Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞIÖÐVILIINN Laugardagur 17. október 1954 VIÐ NÁLGUMST FJARLÆGA HNETTI Það er eríitt að ofmeta þá atburði sem verið hafa að gerast í geimnum. Gagarin, Titof, Nikolajef, Popovitsj, Bykovski, Valentina Tsjerés- kova og bandarísku geimfar- arnir þurftu að leysa verk- efni sín af hendi ein og 6- studd Nú vinna þrír sér- fræðingar saman. Þetta er sá meginmunur sem skilur á milli geimferðar þriggja manna áhafnar og eins manns ferðanna, sem hafa verið farnar til þessa. Áhöfnin á þessari vísinda- legu rannsóknarstöð í geimn- um var dæmi þess. hvernig geimför sem ferðast milli hnatta í framtíðinni verða K. FEOKTISTOF í fyrsta skipti við geimrannsóknir voru ekki aðeins rann- sóknartækin um borð í geimfarinu, en einnig einn af þeim mönnum, sem gera þessi tæki og hafa mest not af upp- lýsingunum sem þau veita. Konstantin Feoktistof er vingjarnlegur, hávaxinn maður, hárið er aðeins farið að grána og hann ber það með sér að hann er menntamaður. Hann sá um vísindatækin um borð í geimfarinu, Þar að auki framkvæmdi hann 'margvíslegar rannsóknir, enda er hann mjög reyndur vísindamaður, og hefur unnið við fjölmargar rannsóknir og hefur gagngera þekkingu á mörgum vísindagreinum. Hann er Rússi fæddur í Voronesh, sem er ein af elztu borgum í landiriu. 1949 lauk hann námi í verkfræði við Baumann skólann í Moskvu, en þaðan hafa fjölmargir af helztu visindamönnum Hússa lokið námi. Feoktistof er ekki félagi í Kommúnistaflokknum. Hann hefur hlotið tvö heiðursmerki fyrir árangur sinn við störf í þágu sovézkra vísinda og verkfræði. Vísindamaðurinn hefur þjálfað sig smám saman fyrir geimferð og það löngu áður en tæknileg skilyrði voru fyr- ir því, að hægt væri að senda vísindamann út í geiminn. Hann varði miklu af tíma sínum til íþrótta, iðkaði leik- fimi, knattspyrnu og skíðaferðir. Nú eru uppáhaldsgreínar hans blak og körfubolti. Einnig hefur hann stundað fall- hlífastökk. Meðan a undirbúning geimferðarinnar stóð gekk Kon- stantin Feoktistof undir sömu sérstöku þjálfunina og aðr- ir af áhöfninni. Einnig lærði hann að fljúga nýtízku flugvélum. Hann er kvæntur og er kona hans þulur við sjónvarpið i Moskvu. mönnuð. Geimflugmaðurinn Vladimir Komarov. fyrirliði áhafnarinnar er vélaverk- fræðingur, sem þekkir far- kostinn út og inn. Vegna þekkíngar og reynslu vísinda- mannsins Konstantin Feokti- stof getur áhöfnin fram- kvæmt hinar margvíslegustu vísindaat.huganir. Og stað- reyndin, að Boris Jegorof, læknir er um borð er mjög athyglisverð. 1 fyrsta skipti geta geimfarar treyst á lækn- ishjálp, ef eitthvað kynni að koma upp úti í geimnum. Þégar verið var að þjálfa þá fyrir geimferðina voru þeir Komarof, Feoktistof og Jegorof alltaf saman. Þeir voru ekki aðeins þjálfaðir saman, en fóru auk þess saman á gönguferðir, saman í kvikmyndahús og leikhús. Reynsla sú, sem fengizt hefur af þjálfun á- hafnar geimfarsins er mjög mikilvæg fyrir framtíðarferðir milli hnatta; þegar félagar í áhöfninni, sem hafa vanizt hver öðrum á jörðu, verða „óaðskiljanlegir” í geimför- um á leið milli hnatta mán- uðum saman og jafnvel ár- um saman. Enn þá er ekki háegt að meta alla þýðingu ferðar þessarar geimrannsóknar- stofu. Það verður ekki hægt, fyrr en búið er að vinna úr staðreyndum þeim, sem safn- að var saman. Eitt er þó dag- ljóst; við höfum nálgazt fjar- læga hnetti verulega. Árangur sovézkra vísinda og vélaverkfræði er einfald- lega aðdáunarverður. Fram- farirnar gerast með geim- hraða! 1 þróun flugsins liðu mörg ár þangað til annar maður komst með flugmann- inum í vélina, Þrir menn hafa nú unnið saman í einu geimfari, og það ekki nema þrem árum eftir að Júri Gagarín flaug fyrstur manna út í geiminn. Rétt fyrir mánuði á 15. alþjóðaþingi um stjarnsigl- ingar í Varsjá var mest rætt um vandamál í sambandi við geimför með margra manna áhöfn. Nú hefur slikt geim- far farið á loft. Þó að það hafi aðeins farið um jörðina, en ekki siglt til annarra stjarna er það samt komið á loft! Þessi geimferð ýtir við í- myudunarafli okkar. Dagur- inn er ekki langt undan, þegar við munum bíða eftir því að sjá glampandi hlut birtast á himni — geimskip á heimleið úr ferð til Mars eða Venusar — eða kannski frá næstu stjörnuþyrpingu við okkur í geimnum. Hópur geimfara var að koma aftur til stöðva sinna úr hjólreiðatúr. Skuggsýnt var orðið og það fór að rigna, svo geimfaramir leituðu skjóls undir eikartré. Valeri Bykovski og Andrian Nikolayev fóru inn í skóginn tíl þess að safna saman þurrum sprekum til að kveikja eld. Hinir geimfaramir sátu og röbbuðu saman. „Vitið þið hvað ég er að hugsa um“. sagði Vladimir Komarov við félaga sína. „Um hjólin, þau gætu orðið okk- ur að góðu gagni í geimnum. Þíð rekið upp stór augu, en hugsið um málið. Þetta er ósköp einfalt. Sjáið tii . . . . “ „Meðan verið er í langri geimferð verða menn tvímæla- laust að vera í góðri þjálfun. Til þess verða menn að iðka leikfimi í geimfarinu. Það er ljóst mál. Hjörtu okk- ar sem erum þjálfaðir geta misst mikið af starfsorku sinni, ef þjálfuninni er ekki haldið við . og þá vitið þið hvernig fer“. „En reiðhjólin?" spurði einn af vinum hans. „Vegna þess að hjól er ágætis þjálfunartæki, sérstak- lega fyrir fæturna, og ef við bætum við teygjuböndum til að æfa handleggina, þá mundi þetta halda við líkams- þjálfun geimíarans við skilyrði þyngdarleysis og þar að auki væri hægt að nota hjólkeðjuna til þess að hiaða rafgeyma . . . . “ Þessi saga er dæmigerð. Vladimir Komarof 37 ára gamall flugstjóri fyrstu geim- skipsáhafnar í heimi er gagntekinn af köllun sinni. Hann er alltaf að hugsa um eitthvað í sambandi við hana, koma auga á eitt.hvað nýtt, gera uppfinningar . . . Vladimir Komarof er fæddur í Moskvu 1927. Þegar hann var tekinn í hóp væntanlegra geimfara hafði hann mikla reynslu að baki sem flugmaður, einnig var hann þjálfað- ur flugvirki. Hann útskrifaðist úr vélvirkjadeild flughers- ins við Sjukovskij Akademíuna árið 1959. Geimfararnir, félagar hans, hrósa honum á hvert reipi, hvað hann sé vel að sér, skapgóður, staðfastur við nám og hæverskur. Komarof er ágætur íþróttamaður, en heldur mest upp á blak á sumrin og ísknattleik á vetuma. Vladimir er giftur og á 13 ára son og 6 ára dóttur. Va entina kona hans er bókavörður og sér honum auðvit- að alltaf fyrir nýjum bókum, sem hann gleypti í sig. Vladimir eyðir eins miklum tíma og hann getur með fjölskyldu sinni, safnar t.d. frímerkjum með syni sínum. / ÁHAFNAR- INNAR: KOMAROF Geimfarinn Vladimír Komarof með fjölskyldu «inni YNGSTI FÉLAGINN „Jæja vinir, hvernig líður ykkur í dag?“ í fyrsta skipti var áhöfnin á geimfari ekki spurð þessarar spurningar frá jörðu. Boris Jegorof læknir var með i förinni og hann framkvæmdi fyrstu læknisrannsóknina í geimnum, svo að segja um leið og Voskhod var komið á braut. Fyrir þrem árum sumarið 1961 vqru nokkrir íbúanna í „Stjörnuborg" (en þar eru þjálfunarbúðir og rannsókn- arstöðvar sov. geimfara) að tala um þennan möguleika. „Kannski er kominn tími til, að læknar fari að undir- búa sig fyrir lengri ferðir út í geiminn”, spurði Pavel Popovitsj einn af læknum geimfaranna. ;,Þegar allt kemur til alls, hljóta þeir að hafa miklu betri aðstöðu til rann- sókna á staðnum, en með mælitækjum af jörðu. Ef ein- hverjum af áhöfninni líður ekki vel er hægt að gripa til ráðstafana í tæka tíð. Hugsið ykkur bara, hve auðvelt verður að safna mörgum vísindalegum staðreyndum. Og þá verður hægt að gera uppgötvanir, og nota þær á geim- sjúkrahúsinu. Er þetta ekki fyrirtaks hugmynd: Sjúkra- hús í geimnum!“ „Nei, Pavel. Þetta er enn óralangt undan", sagði lækn- irinn hlæjandi. „En gætum við ekki alveg leikandi komizt af án lækna?“ skaut Valeri Bykovski inn í. „Til dæmis væri hægt að bæta fyrirlestrum í líffærafræði, lífeðlisfræði og almenn- um sj úkdómsgreiningum og kannski ofboðlitlu um skurð- lækningar við á þjálfunarskrá okkar. Þá gætum við ver- ið okkar eigin læknar í geimnum", lauk hann máli sínu við góðar undirtektir viðstaddra. „Nei, Valeri. Ég efast um það“, svaraði læknirinn. „Læknir í geimnum verður að vera fær um að gripa til allra hugsanlegra ráðstafana. Þekkingin sem til þess þarf er árangur af margra ára starfi og reynslu, svo ekki sé minnzt á námið sjálft“. Þeir ræddu þessi mál áfram og veltu því m.a. fyrir sér hvort hægt væri að framkvæma uppskurð í geimfari. Þetta var fyrir þrem árum og þá grunaði engan hve- nær sá söguiegi atburður ætti eftir að gerast, að læknir yrði einn af áhöfninni í geimfari. Boris Jegorof læknir er 27 ára gamall Moskvubúi. 1961 lauk hann námi við læknaskóla í Moskvu. Faðir hans sem heitir einnig Boris er líka læknir og er mjög þekktur. Hann er prófessor í læknisfræði í Moskvu. Eins og aðrir af áhöfninni var Boris þjálfaður sam- kvæmt sérstakri áætlun og hafði m.a. dvalið í líkani geim- farsins til þess að æfa sig á tæknilegu hlið læknisfræði- legu og líffræðilegu rannsóknanna, sem hann framkvæmdi við þessar erfiðu aðstæður. Eins og hinir er hann góður íþróttamaður, einkum gef- inn fyrir fjallgongur og skíðaferðir. Yngsti félagi áhafnarinnar er lika kvæntur. Kona hans Eleonora er augnlæknir á sjúkrahúsi í Moskvu. Þau eiga einn son, Boris. L i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.