Þjóðviljinn - 16.10.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1964 HIÐ NÝJA BRETLAND? AF ERLENDUM VETTVANG 1 stefnuskrá brezka Verka- mannaflokksins segir enn- fremur: — Umfangsmikilla um- bóta er nú þörf í flestum greinum almannatrygginga. — Fjárfesting hérlendis í fólki, er hörmulega naum. 1) Verkamannaílokkurinn mun draga úr troðningnum i kennslustofunum, bæði í barnaskólum og miðskólum; og það takmark er sett að koma fjölda nemenda í bekkjunum niður í 30 eins fljótt og auðið verður. 2) Verkamannaflokkurinn mun afnema skiptingu bama niður á skóla samkvæmt 12. árs-prófinu; í umfangsmikla endurskipulagningu miðskól- anna verður ráðizt . . . Sakir þessara umbóta verður að lengja _ skólaskyldualdurinn um eitt ár til viðbótar, svo að bömin verði burtskráð 16 ára gömul. 4) Verkamannaflokkurinn mun framkvæma það stefnu- skrármál sitt að færa stór- felldlega út kerfi mennta- skóla, framhaldsskóla og há- skóla. 5) Verkamannaflokkurinn mun setja upp fræðsluráð til að fjalla um það að fella einkaskólana (public schools) inn í skólakerfi ríkisins. Verkamannaflokkurinn mun koma á fót lóðanefnd, sem kaupa mun lóðir undir bygg- ingar og endurbyggingar. Vm.flokkurinn mun: 1) lÆekka vexti á húsnæð- islánum. 2) Og veita ennfremur að- stoð þeim, sem eiga íbúðir sínar sjálfir með því að gefa Síðari hluti kost á veðlánum, sem nema 100% af andvirði. 4) Framkvæma áætlun um endurnýjun gamalla húsa. 5. Hraða útrýmingu fá- tækrahverfa. Verkamannflokkurinn mun stuðla að auknum byggingum íbúðarhúsa; við teljum hæfi- legt að miða við byggingu 400.000 húsa á ári. Markmið okkar er að koma á, eins fijótt og auðið er, sjúkratryggingum algerlega ókeypis. Sjálfvirkni, nýjar orku- lindir, aukin notkun raf- reiknivéla eru tekin að um- breyta öilum þáttum atvinnu- og félag&lífs landsins. Eftir því sem lengra verður hald- ið í þessa átt, munu tóm- stundir aukast... Það er skylda ríkisstjórna að sjá um, að (fólk eigi) kost á að neyta tómstundanna. Sem miðbik samveldis, sem telur 700 miljón íbúa, sem tengd eru Bretlandi böndum sögu og sameiginlegra hags- muna, s.tendur Bretland and- spænis þrenns konar vanda- málum, fátækt, örri fólks- fjölgun og kynþáttamisklíð. Við munum: 1) Beita okkur fyrir því, að leiðtogar samveldisins ráði oftar en verið hefur saman ráðum sínum og með ríkari árangri, t. d. með því að setja á fót ráðgefandi sam- kundu samveldisins. 2) Gera nýtt átak til að auka útflutning fyrir til- stilli útflutningsráðs sam- veldisins. 3) Treysta grundvöllinn undir aukin viðskipti með því að gera verzlunarsamn- inga til langs tíma og sam- komulagsgerðir, sem sjá munu samveldinu fyrir tryggðum markaði fyrir ó- unnar vörur á stöðugu verð- lagi. 1 stað þess að beita öllu afli Bretlands til að draga úr viðsjám og hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna, létu íhalds- menn sér nægja smátt, og undirtylluhlutverk og létu öðrum eftir frumkvæðið. Við setjum fram jákvæðar tillögur. 1) Að hindra útbreiðslu k j amorkuvopna. 2) Koma á fót svæðum án kjarnorkuvopna, í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Evr- ópu. 3) Koma til leiðar, að undir eftirliti verði fækkað í herj- um og dregið úr vopnabún- aði. 4) Stöðva einkaverzlun með hergögn. I því skyni að draga úr við- sjám mundi ríkisstjóm Verka- mannaflokksins ennfremur leggja sig fram um, að kommúnistastjóm Kína tæki sæti hjá Sameinuðu þjóðun- um, sem hún á tilkall til; og jafnframt til að auka verzl- un milli landanna í austri og vestri, sem er traustasti grundvöllur friðsamlegrar sambúðar. Við munum leggja til, að Nassau-samkomuiagið verði endurskoðað. Áherzlu munum við leggja á hefðbundin vopn, svo að við getum lagt fram okkar skerf til vama Atlanzhafs- bandalagsins og staðið við skuldbindingar okkar til samveldisins og Sameinuðu þjóðanna um friðargæzlu. H.J. mm ■::■■ ■; Frá Köln. Dómkirkjan fræga blasir við augum. Aldarafmælis minnzt í dag Á þessu ári er liðin öld síð- an þýzki uppfinningamaðurinn N. A. Otto stofnaði, ásamt verkfræðingnum Bugen Lang- en, verksmiðjufyrirtæki í Köln undir nafninu N, A. Otto & Cie. Þessi verksmiðja var sú fyrsta í heiminum, sem fékkst eingöngu við framleiðslu brennsluhreyfla. Undirþrýst- ingshreyfill þeirra Otto og Langen, sem var hagkvæm- asti frumhreyfill þeirra tíma, og sá fyrsti sem framleiddur var í stórum stíl, var fram- leiddur til ársins 1877. Árið 1876 tókst N. A. Otto að full- komna fjórgengishreyfil sinn, gasbrennsluhreyfil, sem varð upphafið að mótorvæðingu seinni tíma. Þá hafði félagið fært út kvíarnar og nefndi>< Motorenfabrik DEUTZ AG Enn í da° ’bkir b oft nefndir Otto hreyflar tii aðgreiningar frá diesel-hreyfl- um, háþrýstihreyflum með beinni innspýtingu. Á langri ævi óx félaginu fiskur um hrygg, jafnframt því sem það tengdist öðrum véla- og ökutækjaverksmiðjum. í dag er Klöckner-Humboldt- Deutz AG eitt af stærstu fyr- irtækjum V.-Þýzkalands og framleiðir diesel-hreyfla allt að 4000 hestöflum að stærð, vörubifreiðar, strætisvagna, iangferðabíla, dráttarvélar, járnbrautavagna, eldvamatæki og slökkviliðsbifreiðar, vélar og verksmiðjur fyrir námu- og efnaiðnað, sementsverksmiðjur, stálbyggingar allskonar, gas- túi'bínur og þotuhreyfla. Aldarafmæli sitt heldur fé- lagið hátiðlegt í dag 16. okt. ^essa merkisatburðar er minnz’ á margan hátt í Vestur-Þýzka- Framhald á 8. síðu. Vilja varðveizlu Núpsskólahússins Föstudaginn 9. október komu saman til fundar hér í borg gamlir Núpsskólanemendur og Vestfirðingar. Til umræðu voru tvö áhugamál þessa fólks: Annað aðstoð og fyrirgreiðsla við áform héraðssambands U. M.F. á Vestfjörðum um að steypa f eir brjóstmynd af Bimi heitnum Guðmundssjmi, kennara og síðar skólastjóra á Núpi — og gefa skólanum. Hitt: samstaða um að varð- veita í sinni upphaflegu mynd, eftir því sem hægt er, gamla skólahúsið á Núpi, en það á harla sérstæða sögu og er ein merkasta skólabygging lands- ins frá eldri tíma. Fundarstjóri var Jón Bjama- son kaupmaður. Margar ræður voru fluttar, sem lýstu áhuga fyrir báðum þessum verkefn- um. Kosnar vom tvær nefndir til að framfylgja þeim, og á- kvörðun tekin um annað svip- að fundarhald 26. nóvember n. k. Þá var og fjársöfnunarlist- um vegna myndarinnar dreift milli fundarmanna. Ennfremur samþykkt að láta slíka lista liggja frammi á einhverjum opinberum stöðum, er síðar verða ákveðnir. Nefndin til að sinna þessu máli er þannig skipuð: Stefán Fálsson frá Kirkju- bóli, Jón Bjarnason og Ingimar Jóhannesson. 1 nefnd til að vinna að varð- veizlu gamla skólahússins á Núpi voru kosnir: Baldvin Þ. Kristjánsson, út- breiðslustjóri, Ingimar Jó- hannesson, fyrrv. fræðslufull- trúi oð Jens Hólmgeirsson, fyrrv. bæjarstjóri. Eftirfarandi tillaga var flutt og samþykkt af öllum fundar- mönnum: — Fundur gamalla nemenda Núpsskóla, séra Sigtryggs Guð- laugssonar o.fl. — haldinn í Reykjavík 9. okt. 1964 — skorar að gefnu tilefni á alla við- komandi ráðamenn gamla skólahússins að Núpi að' varð- veita það framvegis sem skóla- safn eða á annan hátt — og veita húsinu á allan hátt þá umhirðu, sem það verðskuldar. Tjá mættir Núpsskólanemend- ur sig reiðubúna til samstarfs um þetta verkefni, og heita liðsinni sínu sem einstakling- ar eða félagsmenn væntanlegs sambands síns”. BLADBURÐUR Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi: VESTURBÆR: Reykjavíkurvegur — Hjarðarhagi — Melarnir — Tjaynargata. AUSTURBÆR: — Laufásvegur — Meðalholt — Skúlagata — Höfðahverfi — Sigtún — Langahlíð — Blönduhlíð. KÓPAVOGIJR: Laus hverfi í Vesturbæ. '’ÁFhi \RFJ jIIÐUR: Laus hverfi VINNUVEITENDUR! hveknig er hreinlæti hattað Á VINNUSTAÐ Ný sending Þýzkar kuldahúfur. — ítalskar ullarpeysur. GLUGGINN Laugavegi 30. SKRIFST0FU- MAÐUR öskast Þjóðviljinn SKHÁ UM ÍSLEN/KAR JMÓÐSÖGUR OG SK’i Ll> Ríf •S'.M VN UKFIli TKKIU I F.I\ IJÓR .'I t;i.\UÓK.-SO\ f'H \ HI.ÖUI M • Eftir þessari bók hefur fjöldi bókamanna beðið. Nú er hún komin út í fallegri og handhægri útgáfu. Fæst í bókabúðum. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Afgreiðsla: Þingholtsstræti 27. Simar; 24216 og 17059. Handklast nofuti »f niSrgum »ru hmhjleg sg h»f» »kkl núlíma hrainlætUkröfum. StuSIÍS aS f»rrt vsikindsdögum atarfafútk* ySar og net* IS pappírthandþurrkur; þaar aru útrútoga ÖDÝRAR ofl ÞÆGILEGAR ( notkun. SERVA-MATIC STEINER COMPANY LEITIÐ UPPLVSINGA aPPIRSVÖRUR% SKOlAGOTD 32. — StMI 21530.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.