Þjóðviljinn - 16.10.1964, Blaðsíða 10
JQ SlÐA
ÞlðÐVILIINN
kjólnum. Þitt. útsmogna silkirán-
dýr, þú ómótstæðilega kynvera!
Ó, dásamlega Bibbi, af hverju
kemurðu ekki?
Já, það er þetta sem djöfullinn
gerir við hinar glötuðu sálir:
hann lætur þær bíða, Hjalmar
Söderberg segir það einhvers
staðar, og hann vissi sjálfsagt
sitt af hverju um þessa glötun,
hann sem skrifaði Gertrud. Ég
trúi á holdsins lyst og á ólækn-
andi einmanaleika sálarinnar
Vel sagt, Hjaimar, en .þú ætlað-
ir að segja: Vegna þess að ég
'rúi á holdsins lyst, er sál mín
ólæknandi einmana.
Var það hin slæma samvizka
hins ótrúa eiginmanns sem hann
var að stríða við þessa stundina?
Þá hefði hann átt skilið að
koma í dálkum kvennablaðanna.
Nei, í sannleika sagt — hvers
vegna skyldi hann vera með.
slæma samvizku? Þótt hann
brytist útúr grafhvelfingu, sem
bar nafnið hjónaband? Átti
hann ekki kröfur á hendur líf-
inu. Og höfðu ekki mestu and-
ans menn Evrópu haldið því
fram í þrjár aldir að þetta væri
lífið? Gunnar Heiberg til dæmis,
hið mikla leikritaskáld Norð-
manna, hvað sagði hann? Vertu
hreykinn, Gunnar Gram. settu
svartan þríhyming á dymar
þínar, þvi að madonnumella hef-
ur tekið sér bústað í húsi þínu!
Og vertu hreykin, Bibbi Her-
mansen, þú ert kynóradraumur
kraftpappa-forstjórans.
Þetta var annars ágætt; þetta
var dálítið krassandi. Og hann
endurtók upphátt: — Kynóra-
draumur kraftpappa-forstjórans!
— Afsakið herra minn, hvað
sögðuð þér? Þjónninn stanzaði
kurteislega við borðið.
— Ég sagði: Hálfa flösku af
portvíni. Commendador, þökk
fyrir. Dálítið hafði hann þó
lært af því að vera kaupsýslu-
maður: hann var fljótur að átta
sig.
Kaupsýslumaður, já. Eiginlega
var það dálítið annað en hann
hafði hugsað sér að verða á
æskuárunum — skáld nánast. En
svo kom hinn óvænti arfur. Og
hann var feginn því að hann
skyldi hafa valið sér þetta lífs-
starf; það hafði hjálpað honum
að sigrast á einhverri lamandi
dugleysistilfinningu. Hræðslunni
við að geta ekkert sem hafði
staðíð — já, alveg þangað til
hann fékk peninga handa á
milli. Heimur peninganna: tja,
það var að minnsta kosti heim-
ur þar sem maður gat komið
að gagni. aflað verðmæta!
En utan vinnutíma hafði hann
aldrei getað fengizt við sölu-
hárgreiðslan
HárgTetðslu og
snyrtistofu STETNTJ og DÓDÓ
Laugaveei 18 TTT h (lyftað
SfMT ■> 46 18
P E R M A Sarðsenda 21 —
STMI: 83 9 68 Hárgreiðslu og
snyrttstofa.
D O M O R 1
Hárgreiðsla við altra hæfl -
TJARNARSTOFAN — Tlamar
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62.
HARGRETÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR - flVlaría
Guðmundsdót.tiri Laugavegi '8
-■ STMT- 14 6 56 - Nuddsti.fi ‘
sama stað.
skýrslur og sveiflur á kassa-
markaðnum. Hann hafði alltaf
valið vini sína úr hópi mennta-
manna og listamanna. Kannski
til þess að hverfa aftur til ein-
hvers sem hann hafði — svikið?
Nei, ekki endilega svikið, en —
Og eins var með bækumar sem
hann las. Hann hafði lesið og
lesið — skáldin og heimspek-
ana, hina helgu menn mann-
kynsins. Þeir vora runnir hon-
um í merg og blóð, hann hugs-
aði í bókmenntum og tilvitnun-
um. Og hvað hafði hann lært af
öllum þessum lestri? Hvaða
þekkingu hefur nám þitt veitt
þér, Gunnar Gram? Þá eina að
þú ert eins og lús milli tveggja
nagla!
16
Sérhver fer í það helvíti sem
hann hefur sjálfur skapað sér.
Hver sagði þetta? Gunnar Gram
eða Jean Paul Sartre? Satt var
það að minnsta kosti. Lífið hafði
veitt honum nákvæmlega það
sem hann hafði beðið um.
Hvorki meira né minna.
Æ, hvers vegna þurfti kynlíf-
ið að vera svo þjáningarfullt?
Af hverju stafaði þessi blygðun-
artilfinning? Var hún aðeins
heimskuleg hræðsla við úreltar
siðferðiskenningar, árangur af
misskildu uppeldi. Aðeins geð-
flækjur og taugatruflanir? Ekki
annað en Teifar af heimskulegri
ögun sem ætti að hverfa með
dálitlum skynsamlegum heila-
þvótti' .. . . ' Yður skjátlast því
miður, herra sálkönnuður. Lítið
á kettina: frjálsustu, hömlulaus-
ustu og liðugustu dýr sem til
eru — og hlustið á þá þegar
þeir elska! Það hljóta að hafa
verið kettirnir á togurunum í
Flórens sem komu Dante til að
skrifa Inferno. Þeir senda æð-
islega kveinstafi upp yfir húsa-
þökin; þeir fýlla tunglsljósið af
sinni vælandi gimd; þer kveina
af sorg yfir að þurfa að auka
kynstofninn Felis. 1 stuttu máli:
Þeir láta í Ijós sannleikann um
kynlífið. Og enginn sprenglærð-
ur dýrasálfræðingur getur hjálp-
að þeim.
Hann stundi yfir portvínsglas-
inu: Hamingjan góða hvað ég er
gáfaður. En nú verður Bibbi að
fara að koma!
Eiginlega voru það aðeins
þrír karlmenn í heiminum sem
höfðu horfzt í augu við þessa
ógn og tekið afleiðingunum af
því. Kirkjufaðirinn Origenes sem
vanaði sig. Heimspekingurinn
Schopenhauer sem sagði: Lífið
er þjáning; reyndu að losa þig
við það! Og skáldið Tolstoj sem
krafðist þess að. allt kynlif
hætti og mannkynið hyrfi af
jörðinni. Þetta voru þrír náung-
ar með bein í nefinu! Skál,
Origenes! Skál, Arthur! Skál
Leo!
Við borðið beint á móti hon-
um sátu tveir menn sem hegð-
uðu sér vægast sagt dálítið und-
arlega. Þeir voru votir í augun-
um og það var eins og þeir
þyrftu í sífellu að bursta ryk-
kom hvor af öðrum og Tagfæra
fötin hvor á öðrum. Það var
honum svolítil huggun að horia
á þá. Kannski líður einhverjum
verr en þér? Þú ert þó að
minnsta kosti heerósexúal-
Þótt það sé svo sem nógu
slæmt ..
Hann renndi augunum að hiji-
um borðunum. Nú voru komnar
fleiri kvenverur til hinna sköll-
óttu. Já, þeir sátu þama í rðð,
allir hTekkjafangamir i fangels-
inu Sexus. Hvað kölluðu hinir
frjáTslyndu þettas Frjálsar ástir?
Fráleitt orð! Slepptu taumhaldi
á gimd þinni, og hún verður
versti harðstjóri sem til er. Aldr-
ei sneri Samson þjmgri kvöm
fyrir fílisteana í Gaza en þeirri
sem hann sneri milli læra
Dalilu!
Nei, nú ætlaði hann ekki að
bíða lengur eftir henni. Það
voru takmörk fyrir því sem
hann léti bjóða sér. Hann skyldi
sýna henni að hann væri enginn
hlekkjafangi hennar. Hann væri
frjáls maður. Þjónn! Reikning-
inn!
I því kom hún inn um dymar.
Stolt í hverri hreyfingu með
sveiflu í hverri hreyfingu eins
og hún væri á leið til hátíðar;
það small í háum hælunum eins
og kastanjettum. Hann fann
hvernig andinn varð veikur og
holdið reiðubúið eftir því sem
hún nálgaðist borðið.
— Hæ! Hún renndi sér niður
í sætið hjá honum. Það skrjáf-
aði í henni og hún ilmwöi. Já,
þama datt andinn. upp fyrir. fari
hann í frði.
— Ertu búinn að bíða eftir
mér?
Ein allra stórkostlegasta
spuming kvenmannanna. Hann
sagði reiðilega en yfírunninn:
Gætirðu ekki reynt að læra
þetta með klukkuna? Heill
klukki.ítimi ....
— Elsku fyrirgefðu. En ég
varð að snúast dálítið. Og svo
sá ég litla silkibrók í glugga
hjá Karl Johan. Gyllta og með
löngum, blágráum knipplingum.
Þú getur reitt þig á að hún er
dýrðleg. Hún þrýsti mjöðminni
létt að honum. Ég er í þeim.
Það var alltaf eins og hún
væri að tala um heilagan anda
þegar hún talaði um buxur.
Hann hugsaði: Hvemig getur
hún verið svona. Hvemig þorir
hún það? Hún hlýtur að vera
viss um að hún sé ekki með ó-
dauðlega sál. Það er þess vegná
sem múhameðstrúarkvenfóik er
svo blygðunarlaust í ást sinni,
að því er sagt er, Kóraninn hef-
ur losað þær við sálina; þær
verða ekki dregnar fyrir dóm-
stól Allahs, þær geta leyft sér
allt.
— Hvað hefur komið fyrir
fingurinn á þér? Hún var með
smáplástur á einum fingurgómn-
um. Púkk stakk mig, sagði hún.
Honum fellur ekki við mig.
Hann' horfði gáttaður á hana.
Hvað áttu við?
— Ég á við það, að Myrth
fellur ekki við mig og svo notar
hún þennan brúðuræfil sinn til
að sýna mér það. Hún stakk
mig sem sé í dag. Og hún sagði
honum frá því sem gerzt hafði.
Gram hrukkaði ennið. Þetta er
hálfóviðfelldið með Myrth og
þessa brúðu. 'Ég held næstum
því að við verðum að losa okkur
við hana.
— Já, hún staðhæfir að Púkk
viti allt. Finnst þér það ekki
dálítið óhugnanlegt?
— Allt? Hún hafði lagt hönd-
ina á hnéð á honum. Hann gaut
augunum kvíðandi- fram í salinn.
Gunga var hann líka. Er til
nokkuð aumlegra í heiminum
en borgari með brókarsótt?
— Hvernig verður það með
okkur í kvöld, Gunnar? Hann
fann gælínn fingur undir lín-
ingunni. Hún gat gert hann óð-
an með nöglinni á litla fíngri.
Hún var snillingur í handverki
sínu. Og að baki leikni hennar
hlaut að liggja traust þjálfun.
Því að eins og Goethe segir:
Snilld er ástundun.
En eftir sennuna við morgun-
verðarborðið í dag, þorði hann
ekki að vera að heiman eitt
kvöld í viðbót. Rigmor myndi
ekki trúa á þennan viðskiptavin
tvö kvöld í röð. Og hann taut-
að niðurdreginn: 1 kvöld get
ég það ekki, Bibbi .. Ég verð
að hitta viðskiptavin .... nauð-
synlegt s.amband, skilurðu. . , .
— Ertu hræddur við Rigmor,
Gunnar?
— Þvu! Hræddur! Óttinn
skein úr augum hans.
— Af hverju heldurðu að hún
hafi boðið mér að búa hjá ykk-
ur? Fingurinn þukTaði undir
manséttunni. Heldurðu að hún
hafí ekki gert ráð fyrir að þú
kynnir að — fá lyst á mér?
Hann yppti öxlum. Bibbi hélt
áfram að þukla: Er hún ekki af-
brýðisöm?
— Hræöilega! sagði hann. Hún
er afbrýðisöm út í starf mitt,
áhugamál mín, allt sem hún
tekur ekki þátt í. Hún plagar
,mig nótt sem nýtan dag vegna
þess að nokkuð annað en hún
skuli fyrirfinnast í lífi mínu!
Nýtt þukl: Og þú hefur aldr-
ei verið ótrúr — fyrr?
— Aldrei! Það var hneyksl-
un í röddinni. Hún hefur að
minnsta kosti ekki getað núið
mér því um nasir.
Bibbi brosti, kvenlega undir-
furðuleg: Kannski var það að-
eins það sem á skortd? Að þú
værir ótrúr líka?
— Hvemig þá? Hann gat ekki
fylgzt með henni lengur.
— Hún vill hafa vald yfir
þér. Fingurinn sleppti takinu
undir manséttunni. Nú otaði hún
honum áminnandi að honum.
Hún býst við að fá það, ef þú
færð nógu slæma samvizku. Og
svo er hún kannski að nota
hana frænku sfna fyrir beitu.
— Fyrir beitu?! Hann starði
á hana, skelkaður yfir hyldýpi
kvensálarinnar. Til þess að
ég — ?
— Beitan er hrifin af fiskinum
sínum! Hún setti krók á löngu-
töng og bar hana upp að munni
hans. Það er öngullinn minn
sem þú bítur á, ekki hennar!
— Varaðu þig! Hann leit
flóttalega fram í salinn aftur.
Svo bætti hann við afsakandi:
Mér þykir gott, þegar þú tekur
á mér, ég elska það; en getum
við ekki haft dálítið taumhald
á okkur á opinberam stöðum?
Bibbi hallaði sér afturábak
og hló dillandi. Brjóstin á henni
hlógu með. Svo rétti hún úr sér
og varð aftur alvarlega unga
stúlkan. Hún var með býsanzka
andlitssvipinn sem var opinn
umhveriis madonnuaugnaráðið.
Og hún var í franska brjósta-
haldaranum, sem var opinn
kringum geirvörtumar.
— Þú ert sem sé upptekinn í
kvöld. En ég verð að sýna þér
CONSUL CORTINA
bllalelga
magnúsap
sklpholti 21
sfmap: 21190-21185
^íaukur (^uðmuHdóóon
HEIMASÍMI 21037
Föstudagur 16. október 1964
SKOTTA
— O, pabbi... þarna var þessi SKEMMTILEGA greút mu tán-
ingatízkuna
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Selium farseðla með flugvélum og
skiþum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\N O SYN Tr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
CJMBOÐ LOFTLEIÐA.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KR0N - BÚÐIRNAE.
Sendisveinar ósknst
Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.
noevnBNK
»
í
r
t