Þjóðviljinn - 13.10.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1964, Síða 7
Þriðjudagur 13. október 1964 ÞIÓÐVILIINN Spottaður á ÍSLANDI Fangelsaður í DANMÖRKU Trúvillingur í UTAH Ævilýsing eins hinna fyrstu mormóna ¥ síðasta hefti ársfjórðungs- 1 ritsins „The Icelandic Can- adian“, sem gefið er út á ensku í Winnipeg, er m.a. allfróðleg frásögn af ævi íslenzks morm- óna, sem varð einn af frum- byggjendum í mormónaríkinu Utah. Maður þessi hét Guðmundur Guðmundsson. Hann var fædd- ur árið 1825, en fór sextán ára gamall til Kaupmannahafnar til að læra gullsmíði og úr- smíðl. Þar dvelur hann all- lengi en svo fer að hann kemst í kynni við mormóna og er 6kírður til þeirrar trúar 1851. Þrem mánuðum seinna er hann sendur í trúboðsferð til ís- lands. Hann segir svo sjálfur frá þeirri ferð: ★ „lt/íér höfðu sjálfum virzt á- 1*1 vextir guðspjallsins Ijúf- fengari en nokkur ávöxtur ann- ar, og bjóst því við, að allir myndu trúa mínum vitnisburði, ekki sízt foreldrar mínir. En Til þess að stuðla að betri meðferð og betri framleiðslu- háttum á sláturfjárafurðum, hefur Framleiðsluráð landbún- aðarins gengizt fyrir nám- skeiðum fyrir starfsfólk slátur- húsanna. SUk námskeið hafa verið ha-ldin undanfarin tvö haust Núna í haust hefur fram- leiðsluráðið ekki haldið nám- skeið, en aftur á móti gengizt fyrir sýningum á fræðslu- myndum fyrir starfsfólk slát- urhúsanna. Jón Reynir Magn- ússon, verkfræðingur, og Jón- mundur Ólafsson, kjötsmats- formaður, hafa sýnt og skýrt þessar fræðslumyndir ásamt Sigurði Bjömssyni, yfirkjöt- matsmanni. Fræðslumyndir þessar voru fengnar að láni hjá New Zea- því miður — þegar ég kom til íslands prédikaði ég fyrir bræðrum mínum og systrum árangurslaust. Þau trúðu mér ekki, og þar eð foreldrar mín- ir voru dánir, þá var ég ein- mana sem Elía i hellinum. En brátt fann ég fáeina trúaða vini, sem voru reiðubúnir að faðma guðspjallið, þrátt fyrir harða andstöðu prestanna. Oft var ég ávítaður, það var hrækt á mig og hæðzt að m'ér, en þar eð ég var fullur ástar til Guðs, fann ég ekki til neinnar reiði eða gremju gagnvart þeim sem ofsóttu æig“, ★ Guðmundur var þrjú ár á ís- landi og tókst honum að skíra niu manns. Þá sneri hann aftur til Danmerkur og _ fór i trúboðsför um Sjáland. í K&l- undborg var hann handtekinn en sleppt eftir nokkrar vikur — „þar eð ekki fannst hjá hon- um önnur sök en hann hefði prédikað guðspjallið“. En eft- land Lamb Information Bure- j au í London og hjá Upplýs- ( ingaþjónustu Bandaríkjanna í Reykjavík. Myndirnar sem sýndar voru a flestum sláturhúsum á Norð- i ur- og Austurlandi, svo og í Borgamesi og á Selfossi, fjöll- uðu um búfjárrækt og slátrun á sauðfé á Nýja-Sjálandi og i um heilbrigðisskoðun og eft- irlit með kjöti og kjötvörum í Bandar'kjunum. Jafnframt sýningum á mynd- um þessum voru veittar leið- beiningar um upplýsingar um meðferð og verkun afurðanna á hverjum stað. Ekki var unnt að heimsækja alla sláturstaði að þessu sinni, er væntanlega verður það hægt á hausti komanda. (Frá Framleiðsluráði) ir þetta var hann rekinn um- svifalaust l herþjónustu. Þar átti hann mjög illa ævi, og fé- lagar hans í hermennskunni settu sig ekki úr færi um að þjarma að honum fyrir trú hans. Svo fór, að vinir Guð- mundar skutu saman 30o> rík- isdölum til að kaupa hann úr herþjónustu, en það kom fyrir ekki, og gaf hann féð fátækum. En eítir nokkurn tíma veiktist hann og var látinn laus vegna lungnasjúkdóms. Trúbræður Guðmundar i Höfn fögnuðu honum vel, og lögðu að honum að flytja til fyrirheitna landsins í Utah, en allmargir þeirra hugðu þá á slík vistaskipti. 18. apríl 1857 lagði hann af stað með skipi frá Höfn, og komust til Salt- vatnsborgar 15. september sama ár. ★ En leiðin var löng og ströng. Guðmundur var samferða fjölskyldu Nielsar nokkurs Garff, en því fólki hafði hann sjálfur snúið til mormónatrú- ar. Garff var eina efnaða fjöl- skyldan meðal innflytjenda, og þegar hópurinn hafði lent í Bandaríkjunum, varði hún fé sínu til að kaupa vagna og hesta handa sér og öðrum. En illir menn stálu farkosti þeirra er fólkið var skammt á veg komið, og hlaut það að slást í för með þeim snauðu mor- mónum sem fóru þá fótgang- andi til fyrirheitna landsins, Utah, og drógu búslóð sína á eftir sér á handvögnum. Niels Garff var ekki hraust-<j> byggður maður, og hann þoldi því illa hið erfiða ferðalag. Hann veiktist alvarlega, og er hann fann að dauðinn nálgað- ist, kallaði hann vin sinn Guð- mund fyrir sig, og bað hann að taka að sér fjölskyldu sína, sjá um að húh sneri ekki framar frá Utah er hún væri komin þangað, því hann vildi að sitt fólk yrði taliö til heil- agra í Zíon Þessu lofaði Guð- mundur. Eftir langa göngu og stranga komst hópurinn til Saltvatns- borgar, en þá voru þar fyrir aðeins nokkur hundruð manns. Þar kvæntist Guðmundur ekkju Fræðsla fyrir starfs- fálk í sláturhúsum Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveitin hóf starfsár sitt að þessu sinni 8. þ.m. með tónleikum í Sam- komuhúsi Háskólans. Stjórn- andi var Igor Buketoff,. sem er áheyrendum sveitarinnar að góðu kunnur fyrir störf sfn með henni í fyrra. Tónleikarnir hófust á for- leik að leikritinu Fjalla-Ey- vindi eftir Karl O. Runólfsson. Forleikurinn hefur verið flutt- ur áður. það er að segja, þeg- ar leikritið var sýnt hér árið 1950, en undirritaður heyrði hann nú í fyrsta sinn og virtist verkið yfir mörg- um og athyglisverðum kost- um. Þriðja sinfónía Jóhannesar Brahms var annað verkið á efnisskrá. Hljómsveitin hefur oft áður, eigi sizt undir stjórn Buketoffs, náð öruggari og hressilegri tökum á viðfangs- efni en í þetta sinn. Það var eins og hún væri ekki enn komin í- fullt fjör eftir ,.sumardvalann“, og væri það ef til vill ekki nema eðlileg- ur hlutur. Danski píanóleikarinn Vict- or Schiöler flutti að lokum tvö merk tónverk ás3mt hljómsveitinni, „Sinfónísk til- brigði" eftr César Franck og ,,Rapsodíu“ eftir Rachmanin- off um stef eftir Paganini. Leikur Schiölers var tilþrifa- mikill, skýr og kröftugur. Sér- staklega var gaman að heyra flutning hans á „Rapsodí- unni“, sem er einkar snjallt samin. sjálfri sér samkvæm í stíl og varðveitir furðuvel allan anda stefsins, sem er oppistaða hennar. Þetta hnyttilega verk gneistaði bláit áfram undir höndum Schiölers, og hljómsveitin skilaði þar einnig mjög góð- um hlut. B. F. Níelsar, Maríu, svo sem hann hafði lofað. ★ Svo mikið er vitað um æfi Guðmundar vegna þess að hann skrifaði niður hjá sér ýmsa atburði og hugleiðingar í litla bók, sem sonur hans geymdi síðan sem helgan grip. Að vísu vantar í þessa bók nokkrar síður. Þessar síður skar kona hans, María, úr bók- inni. Þvi Guðmundu varð fyr- ir nokkrum vonbrigðum með mormónakirkjuna og slóst í för með sértrúarflokki einum, er klauf sig út úr kirkjunni. Og María hefur álitið, að þær sið- ur sem lýsa vonbrigðum og sálarstríði sem þessum tiðind- um var samfara væru bezt j eldi gefnar. Ekki sízt vegna þess, að þau hjún voru ekki lengur sammála í trúarefnum — María neitaði að taka þátt í uppreisn hans gegn kirkj- unni. Fjölskyldan hafði stækkað mjög — Guðmundi hafði upp- fyllzt sú ósk að eignast þrjá syni er hétu Abraham, ísak og Jakob, og fjóra drengi aðra átti María. En að því kemur j — bæði vegna veikinda eins drengsins, og svo vegna við- skilnaðar heimilisföðurins við kirkjuna, að fjölskyldan tekur sig upp og heldur til Kali- forníu. Þar vegnaði þeim ákaf- lega illa, Guðmundi gekk illa að fá vinnu, sjúkdómar herj- uðu á fjölskylduna. ★ En María bað öll æðri mátt- arvöld að fjölskyldan gæti aftur snúið til hins heilaga lands, Utah. Og að lokum varð henni að ósk sinni — Abraham litli kom einn góðan veðurdag hlaupandi með vasa sína og hatt fulla af peningaseðlum. Þetta voru næsta furðuleg tíð- indi, en allir afkomendur þeirra hjóna þykjast vissir um að hér sé rétt með farið. Abra- ham fann þetta fé í gömlum kofa ásamt leikfélögum sínum, og er talið að einhverjir óút- skýrðir póstræningjar hafi fal- ið þennan fjársjóð og ekki komizt til að vitja hans. Nema hvað þetta merkilega kraftaverk varð til þess, að fjölskyldan gat flutzt aftur til Utah, kjypt sér lítið hús, og Guðmundi tókst að koma undir Framhald á 9 .síðu. Varðhald og mannréttíndi Mannréttindanefnd Evrópu hefur nýlega ákveðið að taka til rannsóknar mál Austurrik- ismanns nokkurs. Stögmúllers að nafni. Hefur hann kært austurrísku ríkisstjórnina fyr- ir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu, m.a. með því að halda sér í varðhaldi um tveggja ára skeið. Stögmúller var hand- tekinn í marz 1958, en sleppt í apríl sama ár. Var hann sak- aður um svik og okur. I ág- úst 1961 var hann enn á ný hnepptur í varðhald og sat í því í tvö ár. Ríkisstjórn Aust- urríkis heldur því fram, að ó- hjákvæmilegt hafi verið að halda Stögmúller í haldi þenn- an tíma, þar sem hætta hafi verið á, að hann flýði land ella, enda hafi kærurnar á hendur honum verið mjög al- varlegar. Ennfremur er því haldið fram, að Stögmúller hafi sjálfur átt sök á því, hve lengi hann var í haldi, þar sem hann hafi borið fram kærur á hendur dómurunum fyrir hlutdrægni og mótmælt lögsögu vissra dómstóla. Mál þetta er enn á frumstigi rannsóknar hjá mannréttinda- nefndinni. Sem kunnugt er á íslenzkur lögfræðingur, Sigur- geir Sigurjónsson hrl., sæti í nefndinni, enda er Island að- ili að Mannréttindasáttmála Evrópu og bundið af ákvæðum hans. (Frá Upplýsingadeild Evr- ópuráðsins) -------------------SltíA J Stefán Jónsson á Kirkjubæ FÁEIN MINNINGARORÐ Útför Stefáns Jónssonar á Kirkjubæ i Rangárvallasýslu verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag. Hann andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavik. miðvikudaginn 7. þ.m. 49 ára að aidri. — Sumir menn deyja saddii lífdaga, hnignir að aldri og að afloknu ævistarfi. Vér sættum oss við brotthvarf þeirra eins og hvað eina, sem verður að vera, vegna þess að náttúran hefur sjálf skipað svo lögum Aðrir ena burtu kvaddir i blóma aldurs síns að óskertu starfsþreki og frá hálfnuðu verki, að því er v(rðast mái Svo va.r um Stefán Jóhsson. Hann hafði að vísu lokið miklu verki og góðu. En kunnugh vissu þó, að hann taldi sig eiga enn fleira ógert og hafði fyllsta hug á að koma sem flestu af því til leiðar. Nú hefur of skjótlega orðið hér endir á. Því er vinum hans svo tregt að trúa þessu, sem orðið er. hvað þá sætta s g við það. Stefán Jónsson var fæddur að Eyhild&rholti í Skagafirði 2. janúar 1915, sonur Jóns Péturssonar bónda þar og Sól- veigar Eggertsdóttur konu hans. Hann fluttist ungur til Akureyrar með foreldrum sín- um, settist í Gagnfræðaskól- ann og siðar Menntaskólann og tók þaðan stúdentspróf ár- ið 1937. Fór því næst til R- víkur og hóf þar lögfræðinám, en hvarf frá því innan skamms, er hann h’afði- gert sér að fullu ljóst, að köllun hans var ekki á þeim vettvangi. Það varð sem sé æ gleggra, að hugur hans hneigðist að landbúnaði. Hann bregður því á nýtt ráð, fer norður a,ð Hólum, sezt í Hólaskóla á miðjum vetri og lýkur skólanum þá um vorið. Arið 1939 fer hann svo til Kaupmannahafnar og inn- ritast í Landbúnaðarháskólann danska. Er h»nn hafði lokið þaðan fullnaðarprófi, var styrjöldin skollin á o»g honum varnað heimferðar eins og mörgum öðrum lslendingum, sem þá voru erlendis.. Stríðs- árin notaði hann m.a. til þess að nema fóðurefnafræði og aðrar greinar henni skyldar við Kaupmannahafnarháskóla. Heim kemur hann svo að stríði loknu með sérmenntun sem eigi hafði áður verið til hér á landi, en nauðsynleg var til þess, að unnt væri að stofna framhaldsdeild þá} búfræði, er tók til starfa að Hvanneyri ár- ið 1947. Var Stefán ráðinn að deildinni, og kenndi hann þar tóðurefnafræði og margar Heiri námsgreinar. Þessu kennarastarfi gegndi hann í átta ár. Þá gerist það, að Eggert bróðir hans fellur frá, en bann hafði nokkru áður stofnað hrossaraektarbú að Kirkjubæ í Rangárvallasýslu. Það verður úr, að Stefán tek- ur að sér að halda ófram þessari starfsemi og fer að Kirkjubæ 1955. Var þó við mikla örðugleika að etja fyrir félausan mann að taka við svo umfangsmiklum búrekstri, sem var raunar ekki kominn nema á byrjunarstig. En Stef- áni var ekki gjarnt að láta örðugleika aftra sér, hefði hann á annað borð tekizt verk á hendur. Oft mun hann þó hafa orðið að leggja hart að sér til þess að hajda i horfinu. Hinsvegar var þetta starf, sem fullnægði á margan hátt vís- inda- og rannsóknareðli hans. Lagði hann alla stund á að kynna sér sem bezt þau fræði- legu efni, er að hrossarækt lúta, enda hafði hann til þess hln beztu skilyrði vegna menntunar sinnar. Það má fullyrða, að starf það, sem Stefán vann á þessu sviði, sé stórmerkt og raunar sannkall- að afrek, og aigert einsdæmi er það hér á landi. Mun það koma á daginn um athuganir þær, er hann gerði, reynslu þá, er hann aflaði, og allan ár- angur starfsemi hans, að það reynist ómetanlegur fjársjóð- ur þeim, sem eiga eftir að fást við hrossarækt á þessu landi, en þeirri starfsemi verður að sjálfsögðu haldið áfram, því að ekki er um að efast, að Is- lendingar muni vilja gera vel við þarfasta þjóninn og launa honum svo þúsund ára þjón- ustu, þó að hinu fyrra hlut- verki hans sé að mestu lokið á þessari vélaöld — Ýmsar aðrar tilraunir gerði Stefán, meðal annars um áburðarnotk- un og súrheysverkun. öll er bessi starfsemi hans þó miður kunn en skyldi, því að honum var allra manna fjarst skapi að berast é eða halda eigin verðleikum á lofti. Haustið 1963 er Stefán feng- inn til að taka að sér kennslu við bændaskólann á Hólum. Hann var þá farinn að kenná þess sjúkdóms, sem dró hann til dauða, 0g var stundum sár- þjáður við starfið, en lét þó aldrei kennslustund niður falla. Sjúkdómurinn ágerðist, er á leið sumarið. og lá Stefán um hríð þungt haldinn, Gerði hann sér þess fulla grein, að hverju dró. En það er til marks um sálarstyrk hans og hetjuskap, að aldrei sá á honum merki æðru, heldur beið hann hugarrór þess, er verða vildi. 'k Stefán Jónsson var einstakur mannkostamaður, end» vin- ssell með afbrigðum. Hann var atorkusamur og ósérhlíf- inn, traustur í lund og vilja- fastur, orðvar, góðgjam og trygglyndur. Mannúðarmaður var Stefán jafnt gagnvart mönnum sem málleysingjum og hugsjónamaður i ‘mörgum skilningi þess orðs. Stefán var kvæntur Sess- elju Jóhannsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal, mikilli ágætis- konu, og eignuðust þau sex mannvænleg böm, sem öll eru á lífi-, í’eirra missir er mikill. En vist má þeim verða það nokkur hugarfró að vita, að þeir eru fleiri. sem hér telja sig eiga mikils að sakna, sem sé allir vinir Stefáns, er jafnan munu minnast hins bezta drengs, þar sem hann var. Slíkum er góð gangan hinzta. Bjöm Franzion.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.