Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. oktöber 1964 ÞlðÐVILTINN SlÐA 3 Spiegelmálið alræmda hef ur nú verið vakið upp að nýju KARLSRUHE 16/10 — Saksóknari ríkisins í yest- ur-Þýzkalandi höfðaði á föstudag mál gegn Rudolf Augstein, útgefanda vestur-þýzka vikublaðsins „Der Spiegel", aðalritstjóra blaðsins, Conrad Ahl- ers, og liðsforingja einum í hernum. Öllum er mönnum þessum gefin landráð að sök. Þetta var opinberlega tilkynnt í Karlsruhe í dag. Þessi málshöfðun kemur tveim árum eftir Spiegel-málid svo- nefnda, sem varð eitt mesta hneykslismál eftirstríðsáranna í Vestur-Þýzkalandi og hafði í för með sér. að Konrad Aden- auer neyddist til þess að reka vamarmálaráSherra, sinn, Franz- Josef Strauss, úr stjórninni. Kýsti heræfingu „Der Spiegel“ haf'ðj þá birt grein með harðri gagnrýni á vestur-þýzka herinn, og héldu Mannaskipti Framhald af 1. síðu. sína og þrír nánir samstarfs- menn Krústjoffs aðrir. Eru það þeir Oleg Trojanofskí, sem verið hefur um árabil túlkur Krústjoffs, Vladimír Lebedef og Alexander Sjúiskí, einn helzti sérfræðingur hans í land- búnaðaTmálum. Óbreytt utanríkisstefna Við móttökuathöfn í Kreml á föstudag lýstu sovézkir embætt- ismenn því yfir við erlenda fréttamenn, að ekki væri að vænta neinna breytinga á ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna við þessi mannaskipti í æðstu stjórn landsins, e hinsvegar gáfu þeir í skyn, að breytinga væri von í áætlunarbúskap og iðnaðar- málum. Er þetta í samræmi við orðsendingu, sem Sovétstjómin hefur sent ríkisstjómum ýmissa landa, þeirra á meðal Banda- ríkjastjóm, og ítrekað þar að Sovétríkin muni sem fyrr leggja megináherzlu á friðsamlega sambúð ríkja og alþjóðasam- vinnu. Svíarnir smygl- uðu líka bréfum STOKKHÖEMI 16/10 — Sænsku liðsforingjamir tveir, sem smygl- uðu vopnum og skotfærum fyrir tyrkneska Kýpurbúa, smygluðu einnig bréfum milli Tyrkja í Kokkina og Lefka. Þetta kemur fram í kærunni á hendur liðs- foringjunum, en hún var birt í dag. Láðsforingjarnir heita Hélge Hjalmarsson og Lars Lindh og eru 30 og 27 ára að aldri. Þeir eru kærðir fyrir gróf afbrot í starfi sínu og geta sam- kvæmt lagabókstafnum hlotið allt að sex ára fangelsi. Hinn opinberi ákærandi lagði á það áherzlu. að hegðun Svíanna 2ja hafi orðið þess valdandi að rýmaði traust Kýpurbúa á sænska herliðinu á eynni. Verk- efni þess sé nú sýnu erfiðara. Cole Porter látinn SANTA MONICA 16/1 j. — Hinn heimsþekkti bandaríski óperettu- höfundur Cole Porter andaðist á sjúkrahúsi í Santa Monica í Kalifqrníu á fimmtudagskvöld. Hann varð 73 ára gamall. Rudolf Augstcin yfirvöld því fram, að greinin hefði haft inni að halda upp- lýsingar. sem leynilegar hefðu átt að vera með tilliti til ör- yggis landsins. 1 greininni var ítarlega lýst heræfingu á veg- um Nato og undirstrikuð sú skoðun blaðsins, að vamir Vestur-Þýzkalands væm hvergi nærri fullnægjandi. Handtökur og húsrannsókn Nærri þrem vikum eftir að blaðið hafði birt grein sína framkvæmdi leynilögreglan • hús- rannsókn í aðalstöðvum blaðs- ins í Hamborg, og skrifstofum þess í Bonn. Rudolf Augstein og með honum tíu menn aðrir voru settir undir lás og slá og sakaðir um landráð Þeim var þó öllum smám saman sleppt. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins í Hamborg voru lok- aðar um mánaðartíma, og lög- reglan lagði hald á um 209 skjalamöppur fullar af pappír úr skjalasafni blaðsins. Var möppunum ekki aftur skilað fyrr en að ári liðnu. Strauss hröklaðist frá Strauss missti sæti sitt í rík- isstjóminni vegna þeirrar gíf- urlegu athygli, sem hlutdeild hans í handtöku Ahlers vakti. Síðan hefur málið verið af yf- irvaldanna hálfu látið kyrrt liggja unz þeir Conrad Ahlers og Rudolf Augstein eru nú sak- aðir um að hafa stofnað öryggi Vestur-Þýzkalands í voða með því að taka við ríkisleyndar- málum frá Alfred Martin, höf- uðsmanni í hernum. De Gaulle hélt heim í gær RIO DE JANEIRO 16/1» — Charles de Gaulle, Frakklands- forseti, Iauk á föstudag 26 daga hringferð sinni um Suður-Amer- íku. Hann hélt heimleiðis til Parísar með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu. Á fimmtudagskvöld barst de Gaulle fregnin um það að Krúst- joff hefði lagt niður völd og sást ekki bregða. Heimsókn hans til Brasilíu stóð í þrjá daga og bar ekki til tíðinda. Hringferð Frakk- landsforseta hófst í Caracas í Venezúela 20. sept. sl. og síðan hefur hann heimsótt Kðlornbíu, Equador, Perú, Bólivíu, Chile, Argentínu, Paraguay, Uruguay og Brasilíu. Maurice Couve de Murville, utanríkisráðherra, hef- ur verið í för með honum. Einu teljandi óspektirnar í þessari ferð de Gaulles áttu sér stað í Cordoba í Argentínu, en þar umkringdu Peronistar bíl þann er de Gaulle og Arturo Illia, Argentínuforseti, óku í. Rúða var brotin í bílnum áður en lögreglan beitti táragasi og kylfum og dreifði mannfjöldan- um. Harold Wilson myndar stjórn Framhald af 1. síðu. og er mótframbjóðandi hans, Griffith að nafni, sakaður um að hafa notfært sér andúð kjós- enda á þeldökkum innflytjend- um og það á hátt sem Wilson hefur kallað smánarblett á ensku lýðræði. Það er hefð í enska þinginu, að utanríkisráðherrann eigi sæti í Neðri málstofunni, og verður Gordon-Walker því vænt- anlega tryggt öruggt þingsæti þegar slikt kann að bjóðast. George Brown, einn kunnasti forystumaður Verkamannaflokks- ins og fyrrum keppinautur Wil- sons um forystu hans, hefur ver- ið skipaður ráðherra þeirra mála, er að hagþróun lúta. Hann verð- ur einnig staðgengill Wilsons þegar forsætisráðherrans fer ut- an, . ida þótt Brown hafi ekki formlega verið skipaður vara- forsætisráðherra, enda slíkt ekki venja í Englandi. Herbert Bow- den verður ,,Lord President of the Council“ og einnig hefur Dennis Healey, kunnur Verka- mannaflokksþingmaður, hlotið sæti vamarmálaráðherra. Ed- ward Short fær hið erfiða verk- efni að verða „þingfundasmali“ Verkamannaflokksins. James Callaghan hefur verið skipaður fjármálaráðherra, en nöfn ann- arra ráðherra verða birt á morgun. 8-11 Höfum opið frá kl. 8 f.h. til kl. 11 e.h. alla daga vikunnar virka sem helga- Hjólbarðaviðgerðin Múla v/Suðurlandsbraut Sími 32960. Kjarnasprenging Framhald af 1. síðu, Fréttin um kjarnasprengingu Kínverja kom ekki á óvart. Fyr- ir í’úmum hálfum mánuði skýrði Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá því að búast mætti við slíkri sprengingu alveg á næstunni. Víða var á það minnzt í dag að nú væri ekki lengur stætt á því að banna Kína aðild að SÞ. Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, sagði að kjamasprenging- in væri enn ein röksemd fyrir því að taka Kina í SÞ og Er- lander. forsætisráðherra Svía, harmaði það að Kína skyldi ekki þegar vera í samtökunum, svo að landið hefði getað tekið þátt í alþjóðasamstarfi til að hindra frekari útbreiðslu kjarnavopna. Vaialaust hafa hin löngu og ströngu ferðalög Krústjoffs verið erfið manni á hans aldri og á þessu ári hefur hann verið svo að segja á s töðugu ferðalagi innan lands og utan. Myndin er tekin af honum og Kadar forsætisráðherra í Búdapest í vor. Við sem höfum þann starfa að fylla dálka blaðanna með markverðum tíðindum héðan eða handan hálfkvíð- um fyrir sumrinu, þeim tima ársins -sem reynslan hefur kennt okkur að sjaldnast er að vænta mikilla viðburða. Blaðamenn í öðrum löndum kalla sumarið óvirðulegum nöfnum, þeir tala um „ag- urketid“ og „spinach season“, mér er ókunnugt hvernig á þeim nafngiftum stendur, nema þessir ágætu ávextir séu ekki taldir sérlega girni- legir og eigi því vel við þær fréttir sem að jafnaði ber- ast að sumarlagi. Hver sem ástæðan er, og sjálfsagt væri hægt að láta sér detta ýmsar í hug, er þessi reynsla frétta- manna allóskeikul og hún hefur þá heldur ekki brugð- izt í sumar fremur en oftast endranær. Sumarið hefur Yerið óvenju viðburðalítið á erlendum vettvangi, jafn- vel „hið langa heita sumar“ sem búizt var við í Banda- ríkjunum varð styttra og svalara en flestir höfðu ætl- að. En reynslan er einnig sú að þegar fer að hausta má fara að búast við tíðindum, og sá fréttamaður er á rangri hillu sem ekki hlakkar til þess að geta sagt lesendum sínum eða áheyrendum frá merkisviðburðum, hverjir sem þeir kunna að vera. Sá sem þetta ritar minnist þess ekki að jafn mörg og mikil tíðindi hafi áður borizt á einum eða tveimur dögum og orðið hefur nú að loknu þessu sumri. Manna- skiptin í Moskvu, kjarnorku- sprengingin í Kína, valda- taka Verkamannaflokksins í Bretlandi, allt eru þetta heimsviðburðir, sem munu á næstu misserum og árum móta gang sögunnar, og októ- bermánuður anno 1964 hefur tryggt sér veglegan sess á spjöldum hennar. En þótt atburðimir muni þannig mið- aðir við þennan mánuð árs- ins er Ijóst að þeir eiga sér allir langan aðdraganda. Þegar fréttin af mannaskipt- unum í Moskvu barst í fyrra- dag, mátti ætla að ákvörðun- in um valdaafsal Krústjoffs hefði verið tekin án mikils fyrirvara Hún kom þá líka á óvart, þótt leiða mætti lík- ur að því að hún hefði ver- ið í bígerð nokkra hríð, og ástæðurnar sem tilgreindar voru, aldur og heilsubrestur, gætu talizt harla sennilegar. En þær frekari fréttir sem bárust frá Moskvu í gær benda eindregið til þess að með hinum tilgreindu ástæð- um hafi ekki verið sögð öll sagan. Enn er óljóst hvað gerðist í rauninni á mið- stjómarfundinum i Moskvu á miðvikudag, en nú þegar virðist óhætt að fullyrða að afsögn Krústjoffs hafi ekki farið fram jafn snurðulaust og látið var í skína í hinni opinberu tilkynningu. Frétta- ritarar segja nú að vænta Mannaskiptín og deilan við Kína megi frekari frásagnar af því sem á fundinum gerðist og öllum aðdraganda manna- skiptanna og sjálfsagt er að geyma frekari útlistanir þar til meiri vitneskja er fengin. Það virðist nú augljóst að hvemig sem mannaskipt- in bar að séu þau í tengsium við þær miklu deilur sem staðið hafa undanfarið milli kommúnistaflokka Sovétrikj- anna og Kína. Yfirlýst við- horf kínverskra leiðtoga hafa verið slík að óhugsandi var að sættir tækjust milli flokk- anna á meöan Krústjoff gegndi forustustörfum í Sov- étríkjunum. Það kann að vera að hann hafi sjálfur gert sér þetta Ijóst og hafi því talið heppilegra að segja af sér, áður en sú ráðstefna komm- únistaflokkanna sem boðuð hefur verið í Moskvu 15. des- ember kemur saman. Til hennar voru boðaðir fulltrúar 25 kommúnistaflokka. auk sovézka flokksins. Undirtektir hafa ^erið dræmar, svo að ekki se fastar að oi'ði kveðið. Mönnum telst svo til að að- eins ellefu flokkar, að þeim sovézka meðtöldum, hafi fall- izt á, skilyrðislaust og án nokkurs fororðs. að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Kín- verski flokkurinn og þeir flokkar í hópnum sem hon- um fylgja fastast að málum hafa ýmist hafnað boðinu eða virt það að vettugi. Aðrir, og þar má einkum nefna ítalska flokkinn, hafa varað við þessari ráðstefnu og dregið í efa að nokkurt gagn gæti hlotizt af henni. Hvort sem Krústjoff hefur verið að- alhvatamaður ráðstefnunnar og þess uppgjörs við kín- verska kommúnista sem greinilega stóð til að færi fram á henni eða aðrir áttu þar meiri hlut var til hennar boðað í hans nafni sem leið- toga sovézka flokksins, og hinnar dræmu undirtektir voru því áfall fyrir stefnu hans og starfsaðferðir. Það er sjálfsagt engin tilviljun að þeir menn sem fyrstir verða að víkja úr embættum eftir mannaskiptin í Sovétríkjun- um hafa allir staðið í fremstu víglinu í því áróðurs- striði sem sovézkir og kín- verskir kommúnstar hafa háð af miklu kappi, en báðir — því miður — af minni forsjá, undanfarin misseri. Það skal látið ósagt hvort brotthvarf Krústjoffs og ýmissa wáinna samstarfsmanns hans nægir (51 að greiða götu fyrir sátt- um og samkomulagi milli ráðamanna í Moskvu og Pek- ing. En því fer áieiðanlega raíög fjarri að það eitt dugi til að jafna dedurnar. Þótt ætla megi, eins og hér hefur verið gert, að afsögn Krú- stjoffs sé tengd deilunum við Kínverja, þá er það víst að hinir nýju sovézku ráðamenn hafa í öllum meginatriðum sömu viðhorf og hann. I ó- staðfestri en sennilegri frétt segir að hann hafi verið gagnrýndur fyrir það hvemig hann hafi haldið á málum. en ekki fyrir þarrn málstað sem hann hélt fram. Sú gagnrýni er ekki ný; hún var megininntak minnisblaða Togliattis heitins. Það er vitaskuld tilviljun, en næsta furðuleg þó, að Kínverjar skyldu sprengja fyrstu kjamasprengju sína einmitt þegar Krústjoff hafði láfið af embætti. Eitt atriðið í gagnrýni þeirra á fram- komu Sovétríkjanna í þeirra garð í stjómartíð hans var að þau hefðu svikið gerða .-.amninga um aðstoð í kjam- orkuvísindum og þarmeð við smíði kjamavopna. Hin nýja kjarnasprengja Kínverja á sér auðvitað langan aðdrag- anda; þeir hafa unnið að smíði hennar mörg undanfar- in ár og hafa ekki farið dult með að það vekti fyrir þeim að koma sér upp fullkomn- um kjarnavígbúnaði. Það er ástæða tii að harma að þeir töldu sig ekki eiga annars kost, en kjarnasprenging þeirra er staðfesting á stór- veldisaðstöðu þeirra og ber jafnframt vitni um öra tækni- þróun, þótt enn kunni að líða nokkur ár þar til þeir verða jafnokar hinna stórveldanna í þeirri list að kunna að út- rýma öllu mannkyni á nokkr- um andartökum. En hún er jafnframt þörf áminning 511- um þeim sem haldið hafa að hægt væri til frambúðar að láta sem stærsta og elzta menningarþjóg heimsins væri ekki til. Það er leitt til þess að vita, en er þó tímanna tákn, að múgdrápstæki sé slíkri þjóð nairðsynlegur að- göngumiði að eðlilegum sam- skiptum við aðra. Það er á- stæða . til að fagna því að Kínverjar hafa strax boðizt til þátttöku í ráðstefnu stór- veldanna um algert bann við kjarnavopnum, en aðeins slíkt bann gæti endanlega bægt frá dyrum hættunni á kjarnorkustríði. í>að boð hef- ur sem vænta mátti vakið hin venjulegu skilorðsbundnu við- brögð í Washington, en eng- inn vafi^ er þó á því að nú þegar Kínverjar hafa eignazt kjarnasprengjuna verður þeim ekki lengur meinað um þann sess á ráðstcfnum þjóðanna sem þeim hefur lengi borið °g það fyrir aðra og ákjós- anlegri verðleika. ás /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.