Þjóðviljinn - 20.11.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 20.11.1964, Side 10
J0 SIBA ANDRÉ BJERF CE: EIN- HYRNINGURINI N Tikk-takk .... Tikk-takk.... Tikk-takk.... ÞI6ÐVILIINN Skáldið sat með krosslagða handleggi og starblíndi á klukkuskífuna. Hann virtist ein- beita sér gífurlega. Rauðleitur blær var kominn á stórskorið svipmikið andlitið; hann var eins og húnakóngur sem gaf lokafyrirmæli fyrir bardagann. Ætlaði hann að ógna klukkunni til að stanza? Var hugsanlegt að hún myndi hlýða honum? Tikk-takk .... Tikk-takk.... Tikk-takk.... Elísabet gaut augunum kvíð- andi á mann sinn; allt í einu hreyfði hún til hendurnar eins og af taugaóstyrk. Hún rak sig í teningabikarinn á borðinu; hann datt í gólfið og teningam- ir ultu útum allt. — Uss! — Fjandinn sjálfur! hvæsti Nordberg — fokreiður. Klukkan hélt áfram að tifa. Strand hafði aldrei lifað jafn- langa hálfa mínútu. Böhmer sat með hálfopinn munn, viðbúinn hverju sem var. Þótt álfadrottn- ing hefði stigið á tunglsgeisla útúr klukkukassanum, hefði hann ekki orðið sérlega hissa á því. Doktor Kahrs sat með krosslagða handleggi, geysilega rólegur og athugull ímynd vís- indanna. Svo gerðist það. Tifið virtist hætta; það var eins og klukkan drægi þungt andann. Hún sló þrjú, syngjandi slög. Síðan hélt hún áfram. 5 Tikk-takk.... Tikk-takk .... Tikk-takk .... * Böhmer varð fyrstur til að 'rjúfa þögnina. Ég slepp víst við að éta þessa pappaplötu. Hann stundi af feginleik. — Jahá. Það var og, sagði læknirinn ánægjulega. Hann ýtti gleraugunum upp á ennið og þurrkaði sér um augun með vasaklút; það hafði verið tölu- verð áreynsla að stara svona lengi á hægfara vísinn. Nordberg sneri sér snöggt að konu sinni: Þetta var þér að kenna, Elísabet. Þú truflaðir mig! — Mér þykir þetta mjög leitt, Álfur. Hún var að tína ten- ingana uppúr gólfinu. Ég varð svo taugaóstyrk, skilurðu.... — Þetta var eins og hvert annað óhapp! sagði Kahrs sef- andi. En þér getið gert aðra til- raun, er ekki svo. Nordberg? — Nei, hvæsti skáldið. Það er tilgangslaust. Með slíka vantrú á kringum sig! Vísindamaðurinn leit i kring- um sig og það var eins og hann stæði frammi fyrir fullum sal af fólki með vyip sem gaf tfl kynna tjuod erat demonstrand- um: Nei, töframennirnir hafa aldrei kært sig um vantrú. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 m hæð flvfta! SÍMI 2 46 16 P E R M A Sarðsenda 21 — SfMI: 33 9 68 Hárgreiðslu os snyrtistofa D 0 M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJABNARSTOFAN — Tjarnar götu 10 — Vonarstrætismegin - SfMI • 14 6 62 HÁRGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds dóttir Laugavegi 13. — SÍMi 14 6 56 — NUBDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. Það var komið að kveðju- stundinni. Gestunum var fylgt fram í anddyrið, þar sem þeir fóru í yfirhafnir sínar. — Þökk fyrir kvöldið! sagði Böhmer og rétti Elísabetu hönd- ina. Þetta hefur verið skemmti- legt kvöld. Kahrs batt trefil vandlega um hálsinn. Mjög athyglisvert! Ekki sízt frá sálfræðilegu sjónarmiði. Og hann tók hjartanlega í hönd- ina á andstæðingi sínum. I dyrunum sneri hann sér við. Þér minntuzt á G. G. Jung í upphafi samtals okkar, Nord- bergs. Hafið þér heyrt hvað hinn mikli kennari hans, Freud, sagði eitt sinn við hann? Hann sagði: Við verðum að reisa vamarvegg gegn flóðbylgju hinnar svörtu leðju — dulspek- innar! Nokkrum þrepum neðar í stig- anum, sneri hann sér enn við: Hver sá sem fjallar um manns- sálina ætti að vara sig á þeirri leðju — skáldin líka! Elísabet stóð við borðið fyrir framan við arininn og safnaði glösunum saman á lítinn bakka. Brosið sem hún sendi eiginmanni sínum var blandið háði og ást. Hún var gift persónuleika. Hann var stór í sniðum — gerði líka stórar skyssur. Hún sagði: Þessu hafðirðu nú dálítið gott af, Álfur! Nordberg var búinn að opna dyrnar að klukkukassanum; hann rýndi inn í hann undrandi á svip. En hvers vegna í fjand- anum stanzaði hún ekki? Nú hefur hún stanzað á slaginu þrjú í heila viku, og dettur það allt í einu í hana að komast aftur í lag? Hún hló. Vegna þess að það kom úrsmiður hingað í morgun meðan þú varst úti. Hann gerði við hana. Það var verst, að ég skyldi gleyma að segja þér af því. — Já, það var verst. Hann lét fallast niður í stólinn sem hann hafði setið í meðan á til- rauninni stóð. Þar sat hann slyttislega; handleggimir hengu máttlausir yfir stólarmana. Það var ekki mikið eftir af galdra- manninum mikla frá því áðan. Hún varð að ganga til hans og strjúka á honum hárið til huggunar. Ég mátti til að ýta við teningsbikamum, svo að þú gætir skotið skuldinni á mig þegar það mistækist. Og átt svo- lítið eftir af galdramannsheiðr- inum.... Svo datt henni dálítið i hug og hún gat ekki varizt hlátri. Þú varst svei mér mannalegur þegar þú talaðir um lóðin! Hún líkti eftir honum: Þér getiðsjálf- ur athugað lóðin, doktor Kahrs. Eiginlega ættirðu að spila pók- er — en ekki bridge? Hún gekk aftur að borðinu til að ná í bakkann. En ég skil ekkert í því, að þú sem trúir á svona lagað, skulir leggja þig niður við að blekkja. Rithöfundurinn rétti úr sér í stólnum; hann var í sjálfsvöm. En það var réttlætanleg blekk- ing, Elísabet. Skilurðu það ekki? Þegar einhver er jafnforstokkað- ur og doktor Kahrs í vantrú sinni, þá hlýtur að vera leyfi- legt.... .... að hjálpa einhymingn- um svolítið? Hún brosti til stytt- unnar á arinhillunni og klapp- aði henni uppörvandi. Við verð- um að vona að honum gangi betur næst! — Og samt sem áður: Þetta voru ekki eintóm látalæti, skil- urðu. Nordberg horfði undarlegu augnaráði ó Mora-klukkuna. Ég einbeitti mér vissulega. Og sem snöggvast fannst mér næstum því — sem ég hefði vald yfir henni! Kahrs, Böhmer og Strand gengu heimleiðis eftir götunum. Kringlóttur máni lýsti upp haustnóttina. Doktorinn var þekktur fyrir endurbót sína -á Vínarkerfinu; í kvöld hafði hann haldið sér- lega vel á spilunum, einnig í annars konar bridge. Böhmer sagði: Já, þér tókuð borðslag- inn, doktor! Þér gerðuð Nord- berg sannarlega bit. — Ég var næstum viss um að honum ætlaði að takast þetta, sagði Strand lágróma og eins og við sjálfan sig. Hann sýndist svo ákafur þar sem hann sat og einblíndi á klukkuna. Það var næstum óskiljanlegt að hún 36 skyldi ekki hlýða honum! — Æjá, þetta skáldlega hug- arflug. Doktor Káhrs snýtti sér; það var eins og dálítið uppgef- inn siguróður. Hversdagsleikínn er ekki alveg eins spennandi. Aftur á móti er hann furðu traustur. — Já, en hann hlýtur sjá,lfur að hafa trúað á þetta, sagði Böhmer. Hvemig hefði honum annars átt að detta annað eins i hug —? Doktorinn leit upp til tungls- ins. Tja — skáld hafa oft þörf fyrir að skapa sér eigin heims- mynd — þvert ofaní öll nátt- úrulögmál.... Fótatak þeirra glumdi við gangstéttina. Böhmer geispaði. Það er svei mér orðið áliðið. Hvað skyldi klukkan annars vera? Hann lyfti handleggnum. svo að hann sæi á úrið sitt við tunglsljósið. Ekki nema 3? Nei, hún hlýtur að vera farin að ganga fimm að minnsta kosti! Nú, hún stendur. Hvað er klukk- an þín Egill? Strand lyfti handleggnum. Hún er .... hún er .... nei, sem ég er lifandi! Hann sló í handlegginn á sér og hélt úrinu upp að eyranu. — Hvað er hún? spurði Böhm- er forvitnislega. Þeir höfðu allir þrír numið staðar á götunni. — Klukkan mín stendur líka. — hún er nákvæmlega 3, sagði Strand. Eruð þér með úr, doktor Kahrs? — Andartak .... Sálfræðing- urinn stakk heendinni inn á sig og dró fram tímamæli sinn, lok- að gullúr, traustvekjandi í fyllsta mæli. Það varð undarleg þögn. — Ja hérna .... tautaði Kahrs. Ég var nýbúinn að trekkja það. Strand laut nær honum. Er úrið yðar stanzað líka? — Já .... Það var nýr hreim- ur í röddinni. Já .... á slaginu 3.... Ég skil ekki.... Svo lokaði hann úrinu aftur og stakk því í skyndi í vestis- vasann. Hann hreytti útúr sér: Hlægileg tilviljun! .... Góða nótt, herrar mínir! Og hann skauzt inn í hliðar- götu. Böhmer góndi undrandi á eft- ir honum. Hamingjan góða! Tók hann sér þetta nærri? Það var alveg eins og hann væri — — — stangaður af einhymingn- um sagði, Strand. Þeir litu hvor á annan. Svo sagði Böhmer: Það var víst ann- ar sem tók borðslaginn þrátt fyr- ir allt? Á næturhimninum yfir þeim stóð máninn eins og lýsandi kringla. ENDIR. Shmrþérjámson &co Jtijm. wM 4 PIANO 'O SERVICE Píanóstillingqr TUNING. J OTTO R\ Y E L REPAIRING Sími 19354. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíöum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o.ffl. Ti © Heimistrygging hentar yður Heimilisffryggingar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glertryggingar I TRY6GINGAFELAGIÐ HEIMIR?! LINDARGATA 9. REYKJAVfK SlMI 2 1 2 60 SlMNEFNI : SURRTY Fimmtudagur 19. nóvember 1964 <D GO JE bJ3 vandlátir velja Westinghouse co sa M CD CO CD FERDIZT MEÐ LANDSÝN # Seljum farseðla með flugvéium og skipum Greiðsluskilmáíar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staídingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN - BÚÐIRNAK. CONSUL CORTINA bflaleiga magnúsar skipholtl 21 sfmarí 21190 -2iies ^iaúkur GýuómuHddóon HEIMASÍMI 21037

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.