Þjóðviljinn - 06.10.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 06.10.1964, Side 2
SlÐA MÖÐVILJINN Þriðjudagur 6. oktdber 1954 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíöum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o. ffl. n © Heimístryggirtg hentar yöur Heimilistryggíngar Innbús Vatnstfóns Innbrots Glertryggingar I TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" IINDARGATA 9. REYKJAVfK SlMI 21260 SlMNEFNI.SURETY FERDIZT MEÐ LANDSÝN # Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA IM P SYN TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 UMBOÐ LOFTLEIÐA. BEYKJAVÍK. Nauðungarupphoð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs o.fl. verða eftir- taldar bifreiðar seldar á opinberu uppboði sem fram fer við Bátaverkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg, miðvikudaginn 7. ok-t. n.k. kl. 2 síðdegis: G-331, G-390, G-690 G-1540, G-3136, Ö-93, Ö-275, R-10171. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, 24. september 1964. Fiskveiðar og fískiðnaður Fiskveiðar heimsins hafa tek- ið geysilegum framförum á undangengnum áratugum, vegna margvíslegra vísinda- legra tækja sem hafa verið tekin i notkun við veiðar og í leit að fiski. Hinsvegar mun það vera sameiginlegt álit þeirra vís- indamanna sem fást við fisk- iðnað til manneldis, að á sama tíma og framfarir hafa orðið mestar í fiskveiðum, þá hafi þróunin orðið alltof hægfara í fiskiðnaði til manneldis. og þessvegna sé nauðsynlegt að gera þar stórátak fram á við nú þegar. Það er heldur' ekki nokkur vafi að á þessu sviði er nú unnið að margvíslegum rann- sóknum hjá flestum fiskveiði- þjóðum. Og gera má ráð fyrir að ýmsar nýjungar komi fram í dagsljósið á næstu árum, sem árangur þeirra tilrauna sem nú er verið að gera. Þær þjóðir FISKIMÁL - Eftir J. E. sem eiga gott hráefni í mat- vælaframleiðslu, svo sem fisk og sild, þær eru nú taldar standa vel að vígi sem iðnaðar- þjóðir, því að enginn iðnaður verður í náinni framtíð jafn öruggur um markað sem mat- vælaiðnaður, í heimi þar sem fólkinu fjölgar mjög ört sökum aukinnar heilbrigðisþjónustu og bættra lífskjara. Otfrá þessart forsendu er það að verða álit núverandi fisk- iðnaðarþjóða að leggja beri stóraukið fjármagn fyrst og fremst í matvælaiðnað, þar sem nægjanlegt hráefni sé fyr- ir hendi. Og þetta er verið að gera á næstu löndum við okk- ur. jr Islenik hráefnaframleiðsia Við Islendingar stöndum nú frammi fyrir því vali, hvort Við ætlum okkur að vera áfram sem hingað til fiskhráefna- framleiðendur fyrst og fremst, eða hvort lögð verður á það höfuðá'herzla að vinna úr okk- ar góðu hráefnum iðnaðar- vörur, í svo stórum stíl sem við höfum mannafla til. 1 þess- um efnum stöndum við í dag mikið að baki öðrum fiskveiði- þjóðum heims, og þessvegna þarf okkar átak á þessu sviði að vera margfalt stærra hlut- fallslega en þeirra á næstu ár- um, svo að við náum þeim. Á meöan þessu er ekki náð í okk- 'ar fiskiðnaði, *þá 'er engan veg- inn tímabært að tala um op- inberar ráðstafanir til að stofnsetja h'éf í stórum stil iðnað sem byggja þarf á er- lendum aðfluttum hráefnum. Að dreifa kröftunum þegar þörf er á að sameina þá til stórátaka er aldrei heilla- vænlegt og svo verður einnig í þessu máli. 1 dag er okkur fyrst og fremst þörf á skilningi Alþingis, ríkisstjómar og bank- anna á því, að nauðsyn beri til að gerðar verði opinberar ráðstafanir til fyrirgreiðslu við uppbyggingu á okkar fiskiðn- aði og undirbúningur víðtækra markaða fyrir þær vörur. í framtíðinni þarf að stefna markvist að þvi að okkar dýr- mæta síldar- og fiskhráefni verði breytt í eftirsóttar iðn-^ aðarvörur til manneldis hér í svo stórum stfl sem við höf- um mannafla til. En til þess að auðvelda slíka uppbyggingu er nauðsynlegt að geta gert sölusamninga um slíka vöru helzt nokkur ár fram í tímann, því að slíkt mundi að sjálf- sögðu auðvelda mjög uppbygg- ingu okkar matvælaiðnaðar. Það er ekkri vel gert í þess- um efnum, fyrr en meginhlut- inn af okkar fisk- og síldar- afla hefur verið breytt í iðn- aðarvöru til manneldis og að við skilum þeim hluta aflans sem ekki er þannig unninn ferskum á borð neytandans í fjarlægum löndum. Tæknilegar framfarir munu bjóða upp á ó- tæmandi möguleika á næstu árum á þessum sviðum og möguleikarnir eru hvergi meiri en hjá fiskveðiþjóðunum sjálf- um ef þær aðeins þekkja sinn vitjunartíma. Niðursuða og nið- urlagning og þurrkun allskon- ar fisks og sfldar mun ryðja sér til rúms f æ stærri stfl við hliðina á hraðírystum fiskiðnaðarvörum og iðnaðar- vörum unnum úr saltfiski. Möguleikarnir blasa allsstaðar við, og fjölbreytileikin mun aukast í matvælaiðnaðinum eftir því sem tæknin stfgur stærri skref fram á við. Inn á þessa braut verður að beina tæknimenntun. atorku og fjármagni þjóðarínnar á næstu árum. Þá fyrst þegar það hef- ur verið gert með góðum ár- angri, þá er kominn fast- ur grundvöllur undir byggð fólksins við sjávarsíðuna sem hefur auðveldan aðgang að bestu fiskimiðum heims. Slik iðnaðaruppbygging við sjávar- síðuna mundi einnig styrkja íslenzkan landbúnað og verða honum ómetanleg lyftistöng í framtíðinni. En að binda sam- an hagsmuni sjávar og lands, það er að kunna að búa i land- inu. Norðmenn fram- leiða síldartunnur úr plasti Á nýafstaðinni fiskiðnaðar- sýningu í Forum í Kaup- mannahöfn voru m.a. sýndar síldartunnur úr plasti frá norska iðnaðarfyrirtækinu Svein Strömberg & Co. Þetta voru 30 og 50 lítra tunnur, samskonar og verið hafa í not- kun á þessu sumri við söltun á Norðursjávarsíld. Þessar tunnur eru sagðar hafa marga kosti framyfir venjulegar tré- tunnur. Meðal annars er þeim talið það til ágætis og fljót- legra sé að salta í þær, eins sé opnun og lokun miklu auðveld- ari. Þetta framleiðslufyrirtæki hefur nú boðað, að það muni hefja framleiðslu á plasttunn- um í fleiri stærðum en að framan greinir. Norsk-sænsk samvinna Norska fiskiðnaðarfyrirtækið Fröya fiskeindustri og sænska fyrirtækið A.B. ESSELL hafa boðað víðtæka samvinnu á sviði matvælaiðnaðar. Hráefni þessara fyrirtækja til iðnaðar- framleiðslunnar á að vera magskonar fiskur, sfld, skel- fiskur og hvalkjöt. Sagt er að unnið sé nú að framleiðslu al- gjörlegra nýrra matvælateg- unda úr sfld á vegum þessara fyrirtækja. Það fyrsta nýja sem þessi fyrirtæki hafa nú þegar sent frá sér og vakið hefur athygli, er ný aðferð í meðferð á krabba, en krabbaveiðar við norsku ströndina er orðin tals- verð atvinnugrein í Vestur- Noregi. Krabbanum er veittur umbúnaður í heilu lagi, eins og hann kemur úr sjónum, á strangvísindalegan hátt, og þannig umbúinn heldur hann ferskleika og bragði algjörlega í næstu þrjár vikur. En á þeim tima er hann ýmist lagður niður í sænskar kryddsósur eða fluttur ferskur á markað, hvert sem vera skal. Að baki þessari aðferð liggja víðtækar tilraunir vísindamanna og matvæíasér- fræðinga. Og að sjálfsögðu er aðferðin leyndarmál þessara fyrirtækja, sem fá nú alveg sérstöðu á þessu sviði á með- an þau búa ein að geymsluað- ferðinni. Unilever-hringurinn semúr við Vík-bræður I Septemberútgáfunni af World Fishing er sagt frá því að Unilever-hringurinn hafi nýlega gengið frá samningum við Vík-bræður í Sykkylven í Noregi um að meiga nota að- ferð þeirra til að ala upp lax og urriða í eldistjömum í sjó- blönduðu vatni. Sagt er að þeir Vík-bræður hafi náð ævintýra- legum árangri í klaki- og upp- ildisstöð sinni í Sykkylven. Norska fagblaðið Fiskets Gang ber saman laxaklak þeirra þeirra Vík-bræðra við það þegar náttúran klekur út hrognum í ánum. I því tilfelli segir þlaðið, má gera ráð fyr- ir að 2—3% hrognanna verði að þroskuðum laxi, en með að- ferð Vík-bræðranna hefur þetta komizt upp í 70—75%. Irskur sérfræðingur sam ný- lega heimsótti stöðina í Sykk- ylven segir, samkvæmt blaða- fregnum, að það séu lítil tak- mörk fyrir möguleikunum við laxauppeldi sé aðferð þeirra Vík-bræðra notuð. Þessi sér- fræðingur segist hafa séð 10 kg lax sem alinn hafi verið upp á stöðinni en hægt muni að tvöfalda þá þyngd eða jafn- vel þrefalda. Unilever-hringurinn er nú að láta rannsaka þá staði, við strendur Bretlandseyja sem vel eru til þess fallnir að byggja á laxauppeldisstöðvar, og er gert ráð fyrir að einn þeirra staða verði valinn í Skotlandi. 9 VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi ☆ Kakó. KRON - BÚÐIRNAR. Einkaumboð á íslandi fyrir Simms Motor Unifs (International) Ltd., London BIÖRN&nÓR HF. SIÐUMÚLA 9 SÍMAR 36030 36930 ÖnnumsF all ir viðgerðir og sHllingar 6 SIMMS olíuverkum og eldsneytislokum fyrir dieselvclar. Höfum fyrirliggjandi vorafiluti ■ olíuverk og eldsneytisloka. Leggjum diierzlu ó aS veito eigendum SIMMS olíuverka fljóta og góða þjónustu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.