Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Rítstjóm, afgreiðsla. auglýsingax, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð fel. 90,00 á mánuði 500 leiguíbúðir J^inn þáttur húsnæðismálanna sem reyrzt hefur í hnút sem torleyst vandamál er skortur á leigu- húsnæði, og þá ekki sízt í Reykjavík og annars staðar í bæjum Suðvesturlandsins. Hér á landi verður það vandamál enn flóknara en annars vegna þess, að heita má að lítt mögulegt eða ó- mögulegt sé fyrir barnafjölskyldur, að ekki sé tal- að um barnmargar fjölskyldur, að fá á leigu gott íbúðarhúsnæði. Og alltof víða er beinlínis okrað með húsaleigu, húsaleigan verður svo stór hluti af tekjum höimilisfyrirvinnunnar að óskiljanlegt má teljast hvernig takast má að svara öðrum óhjá- kvæmilegum útgjöldum fjölskyldu af því sem eft- ir verður þegar búið er að borga húsaleiguna. Þar á ofan bætast ýmsar kvaðir sem verða að teljast óeðlilegar, eins og hin mikla fyrirframgreiðsla, sem algeng er. Og hús ganga hér svo ört kaupum og sölum á braskmarkaði að leigjendur geta sjald- an verið lengi öruggir um í þeim sviptingum, að þeir fái að halda húsnæði sínu. Jjað er því sannarlega þörf á þeim ráðstöfunum sem þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, Einar Olgeirsson, Ragnar Arflalds og Eðvarð Sigurðsson, * leggja til í frumvarpi á Alþingi þessa dagana. Þar er ríkisstjórninni heimilað að láta reisa á næsta ári, 1965, 500 fbúðir, sem síðan verði* leigðar út, eftir nánari reglum sem frumvarpið kveður á'.um, en þar er m.a. það ákvæði að leigan megi ekki nema meiru en 8% af kostnaðarverði íbúðanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fela megi Húsnæð- ismálastjórn ríkisins framkvæmdir í málinu, og ákvæði er um heimild til 200 miljóna króna lán- töku til þessara framkvæmda. piutningsmenn taka skýrt fram að með þessu frumvarpi sé ekki aetlunin að ráðast á megin- vanda húsnæðismálanna, en boða aðrar og yfir-; gripsmeiri tillögur af hálfu Alþýðubandalagsins' um það mál. En hér er gripið á bráðabirgðaráð- stöfunum sem gætu létt hundruðum fjölskyldna húsnæðisvandræðin, sem víða sverfa sárt að og geta jafnvél reynzt óleysanlegt vandamál. Bernsk viðbrögð Vísis Jjegar mikið er um að vera í alþjóðamálum verð- ur oft slíkt fjaðrafok í vissum íslenzkum blöð- um, að engu er líkara en þau láti einvörðungu stjórnast af einhvers konar bemskum viðbrögðum, án þess að hugsun fullorðinna manna komist þar að. Dæmi um slíkt er Vísir í gær og fábjánalegt hnútukast hans til Þjóðviljans. JJm alþjóðamál er fjallað í Þjóðviljanum af algeru ofstækisleysi og jafnan leitazt við að auðvelda lesendum yfirsýn og miðla fræðslu eins og tök er á. Sú afstaða er andstæða hinna bernsku viðbragða Vísis, þar sem fordómar og kreddur, gegnsýrt bandarisknm áróðri, má sín allta’f meira en íslenzk hugsun -’-rr TH-urði heimsmálanna. -----------þjúÐVILJINN------------------------------- Sjálfkjörið var í allar fasta nefndir beggja þingdeilda □ Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær og voru þar kosnar fastanefndir deildanna. Sjálf- kjörið var í allar nefndir þar eð ekki komu í neinu tilfelli fram fleiri uppástungur í þær, en kjósa átti 7 þingmenn í hverja nefnd. Fer hér á eftir upptalning á nefndamönnum í hvorri deild. Þrír listar komu fram við kosningarnar, A-listi studdur af stjórnarflokkunum, B-listi studdur af Framsóknarmönnum og C-listi studdur af Al- þýðubandalaginu. ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Efri deild FJÁRHAGSNEFND: Af A- lista Ólafur Björnsson, Magn- ús Jónsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Jón Þorsteins- son, af B-lista Karl Kristjáns- son og Helgi Bergs. og af C- lista Björn Jónsson. S AMGÖNGUMAi, ANEFND: Af A-lista Bjartmar Guðmunds- son, Jón Þorsteinsson. Jón Árnason og Magnús Jónsson, af B-lista Páll Þorsteinsson og Ásgeir Bjarnason, og af C-lista Björn Jónsson. LANDBÚNAÐARNEFND: Af Alista Sigurðúr Ó. Ólason. Bjartmar Guðmundsson, Jón Árnason og Jón Þorsteinsson, af B-lista Ásgeir Bjamason og Páll Þorsteinsson og af C- lista Björn Jónsson. SJÁVARÚTVEGSNEFND: Af A-lista Jón Árnason, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurður Ó. Óla- son og Þorrvaldur Garðar Kristjánsson, af B-lista Helgi Bergs og Ólafur Jóhannesson og af C-lista Gils Guðmunds- son. HEILBRIGÐIS- OG FÉ- L AGSMÁL ANEFND: Af A- lista Auður Auðuns, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Jón Þor- steinsson og Bjartmar Guð- múndsson, af B-lista Karl Kristjánsson og Ásgeir Bjama- son og af C-lista Alfreð Gísla- son. IÐNAÐARNEFND: Af A- lista Magnús Jónsson, Þorvald- ur G. Kristjánsson, Auður Auðuns og Eggert Þorsteinsson, af B-lista Hermann Jónasson og Helgi Bergs og af C-lista Gils Guðmundsson. MENNTAMÁLANEFND: Af A-lista Auður Auðuns, Ólafur Bjömsson, Jón Þorsteinsson og Bjartmar Guðmundsson, af B- lista Páll Þorsteinsson og Karl Kristjánsson og af C-lista Gils Guðmundsson. ALLSHERJARNEFND: Af A- lista, Magnús Jónsson, Ólafur Björnsson. Eggert Þorsteinsson og Sigurður Ó. Ólason, af B- lista Ólafur Jóhannesson og Hermann Jónasson og af C- lista Alfreð Gíslason. Neðri deild FJÁRHAGSNEFND: Af A- lista Davíð Ólafsson, Matthias Á. Mathiesen, Jónas ' G. Rafn- ar og Sigurður Ingimundarson, af B-lista Skúli Guðmundsson og Einar Ágústsson og af C- lista Lúðvík Jósepsson. SAMGÖNGUMÁLANEFND: Af A-lista Sigurður Bjarnason. Guðlaugur Gíslason, Sigurður Ágústsson og Benedikt Grön- Laugardagur 17. október 1964 dal, af B-lista Bjöm Pálsson og Sigurvin Einarsson og af- C-lista Ragnar Amalds. LANDBÚNAÐARNEFNÐ: Af A-lista Gunnar Gíslason, Jón- as Pétursson Benedikt Grön- dal og Sverrir Júlíusson, aí B-lista Ágúst Þorvaldsson og Bjöm Pálsson og af C-lista Hannibal Valdimarsson. SJÁVARÚTVEGSNEFND: Af A-lista Sverrir Júlíusson. Pét- ur Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason og Birgir Finnsson, af B-lista Gísli- Guðmundsson og Jón Skaftason og af C-lista Lúðvík Jósepsson. IÐNAÐARNEFND: Af A- lista Jónas G. Rafnar, Sigurður Ágústsson, Matthias Á. Mat- hiesen og Sigurður Ingimund- arson. af B-lista Þórarinn Þór- arinsson og Gísli Guðmundsson og af C-lista Eðvarð Sigurðs- son. IIEILBRIGÐIS- OG FÉ- L AGSM ÁL ANEFND: Af A- lista Matthias Bjarnason, Guð- laugur Gíslason, Jónas G. Rafnar og Birgir Finnsson, af B-lista Jón Skaftason og Ágúst Þorvaldsson og af C-lista Hannibal Valdimarsson. MENNT AMÁL ANEFND: Af A-li'sta Gunnar Gíslason, Ein- ar Ingimundarson. Davíð Ól- afsson og Benedikt Gröndal, af B-lista Sigurvin Einarsson og Bjöm Fr. Bjömsson og af C- lista Einar Olgeirsson. ALLSHER J ARNEFND: Af A-lista Einar Ingimundarson, Matthías Bjamason, Pétur Sig- urðsson og Sigurður Ingi- mundsson. af B-Iista Bjöm Fr. Björnsson og Skúli Guðmunds- son og af C-lista Ragnar Arn- alds. Stjórnarfrumvörp um verkamanna- bústaði, hækkun orlofsíjár og fleira Ríkisstjórnin hefur lagt fram stjórnarfrumvarp un breyt- ingu á lögunum um verka- mannabústaði frá 1962 Þar er lagt til, að hámarkskaupupp- hæð láns verði hækkuð úr 300 í 450 þús. kr og ennfremur að félagsmenn, sem verða að- njótandi þessara lána' megi ekki hafa hærri tekjur að með- altali næstliðin þrjú ár á und- an en 100 þús. kr. að viðbætt- um 7500 kr fyrir hvert barn á framfæri. Áður máttu tekj- urnar skv lögum ekki vera meiri en 65 þús. að viðbættum 2500 kr. fyrir hvert bam á framfæri. í athugasemdum með frum- varpinu segir m.a. að hlutverk verkamannabústaða hafi verið að veita illa stöddum bióðfé- Iagsþegnum aðstoð við að koma yfir sig húsnæði með sæmileg- um kjörum og vegna verðhækk- ana síðustu ár nái lögin ekki tilgangi sínum. Hækkun orlofsfjár ótjórnarfmmvarp var lagt fram á Alþingi nýlega ' um breytingu á lögum frá 1943 um orlof. Breytingin er í því fólg- in, að í stað 1V2 dagur komi 1% dagur og í stað 6% komi 7%. í athugasemdum segir, að^ þetta lagafrumvarp sé í sam- *' bandi við samkomulag það, sem gert var hinn 5. júní síð- astliðinn milli ríkisstjórnarinn- ar, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands. Hafi ríkisstjórnin í sam- ræmi við það ákveðið, að beita sér fyrir lengingu orlofs verkafólks úr 18 í 21 dag og hækkun orlofsfjár úr 6 í 7%. Hjúkrunarkonur óskast að Borgarspítalanum í Reykjavík séfn fyrst. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkónan í síma 22413- Reykjavík, 16. 10. 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Hegningarlögin Lagt hefur verið fram stjórn- arfrumvarp um breytingu á almennurn hegningarlögum. Er í' þessari breytingu fjallað um hækkun á lágmarki því, sem miðað var við er sakfella skyldi einhvern fyrir auðgunarbrot. Skv. núgildandi lögum má höfða mál gegn sökuViaut ef tjón af brotinu nemur meira en 1000 kr. Nú er lagt til að viðmiðunartalan verði 3000 kr., enda hafi sökunautur ekki reynzt sekur um auðgunarbrot áður. 13 Framsóknarmenn hafa borið fram frumvarp til laga um vaxtalækkun og fleira. Þá hafa Framsóknarþingmenn bor- ið fram tillögu til þingsálykt- unar um endurkaup Seðla- bankans á framleiðslu- og hrá- efnavíxlum iðnaðarins. HVERT 9EM LEIUIR LIGGJA Auglýsingasíminn er 17500 Drengur eða stúlka á aldrinum 14—16 ára óskast til sendiferða, síma- vörzlu o.fl. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. O* YQNDUÐ FALLjEG ODYR Sjgurþórjónsson &co iMnaœtnrfí U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.