Þjóðviljinn - 16.10.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1964, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. október 1964 ÞJðÐVILTINN - SÍBA 7 HÁLFHNEPPT DRÓTTKVÆÐI Þjóðkunnugt lífsstarf hollvinar míns, kempunnar Lárusar J. Rist, sem jarðsettur verður á Akureyri í dag, hirði ég eigi að rekja, en vil í þess stað heiðra minningu hans með kvæði sem ekki hefur áður birzt á prenti, en var flutt þegar brjóstmynd eftir Ríkarð Jónsson var afhjúpuð við sundlaugina í Hveragerði á áttrœðisafmœli öldungsins 19. júní 1959. Sinntir þú símennt, sögustraums namstu lög, svall blóðsins sókn holl svinnan um líkam þinn, sást þú glöggt að sviflist sálar er búið tál ef ’ún eigi hreint hof hérvistar býr sér. Stendur þú sem stolt mynd stórleikans í fjallkór: skyndiheit og skær lund skipar dráttum heiðan svip, hrynur eins og hrönn ein hreggbarið silfurskegg, augun grípa eldflug yfir hin bröttu klif. Villiat og ofmet, aflrekið vöðvatafl, ferlegt kapp án forsjár, frægð er skortir vits gnæg$ sýndist þér ei sönn reynd sigurs né drengilig — vildir um kyrr kvöld kveikja hinn mjúka leik. Þér var snemma í þjóðför þekkast að brjóta hlekk deyfðar og hrinda hefð hokurs und askloki:, efstu vötn þú köld klaufst, kunnir á bláa unn, hafgúa herti drif hvítt — en þú mæddist lítt. Norðan komstu kjörferð, kynngi hlóðst suðurþing, hézt þar á hugi fast: hefja skyldi nýtt stef manndóms við máttarbrunr\ mynda við heita lind yígi um vorn hag — varð af nýtt Laugaskarð. Sást þú við sjónbaug yzt sannleikans ármann skerpa egg og kotkarp kljúfa í margan stúf — sóttir þú suður brátt, sveinn ærið markbeinn, andans í óskalund, öðlaður morgunröðli. Áttræðum er þér sett eirlíki er hylla þeir sem þinn heyra orðs óm enn brýna vorsins menn — rís það við landsins ljós, líður inn í framtíð, minnir á málsins sann: merk eru þín verk. Héðan berist há tíð, hér skal æ steypa sér andi þinn á þolsund, þreyta hina djörfu leit, vekja hin vörmu tök viljans er kannar hylji — gleðin sem göfgar þjóð gisti þig, Lárus Rist. Skúii Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: Um skáldaraddir, þætti í sumar- dagskránni og utanborðskristni I síðasta þætti mun ég hafa haft orð ó því, að vel. hefði á því farið að helga Guðmundi Böðvarssyni einn dagskrárlið í útvarpinu í tilefni af sextugs- afmæli hans. Og viti menn. Nokkrum dög- um eftir að þetta hafði verið skrifað, en áður en það komst á prent. var dagskrárliðurinn Raddir skálda helgaður Guð- mundi. Það kemur stundum fyrir að við hittum á óskastundina. Stefán Jónsson, rithöfundur, sem ég hygg að vera muni sveitungi Guðmundar og jafn- vel frændi, talaði nokkur orð og raunar alltof fá, um skáld- ið En þetta voru vel v&lin orð og hnitmiðuð Slíkur er háttur Stefáns. Hann er horf- inn áður en maður veit af, en hlustandinn trúir ekki sínum eigin eyrum og heldur að eitt- hvað hafj bil&ð í útvarpinu. Ljóðin, sem lesin voru. hafa eflaust verið vel valin og sögu- kaflinn. sem fluttur var, sýndi að Guðmundur er heldur eng- inn viðvaningur í meðferð ó- bundins máls. Stíll hans er sérkennilegur og leynir á sér. En það sem verður okkur minnisstæðast frá þessari kynn- ingu og hljómar í eyrum okk- ar, æ ofan í æ, gegnum dags- ins önn, er kvæðið Fylgd, sem Guðmundur Jónsson söng und- ir hinu gullfallega lagi Sigur- sveins D. Kristinssonar. Mér hefur yerið sögð sú ótrúlega saga, að Ríkisútvarpið okkar sé svo fátækt, að það eigi þetta lag ekki til á hljómplötu. Það er mikil og átakanleg fá- tækt hjá útvarpi ríkisins, að eiga ekki á hljómplötu einn af fegurstu ættjarðarsöngvum, sem ortir hafa verið á ís- lenzka tungu. Og það er meira en fátækt. Það er einnig mjög slæm þjónusta við hlustendur. Hver veit nema Eyjólfur hressist og að við fáum að heyra Guðmund Jónsson syngja þetta fallega ljóð, svona álíka oft og hann syngur Hraustir menn. Raddir skálda Þátturinn Raddir skálda hef- ur nú. staðið um alllangt skeið og hefur þar kennt margra grasa og nokkuð misjafnra, svo sem eðlilegt er, því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Okkur skilst, að um allt, sem fram fer í útvarpinu okkar gildi ákveðnar reglur og mætti því álykta, að skáld og rithöf- undar væru valdir í þáttinn samkvæmt einhverjum ákveðn- um reglum. Ekki er mér kunn- ugt um, hvort útvarpið leitar uppi skáldin. og býðst til að kynna þau i þættinum eða skóldin kveðji dyra hjá út- varpinu og æski inngöngu. Hvorri aðferðinni sem beitt er, þættinum til uppfyllingar, virðist liggja í augum uppi, að skáld þurfa að hafa ákveðna andlega stærð, eigi þau að falla inn í ramma þáttarins. Stór skáld og miklir rithöf- undar, eins og t. d. þeir Þór- bergur og Kiljan, komast ekki fyrir í slikum þætti. Að hinu leytinu geta skáld verið svo lítil, vitanlega nefnum við engin nöfn, að umgerð þátt- arins sé þeim allt of stór. En stundum er líka gripið til þess ráðs að hafa tvö skáld í sama þætti. líkt og í gamla daga, þegar sildveiðibátarnir voru tveir um sömu nót. En hvað sem um þetta er, væri eftirsjá að þessum þætti og vonandi verður hann sett- ur á vetur. Kvenréttinda- dagskrá Tvisvar á ári, vor og haust, koma konur sem slíkar á vit hlustenda, ekki ein og ein, heldur samfelldur harðsnúinn hópur, undir öruggri forystu formanns Kvennréttindafélags- ins. Hér áður fyrr voru þær oft harðskeyttar og vígreifar. og sóttu fast að okkur karl- mönnunum og heimtuðu aukinn rétt sér til handa. Var oft gaman að slíkum orðræðum, ef sú er á vopnunum hélt kunni vel með að fara. Hin síðari ár er þó að mestu af runninn móðurinn. Kven- réttindaþættirnir eru að mestu notaðir til þess að sýna svart á hvítu, hvað uhnizt hefur, og svo til að sýna, hvað konur hafa lagt og leggja af mörk- um til skáldmennta, vísinda og lista, sem og til annarra þjóðþrifamála. Þátturinn, sem fluttur var á menningar og minningardegi kvenna eða hvað hann nú heitir, þessi blessaði dagur, var með slíkum hætti. Þar voru viðtöl við mennta- og listakonur, lesið úr Ijóðum Ólafar frá Hlöðum og eitthvað fleira smávegis, sem ég hef því miður gleymt. En hressilegasti hluti dag- skrárinnar var þó erindi ,Sig- urveigar Guðmundsdóttur: Kon- ur fyrr og nú. Hún fór á kostum gegnum alla mannkynssöguna á nokkr- um mínútum og sýndi okkur, hvert hlutskipti konunnar hafði verið á hinum ýmsu tímaskeiðum sögunnar. Gekk það í rauninni kraftaverki næst, hve víða hún gat komið við Henni tókst meira að segja að gera Pál postula að kvennréttindamanni og var það í rauninni meira en ég átti von á, því mig minnir, að þessi ágæti postuli hafi sagt, að konur ættu að þegja á safnaðarsamkomum. Þá finnst mér einhvem veginn, Biskupinn að kaþólska kirkjan hafi verið enn bölvaðri í garð kvenna, en höfundur vildi vera láta. En hvag sem þeim líður Páli og kaþólikkum, var erindið allt hið prýðilegasta, sökurn þess, hve mikið var sagt i stuttu máli, vangaveltu- og umbúðalaust. Sumarþættir Einn þeirra þátta, Sem sum- ardagskráin ungaði út, nefn- ist frímerkjaþáttur. Ég skai játa í fullri hreinskilni að mér er það hrein ráðgáta, hvaða þörf er á slíkum þætti. En ég tek það með trúarinnar eyrum, þegar flytjandi þáttarins, Sig- urður Þorsteinsson, segir að mikil þörf sé á slíkum þætti. Og ég hefi styrkzt í þeirri trú, er ég einstöku sinnum hefi heyrt glefsur úr þessum þátt- um. Mér hefur skilizt á flytj- andanum að efni það sem hann fjallar um, sé svo yfirgrips- mikið og stórt í sniðum, að hann sé alveg að sligast und- ir viðfangsefninu. Þetta er í raun og veru heil vísindagrein Annan þátt má nefna, er sá dagsins ljós á þessu sumrí. Sá nefndist í öndverðu: Bréf frá hlustendum, eða eitthvað þess háttar, en var fljótlega skírð- ur upp og nefndur Pósthólf 120. Gísli Ástþórsson les bréf og gerir sínar athugasemdir. Hann virðist- einnig velja úr þau bréf, sem lesin eru því okk- ur skilst, að fleiri bréf berist pósthólfinu, en unnt er að lesa. Og sennilega veit enginn nema guð og Gísli, hverju stungið er undir stól. Það skal tekið fram, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að sá sem þetta ritar, hefir ekki yfir neinu að kvarta. Hann hefur aldrei sent Gísla línu. Það var að heyra á lesaran- um einhverntíma á öndverðri ævi þáttarins að hlustendur hefðu misskilið eða jafnvel mis- notað tækifærið sem þeim gafst til að komast í útvarpið. Hlustendumir vora, að því er Gísli sagði, bráðólmir i að skrifa um sjálft útvarpið. En Gísli frábað fyrir útvarpsins hönd þeissháttar ritmennsku. Það var alls ekki meiningin að fólkið færi að ryðjast með athugasemdir um sjálft út- varpið inn á þess eigið heimili. Væri það nú eins vitlaust og Gísli heldur, ag íofa fólkinu að láta móðan n.-ása um út- varpið, einmitt i þætti sem þessum. Þar myndi að sjálf- sögðu sitt sýnast hverjum og engan veginn víst að slík við- skipti við hlustendur yrðu út- varpinu óhagstæð. Og útvarpið er svo stórt í sniðum og virðu- legt, séð úr hæfilegri fjariægð, að það ætti ekki að setja of- an, þótt eitthvað kynni að fljóta með, sem ekki er skráð i hefðubundnum útvarpsmanna- stil. Ýms þeirra bréfa, er birzt hafa í þessum þætti, hafa ver- ið hispurslaus og frjálsleg, eins og raunar bregður oft fyrir hjá Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.