Þjóðviljinn - 02.10.1964, Blaðsíða 6
SÍÐA
ÞJðÐVILJINN
Föstudagur 2. október 1964
VAR BLÓÐBAÐIÐ I
STOKKHÚLMI
LÖGFRÆÐILEGA RÉTT?
Vorið 1930 átti sér stað ein-
stæður atburður: Danskur
her undir stjórn Ottós Krump-
en hélt inn í Svíþjóð og lagði
landið undir sig. Ríkisstjórinn
Sten Sture yngri féll og það
var Stokkhólmur einn bæja
sem þraukaði unz Kristján II.
Danakonungur hét andstæðing-
um sínum fullri uppgjöf saka.
Fann var síðan krýndur í
Uppsalakirkju af Gústaf Trolle,
erkíbískupi.
Miðvikudaginn 7. nóvember
lagði svo erkibiskupinn fram
ákæruskjal gegn andstæðing-
um sínum í Sture-flokknum,
þar sem þeir eru sakaðir um
augljósa villutrú, það er að
segja kirkjuréttarlegan glæp,
sem veraldleg yfirvöld gátu
að sjálfsögðu ekki látið við-
gangast né látið sök niður
falla. Síðan hófust handtökur
og daginn eftir létu 14 sænsk-
ir prelátar (þar af aðeins einn
fæddur Dani) frá sér fara
skjal, nefnt Senten*en, þar
sem glæpir þeir er erkibisk-
upinn hafði nefnt í ákæru
sinni voru skilgreindir sem
villutrú. Böðullinn, Jörgen
Hochmut, hóf síðan starfa sinn.
Almennt hefur verið talið, að
Kristján II. hafi hér fram-
ið blóðugasta ódæðið á öllum
sínum ferli. Skömmu síðar
hrundi veldi hans í Svíþjóð i
rústir og velsmurð áróðursvél
Gústaf* Vasa lagði meginá-
herzlu á Blóðbaðið í Stokk-
hólmi, sbr. myndina sem
þessari grein fylgir. Og enginn
hvort heldur er Dani eða Svíi,
hefur reynt að efast um það,
að Blóðbaðið hafi verið höf-
uðglæpur.
Fasistasamtök
í BeUín
Fimm Belgíumenn, sem eru
meðlimir í fasteignasamtökun-
um „Jeune Europe” — Hin
unga Evrópa — hafa verið
leiddir fyrir rétt í bænum
Liege, sakaðir um vopnasöfn-
un, heræfingar og árásir á
stjórnmálaandstæðinga Fas-
istasamtök. þessi segjast hafa
náið samstarf við skoðana-
bræður sína í ellefu löndurn
og Suður-Afríku að auki.
Eg neita þvi að kalla
jörðina hnött lengur, Þetta
er tuðra.
(Angantýr Guðmundsson)
„Skylda" er það sem
maður ætlast til af öðrum.
íOscar Wilde).
Viljið þið vita, hvert okk-
ar leið liggur, þá lesið þið
„Faust“ og „Kommúnista-
ávarpið"
(Walter Ulbricht).
Viljir þú hygginn verða,
þá lestu sögur.
(Fáll Vídalín).
Hinsvegar hafa sagnfræðing-
ar fundið nýján deilugrund-
völl, nefnilega það, hver beri
ábyrgðina. Einnig hefur verið
um það deilt, að hve miklu
leyti formsatriði málsins geti
lögfræðilega staðizt.
Að ytra formi var Blóðbaðið
réttarhald, og þessvegna gerðu
menn, sér snemma ljóst, að
lög en þó einkum kirkjurétt-
ur hlyti að hafa úrslitaþýö-
ingu fyrir matið á þessum at-
burðum öllum. Nú síðast fyrir
níu árum komst sagnfræðing-
ur einn að þeirri niðurstöðu,
að „brotin gegn kanónískum
rétti séu mörg og freklega
gróf ’ — einkum vegna þess
að Sentensen, álit prelátanna
fjórtán, geti ekki skoðazt lög-
lega uppkveðinn dómur.
Danskur sagnfræðingur, Niels
Skyum-NIelsen aö nafni
hefur nú tekið þessi mál til
athugunar á ný. 1 ritdómi í
„Information”, sem hér er að
mestu stuðzt við, kemst rit-
dómarinn, Troels Dahlerup, að
þeirri niðurstöðu, að Skyum-
Nielsen hafi nú skýrt þetta
mál stórum betur en áður
hafi verið gert. Hann spyr: Úr
því að menn gjörðu sér það
ómak að dulbúa þessa árás
á stjómmálaandstæðinga sem
löglegt réttarhald, hversvegna
ekki að gera það þá sem bezt
og formléga rétt? Niðúrstaðán
og svarið verður það, að þetta
hafi einmitt átt sér stað. Við
rökstuðning þessarar niðurstöðu
beitir Skyum-Nielsen alþjóð-
legum kanónískum rétti og að
sögn ritdómarans óvenjulegri
bekkingu sinni á sænskum
kirkjurétti. Og að sögn hins^
danska sagnfræðings er það
eingöngu síðari tíma vanþekk-
ing, sem fengið hefur fræði-
menn til þess að álíta, að
formsatriði málsins hafi ekki
verið í fyllsta lagi.
Gangur málsins var í stuttu
máli þessi: Þegar Sten Sture
og fylgismenn hans sigruðu
Gústaf Trolle 1517, eyðilögðu
kastala hans og tóku hann
sjálfan til fanga, kallaði hann
og fylgismenn hans um leið
yfir sig bann samkvæmt gild-
andi kirkiurétti. (Síðar kom
svo páfihn í Róm og erkibisk-
up Dana á eftir). Jafnframt
þessu gerði Sture og meðreið-
arsveinar hans samsæri um að
setja erkibiskupinn frá emb-
ætti og standa saman gegn
hugsanlegum afskiptum páf-
an* af málinu. Þetta var að
minnsta kosti formlega séð,
nóg til þess, að samsæris-
mennirnir voru rækir úr hinni
heilögu aImennu kirkju og
orðnir villutrúarmenn um leið.
Það sem skeður í Stokkhólmi
er svo einfaldlega það, að
erkibiskupinn lætur konungi í
té lista yfir menn sem falln-
ir eru í bann og eðli afbrots-
ins samkvæmt réttdrægir und-
ir koonungsins svcrð. Ekki
eingöngu fyrir villutrú — það
hefði kostað lengri og ítarlegri
réttarhöld — heldur fyrir að
hafa í tæp þrjú ár setið í
banni án þess að gera yfirbót.
Erkibiskupinn hafði heldur
engan þátt átt í því að þeim
Sture-liðum var heitið sakar-
uppgjöf, en þvert á móti bar-
izt gegn því með oddi og egg.
Nú vissi það öll alþýða
manna; að Sten Sture hafði
ásamt mönnum sínum gerzt
„sekur” um áðumefndar að-
gerðir gegn Gústaf Troile. Þar
við bættist, að ekkja Stens
Sture lagði fram híð fræga
Samsærisbréf frá 1517. Að
dómurinn fór formlega að
öllu rétt sést á því, að einn
hinna ákærðu, Han* Brask
biskup, fékk leyfi til að
verja mál sitt, hann hélt því
fram að hann hefði skrifað®"
nauðugur undir Samsærisbréf-
ið og var sýknaður. Dómstóll-
inn þurfti ekki teljandi tíma
til þess að dæma sakborning-
ana, hér var eingöngu um
kirkjunnar rétt að ræða og
veraldlegur dómstóll gat þar
hvergi nærri komið. Og dóm-
endumir voru allir helztu
embættismenn sænsku kirkj-
unnar.
Höfundur þessarar bókar,
hún nefnist „Blodbadet í
Stockholm og dets juridiske
Maskering“, kemst þannig að
þeirri niðurstöðu, að hinir
sakfelldu hafi verið dæmdir
réttilega samkvæmt gildandi
réttarreglum þeirra tíma, og
skipti ekki máli 1 því sam-
bandi, hvort þær réttarvenjur
samrýmist réttarvitund vorra
daga. Og ritdómarinn í „In-
formation” kemst að þeirri
niðurstöðu, að það furðulega
við málið sé það, að Kristjáni
II skuli taka&t að leggja að
velli mótstöðumenn sína með
því að gefa þeim að sök af-
brot, sem eftir sænskum rétti
verði að skoðast sem glæpir.
Hitt er svo annað mál, hve
skynsamlegt það var af kon-
ungi að neyta þess færis.
Eftir er svo enn spumingin
um ábyrgff og sök og hér
Framhald á 9. síðu.
K
„Eftir að hafa setið góða veizlu konungs voru boðsgestir gripnir og þeim stungið í svartholið“. —
Þannig hefst textinn að tréskurðarmyndum þeim, er Gústaf Vasa lét gera í Antwerpen 1524.
SANNUR VINUR 1 RAUN
Eim hefur þó áhuga
á kommánistunum!
Sú staffreynd, að kommún-
istar unnu aðcins lítillega á
viff afstaðnar kosningar og
hlutu því ekki fulltrúa á
þingi hcfur að sjálfsögðu vak-
ið óblandna ánægju hjá öll-
um andkommúnistum allt frá
firmanu A. Larsen & Co. til
hinna afturhaldsömustu afla
— þeirra á meðal er borgara-
blaffið „Information”.
Þessi ánægja Iýsti m. a. útúr
grein, sem Holmgárd ritstjóri
skrifaði cftir kosningarnar og
lýsti álti sinu á ástandinu og
horfum kommúnistanna eftir
kosningarnar . . .
Ritstjórinn hafði ekkert nýtt
fram að færa. Hann gat aðeins
endurtekið það, sem hefur svo
oftlega frá ritvél hans komið.
Það hlýtur að líða senn að
því, að ritvélin þurfi ekki á
ritstjórahjálp að halda við að
skrifa greinamar. Samkvæmt
ritvél ritstjórans eru komm-
únistar kredduþrælar sem
þramma í humátt á eftir
Moskvu og enginn tekur þá
hátíðlega lengur.
Þetta hefur maður nú raun-
ar heyrt áður.
Þessvegna komum við því
ekki inn i kredduhausinn,
hversvegna andstæðingamir
skuli halda áfram að ganga af
okkur dauðum eins og þeir
hafa nú dundað sér við í meir
en mannsaldur.
Einnig „Information”.
Þegar innanflokksdeiiurnar
stóðu sem hæst 1958 og end-
uðú með ósigri „revisjónist-
anna” tilkynnti „Information”
hátíðlega daginn eftir að
flokksþingi lauk, að nú hefði
enginn áhuga á því lengur
hvað maður segði, skrifaði
eða gerði í „Þvergötu drottn-
ingarinnar”.
-4>
Churchill ætiaði að loka
Niels Bohr inni árið 1942
Danski vísindamaðurinn Ni-
els Bohr reyndi árið 1942 að
sannfæra Churchill um það,
að Sovétríkin og aðrir Banda-
menn yrðu að fá hlutdeild að
kjarnorkulcyndarmálinu, svo
unnt yrði að lcggja grundvöll-
inn að gagnkvæmu cftirliti og
trausti aff stríöinu Ioknu. En
til þcss var Churchill ófáan-
legur. Þaff er skjalavörðurinn
Margaret Gowing, scm skýrir
frá þessu í hinni opinbcru
sögu sinni um starfsemi cnsku
kjarnorkumálanefndarinnar í
heimstyrjöldinni síðari.
Þeir Churchill og Bohr áttu
fund með sér um þessi efni,
en forsætisráðherrann var i
miður góðu skapi þann dag-
inn, og mikið af tímanum
notaði hann til þess að ræða
alger aukaatriði við vísindr
ráðgjafa sinn, Cherwell M
varð.
Málið var síðar tekið upp
fundi þeirra Churchills
Roosvelts í New Yoork, og t
neituðu þeir þvi með öllu a
láta öðrum í té aðgang a
kjarnorkunni. Það voru hvr
þá annað gerðar ráðstafar
til að hindra það. að Bc'
..talaði af sér”.
Þegar Churchill var hei-
kominn sagði hann við Chc
well: „Það verður að loka Bc'
inni eða gera honum a'
minnsta kosti skiljanlegt, a?
hann er á góffri leið með afl
fremja lífshættulegan glæp”
< '
í ;■;■, ■■■ ■■
Niels Bohr
Wiuston Churchill
Cherwell hélt hinsvegar uppi
vörnum fyrir Bohr, sem hafði
skýrt enskum yfirvöldum frá
þvi, að honum hefði. borizt
boð um að heimsækja Ráð-
stjómarríkin. Það var svo á-
kveðið að honum skyldi leyft
að þiggja boðið.
Churchili stakk einnig upp
á því, að franski kjarnorku-
vísindamaðurinn Frédéric Jol-
iot-Curie, sem í byrjun stríðs
hafði sent allt sem Frakkland
átti til af þungavatni yfir til
Englands, yrffi Iátinn undir
Iás og slá.
En hann slapp cinnig við
fangelsi.
Orsök þessarar afstöðu hins
enska forsætisráðherra er vafa-
laust sú, að samvinna Eng-
lendinga og Bandaríkjamanna
um kjarnorkurannsóknir hafði
verið rofin um árabil, og báð-
ir aðilar vöru fullir tortryggni.
Englendiingar skildu ekki hve
víðtækt var rannsóknarstarf
Bandaríkjanna, og Bandaríkja-
menn skildu ekki úrslitaþýð-
mgu hnna ensku rannsókna.
-rfr
Það voru Englendingar, sem
ftir níu mánaða starf dag og
iótt færðu sönnur á það, að
‘era mátti kjarnorkusprengju,
n hefðu Englendingar átt að
'nna vinnuna af hendi, hefði
nrengjr.n sennilega ekki verið
’erð fyrr en löngu eftir að
stríðinu lauk, segir í bókinni.
„Information” hafði heldur
engan áhuga fyrir okkur —
næstu átta daga. En hægt og
örugglega' vaknaði áhuginn á
ný og hélt áfram að aukast
fram að kosningunum 1960.
Einkum og sér í lagi tók „In-
formation” sinn drjúga þátt í
því í kosningabaráttunni að
auglýsa SF og skaða kommún-
istana.
Eftir kosningarnar tilkynnti
„Intormation” svo aftur, að
með því að kommúnistar væru
nú dottnir út af þingi væri
hlutverki þeirra algjörlega
og endanlega lokið — enginn
hefði áhuga á þeim lengur.
Það leið þó ekki á löngu áð-
ur en „Information” rámaði
aftur í það að til væru komm-
únistar, einkum ef blaðið hélt
sig geta unnið okkur tjón með
undirferli og lygum — allt eft-
ir því sem innbætið lýsir sér
á þeim bæ.
í gær fengum við svo að
vita — í þriðja sinn — að
enginn taki kommúnista hátíð-
lega lengur, hvað þeir segi,
skrifi eða geri .
Við »cgjum þaff eins og það
er: Við erum hættir að trúa
Holmgárd!
En hvað á aumingja mað-
urinn að gera? Hann missir
atvinnuna haldi hann ekki á-
fram aff skrifa um kommúnist-
ana, og fer á vonarvöl.
Eitt er þó öruggt í völtum
heimi: Greinarnar hans Holm-
gárds í „Information”. Þótt
allir affrir bregðist höfum við
Framhald á 9. síðu.
Nú eru góð ráð dýr.
Eins og annað!
(Salon Gahlin).
í
I
I