Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 9
 Föstudagur 20. nóvember 1964 ÞJÓÐVILJINN SIÐA Q ÍSTORG auglýsir: Wing Sung // ,// Kínverski sjálfblekung- urinn „Wing Sung“ mselir með sér sjálfur. ■ HANN KOSTAR ■ AÐEINS ■ 95 KRÓNUR- Einkaumboð fyrir ísland; ÍSTORG H.F. Hallveigarstíg 10, Pósthólf 444 Reykjavik Sími 2 29 61. ÍSTORG auglýsir: Krasnyj Qktjabr‘ // ,// □ □ Ný sending af □ sovézkum píanóum □ komin. — □ Til sýnis í búð □ okkar. □ ÍSTORG H.F. Hallveigarstig 10, Pósthólf 444 Reykjavík Sími 2 29 61. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðfferðir FEJÓT AFGREIÐSLA SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) sími 12656. TECTYL Orugg ryðvörn á bíla Sími 19945. Til sölu í Kónavosri 2ja herb (búð við Hlíðar- veg og Víðibvamm. 3ja herb. íbúð við Lindar- veg og A Ifabrekku oe Hlfðarveg. 4ra herb. fbúð við Alfhóls- veg. 5 herb. raðbús við Alf- hólsveg. Sja herb einbýlishús við Aifhólsvee út.b 150 bús- und 3ja berb. einbýlishús við Urðarbraut Einbýlishús við Hliðarveg. Hlíðarhvamm Hraunbr. Meieerði Þinghólabr Pokheldar hæðir og ein- bvlishús f REYK.IA VÍK 2ja herb. fbúð við Ljós- heima. 4ra Þprb fbúðir við Grett- isgötu oe Silfurteig. 5 herb. hæð við Háaleitis- braut. Einbvlshús við Mosgerði og Suðurlandsbraut. Fasteignasala Kóoavogs Skjólbraut t. — Sími 4-12-30 — Kvöldsími 40647. Handritin Framhald af 7. síðu. sonar og bera eins saman hina fornu og nýju ljóðagerð. í>vi að hið dýrlegasta sem gerzt hef- ur á vorri öld og hinni næstu á undan er að bókmennta- þjóðin forna hefur sannað mátt sinn að nýju og staðfest gildi sitt í heiminum, svo að nú leita menn ekki aðeins til íslands til að leggja stund á fornbók- menntir landsins heldur eigi síður nútímabókmenntirnar, og fslendingar halda áfram að vera bókmenntaþjóðin í augum umheimsins, og vér megum ekki sjálfir líta of sfnátt á þessa hluti. ísland er ekkert kotríki, eins og lágkúrulegir stjórnarherrar eða blaðamenn eru farnir að bera sér svo títt í munn, heldur er það í ljósi andlegra afreka sinna, — og hér hefur aðeins verið rætt um bókmenntimar, — eitt af stór- veldum heimsins, þar sem hér eru heimsbókmenntir sem ekki verður gengið fram hjá og vinna sér jafnvel með hverj um áratug aukna viðurkenn- ingu. 3. bindi Framhald af 4. síðu. Um Eirík Briem prófessor rit- aði Guðmundur G. Bárðarson jarðfrœðingur. Um Kiemens Jónsson ráðherra ritaði Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður. Dr. Árni Friðriksson ritar ævi- minningu Bjarna Sæmundsson- ar náttúrufræðings. Jón Guðnason ritar ævi minningu Páls Eggerts Ólason- ar prófessors. Þetta 3. bindi Merkra Islend- inga — Nýs flokks, er um 350 blaðsíður í allstóru broti, prent- 5 f Odda. TIl SðlD Sélrík 4. herb. efri hæð ásamt bílsknr I Hlfðahverfinu. Ibúðin er rúmgóð og öll í mjög góðu lagi. Harðviðarhurðir Hitaveita. Stórt eldhús með borð- krók. Svalir á móti suðri. 1. veðr. getur verið laus. fbúðin er laus strax ef óskað er. Málf lutnlngsskrlfitofi: ÞorvarSur K. Þorsfeí Mlklubr.u) 74, v FaiIelgnavlBikl.pth M GuSmundur Tryggva $lml 52790. Munið sprungufylli og fleiri béttipfni til notkuna eftir aðstæðum. BETON-GLASUR á gólf, pök og veggi, mikið slitþol, ónæmt fyrir vatni. frosti, hita, ver steypu gegn vatni og slaga oe að frost sprengi pússnineu eða veggi. Öll venjuleg málning og rúðugler. Málningar- örur s.f. Bergstaðastræti 19. Síml 15166. r Frá Olympiuskákmótinu i Israel Framhald af 2 síðu. ir í stað 14 í hverjum hinna. A, B og C. Björn tefldi við Olivers, vann peð í miðtaflinu, lék ekki sem nákvæmast upp úr þv£ og gaf færi á jöfnu tafli og mis- litum biskupum, serp undir- rituðu friðarsamninga fyrir hönd yfirmanna sinna. — Trausti fékk betra í byrjun gegn Alvarez. Hóf hann liðs- flutninga drottningarmegin og gat tvöfaldað hróka sína uppi á borði Alvarez eða svo gott sem. á sjöundu reitaröð. Fór nú að ganga á ýmsu í taflinu, fómum og gagnfómum, þegn- um og vanþökkuðum. Endaði bardaginn, er Trausti fómaði drottningu sinni fyrir hrók og riddara. Sömdu þá skákmenn- irnir um jafntefli, enda var víst ekki um vinning að ræða, hvorki á einn veg eða annan. Biskup Trausta hefði haft í fullu tré við hrók Alvarez, enda hafði hann tveim bænd- um fleira til fulltingis sér. — Jónas var ekki í essinu sínu, nema þá rétt í byrjun. Tefldi síðan ómarkvisst, lék af sér skiptamun í 20. leik, og féllust honum hendur með öllu tíu leikjum síðar. — Jón fór í Sikileyjarvörn gegn röskum skákmanni en ókölkuðum að kalla, þótt Kalkstein heiti. Átti Jón lengstum í erfiðleik- um og þurfti í mörg hom að líta, en með stakri aðgætni tókst honum lóks að jafna taflið, sem hangið hafði á bláþræði í 40 leiki. Sem vænta mátti var hann orðinn tíma- naumur og þegar Kalkstein gamli ympraði á jafntefli í 47. ‘ leik, var Jón ásáttur um jafn- teflið, enda var þá orðið tryggt að við kæmumst í C-flokkinn. — Við biðum að vís\i ósigur fyrir veikasta liðinu, fengum 1,5 á móti 2,5 en við komumst upp á móts við Mónakómenn og tókum þeim fram eftir stiga- reikningi, svo að við töldumst Hitler Framhald af 6. síðu. sýnist þetta haldlítil afsökun. Þegar Kristur — yfirlýst fyr- irmynd siðvæddra — sagði við bersynduga hórkonuna: „Synd- ir þínar em þér fyrirgefnar", þá lýsti hann ekki yfir opin- bemm stuðningi við syndir hennar heldur sagði: „Far þú og syndga ekki framar". Öðr- um syndara fyrirgaf hann af því að j hún „elskaði mikið“. Buchman virðist ekki hafa látið sér til hugar koma að hata syndina og elska synd- arann. Hann sneri því öllu við og elskaði syndina — f þessu dæminu nazismann. Og enn má spyrja, hversvegna Buchman hafi ekki tekið sér ferð á hendur til Moskvu til þess að að reyna að snúa Stalin og öðrum kommúnista- leiðtogum frá „villu síns veg- ar“. ,Guðleg handleiðsla' Að síðustu má svo nefna þá afsökun Siðvæðingarmanna, að margur sæmilega heiðar- legur Evrópumaðurinn hafi látið blekkjast af Hitler. Rétt er það, segir Tom Driberg í þessari athyglisverðu bók. En sá er reginmunurinn á, að þeir þóttust ekki vera í vitorði með guðdóminum, þeir voru venju- legir, dauðlegir menn, og sumir þeirrs að minnsta kosti hafa játað það síðar, að þeir hafi látið blekkjast. Það hefði verið fagur vitnisburður um ,-,Algjöran heiðarleik“ eitt helzta slagorð Siðvæðingar- inr.ar — ef Buchman og með- reiðarsveinar hans hefðu gert slíkt hið sama. Það hafa þeir I aldrei getað gert af þeirri ein- | földu meginástæðu, að þá væri um leið endanlega kippt fót- unum undan fullyrðingum þeirra um „guðlega hand- leiðslu". nr. 5 þessara sjö þjóða í sjötta riðli undanrásanna. Argentína vann Mónakó með 3,5 gegn 0.5 og Kanada vann Ekvador með 2,5 gegn 1,5. Fóru þessir tveir sigurvegarar fram úr A.-Þjóð- verjum, sem sátu yfir í síðustu umferð en höfðu 2 vinninga umfram hina fyrir umferðina. Þótti Þýzkurum súrt í brotið að komast ekki í aðalúrslitaflokk, þar sem þeir hafa skipað sæti oftast nær með löndum sínum vestan múrs og gaddagirðinga. Lokatölur riðilsins: 1. Argen--' tína 18,5, 2. Kanada 17,5 (ganga báðar í A-flokk). 3. A-Þýzka- land 17,4. Ekvador 11,5 (ganga í B-flokk). 5. ísland 7 6. Món- akó 7 (ganga í C-flokk). 7. Uruguay 5,5 vinninga (lendir f D-flokki). Eftir forkeppnina eru ellefu skákmenn, sem unnið hafa all- ar skákir sínar og hafa þó teflt eigi sjaldnar en þrisvar. Þeir eru Petrosjan og Portisch á 1. borði, Botvinnik og Benkö á 2. borði, Smysloff og Schweber á 3. borði, Keres einn af 4. borðs-mönnum, enginn af fyrri varamönnum, en Spassky, Addison, Möhring og Matulo- vic af síðari varamönnum. Schweber Argentinumaður úr okkar riðli er fremstur, því að hann hefur teflt í fimm um- ferðum af sex. Margir aðrir eru taplausir enn. Og svo var dregið um röð í flokkunum, og kemur hér töfluröð hvers flokks um sig.<j> A-flokkur (aðalúrslitaflokkur): 1. V-Þýzkaland. 2. Búlgaría, 3. Júgóslavía. 4. Spánn, 5. Sovét- ríkin, 6. Pólland, 7. Argentína. 8, Rúmenía, 9. Tékkóslóvakía, 10. ísrael, 11. Kanada, 12 Hol- land, 13. Ungverjaland, 14. Bandaríkin. — B-flokkur: 1. Danmörk, 2. Filippseyjar, 3. A-Þýzkaland, 4. Austurríki, 5. Mongólía, 6. England ‘7. Chile 8. Ekvador, 9. Svíþjóð. 10. Kúba, 11. Paraguay. 12. Noreg- ur, 13. Perú, 14. Skotland, — C-flókkur: 1. Finnland, 2. Iran, 3. Mónakó, 4. Kólumbía, 5. Tyrkland, 6. Grikkland. 7. Frakkland, 8. tsland, 9. Mexf- kó, 10. Sviss, 11. Porto Rico, 12. Indland. 13. Venezuela, 14. írland. — D-flokkur: 1. Ástral- ía, 2. S-Afríka. 3. Bóliwía, 4. Portúgal, 5. Dóminískanska lýðveldið, 6. Kýpur, 7. Lúxem- borg, 8. Uruguay. Við fengum 29°/n vinninga i undanrásum og þykja okkur það ekki góðar eftirtekjur. 1 C-flokknum nýja er aðeins ein þjóð með lægra vinningahlut- fall, Indverjar. Þeir höfðu 19°/ri Hinsvegar eru þama þjóðir sem fengu yfir 40% i undanr. Finnar, Kólumbíumenn, Mexí- kanar, Frakkar og Svisslend- ingar. Munu sjálfsagt • flestir verða til að spá hinum síðast- nefndu sigri í flokknum, því að þeir hafa stundum komizt í aðalúi’siit á svona mótum. Finnar munu heldur ekki verða lamb að leika við. En ég er að vona, að mínir menn séu komn- ir yfir byrjunarörðugleika og búnir að hita sig upp. Undir þá skoðun mína ýta úrslitin í fyrstu umferð síðari yfirferð- ar, og skal nú vikið að þeim. Frakkland varð okkar fyrsti áfangastaður. Og hér f þessu landi er nærtæk líkingin við Davíð og Golíat. Bjöm tefldi á svart gegn Mazzoni, sem er harðskeyttur skákmaður af yngri kynslóðinni og var ekki farinn að tapa skák á þessu móti. Spænski leikurinn í byrj- un gaf Bimi minna svigrúm, unz greiddist úr við uppskipti. Báðir komust þeir í tímaþröng undir lok fyrri setu, og veitti þá Eirni betur, svo að fram kom biðstaða, sem hann hafði ofurlitla von um að vinna. Mjög var skákin vandtefld á- fram, énda: stóð hún hartnær fjórar klukkustundir í síðara sinni eða nálega níu tíma alls. Beið þá Mazzoni fyrsta ósigur sinn hér. Hafði hann þá gert tilraun til að ná fram patt- stööu og fómað til þess sínu síðasta peði. Var Björn þá kominn með þrjú frípeð, að vísu sundurslitin, en tvö þeirra komin upp á sjöundu reitaröd. Að mönnum til stóð uppi hrók- ur hjá hvorum. Vel tefld skák. — Skák Trausta og Bergrass- ers var í jafnvægi allan tím- ann, og mátti hvor urh sig gæta sín, því að þarna var ýmsa viðkvæma bletti að finna. Sá varð endir á, að Bergrasser bauð jafntefli í 36. leik, og féllst Trausti á það. — Jónas viáhafði Pirc-vörn í skák sinni við Noradounghian, lék að vísu ekki sem bein- skeyttast í byrjun, en hinn not- færði sér það ekki sem betur fór, og svo fór að Jónasi óx ásmegin með hverjum leik, vann skiptamun og loks skák- ina með kurt og pí. — Magnús fékk á móti sér mann þann hin stórfenglega og alskeggj- aða, sem ég gat rétt um í fyrra bréfi. Hann heitir Zinser og er áreiðanlega miklu yngri en hann lítur út fyrir að vera og líka mun betri skákmaður. Magnús lék miður vel í 13. leik og lenti í erfiðleikum eftir það. Um tíma hröktust t.d. menn hans allir upp í borð að nýju. En hann rétti þó úr kútnum og virtist horfa heldur vel hjá honum, því að hann hafði bisk- upapar og hrók til að herja á svarta kónginn, sem var nokk- uð opinn fyrir árásum. En liðs- menn Zinsers gátu komið í veg fyrir áhlaup og gert atlögu að hvíta kónginum svo að Magnús missti tök á taflinu, varð að láta annan biskupinn fyrir peð og fara í hróka kaup. Engin úrræði úr því Davíð vann þó Golíat (Island vann Frakkland) með 2,5 gegn 1,5, og var það stórsigur, því að Frakkar voru alvég á mörk- um þess að lenda í B-flokki. Heyrði ég líka á undrunar- og aðdáunarorð eins starfsmanns mótsinS, er hann var að skýra félaga sínum frá þessum tíð- indum. önnur úrslit í umferð- inni, C-flokki: Finnland 4, Ir- land 0, Venezuela 3.5, Iran 0,5, Indland 3, Mónakó 1, Kólum- bía 2,5, Porto Rico 1,5, Sviss 3. Tyrkland 1, Grikkland 2, Mexíkó 2. 1 A-flokki tefldi Israel við Sovétríkin, og tókst tveim heimamönnum að halda jafn- tefli, Domnitz gegn Petrosjan (og var þó peði undir), og Stepak gegn Spassky, Gligoric tapaði fyrir ungum Hollendingi, Kuypers að nafni. Kemur flest- um á óvart, hve hollenzka lið- ið stendur sig vel, þótt Euwe og Donner séu fjarverandi, en sveitina skipa Kuypers, Bouw- meester, Langeweg, Zuidema og Prins. Sólskin og hiti í Miðjarðar- hafsbotnum og ekki rigning- ardropi enn. Mun það meira en lítið óvanalegt, að ekki sé farið að skúra um þetta leyti. Finninn Ketonen var að sýna mér blað að heiman frá sér. Þar er allt á kafi í snjó eftir mynd að dæma og 22 stiga gaddur. Hvemig skyldi það þá vera „á ísaköldu landi”? Baldur Pálmason. BLADBURDUR Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í bessi hverfi: VESTTTRBÆR: Skjólin Tjarnargata. AUSTURBÆR: Freyjugata Grettisgata Skúlagata Höfðahverfi Laugateigur Meðalholt Háteigsvegur k Langahlíð ÍHávahlíð piö„a,,h|jg Safamýri KÓPAVOGITR: Laus hverfi í vestur- urbæ: Hraunbraut Kársnesbraut Umboðsmaður í Kópa- vogi sími 40-319. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. Skrilstolur vorar verða lokaðar laugardaginn 21. þ.m. vegna flutnings að Ármúla 3. — Skrifstóf-. umar verða opnaðar í nýja húsnæðinu mánudaginn 23. nóvember. S. í. S. Véladeild Ármúla 3, sími 38900. TIL SÖLU EINBYLISHÚS — TVÍBÝLISHÚS og ibúðir af ýmsum =*ærðu~> í Reykjavík, Kópavogi og nágrenni HÚSA OG EIGNA Bankastr. 6. sími 16631. ALAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.