Þjóðviljinn - 06.10.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 06.10.1964, Page 1
DimUINN Þriðjudagur 6. október 1964 — 29. árgangur — 226. tölublað. VINSTRISIGUR ÍFINNLANDI? ■ Þegar blaðið íór í prentun á miðnætti sl. voru ekki kunn nema að litlu leyti úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Finnlandi, en svo mikið virt- ist þó ljóst, að straumurinn lægi þar greinilega til vinstri, og höfðu borgaraflokkarnir misst meirihluta sinn í fjöl- mörgum kjördæmum. Það eru einkum Sósíaldemókratar sem vinna á, en Alþýðubandalag- ið finnska hefur einnig styrkt aðstöðu sína verulega. Hins- vegar hafa vinstrisósíalistar tapað. Þess ber að gæta, að þetta eru úrslit úr aðeins 150 kjördæmum af um 500. MIKIL SLYSAHELGI Á SEYÐISFIRÐI DRÁTTUR FÓR FRÁM í GÆR -fcj Dráttur í 3. flokki Happdrættis Þjóðviljans fór fram í gær en vegna þess að enn hafa ekki bor- izt skil utan af landi verð- ur ekki hægt að birta núm- erin fyrr en um helgi. Þeir sem eiga eftir að gera skil hér í bænum eru beðnir að koma þeim til okkar í dag. Skrifstofan verður opin kl. 9—12 og 1—6 e. h. ■JK Deildasamkeppnin mun verða birt í fyrramálið þar s«m ekki hefur unnizt tími til hjá skrifstofunni að reikna út stöðuna til birtingar í dag. KÍM minnist 15 ára afmælis Alþýðuveldisins Kína Kínversk-íslenzka menningar- félagið minnist 15 ára afmælis Alþýðuveldisins Kína n.k. föstu- dagskvöld með fundi í Tjarnar- kaffi (uppi). Gestur félagsins verður Yuan Lu-Iin menningarfulltrúi kín- verska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn, og mun hann halda erindi á fundinum. f för með honum er starfsmaður sendi- ráðsins Lin Hua, og mun hann túlka erindið. Sýndar verða kínverskar kvikmyndir. Maður beið bana, fjölmarg- ir slösuðust meira og minna ■ Mikil slysaalda var á Seyðisfirði um síðustu helgi og kom þar margt fólk við sögu. Aðfaranótt sunnudags valt jeppi með fimm mönnum í Fjfarðarheiði og slasaðist allt fólkið meira og minna og var lagt inn á sjúkrahús. Einn farþeginn lézt af sárum sín- um og var þá verið að flytja hann upp í flugvél á Egilsstöðum í gær, Hét hann Kristján Hallgrímsson, skipverji á Dalaröst NK- ■ Á laugardag var ekið á litla stúlku á Austurvegi og meiddist hún illa og á laugar- dagskvöld skullu saman tvær bifreiðar á sömu götu og slasaðist þar alvarlega raf- stöðvarstjórinn í Fjarðarseli. ■ Þá datt matsveinninn á Ólafi Magnússyni EA niður í vélarrými á hvalveiðibát á laugardagskvöld og var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús og fyrr um daginn var gerð leit að kokkinum á Snæfelli EA og fannst hann þó heill á húfi eftir sólarhrings- leit á Seyðisfirði. ■ Á laugardagskvöld var svo haldinn einhver voðalegasti dansleikur í manna minn- um j kaupstaðnum og logaði þar allt í allsherjarslagsmálum, og meiddist þar fjölda- margt fólk. Banaslys í Fjarðarheiði Aðfaranótt sunnudags valt jeppabifreið út af veginum nið- ur Fjarðarheiði í svokallaðri Gufufossbrekku og hafnaði bif- reiðin að lokum á hvolfi í brekkufætinum. Einn karlmað- ur og fjórar stúlkur voru í bif- reiðinni og var þetta fólk að koma af dansleik í samkomu- húsinu að Sleðbrjót í Jökulsár- hlíð. Allt þetta fólk slasaðist meira og minna og var lagt inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Þessir voru í bifreiðinni: Kristján Hall- grímsson, skipverji á Dalaröst NK, — gerð út frá Seyðisfirði, Jóna Kjartansdóttir frá Reykja- vík, Ólafía Jóhannsdóttir frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, — ók hún bílnum — og tvær Kjer- úlfssystur ofan af Fljótsdal, — Margrét og Jóna að nafni. Kristj- án var álitinn það mikið slas- aður að senda átti hann með farþegaflugvél frá Egilsstöðum klukkan fjögur í gær en hann SKYRSLUVÉLAR FÁ RAFMA GNSHEILA ■ Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar fengu í gær rafmagnsheila sem fyrirtækið hefur tekið á leigu hjá IBM-verksmiðjunum. Kom rafmagnsheilinn til landsins með Goðafossi og var honum skipað upp síðdegis í gær. Þjóðviiljin(n átti í gær tal við Bjama Jónasson, forstöðumann Skýrsluvéla og 6agði hann að það myndi taika um það bil vikutíma að s.etja rafmagns- heilan.n upp. Sagði hann að raf- magnsheilinn sameinaði í eitt nokkrar vélategundir sem Skýnsluvélar hefðu áður haft og yrði hamn öruggari í vinnslu og fíjótvirkari en þær. Raf- magnsheilinn verður notaður við sömu verkefni og Skýrslu- vélar hafa áður haft og sagði Bjarni að ekki yrði í bili bætt v,-ð neinum stærri verkefmum a. m. k. þótt heilinn væri tekinn í notkun. Skýrsluvélar fluttu í sumar í mýtt húsnæði að Háaleitisbraut 9 og var það byggt fyrir þessa starfsemi. Pappírssendingin er rétt ó- komin - blaðið 10 síður ■ Vegna ófyrirsjáanlegra tafa á pappírssendingu er Þjóð- viljinn aðeins 10 síður í dag — og í þeirri stærð verður blaffið óhjákvæmilega fáeina næstu daga eða par til papp- írssendingin er komin í land. Biojum við lesendur blaðs- ins velvirðingar á þessu. lézt skömmu áður en flytja átti hann upp í flugvélina. Kristján Hallgrímsson var þrjátíu ára gamall sjómaður og uppalinn að Ketilsstöðum í Jök- ulsárhlíð á Héraði. Litla stúlkan á Austurvegi Klukkan fjögur á laugardag var ekið á litla stúlku á Austur- vegi í kaupstaðnum. Var hún þegar flutt á sjúkrahús. Hér var um að ræða bifreið með Akureyrarnúmeri. Litla stúlkan heitir Vigfúsína Páls- dóttir og er 4 ára gömul. For- eldrar hennar eru hjónin Guðrún Magnúsdðttir og Páll Dagbjarts- son, búsett á Seyðisfirði. Á sunnudag var litla stúlkan flutt með sjúkraflugvél Bjöms Pálssomar til Reykjavíkur og lögð þar inn á Landspítalann. Er talið að un innvortis þlæð- ingar sé að ræða. Rafstöðvarstjúri slasast illa Á laugardagskvöld óku saman vörubifreið og Opelbíll á Austur- vegi og slasaðist farþegi í Opel- bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús. Heitir hann Tómas Emilsson, rafstöðvarstjóri í Fjarðarseli og er bróðir Bóasar Emilssonar frá Reyðarfirði. Missti Tómas meðvitund um skeið af slæmu höfuðhöggi. Datt 4 metra niður í vélarrúm Á laugardagskvöld var mat- sveinninn á Ólafi Magnússyni EA að feta sig eftir þilfarinu á öðrum hvalveiðibátnum við gömlu íshúsbryggjuna og féll þá niður í vélarrými skipsins. Er það 4 metra fall og gólfið þakið jámarusli. Nýbúið var að fjar- la;gja katlana úr vélarrýminu og olíuborinn sjór var á gólfinu. Maðurinn skarst illa í andliti og fékk slæmt höfuðhögg og þótti ófrýnileg aðkoma, þar sem hann svamlaði í olíubrákinni stórmeiddur. Hann , var þegar fluttur á sjúkrahús og átti að Framhald á 3. síðu. 4 bátar biðu iöndunar Seyðisfirði 5/10 — Skömmu eftir hádegi í dag var til þróar- pláss fyrir 8 þúsund mál hjá síldarverksmiðj unni. Þessir bátar biðu löndunar. Akraborg 500 mál, Hannes Haf- stein 700 mál, Amar 500 mál og Sigurvon RE 900 mál. — J.S. Tvö börn slasast í umferðarslysum Á sjöunda tímanum í gær- kvöld urðu tv öumferðarslys hér í bæ. Sjö ára telpa varð fyrir bif- reið á Háaleitisbraut og meidd- ist lítilsháttar. Hún heitir Álf- heiður Magnúsdóttir til heimil- is að Stóragerði 30. Þá hjólaði ellefu ára drengur utan 1 bifreið á Miklatorgi og féll í götuna. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og gert að meiðslum hans þar. Hann heit- ir Þorvarður M. Sigurðssoii_ til heimilis að Kársnesbraut 38 í Kópavogi. „Hilda" kostar 31 manns lífiS NEW ORLEANS 4/10 — FeUi- bylurinn „Hilda’* tók að réna á sunnudag, en áður höfða að minnsta kosti 31 manns látið lífið af völdum hans. Síðari hluta sunnudags hafði svo felli- bylinn lægt, hann stefndi í norð- austurátt og var búizt við hon- um inn í Alabama um kvöldið. Mikið regn fylgdi í kjölfar feUi- bylnum. Verst leikinn af völdum „Hildu’’ er smábærinn La Rose, sem er um 90 km suðvestur af New Orleans, en tjónið hefur einnig orðið gífurlegt annars- staðar. Upprunalega stefndi felli- bylurinn á stórborgina New Orleans og höfðu um 150 þús. manns yfirgefið heimili sín þar af ótta við flóð, en mikill hluti borgarinnar er mjög láglendur. Fellibylurinn geigaði hinsvegar hjá New Orleans. Þrír leikir í bikarkeppn- inni Þrír leikir í bikarkeppni Knatt- spyrnusambands fslands fóru fram um helgina: Akurnesingar sigruðu Þrótt, en KR-ingar sigr- uðu Akureyringa og Keflvíkinga. Er sagt nánar frá leikjum þess- um á íþróttasíðu — 4. síðu — en myndin hér fyrir ofan er tekin meðan stóð á leik a-liðs KR og Akureyringa á Melavellinum í fyrradag. Það er Kári Árnason, hinn sprettharði miðherji Akur- eyringanna, sem sækir að KR- markinu. KnötturLm fór fram- hjá marki að þessu sinni. Heim- ir Guðjónsson er j markinu. (Ljósm. Bj. Bj.). <S>- Eldur í skúr Skömmu eftir kvöldmat í gær- kvöld kviknaði í skúr í Þver- holti og stóð hann í björtu báli um skeið. Tókst að ráða niður- lögum eldsins nokkuð fljótlega. Síldaraflinn í ár er orðinn 2.523.758 mál og tunnur Á miðnætti sl. laugardag var heildarsíldaraflinn á sumr- inu orðinn 2.523.758 mál og tunnur eða rösklega 100 þúsund málum meiri en sumarið 1962 sem var mesta síldaraflaár sem komið hefnr til þessa. Söltunin er þó enn 116 þúsund tunnum minni en hún var í fyrra. Aflaskýrsla Fiskifólags Is- lands er svohljóðandi: Mjög góð síldveiði var síðustu viku enda veður sæmilegt á miðunum. Vikuaflinn var 88.466 mál og tunnur en, á sama tíma í fyrra var síldveiðum almennt lokið. Heildaraflinn á land kominn s.l. laugardag vrr orðinn 2.523,- 758 mál og tunnur, en lokatala á síldveiðum í fyrra var 1.646,- 225 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: I salt (uppr.tn.) 347.062 ( í fyrra 463.235) í frystingu (upp- mældar tn.) 36.169 (33.424). í bræðslu (mál) 2.140.527 (1.149.- 566). Helztu löndumarhafnir eru bessar: Siglufjörður 282.829, Raufar- höfn 423.503, Vopnafjörður 231.- 944, Sr lisfjörður 439.369, Nes- kaupstaour 358.436, Eskifjörður ‘‘253.559, Reyðarfjörður 151.821.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.