Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. október 1964 ÞIÚÐVIUINN SlÐA 7 KYNSLOÐ TEKUR VIÐ um æðstu menn fimm af þeim sjö ríkjum sem mest áhrif hafa á gang heimsmála. 1 hinum tveim ríkjunum. Kína og Frakklandi. sitja enn við völd menn sem komnir voru til áhrifa fyrir 1950, en báðir eru þeir Maó Tsetúng og Charles de Gaulle komnir á áttræðisaldur. Tilviljunin hagaði því svo að umskipti í forustu tveggja stórvelda bar upp á sama daginn, smalinn frá Kal- inovka lét af embættum í Moskvu samtímis og brezkir kjósendur bundu endi á skamman valdaferil fjórtánda jarlsins af Home. Við hvoru- tveggja mátti svo sem búast, Nikita Krústjoff hefur marg- sinnis síðustu árin minnt á að hann væri kominn á eftir- launaaldur og íhaldsflokkur- inn brezki hefur verið í svo erfiðri aðstöðu síðustu árin að hann má í rauninni vel við una að hafa ekki goldið meira afhroð í kosningunum en raun varð á. En mannaskipti sam- tímis i æðstu embæt.tum í Moskvu og London minna rækilega á að líðandi ár og hið síðasta hafa einkennzt af ó- venju örum breytingum á stjórn voldugustu ríkja heims. I flesl- um tilvikum er þar á o'fan urn kynslóðaskipti að ræða. Menn sem mótuðu stefnuna eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari draga sig í hlé eða falla í val- inn. Þessir menn tilheyrðu kynslóðinni sem fædd er fyrir síðustu aldamót Þeir sem við taka eru aftur á móti börn tuttugustu aldar í húð og hár. menn sem ekki voru komnir af bamsaldri þegar heims- styrjöldinni fyrri lauk. Kyn- slóð áranna milli styrjaldanna er að taka við stjómaHáum- um í heiminum. Umskiptatímabilið sem náði hámarki á fimmtudaginn hófst í fyrrasumar. Konrad Adenauer. maður frá dögum Vilhjálms keisara, lét þá af völdum f Vestur-Þýzkalandi. 1 Sovétríkjunum taka nú við voru á unglingsaldri á bylt- ingartimanum. Mikojan forseti Æðsta ráðsins er sá síðasti af byltingarkynslóðinni sem eftir er í hópi ráðamanna. Þeir Bresnéf og Kosygin eru úr hópi nánustu samstarfsmanna Krústjoffs, og þegar sá fyrr- nefndi lét af forsetaembættinu í sumar og gerðist einn af framkvæmdastjórum Komm- únistaflokksins • var þeg- ar fullyrt að Krústjoff hefði valið sér hann fyrir eftirmann. Bi-ugðið hefur verið á það ráð að skipta æðsta valdi yfir flokki og ríkisstjórn milli tveggja manna, en Krústjoff var bæði aðalframkvæmdastjóri og forsætisráðherra frá 1957. Ekkert bendir til að verulegr- ar stefnubreytingar sé »ð vænta af hálfu sovétstjórnar- innar við mannaskiptin. en hinsvegar má búast við að nýrra starfsaðferða gæti bæði heimafyrir og útávið. Krúst- joff setti sinn sérstaka svip á allt sem hann kom nærri. Sterkur persónuleiki hans leyndi sér ekki. en skapsmun- irnir og áknfinn vildu stund- um bera yfirvegun og forsjálni ofurliði. þétt. Kosningabaráttan l Bandaríkjunum þessa dagana snýst í raun og veru um það hvort viðurkenning Kennedy á stefnu friðsamlegrar sam- búðar sem meginreglu i skipt- um stórveldanna á að ríkja á- fram eða hvort horfið skal að valdastefnu fyrirrennara hans Á stuttum stjórnarferli hefur Johnson sýnt að honum er ljóst að Bandaríkjunum stafar háski af kynþáttamisrétti og örbirgð mitt í allsnægtum en ekki imynduðu „samsæri hins alþjóðlega kommúnisma". Andstæðingur hans er aftur á móti síðasti kaldastríðsriddar- inn dæmigerður. Nú hefur held- ur en ekki hlaupið á snærið fvr- ir Goldwater. þegar gamall fjár- málaráðunáutur og vinur for- setans komst undir manna hendur sökum kynvillu. Þetta atvik kemur eins og kallað fyrir frambjóðanda sem gert hefur það að einu helzta á- róðursmáli sínu að hefja fom- ar dyggðir til vegs og hreinsa til í spillingarbælinu Washing- ton. Eftir hálfa þriðju viku kemur f ljós hvort bandarískir kjósendur velja Johnson eða Goldwater til að koma fram gagnvart nýju mönnunum i Moskvu og London. — M.T.Ó. Bresnéf (t.v.) og Mikojan á fundinuni i sumar þcgar hinn síðarnefndi tók cmbætti forseta Æðsta ráðsins af þeim fyrrnefnda. S“ Hðustu árin hefur ókosta þessara starfsaðferða gætt meira og meira. Gagnrýnin í pólitískri erfðaskrá Togliattis á framkomu sovézkra ráða- manna í ýmsum málum hefur tvímælalaust fundið hljóm- grunn í Sovétríkjunum, þeg- ar greinargerð hins itaiska kommúnstaforingja birtist í Pravda. Aðaltilefni þeirrar rit- smíðar var ákvörðun sóvézka kommúnistaflokksins að kalla grundvallarsjónarmiðum sem sett hafa verið fram. Án til- lits til alls annars sem hér kemur til greina sýnir það hyl- dýpi vanþekkingar á Komm- únistaflokki Sovétríkjanna að gera sér í hugarlund að for- ingja hans sé sparkað til að gera Kínverjum, til geðs. Það er hinsvegar rétt að sov- étmenn standa betur að vígi i deilunni við Kínverja eftir að nýir menn eru tekn- ir við af Krústjoff, því hér eftir missir allur hamagangur gegn honum marks. Svipað má reyndar segja um skipti Sovét- rikjanna við Vesturveldin nýir menn ,eru aldrei eins bundnir af fyrri afstöðu i erfiðum deilumálum og þeir sem hana settu fram, og siíkt getur haft töluverða þýðingu um þessar mndir. Þetta er ritað áður en endanleg úrslit brezku þingkosninganna eru kunn, en Harold Wilson (í ljósum frakka) veifar til stuðningsmánna sinna. og Macmillan, skilgetið aí- kvæmi Játvarðartímabilsins, sleppti stjómartaumum í London. Fyxir tæpu ári var svo Kennedy Bandaríkjaforseti myrtur og Lyndon .Johnson varð fyrirvaralaust og við hirv ar arfiðustu aðstæður að taka á sínar herðar ábyrgð á stjórn forusturíkis auðvaldsheimsins Á öndverðu vfirstandandi ár andaðst Nehiu. langáhrifamesti forustumaður nýfrjálsu rík.j- anna. Eftir atburðina í fyrra- dag hefur því á rúmu ári skipt saman í Moskvu undirbúnings- fund undir alþjóðlega flokka- ráðstefnu til að fjalla um deil- una við Kommúnistaflokk Kína. Undirtektir undir fund- arboðið hafa verið dræmar, og verður nú fróðlegt að sjá hverju fram vindur í því máli. Bollaleggingar um að Krústjoff hafi verið fórnað til að blíðka Kínverja eru aftur á móti fár- ánlegar Hvað sem einstökum aðgerðum i deilunni við Kín- verja líður, stendur sovézka flokksforusta.n óskipt að þeim draga úr viðsjám í Mið-Evr- ópu. Er þar bæði rætt um Eækkun í erlendum herjum í Þýzkalandi, takmörkun vopna- búnaðar þar og i nærliggjandi löndum og eftir’it til að girða fyrir skyndiárás. i ist að framkvæma fyrirætlanir sínar um beizlun tæknibylt- ingarinnar nýju, til að bæta ur félagslegum þörfum heima- fyrir og hjálpa þróunarlöndun- um að iðnvæðast, er að heimsmálin þróist í friðvæn- lega átt. útvarpsviðtali kosninganótt- ina sagði Wilson að kæmi það í sinn hlut að mynda stjóm væri líklegt að hann gerði sér ferð til Moskvu áð- ur en langt um liði. Hins- vegar kvaðst hann myndi fara fyrst til Washington að fjalla ásamt nýkjörnum Bahda.ríkja- forseta um vandamálin sem efst eru á baugi í A-bandalag- inu. Að þeim viðræðum lokn- um væri sér ekkert að van- búnaði til Moskvufarar. Var á Wilson að heyra að hann , hyggði gott til endurfunda við j Kosygin fornkunningja sinn ; frá fyrrj Moskvuferðum, en I síðast þegar fundum þeirra bar saman ræddust þeir við um j afvopnunarmál í tvo , klukku- tíma. Vart er unnt að ímynda sér neitt sem betur festi í sessi Verkamannaflokksstjórn með knappan þingmeirihluta en árangursrík forganga um milliríkjasamninga sem afstýra því að Vestur-Þýzkaland fái umráð yfir kjarnorkuvopnum og draga úr styrjaldarhættu í Evrópu. K™ ústjoff á heiðurinn af því að hafa sett á oddinn stefnu friðsamlegrar sambúð- ar ríkja með mismunandi þjóðskipulag. Þrátt fyrir alla afturkippj og útúrdúra hefur bessi stefna unnið á jafnt og Enn fcsHa KUALA LUMPUR 15/10 — Stjóm Malasiusambandsins til- kynnti það fyrr í dag, að enn hefði herlið hennar með aðstoð herliðs frá Samveldislöndunum unnið sigur á skæruliðum Indó- nesa. Hefðu þrír þeirra fallið, en sextán verið teknir höndum. Einnig á stjórnarliðið að hafa náð á sitt vald mikiu af vopnum, vistum og útbúnaði. Fram til þessa hafa 47 skæruliðar Indó- nesa fallið i viðureign við stjórn- arherinn í Malasíu, en ekki hef- ur verið frá því skýrt. hvert tap Malasíumenn hafi liðið. Morðingjar ákærí ir / V-Þýzkdmdi KÖLN 14/10 Tíu fyrrvcrandi SS-menn veröa leiddir fyrir rétt í Köln á morgun ákærðir fyrir aö hafa átt hlut að morðum á rúmlega 10.000 sovézkum stríðs- föngum i Sachsenhausen fanga- búðunum í heimsstyrjöldinni síð- all^r horfur eru á að Verka- mannaflokkurinn fái starfhæf- an meirihluta. Þau úrslit gera strik í reikninginn fyrir fram- kvæmd áforma stjóma Banda.- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands um stofnun kjarnorkuvopnaðr- ar flotadeildar á vegum NATÓ Verka-mannaflokkurinn hefur iýst andstöðu við þá fyrirætl- un en hvetur í staðinn til öt- ullegri viðleitni en hingað til i þvi skyni að ná samkomu- lagi um ráðstafanir til að Sú var tíðin að hörðustu orra- hríðar á alþjóðafundum háðu þeir Bevin og Molotoff, annar utanrikisráðherra brezkrar Verkamannaflokks- stórnar, hinn utanríkisráðherra sovézku kommúnistastjórnar- innar. Síð»n hefur margt breytzt, og nú er svo komið að framámenn brezku sósíal- demókratanna og sovézku kommúnistanna eiga æði margt sameiginlegt. Þeir Bres- néf og Kosygin eru báðir tæknimenntaðir menn, þaul- reyndir við st.jórn umfangsmik- illa framkvæmda og talsmenn lipurri og sveigjanlegri áætl- unargerðar og stjórnar á at- vinnulífinu en tíðkaðist þegar menn með viðunandi tækni- kunnáttu og framkvæmda- re.vnslu voru mesta hörgulvaran af öllum í Sovétríkjunum. Wil- son og samstarfsmenn hans hafa sett sér það höfuðmaric- mið i afstaðinni kosningabar- áttu að hefja brezkt atvinnu- líf úr öldudal með áætlunar- gerð um skipulegan og stór- aukinn hagvöxt blandaðs hag- kerfis ríkisrekinna atvinnu- greina og einkafyrirtækja. Báðir þessir aðilar leggja mik- Nokkur réttarhöld af svipvðu tagi standa nú yfir í Vestur- Þýzkalandi og er tilgangurinn sá að hafa upp á og refsa þeim mönnum sem ráku útrýmingar- búðir Hitlers. Nú standa einnig yfir svo nefnd Auschwitz-réttarhöld í Frankfurt og Treblinkaréttar- höld í Dusseldorf. Fangabúðirnar í Sachsenhaus- en voru reistar á nokkrúm hluta þess svæðis sem Olympíuleikam- ir 1936 höfðu verið haldnir á Fangabúðastjórnin hreykti sér af því, að hafa sérstaklega fínan útbúnað, eins og t d. sér- stakt tæki til að skjóta fangana í hnakkann. Ailt að 400 Rússar voru teknir af lffi daglega í þessu sérstaklega fina tæki: Þeim var sagt, að þeir ættu að ganga undir læknisrannsókn og var stillt upp við stöng eins og mæla ætti hæð þeirra, en SS- maður í felum skaut þá f gegn- um sérstaka skotrauf á stöng- inni. Fyrsti ákærði er 51 árs gam- all lásasmiður Werner Kraemer, sem er ákærður fyrir að hafa hellt vatni niður í fangana þar til þeir létust af meðferðinni. Um 200 vitni frá 11 löndum verða kvödd til réttarhaldanna, sem munu líklega standa í sex mánuði. Ekki fannst sprengjan NEW YORK 15/10 — Nafnlaus upphringing olli því, að flugvél Johnsons Bandaríkjaforseta var vendilega rannsökuð áður en ið kapp á að knýja fyrirtæki | hann lagði upp frá New York til að nýta fuilkomnustu tækni , á fimmtud»g í kosningaleiðang- og gæta hagkvæmni í rekstri. ur Sagði rödd í símanum, að En frumskilyrði til að Sovét-1 sprengju hefði verið komið fyr- mönnum jafnt og Bretum auðn-1 ir í vélinni, en engin fannst. Löndunarbið til laurardsgs Ne»kaup»taður, 14/10 — Síld- veiðar fyrir austan hafa, sjald- an gengið betur en undanfama daga. Löndunarbið er nú hjá síldarbræðslunni á Neskaupstað fram á laugardag Bræðsla hefur nú stanslaust verið síðan 25. september. Fá ekki skilið Sovét og Noreg TÓKÍÓ 15/10 — Talsmaður jap- önsku fiskimálastjórnarinnar lét svo um mælt' í dag, að Japanir fái ekki skilið, hversvegna Nor- egur og Ráðstjórnarríkin eigi nú svo annrikt við að kalla saman alþjóðaráðstefnur um hvalveið- ar og alþjóðlegt eftirlit með hvalstofninum Talsmaðurinn gat frétta frá Ósió þess efnis, að rikisstjómir beggja þessara landa hefðu eindregið hvatt Japani til þess að taka þátt i fyrirhug- aðri ráðstefnu Kvað talsmaður- inn enga slíka orðsendingu hafa borizt japönsku stjórninni og væri því enga afstöðu unnt að taka til þessa máls. é I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.