Þjóðviljinn - 08.11.1964, Page 10
JO SÍÐA
ANDRÉ BJERKE:
Ell rRNi INGURINN
Augnabrýrnar skáhallar eins og
á púka. Og galopið augnaráðið:
hvítan sýnileg kringum heila
augasteina. Já, meira en augu:
tvö op til að svelgja ljósið. tvö
gin, gráðug í regnbogann ....
Zaubermann, töframaður, galdra-
maður .... Hvaða fugl var á
flugi yfir honum? Hann hreyfði
sig .... Að hugsa sér, það eru
kvikmyndir í kvöldblaðinu og
þama kemur, annar fugl ....
1 loftinu fyrir ofan mig heyrð-
ist garg í mávi. Og um leið
fann ég lykt af þangi. Ég stóð
frammi á klöpp í skæru sól-
skini. Framundan lá hafið og
skerjagarðurinn.
Var ég ekki einn? Eitthvað
hreyfðist fyrir aftan mig. Ég
sneri mér við og kom auga á
hann. Hann stóð bakvið málara-
trönur næstum niðri við sjóinn.
Zaubermann.
Hann var í skósíðum slopp og
á höfðinu bar hann uppmjóan
hatt með undarlegum táknum.
Hann horfði út yfir skerjagarð-
inn með ólýsanlegan ofsa í
augnaráðinu. Það var eins og
hann bryti mola úr landslaginu
með augunum.
Svo sótti hann lit í pensilinn
og setti hann á strigann. Aftur
gargaði máfur. Og í þetta sinn
gargaði hann djúpt inni í mál-
verkinu.
Ég nálgafjist. Hvaða liti var
hann með á spjaldinu? Kobolt,
iiidígo. sepia, umbra, fílabein....
dekkri litbrigði en landsiagið
sýndi. Hyað var hann að mála?
AÍls ekki sólgullið litaspil sum-
ardagsins. Næturmynd.
Hann var að mála skipsflak i
tunglsjósi. Lítið skip sem brotn-
að hafði í spón upp við kletta-
vegg. Undir fullu tungli sem
óð í skýjum.
Ég sagði eða hugsaði: — Er
hægt að mála tunglskinsmynd í
sólskini?
Hann sneri sér að mér. Sól-
skini?
Skúffan geiflaðist f eins konar
brosi; brýnnar urðu enn ská-
settari. Allt í einu benti hann
upp í himininn með penslin-
um. Líttu upp!
Og ég leit upp — í svartan
næturhimininn með glampandi
tungli.
Ég sagði eða hugsaði: En fyr-
tr andartaki var miður dagur?
Zaubermann benti með pensl-
inum beint á hvítu skífuna. eins
og hann hefði dýft honum í
hana: Tunglið, ungi maður,
tunglið á mörg leyndarmál.
Mundu það.
Ég settist upp í rúminu með
viðbragði; blaðið sem ég hafði
sofnað út frá, rann niður á gólf.
— Tunglið! hrópaði ég.
Lajla hreyfði sig í svefnrofun-
um. Hvað nú?
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiðsTu og snyrtistofu
STEINXJ og DÓDÖ Laugavegi 18
HT hæð flvftal SfMT 2 4616
P E R M A Garðsenda 21 —
SÍMI: 33 9 6R. Hárgreiðslu og
snyrtistofa
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNAR'TOFAN — Tjamar-
götu 10 — unnprc+rætismegin —
SfMI-
HAROPc’’r w' --r -FA AUST-
URBJF’AP Wana Ouðmunds-
dóttir Laugavegi 13 — SfMI:
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
Ég starði bara fram fyrir mig.
ennþá hálfur í draumnum: Er
hægt að mála í tunglsljósi?
Áhyggjufull eiginkonuhönd tók
í öxl mér: Þig er að dreyma,
Egili. Legðu þig aftur. Þú verð-
ur að sofa. Þú hefur ofgert þér.
Veslings Lajla, hún heldur að
ég slíti mér út á vinnu. Hún
veit ekki hvað ég er latur. Hún
sér að ég er alltaf á þönum. Hún
skilur ekki að ég slæpist bara
hraðar en margir aðrir.
Sem snöggvast var ég glað-
vakandi. Settu niður í töskumar
mínar í fyrramálið, ef þú villt
gera svo vel. Ég fer til vestur-
landsins. Til Hólmavogs.
Hún strauk mér irm vangann.
25
Til vesturlandsins, jæja? Hún
veit að ég er galinn. Hún er
ýmsu vön. Og hún íætur sér
það lynda. blessuð manneskjan.
Hvaða erindi áttu þangað?
— Ég verð að upplýsa dálítið.
— Hvað er það?
Ég hallaði mér afturábak og
slökkti loks á náttborðinslamp-
anum.
Hún hallaði sér yfir mig í
myrkrinu. Loksins var forvitni
hennar vakin. Hvað verður að
upplýsa, Egill?
— Le}mdarmál — tunglsins!
svaraði ég. Og svo var ég kom-
inn inn í heim, þar sem maður
svarar ekki þeim sem vaka.
Það lætur kannski fáránlega f
eyrum að láta draum ráða gerð-
um sínum. En það er staðreynd
að draumar geta oft breytt raun-
veruleikanum og hafa oft gert
það. Noregssagan byrjar á
draumi konu um þyrni sem hún
tók úr serk sínum. Og það var
draumur, sem lagði grundvöll-
inn að hinni hellensku heims-
menningu.
Þegar Alexander mikli hafði
mánuðum saman setið um borg-
ina Tyros árangurslaust, missti
hann móðinn og ætlaði að hætta
við ráðagerðir sínar. Svo
dreymdi hann nótt eina að hann
sæi satýr dansa á skildi sínum.
Hann kallaði til sín drauma-
ráðningamann1, Aristandros. Og
Aristandros réð drauminn með
því að skipta orðinu satyros í
tvennt: Sa Tyros, sem þýðir á
grísku Þín er Tyros. Og Alex-
ander hélt umsátinni áfram.
lagði undir sig borginá. hélt á-
fram herferð sinni og lagði
grundvöllinn að hellenska
heimsveldinu.
Að vfsu fékk ég ekki önnur
eins stórmennskuáform eftir
þessa nótt. En hann neitaði ger-
samlega að sleppa á mér tökun-
um, draumurinn um málarann á
klöppinni og sólskinið sem
breyttist í tunglskin. Ég veit
ekki hversu oft Lajla hristi höf-
uðið; en það var sett niður^ í
ferðatöskurnar mfnar i býti
morguninn eftir. Ég hélt fast
f ákvörðun mína frá því að ég
opnaði augjn um morguninn.
þótt mér væri ekki unnt að
ráða drauminn — eða kannski
einmitt þess vegna? Ég hafði
líka fengið mína Tyros að sitja
um.
Og sem stefnufastur Alexand-
er litli, sat ég morguninn eftir
á skrifstofu minni á blaðinu og
skipúlagði herferðina. Ég hafði
komizt að samkomulagi við að-
alritstjórann. Honum þóttu áætl-
anir mfnar víst töluvert fálm-
kenndar. en þaó hafili áður
komið fyrir að fráleitar hwg-
ÞlðÐVILJINN
Sunnudagur 8. nóvember 1964
myndir mínar höfðu gefið góða
raun fyrir blaðið. Ég hafði á-
unnið mér velvild, með höfuð-
hristingi þó.
Það var barið að dyrum og
Atli Skoddland kom inn. Ég
hafði hringt til hans og beðið
hann að koma hingað — ferð-
búinn. Ég verð að segja, að það
kom mér á óvart að hann skyldi
í raun og veru koma. Með ferða-
tösku.
Ég hafði sagt honum að ég
ætlaði til, Hólmavogs í dag til
að ráða leyndardóminn í sam-
bandi við strandið á Argo. Blað-
ið mitt hefði líka áhuga á mál-
inu. Væri hann ekki til . í að
koma með?
En það þurfti meiri fortölur.
Hann sat á stólnum og ók þung-
lamalegum kroppnum. Hann
vildi nú helzt sleppa þessu þeg-
ar til kastanna kom — já, mest
langaði hann til að snúa við
heima og taka uppúr töskunni.
í Hólmavog hafði hann ekki
stigið fæti, síðan þeir fóru svona
með föður hans.
— En með því að komast til
botns í þessu. getum við veitt
föður yðar uppreisn, andmælti
ég.
— Hvemig þá? Hann leit ekki
uppúr gólfinu. .
— Við getum hvítþvegið minn-
ingu hans. Viljið þér ekki hjálpa
mér til þess? Þér þekkið bæði
náttúruna og mannfólkið þarna
uppfrá.
Ennþá vottaði fyrir tortryggni
í svip hans. Hvaða áhuga hafði
ég á því að hreinsa minningu
manns sem ég hafði aldrei
þekkt, afdankaðs hafnsögumanns
sem var löngu dauður? Hvað
bjó undir þessu hjá mér?
Ég leysti frá skjóðunni. Ég
sagði honum hvað komið hafði
fyrir mig daginn áður og hvað
mig hefði dreymt um nóttina.
Ég sagði honum að ég hefði
fengið eina gáfu í vöggugjöf: Ég
gæti spurt. Þess vegna hefði
ég orðið blaðamaður. Og nú
ætlaði ég að spyrja þangað til
ég fengi svar. Á einum sólar-
hring hafði þessi ráðgáta ásótt
mig þrisvar sinnum í dagsbirtu
og eintf sinni í ðraurni.. Og hún
gaf mér engan frið.
í hverjum einasta sjómanni er
dálítill Ódysseifur. Og þú getur
fengið hann með þér í glæfra-
för, ef honum skilst að það er
ekki fyrst og fremst skynsemi
með í spilinu. heldur ósvikin
ævintýraþrá.
Hann leit upp og horfði beint
í augu mér. Það vottaði fyrir
brosi á stirðlegu andlitinu. Ég
kem með!
— Fínt! Lestin fer eftir þrrjú
kortér. Ég hringdi á landlínuna
og pantaði hraðsamtal við gisti-
heimilið í Hólmavogi.
Svo reis ég á fætur og rétti
fram höndina. Eigum við ekki
að þúast? Ég heiti Egill.
— Atli. Hann rétti fram stór-
en hramminn. Það var eins og
að taka í krumlu á ísbimi.
Við sátum í jámbrautarklef-
anum og höfðum verið á ferð
allan daginn. Gegnum gluggann
horfðum við á veðurbarið
strand-lendi. Bráðum yrðum við
komnir í Hólmavog.
Ég hafði fengið hann til að
segja töluvert frá sjálfum sér.
heimabænum og fólkinu þar.
Það var skáldsaga með mörgum.
skuggalegum köflum. Frásögn
hans gaf mér skýringu á því
sem hafði valdið mér undrun:
að hann skyldi hafa losað sig
svo gersamlega við vestumorsk-
an málhreim sinn og tala lýta- |
lausa austnorsku. Hann vildi
ekki nota málhreiminn sem þeir
notuðu í Helvíti.
Ég hafði beðið lengi með að
beina umræðunum að sjálfri
Argo-sögunni. Ég vildi að við
kynntumst ögn betur fyrst, svo
að hann gæti talað við mig af
trúnaði og einlægni um allra
ömurlegustu reynslu sína. Við
vorum næstum komnir að leið-
arokum, þegar ég bað hann að
lýsa fyrir mér því. sem gerzt
hafði óheillanóttina.
Hann var að teikna dálítið
kort. Það lá á milli okkar á
klefaborðinu og hann benti og
bætti við atriðum með blýant-
inum meðán hann útskýrði.
Fyrir suðaustan Haukhóma
var hættulegt, dautt svæði. þar
sem Ijósin frá vitanum sáust
ekki, vegna þess að hólminn
skyggði á vitann. Hann krotaði
geislann á pappírinn. Við pabbi
vorum teknir um borð í Argo
rétt fyrir utan þokubeltið þarna.
Hann benti með blýantinum.
Það belti náði alveg inn að
ströndinni fyrir norðan vitann.
— Dautt svæði? greip ég fram
í. Er slíkt ennþá til á þessu
siglingalandi?
— Nú hafa víst orðið fram-
farir í þeim efnum — líka í
Hólmavogi. Én þar höfðu beir
gamla vitaskriflið alveg fram
yfir 1946.
Ég virti fyrir mér teikninguna.
Þú segir að skipið hafi stefnt
beint í norður?
— Já. Það var mikil alda af
vestri og pabbi vissi að skipið
myndi sveigjast í austurátt. Eft-
ir nokkra stund sá hann vita-
ljósin beint framundan sem sé í
norðri — og hann komst að
raun um að skipið hlyti að vera
svo sem hér.
Hann merkti punkt með A
beint fyrir sunnan vitann.
— Pabbi gaf stýrimanninum
skipun um að halda 30 gráður
í vestur, svo að við losnuðum
við þessa boða. Blýanturinn
benti á fáein skástrik fyrir vest-
an Haukhólmann á kortinu. 1
raun og veru var skipið statt
í dauða svæðinu — liklega svo
sem hérna.
Nú merkti hann annan punkt
B í dökka reitnum. Og hann
dró punktalínur frá A og B til
upphafspunktsins.
— Vegna vitaglampanna í
norðri hlaut pabbi að halda að
við hefðum siglt þessa línu til
vinstri. En það var sem sé lín-
li
BRUNATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
vélum og áhöldum,
efni og lagerum o.fl.
Heimilistryggingar
Innbús
Vafnstfðns
Innbrots
Glerfrygglngar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRÍ
IINOARGATA F.REYKJAVlK SlMI 21260 SÍMNEFNI , SURETY
SKOTTA
,,Hvers vegna þarf ég að vinna svcna oft húsverkin. Ég sem er
minna HEIMA en nokkur annar?“
LILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFST OFAN
LA N □ S V!M ^
TÝSGÖTIT 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ IiOFTLEIÐA.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi & Kakó.
KRON - BÚÐIKNAR.
CONSUL CORTINA
bflaleiga
magnúsar
skipholtl 21
símar: 21190-21185
ctyauUur GjuÖmundóóon
HEIMASÍMI 21037