Þjóðviljinn - 08.11.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 08.11.1964, Page 4
4 SlÐA HÓÐVILIINN Sunnudagur 8. nóvember 1964 UflOVmiNN . Otgefandi: Sameiningarfloltkur aiþýóu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Mágnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Málstaður þeirra mun sigra p'asistastjórn Suður-Afríku hefur nú látið myrða þrjá menn sem hún hefur sakað um þátttöku í þjóðfrelsisbaráttu hinna svörtu íbúa landsins, en þeir eru langsamlega meirihluti allra íbúanna. Þessir menn, Mini, Khayings og Okabu, voru tekn- ir af lífi í aðalfangelsinu í Pretoría í fyrradag, 6. nóvember. Höfðu fjölmargir heimskunnir menn, ríkisstjórnir og félagasamtök sent ríkisstjórn Suður-Afríku áskorun um að aflétta dauðadómi þeirra, og voru meðal áskorenda Ú Þant fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, páfinn og rík- isstjórn Sovétríkjanna. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur samt kosið að leika böðulshlutverkið frammi fyrir öllum heimi og láta myrða blökkumennina þrjá. J^n skamma stund verður hönd höggi fegin. Með slíkum fasistískum aðgerðum gegn miklum meiri hluta landsmanna er stjóm Suður-Afríku að kalla yfir sig hinn þyngsta áfellisdóm og sá sæði haturs og hefndarþorsta. Forystumenn blökku- manna krefjast einungis jafnréttis og lýðræðis í landinu. í hinni áhrifamiklu varnarræðu blökku- mannaleiðtogans Mandela í réttarhöldunum í fyrravetur lagði hann einmitt áherzlu á það í lok- in. „Eg hef barizt gégn hvítri yfirdrottnun og gegn svartri yfirdrottnun. Ég hef hlúð að hugsjón frjáls og lýðræðislegs þjóðfélags þar sem allir búa í samlyndi við jafna möguleika. Þetta er hugsjón sem ég vona að ég muni lifa fyrir og sjá í fram- kvæmd. En ef þörf krefur, herra dómari, þá er það hugsjón, sem ég er reiðubúinn að deyja fyrir". Þrír félagar Mandela hafa nú fært þá fórn hug- sjóninni um jafnrétti og lýðræði. Og málstaður þeirra hlýtur að sigra. Furðuieg skrif um verkfall Jpurðuleg skrif hafa orðið í blöðum vegna ný- lokins prentaraverkfalls, og hafa ásakanir dun- ið á prenturum. Hefur þar verið af lítilli sann- girni ritað, og helzt á íhaldsblöðunum að heyra að þau telji það orðið óleyfilegt á íslandi að verka- lýðsfélag geri verkfall og haldi fram kröfum um kjarabætur. Vísir gengur svo langt, að hann kre’fst þess í leiðara í tilefni af prentaraverkfallinu að se.tt verði þvingunarlög sem banni verkalýðsfé- lögum að semja til skamms tíma! Þá he’fur Alþýðu- blaðinu þótt við eiga að skera sig úr með skepnu- legu orðfæri um verkfallsmenn, og fullyrðir það blað að virðing Hins íslenzka prentarafélags hafi beðið hnekki af verkfallinu. Jjessi viðbrögð við samningakröfum sem fylgt er eftir með verkfalli, þar sem að öllu leyti er farið eftir núgildandi landslögum um þau mál, eru stórlega vítaverð og eiga engan rétt á sér. I íhaldsblöðunum birta þau hinn venjulega hroka og ósvífni í garð verkalýðshreyfingarinnar, en í Alþýðublaðinu eru þau til háborinnar skammar blaðinu og flokknum sem gefur það út, og ætlað var að vera sverð o? skjöldur verkalýðshreyfing- arinnar. Það er virðine Alþvðublaðsins og Al- býðuflokksins sem í hættu er af slíkum skrifum. Breytingar á lögunt um áburðarverk- smiðju flutt á þingi með nýmælum □ Einar Olgeirsson flytur nú á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um áburðar- verksmiðju. Einar hefur áður flutt frumvarp um þetta mál en nú er það með nokkrum breytingum frá því sem áður hefur verið, þ.e. að bændasam- tökin fái rétt til að taka þátt í verðákvörðunum á áburði og hvaða tegund áburðar framleiða skuli. ÞINCSjA ÞJÓÐVILIANS Meginefni breytinganna er að í stjórn verksmiðjunnar skuli vera fimm menn í stað þriggja nú. Þá er lagt til að eftirfarandi viðbót komi við eina • grein laganna svohljóð- andi: „Þegar verksmiðjustjórn samkvæmt 8. grein laga (um sölu áburðarins) áætlar og á- kveður kostnaðarverð á áburði, skulu taka sæti í stjórn verk- smiðjunnar tveir menn til við- bótar þeim fimm, sem kosnir eru skv. 1. málsgrein þessarar greinar (sem áður getur). Skulu þessir tveir menn til- nefndir, annar af stjórn Stétt- arsambands bænda, hinn af stjórn Búnaðarfélags íslands. Þeir skulu hafa atkvæðisrétt um verðlagningu áburðarins og aðstöðu til að kynna sér for-$>. sendur hennar. Þá skulu þeir og hafa ákvörðunarrétt um, hvaða tegundir áburðar skuli framleiddar í verksmiðjunni." í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 13. grein laganna fal.li niður,._J,jallar hún um að rík: isstjófniniii sé heimilt að léíta eftir þátttöku félaga eða ein- staklinga um hlutafjárframlög og ef slík framlög néma minnst 4' milj. króna, skuli rikissjólur legja fram það, sem á vantar til þess að hlutafé nemi 10 milj. og skuli þá verksmiðjan rekin sem hlutafélag. (Næstum orðrétt úr greinargerð). Þá er í frumvarpinu ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi: „Hlutabréf annarra hlutháfa, er hlutabréf hafa keypt í rekstrarfélaginu Áburðarverk- smiðjan h.f., er ríkissjóði skylt að innleysa á nafnverði að við- bættum sparisjóðsvöxtum af upphæðinni, frá því þau voru keypt. Þó skal ríkisstjórninni heimilt að greiða hærra verð, ef hluthafar krefjast þess, enda hafi þá sérstök þingnefnd, skipuð einum manni frá hverj- um þingflokki, rannsakað allt, sem varðar tæknilegt yildi og efnahagslegan rekstur v.erk- smiðjunnar, jafnfel frá upphafi, ef þurfa þykir, og síðan sam- þykkt að greiða hærra nafn- verð mótatkvæðalaust. Umboð núverandi stjórnar áburðarverksmiðjunnar fellur niður, enda sé kosin ný verk- smiðjustjórn samkvæmt 4. grein laganna (sbr. áður), á yf.irstandandi þingi.“. í greinargerð eru þessar breýtingartillögúr rökstuddar. Fer greinargerðin hér á eftir: GANGUR MÁLSINS Urrtræður um áburðarvinnslu á íslandi hófust fyrir alvöru árin 1934—1937, þegar skipu- lagsnefnd atvinnumála var að störfum. Lét hún gera allmikl- ar rannsóknir á möguleikum til framleiðslu tílbúins áburðar hér á landi. . Stjórnarfrumvarn um bygg- ingu lítillar verksmiðju til framleiðslu köfnunarefnis var flutt á Alþingi 1944. Var frum- varpinu vísað til nýbyggingar- ráðs cg því farið málið til frekari rannsókna. Á grund- velli ran’nsókna þeirra, er það lét gera, var aftur flutt stjórn- arfrumvarp um byggingu á- burðarverksmiðju á þinginu 1947, sem ekki náði þó af- greiðslu. Haustið 1948 var þetta frumvarp aftur flutt á Afþingi nokkuð breytt og verður að lögum vorið 1949. í öllum þeim miklu umræð- um og athugunum, sem fram höfðu farið í sambandi við alla meðferð málsins í hálfan ann- an áratug, hafði enginn mað- ur svo mikið sem imprað á því, að nokkur annar en ríkið ætti að eiga þetta fyrirtæki, enda lá það ljóst fyrir öllum, að fjármagn til byggingar þess yrði ríkið að útvega annað- hvort með framlögum eða lán- um. Það var fyrst á síðustu stigum málsins í önnum síð- ustu þingdaga vorið 1949, að flutt var í efri deild breyting- artillaga þess efnis, að verk- smiðjan skyldi vera rekin sem hlutafélag. Var breytingartil- laga þessi samþykkt sem 13. gr. frumvarpsins. SJÁLFSEIGNAR- STOFNUN — HLUTA- FÉLAG Eins og login líta út núna, er svo ákveðið í 3. gr., að verksmiðjan skuli vera sjálfs- eignarstofnun, en lýtur sér- stakri stjórn. En í 13. gr. er ákveðið, að ríkisstjórninni sé heimilt að leita eftir þátttöku félaga eða einstaklinga um hlutafjárframlög og ef slík framlög nema minnst 4 milj. kr., skuli ríkissjóður leggja fram það, sem á vantar, til þess að hlutafé nemi 10 milj., og skuli þá verksmiðjan rekin sem hlutafélag. Þannig standa ákvæði lag- anna, þar sem þessu síðara á- kvæði hefur verið fylgt. Verk- smiðjan er sjálfseignarstofnun, en rekin sem hlutafélag. Nú veit það hver maður, sem eitthvað þekkir inn í venjuleg- an hlutafélagarekstur, að hlut- hafi er eigandi að jafnstórum hlut í viðkomandi hlutafélagi og hlutabréfaeign hans segir til um. Það virðist einnig sýni- legt, að þá reglu eigi að nota til þess að koma eignarrétti yfir áburðarverksmiðjunni í hendur þess hlutafélags, þótt 3. gr. laganna kveði skýrt á um, að hún eigi að vera sjálfs- eignarstofnun. REYNT AÐ BAKA RÍKINU TJÓN Á næstu árum eftir sam- þykkt frv. í þessari mynd tóku tveir forustumenn Framsókn- arflokksins, þeir Hermann Jónasson, er þá var um nokk- urt skeið landbúnaðarráðherra, og Eysteinn Jónsson, er löng- um var fjármálaráðherra, að lýsa ýfir því úr ráðherrá- stóli á Alþingi, að verksmiðj- an væri eign hlutaifélagsins, þótt skýrum orðum stæði í lög- unum, að hún væri sjálfseign- arstofnun. Var þessum yfirlýs- ingum strax harðlega mój:mælt og átalið, að ráðherrar væru að reyna að bréyta skýrum lagaákvæðum með yfirlýsing- um á Alþingi, er bakað gætu ríkinu stórtjón. r Áburðarverksmiðjan mun hafa kostað um 130 milj. kr. Þar af nemur hlutafé 10 milj„ og skulu aðrir hluthafar en ríkið eiga % hluta þess, eða 4 milj. kr. Allt hitt fjármagníð verður ríkið að leggja fram Framhald á 9. síðu. ALLTAF FJÓLGAR V0LKSWAGEN ARGERÐ 1965 ENNÞA EINU 5INNI HEFUR VOLKSWAGEN VERIÐ ENDURBÆTTUR Þér fáid aukið víðsýni... konan yðar einnig og auðvifað börnin Þaí er ekki nóg að allar rúður hafi verið stækkaSar svo aS víSsýni fjöl- skyldunnar verSi meira úr Volks- wagen 1965 . . heldur 23 aðrar endurhætur .... Vrlkswagen er örugg fjárfesting og í hærra cndursöluveröi en nokkur annar bíll. Allt annað er eins. — f Samræmi við áratuga reynslu er Volkswagcn ekki breytt, heldur endurbættiu:. Farið er eftir kröfum tímans og rcynt að nálgast hinn fullkcmna bil. Varahlutaþjónusta Volkswagcn er þegar landskunn. HEILDVItZlUMI M HEKLA hf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.