið fyrir nokkrum vikum. Hún var dálít- ið gráhærð, dálítið lotin og þreytuleg, með þykk gleraugu yfir nærsýnum augunum. En hún bar sig eins og hefðarfrú og talaði Kristjaníumál. Má ég spyrja, hvað verið er að mat- reiða? endurtók hún. — Sjáðu sjálf! Marta benti á pottinn. 4 Fröken Matthildur gekk nær. Hún varð að stinga höfðinu al- veg niður í gufuna til að geta greint hlutinn sem hringsnerist niðri í suðunni. Þegar hún sá hvað það var, rétti hún snöggt úr sér og þreifaði upp að háls- inum, fálmaði um barminn. Nistið, tautaði hún. Getur það verið? Ég verð að leita í her- berginu mínu. Og hún gekk rösklega útúr eldhúsinu. — Hér er ekki allt með feldu! sagði Marta og lagði alla þyngd sína í þessi orð. Vinstra augað horfði nú í allt aðra átt. Allt í einu lokaði hún augunum og rétti út hægri handlegginn, þannig að vísifingur og langa- töng bentu í gólfið. Og meðofsa- hraða. svo að varla skildist, en með ákveðnu hljófalli, þuldi hún: Dökkvir frá mér djöfla rakkar, dökkvir burtiu allir hrökkvi; dökkvir illir díkis bokkar, dökkvir niður um eilífð sökkvi. Falli niður fjandar illir, falli þeir fyrír Jesúm allir; falli sá, sem flestum spillir, falli hann til heljar stalla. Petrína hafði starað á hana opnum munni. Almáttugur — hvað ertu eiginlega að segja? — Vertu ekki að hugsa um það. Framreiðslustúlkan var aft- ur farin að glamra f glösum og flöskum til að heyra einhver viðkunnanlegri hljóð. Marta seg- ir svona, þegar það er eitthvað sem henni fellur ekki í geð. — Ég er sannarlega fegin að ég skulí ekki eiga héma heima. svo að ég þarf ekki að gista héma í nótt! Petrína mælti þetta af sanrifæringu. Hver er hún eiginlega þessi frú? Marta hafði dregið pottinn af hitanum og lagt lokið á aftur. Nú er það búið að sjóöa nóg. Svo sneri hún sér að hinum tveimur og sagði hátíðlega: Hún er ekki ættuð héðan, skal ég segja ykkur. Hún er útlend. — Það er sagt að hún hafi unnið við leikhús; þess vegna getur hún leikið fína frú, sagði framreiðslustúlkan og glamraði í glösum. En óhemjugangurinn í henni stundum. Hann er áreið- anlega ekki ofsæll. vesalings kammerherrann. — Kannski ,er hún sígauni? sagði Petrína. Hún er svo dular- full, rétt eins og .... Marta kinkaði kolli. Herberg- isþeman hefur séð undarlega glerkúlu í herberginu hennar .. Já, er það ekki? Síðustu orðun- um beindi hún að fröken Matt- hildi, sem kom nú inn aftur. Herbergisþeman var náföl í 'andliti og hendur hennar skulfu. 1 hægri hendi hélt hún á litlu nisti úr fílabeini og silfri. Það var opið — og tómt. — Mér datt það í hug, sagði hún hljómlausri röddu. Hún er horfin. — Horfin? Hver er horfin? spurði Marta. Hún var við öllu búin. — Hún var héma í nistinu — til minningar um bróður minn. Hann dó þegar hann var lítill drengur. — Tönnin?! hvíslaði Petrina og gaut augunum hræðslulega til dyra. Ég vil fara heim! — Nú veit ég hvað þau eru að gera þama uppi. Fröken Matt- hildur benti í æsingi í áttina að danssölunum. Þau eru að rjála við galdrabókina! Marta gaut vinstra auganu að jámpottinum. Dauðs manns tönn! Það hlýzt eitthvað skelfi- legt af þessu. Þetta kemur þeim í koll. Og aftur gerði hún merk- ið með tveim fingrum — til vamar gegn hinu illa. Herbergisþernan kreisti nistið í hendi sér. Þau em að rjála við galdrabókina — og hún hefur tekið þetta. — Hún — er — galdranom! sagði Marta og lagði áherzlu á hvert orð. Það heyrðist ferlegt brak við kjallaradymar. Allar fjórar sneru sér við í flýti. Þar stóð 16250 VINNINGAR! Fjorði hver miði vinnur að meðaltaii! Hæstu vínningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. CONSUL CORTINA bllalelga magnúsap skipholti 21 sfmap; 21190 ■ 2118S ^íaukur ^u&mundóóon HEIMASÍMI 21037 Sendisveinar ósknst Hafið samband við skrifstofuna, simi 17-500. VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KR0N " bÚÐIRNAR. Vöpu Heimilis Innbús Skipa Affla Veiðarffæra Giertryggingar Heímistrygging hentar yður TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRH : LINDARGATA 9 REYK3AVIK SlMI 21260 SÍMNEFNl , SU-RETY FERDIZT MED LANDSÝN • Selium farseðla með ffugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- stakkn^sferðir REYNCÐ VEÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/iV N D SV M -k TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVlS. UMBCÐ LOFTLEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.