Þjóðviljinn - 13.10.1964, Síða 2
>
2 SÍÐA
Stúdentakórinn
Æfingar hefjast miðvikudaginn 14. þ.m. kl.
17,30, að Freyjugötu 14.
Nokkrir nýir söngmenn geta komizt að.
Upplýsingar í síma 24020.
........... ■■■■■'■I l ' .......... ....
Nauðungaruppboð
Vélbáturinn Málmey SK 7 eign Málmeyjar h.f.
verður eftir kröfu Árna Gunnlaugssonar hrl/ ofl.
seldur á opinberu uppboði, sem fram fer við bát-
inn í Dráttarbraut Skipasmíðastöðvarinnar Drafn-
ar hf. í Hafnarfirði, fimmtudaginn 15. þ.m. og
hefst kl. 13,30.
Uppboð þetta var auglýst í 103., 105. og 106 tbl.
Lögbirtingablaðsins 1963.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
ÞJÓÐVILJINN
FiSKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld
Reynslan frá sunwrsíldweiSun
um og það sem þarf aS gera
Þegar horft er yfir hina
miklu aflavertíð sumarsíldveið-
anna í ár, fyrir Norðaustur- og
Austurlandi, þá verður eitt
mjög áberandi, og það er úr-
ræðaleysið við að dreifa aflan-
um til vinnslu.
Að sjálfsögðu er æskilegast
að veiðiskipin fari sem
skemmsta leið að landi með
aflann, svo að þau tefjist sem
minnst frá veiðinni í góðu
veiðiveðri. Það sjónarmið er
áuðskilið. Hinsvegar kom það
ekki svo sjaldan fyrir í sumar
að skipin urðu að bíða inni á
Austfjarðahöfnum svo dögum
skipti eftir los'un vegna þess
að síldarbræðslurnar í þeim
landshluta höfðu engan veginn
undan. Á sama tíma vantaði
svo bræðslusíld til Eyjafjarð-
arhafna og Siglufjarðar, svo að
maður tali nú ekki um
bræðslusfldarverksmiðjuna á
Skagaströnd sem ár eftir ár er
látin standa auð og hafast ekki
að.
Framtakssemi Einars Guð-
finnssonar sem lét flytja síld
frá Austfjarðamiöirm álla leið
vestur til Bolungarvíkur, sting-
ur hins vegar mjög í stúf við
þetta úrræðaleysi, og sýnir ó-
tvírætt hvað hægt er að gera
í þessum efnum. Það átti líka
öllum að vera Ijóst, sem um
þessi mál fjalla, hvað gerlegt
er í þessum efnum, eftir að
Norðmenn eru búnir að flytja
síld af Islandsmiðum í fjölda
ára og halda þannig gangandi
yfir sumarið mörgum af sínum
bræðstuverksmiðjum. Þetta
hafa Norðmenn gert með ágæt-
urp. árangri og kvarta ekki yf-
ir, 21 _
Það má náttúrlega segja að
um framför sé að ræða í þessu
efni hér hjá okkur, og á ég
þá við bræðslusíldarflutning-
ana vestur á bóginn af Aust-
fjarðamiðum; En þessi flutn-
ingastarfsemi hefur bara verið
og var í sumar alltof smá í
sniðum þegar um er að ræða
svo mikinn sfldarafla, sem var
nú í sumar. Það segir sig sjálft
að kostnaðarins vegna eru
slíkir flutningar vel fram-
kvæmanlegir; það hefur
reynsla Norðmanna sannað, en
þeir hafa flutt sfld mikið
lengri vegalengd og fengið all-
an þann kostnað greiddan, auk
miklu hærri vinnulauna við
vinnsluna. gegnum þær afurðir
lýsi og mjöl, sem úr sfldinni
hafa verið unnar.
Þessar staðreyndir sýna ó-
tvírætt hvað hægt er að gera
frá viðskiptalegu sjónarmiði
einvörðungu, sé rétt að málun-
um unnið.
Á meðan sfldarverksmiðjur
standa hálfnotaðar og jafnvel
að mestu ónotaðar á Norður-
landi yfir sumarið sökum
hráefnaskorts, þá er það röng
stefna, ef byggja á sfldarverk-
smiðjur á Austurlandi sem
geta annað vinnslu á mestu
aflaárunum. Hitt er tvímæla-
laust rétt, að flytja síldina til
verksmiðjanna á Norðurlandi,
þegar núverandi verksmiðjur
austanlands hafa ekki undan.
I fyrsta lagi hlýtur slík fjár-
festing, sem er því samfara að
ætla að flytja allar sfldarverk-
smiðjur í námunda við veiði-
svæðin á hverjum tíma, að
hafa í för með sér óstjómlega
og óþarfa fjárfestingu, sem
ekki er fært að bera uppi
nema með alltof lágu hráefn-
isverði til útgerðar- og sjó-
manna, því að á annan hátt
væri slík fjárfesting ekki
framkvæmanleg.
í öðru lagi væri með slíkri
stefnu beinlínis verið að vinna
að auknni röskun á búsetu
manna i landinu, sem gerði það
að verkum að eignir manna
yrðu einskis virði á þeim stöð-
um þar sem atvinnan - hyrfi
beinlinis fyrir opinberan til-
verknað og ranga stefnu í at-
vinnumálum. En á öðrum stöð-
um væri svo óhjákvæmilegt að
margfalda f járfestinguna í í-
búðahúsabyggingum á meðan
núsin grotnuðu niður á þeim
stöðum sem fólkið var neytt
til að flytja frá, þó stórfelld
atvinnutæki væru standandi á
staðnum, bara vegna þess að
valdamennirnir höfðu ekki
fullkominn manndóm til að
nýta þau. Þetta er röng stefna.
Það sem á að gera í þessum
efnum, er án alls efa, að flytja
síldina, þó frá Austfjarðamið-
um sé, til verksmiðjanna á
Norðurlandi, og sjá svo fyrir
þeirri flutningaþörf, að skipin
þurfi ekki að bíða eftir losun
á Austfjörðum á meðan verk-
smiðjurnar norðanlands standa
hálfnýttar.
Náttúrlega hefur slík skipu-
lagning talsverðan kostnað í
för með sér, og þann kostnað
verða útgerðarmenn og sjó-
menn að greiða gegnum hrá-
efnisverðið. En það er lítill
vafi á að þessi kostnaður verð-
ur léttbærari og minni, heldur
en ef flytja á verksmðjur með
nokkurra ára millibili , milli
landshluta, eftir því hvemig
síldin hagar sér á miðum
hverju sinni. Slíkt væri fá-
sinna.
Þá flutningatækni á sjó. sem
hægt væri að viðhafa, ef
möguleikar allir væru notaðir,
mun ég ekki ræða að sinni, en
aðeins benda á þá staðreynd,
að vel framkvæmanlegt er, að
dæla síldinni beint úr nót
veiðiskips og um borð í flutn-
ingaskip, sem flytti síldina til
hafnar, og með því móti geta
opnazt ýmsir möguleikar, sem
óþekktir hafa verið við okkar
síldveiði til þessa.
Haustsíldveiðar fyrir
Austurlandi
Það má segja að nýr þáttur
sé hafinn í sfldveiðisögu okkar
íslendinga með hinum nýbyrj-
uðu haustsíldveiðum undan
Austfjörðum. Fram að þessum
tíma hefur síldveiðum verið
lokið, í það minnsta með
snurpunót, fy.rir lok -september-
mánaðar Á meðan stundaðar
voru veiðar með reknetum
fyrir Norðurlandi, þá kom það
hinsvegar fyrir á slldarleysis-
árum, þegar verð á síld varð
mjög hátt, að sfldveiðar með
reknetum héldu áfram fram-
eftir hausti, þannig var það
haustið 1926 að Ingvar heitinn
Guðjónsson hélt út reknetabát-
um til loka októbermánaðar.
Að undanfömu hefur verið
mikil síld undan Austfjörðum,
þegar gefið hefur til veiða, og
nokkur hluti sumarsfldveiði-
flotans stundar þar veiðar af
kappi þegar þetta er ritað. í
viðtölum sem Jakob Jakobsson
fiskifræðingur hefur átt við
blöðin hefur hann látið þá von
í ljósi, að þessar veiðar mættu
itfest seldur af öllum amerishum smábílum — hentar sem einhabíll og
einnig sem leigubíll — 4 strohha vél auh hinna vinsœlu 6 strohha véla
7 mismunandi gerðir, hefur, eins og allir Chevroletbílar, öryggishemla
og sérstahlega sterhbyggt rafherfi ásamt hinunt vinsœlu ryðvamar*
hlífum í brettum — Leitið upplýsinga um þennan vinsasla bíl hjá
Bíiadeild StS.
Þriðjudagur 13. október 1&61
halda áfram út októbermánuð
fyrir það fyrsta. En i tilefni
þess að hér er nýr þáttur haf-
inn í atvinnusögu okkar þá
langar mig til að ræða dálítið
þau nýju viðhorf sem óneitan-
lega hljóta að vera þessu sam-
fara.
Rússar hafa stundað
þessar veiðar í mörg ár
Það er aikunnugt að stór
sovézkur vedðifloti, studdur
rannsóknarskipum og móður-
skipum hefur stundað veiðar
undan Austurlandi mörg und-
anfarin sumur. En þegar ís-
lenzku og norsku síldveiðiskip-
in hafa hætt veiðum einhvern-
tíma í september, þá hefur
rússneski veiðiflotinn haldið á-
fram sínum veiðum, sem nær
eingöngu eru stundaðar með
reknetum, og máske að litlu
leyti með togvörpu. eða í það
minnsta var talað um, að þeir
reyndu togvörpu á þessum
slóðum við sfldveiðar á sl. ári,
en um árangur veit ég ekki.
Þessar veiðar eru eingöngu
stundaðar sem matvælafram-
leiðsla, og með riðli reknet-
anna er hægt að ráða stærð
síldarinnar. En það er stærsta
síldin sem er mest eftirsótt til
matvælaiðnaðar.
Sænskur sfldariðnrekandi
sem á margar niðurlagningar-
verksmiðjur, sagði í viðtali við
norskt blað á sl. ári, að hægt
væri að greiða hærra verð fyr-
ir saltsfld veidda með reknet-
um, þar sem hún væri að jafn-
aði betri vara til matvælaiðn-
aðar. Rússar nota gömlu
skozku aðferðina við rekneta-
veiðina, en hún er sú að netin
liggja í sjónum ofan við kap-
alinn, en ekki neðan við hann,
sem er norska aðferðin serp
bæði við og aðrar Norður-
landaþjóðir tóku upp eftir
Norðmönnum. En það er eitt
alveg nýtt sem Rússar gera
í sambandi við sínar rekneta-
veiðar, og það er. að sfldin er
hrist úr netunum með vél.
Þetta var mesta erfiðið í sam-
bandi við reknetaveiðamar og
það hefur verið leyst á þennan
hagkvæma hátt.
Veiðiskip Rússa eru
sjóborgir
Engihn erlendur maður mun
vera jafn kunnugur um borð
í rússneska sfldveiðiflotanum
sem fiskifræðingurinn Finn
Devold. því að haustinu og
vetrinum, þegar hann hefur
verið að rannsóknum á sfldar-
göngunum, þá hefur hann oft
verið gestur Rússanna um borð
í þeirra skipum svo dögum
skiptir. Hann hefur sagt í sam-
tali við norsk blöð að rúss-
nesku veiðiskipin væru sjó-
borgir. Þau væru í byggingu
miðuð við að taka á sig öll
veður á opnu hafi, og við það
væri bæði skipulagið ogbanda-
styrkleiði miðaður. Þessi skip
eru yfirleitt breið, og verður
því ggtt vinnurými á þilfari.
Mér hefur virzt lagið á rúss-
nesku síldveiðiskipunum svipa
nokkuð til hollenzku stálkútt-
eranna, en hvort það er rétt
veit ég ekki,
Rússamir fylgja síldargöng-
unum eftir frá Islandsmiðum
yfir til Noregsstranda og eru
að síldveiðum þarna á hafinu
meginhlutann úr árinu. Það er
skipt um sjómenn og skips-
hafnir fluttar heim og hvíldar
eftir ákveðnum reglum en
veiðiflotinn sjálfur er alltaf að
þegar veður gera það mögu-
legt. Veiðiskipin munu sjaldan
vera hlaðin, því að þau losa ■
sig við aflann um borð í móð-
urskipin þegar tiltækilegt er.
Af þessu er ljóst, að rússneski
veiðiflotinn er betur undir það
búinn að taka á sig vond veð-
ur á hafinu. heldur en veiði-
floti sem ekki nyti slíkrar
skipulagningar og hjálpar-
starfsemi, sem ég hef drepið á
hér að framan.
Haustsíldveiðar á opnu
hafi kalla á aukna
varúð
1 sambandi við okkar haust-
síldveiðar á opnu hafi langt
Framhaid á 9. síðu
i