Þjóðviljinn - 08.11.1964, Page 5
Sunnudagur 8. nóvember 1964
HðÐVIlIINN
SIÐA 5
Þetta er Michele Denny ein ai' beztu frjálsíþróttakonum Frakka
og meðal þátttakenda í spjótkasti á OL í Tokíó.
ÐROTTNINC
OL 1964 *
□ „Drottningar“ eru þær kallaðar stúlkurnar
sem glæsilegasta árangri ná á Olympíuleikjun-
um hverju sinni. í London, á því herrans ári
1948, var það hollenzka stúlkan Fanny Blankers-
Koen, sem titilinn hlaut, í Helsinki fjórum árum
síðar var það dýfingameistarinn Patricia Mc-
Jormick. Á Olympíuleikjunum í Melbourne 195f
var það Betty Cuthbert sem hnossið hreppti, en
hún vann þrenn gullverðlaun á leikjunum. —
,Drottning“ leikjanna í Róm 1960 var „gasellan’
Wilma Rudolph og í ár heitir ,,drottningin“ Vera
vJaslevska. Hin tékkneska Vera Caslevska féki
hvorki meira né minna en þrenn gullverðlaun í
Tokíó, hún sigraði í fjölþraut, stökki og á slá.
Vera, sem er aðeins 22 ára,
veitti kynsystrum sínum á OL
einnig harða keppni í hinni ó-
ipinberu keppni um titilinn
fegurðardrottning OL 1964”.
Þessi fallega stúlka, sem bú-
~tt er í Prag, færði landi
;nu þrenn af þeim fimm gull-
’erðlaunum sem Tékkóslóvakía
’.laut að þessu sinni. Fvrir ut-
an þær greinar leikfiminnar
sem Vera sigraði f með gl.æsi-
brag, varð hún framarlega í
tveim öði’urn; hún varð númér
fimm í svifráræfingum og
sjötta í gólíæfingum.
Vera Caslevska vakti verð-
skuldaða athygli á Olympíu-
leikunum í Róm 1960. Hún
beið þá lægri hlut fyrir þjálf-
ara sínum og samlanda, Evu
Bosakova, sem er margfaldur
heimsmeistari í framangreind-
um greinum. Vera varð þá í
thinda sæti í fjölþraut og
kom.st með naumindum í úr-
slit í svifrárkeppninni.
Það var árið 1957 sem Vera
UPPÞVOTTUR
Þvol er dásamlegt til þvotta á Wash’n Wear
skyrtum og yfirleytt öllu handþvegnu, sem
ekki þarf að strauja. Þvol er það bezta, sem völ
er á, betra en sápuspænir til þvotta á u11, silki
og nælon. Þvol töfrar burt óhreinindin og skol-
ast auðveldlega úr. Þvol þvær jafnt í köldu sem
heitu vatni, og skýrir liti í ullartaui. Við upp-
þvott er Þvol ómissandi. Fita og önnur óhrein-
indi renna af glösum og diskum, og leirtauið
verður skýlaust og gljáandi.
SÁPUGERÐÍN FRiGG
Vera Caslevska
kom fyrst fram, á alþjóðlegri
íþróttakeppni, þá aðeins 15 ára
gömul. Það var í heimsmeist-
arakeppni, sem fram fór í
Moskvu. Tveim árum siðar
hlaut hún evrópumeistaratitil-
inn í æfingum á svifrá og
fékk silfurverðlaun fyrir stökk.
Árið 1962 var háð heims-
meistarakeppni í Iþróttahöll-
inni í Prag. Frammistaða Veru
í beirri keppni vakti alheims-
athygli. Hún varð heimsmeist-
aiá í stökkum og varð númer
tvö í stigakeppninni. Sigurveg-
ari varð rússneska stúlkan
Latynina, en áhorfendur voru
óánægðir með þessi úrslit og
álitu með nokkrum rétti að
sú rússneska hefði fengið
fleiri stig en henni bar, en
Caslevska hafi verið dregin
niður í stigatölu á óréttmætan
hátt. Á OL í haust tókst Veru
á efirminnilegan hátt að sanna
að hún stóð Latyninu fyllilega
á sporði. en þar krækti hún í
þrenn gullverðlaun fyrir fram-
an nefið á Latyninu.
Vera, sem er einkaritari að
atvinnu notar allar sínar frí-
stu.ndir til æfinga. Til gamans
má geta þess, að þes-si fallega
22 ja ára gamla stúlka er ó-
gift, vegur 57 kg. og er 159
sm á hæð.
Skæðasti keppiuaulurinn
Vera Latynina
Bmdaríkin hlutu flest gull-
verðluunin á OL í Tokíó
en Sovétríkin fíest stigin
□ Olympíuleikjunum í Tokíó lauk um svipað
leyti og blaðaútgáfan stöðvaðist hér vegna verk-
falls — og þess vegna hefur ekki verið unnt að
skýra fyrr en nú frá heildarúrslitunum í OL-
keppninni.
Fyrirfram var spáð harðri
og jafnri keppni milli hinna
bandarísku og sovézku íþrótta-
manna og sú varð líka raunin.
Lokaúrslitatölur hafa valdið
ým-sum bollaleggingum í er-
lendum blöðum og raunar hafa
þau ýmist verið skýrð sem sig-
ur Bandaríkjanna eða Sovét-
ríkjanna!
Hvernig má það verða? kann
einhver að spyrja — og þá
er nærtækast að líta á eftir-
farandi:
Bandaríkjamönnum má eigna
sigurinn af þessum ástæðum:
IÞeir hlutu flest gullverð-
• launin, 36 talsins, á móti
30 sigrum sovétmanna.
cy Ef reiknuð eru stig verð-
--i* launamannanna, þannig að
1. rnaður fær 3 stig, 2. tvö stig
og 3. eitt, þá hafa Bandaríkin
alls hlotið 188 stig, en Sovét-
ríkin 187.
Sigur Sovétríkjanna er feng-
inn með eftirfarandi:
II hinni opinberu stiga-
• keppni þátttökuþjóðanna í
Tokíó hlutu sovézku íþrótta-
mennimir samtals 612,75 stig,
en þeir bandarísku 580,5. (Þá
eru stigin reiknuð þannig að
sigurvegarinn fær 7 stig, ann-
ar maður 5 st. þriðji 4, fjórði
3, fimmtí 2, sjötti eitt).
„Breiddin“ var meiri hjá
• Sovétríkjunum, þau hlutu
Framhald á 9. síðu.