Þjóðviljinn - 27.11.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 27.11.1964, Side 1
Föstudagur 27, nóvember [1964 — 29. árgangur — 262. tölublað. Er kirkjusókn að aukast? f gærkvöld var brotizt inn í Dómkirkiuna og sá kona nokkur á Kirkjutorgi á eftir manni inn um vestasta glugg- ann að sunnanverðu og brauzt maðurinn um nokkuð ferlega með afturhlutann fastan í glugganum. Konan hraðaði sér niður á Lögreglu- stöð og gerði þar viðvart. Fór Lárus Salómonsson á vett- vang með lið vaskra manna og komu að lokuðum kirkju- dyrum. Urðu þeir að dýrka upp kirkjuhurðina. Þegar inn í kirkjuna var komið heyrðist þrusk upp á sönglofti og réðust þeir til uppgöngu og tókst skálki að flýja ofan af lofti og barst leikurinn fram að altari. Um síðir handtóku þeir manninn og var hann þá skorinn á hendi eftir glugga- innbrotið. Þessi maður hefur áður gerzt brotlegur að því að brjótast inn í kirkjur og braust þannig inn f Ólafs- víkurkirkju um árið. Tók hann þar messuklæðin traustataki og labbaði þannig skrýddur niður f einn beitu- skúrinn í þorpinu. Eðvarð Sigurðsson Fullveldis- fognaður á Hótel ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu efna her- námsandstæðingar til fjöl- breytts fullveldisfagnaðar í Súlnasalnum á Hótel Sögu n.k. sunnudagskvöld. Að- göngumiðar að skemmtun- inni fást í Bókabúð KRON í Bankastræti, Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 og í skrifstofu Samtaka hemámsandstæð- inga að Mjóstræti 3, opið kl. 4.30—6.30 dag hvern. Eðvarð Sigurðsson lýsti því á Alþingi hvernig ríkísstjórnin hefur blekkt skattborgara með fagurgala um lækkun opinberrá gjalda 1964. Engin svör hafa borizt við mála- leitan launþegasamtakanna frá 6. nóvember s.l. □ Eðvarð Sigurðsson varaíorseti Alþýðusambands íslands fletti eftir- > minnilega ofan af sýndarmennsku ríkisstjórnarinnar í sambandi við þær samningaviðræður, sem átt hafa sér stað milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og ASÍ og BSRB um hugsanlegar lækkanir á opinber- um gjöldum álögðum 1964. □ Eðvarð tók til máls við umræðu um frumvarp Alþýðubandalagsins um endurá- lagningu gjalda árið 1964, en á undan honum höfðu talað þeir Einar Ágústsson og Lúðvík Jósepsson. Q Af ræðu Eðvarðs mátti marka að viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um sam- komulagsvilja vegna skattabyrðanna voru gort eitt og hjóm. ASÍ og BSRB sendu ríkisstjórninni bréf 6. nóv. sl. þar sem boðið er upn á ákveðin atriði til lausn- ar þessu máli en síðan hefur EKKERT HEYRZT FRÁ STJÓRNINNI í RÚMAR ÞRJÁR VIKUR. Eðvarð sagði í upphafi, fram hjá því yrði ekki komizt að gera leiðréttingar á skatta- álögunum frá sl. sumri. Rakti hann nú einkum þann þátt þess- ara mála, sem snýr að samn- ingaviðræðum um skattamálin á Leiguhúsnæði borgarinnar Vestast í Vesturbænum er að finna þessi leiguhús í eigu Reykja- víkurborgar, Selbúðirnar. Á húsakynnin þar og víðar í borginni er drepið í frétt á 12. síðu um umræðurnar sem urðu í borgarstjóm- taní í síðustu viku um húsnæðismálin. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). að vegum ASÍ, BSRB og ríkisstjóm- arinnar. Sl. sumar heföi risið mikil óánægja meðal skattborgara er skattskráin kom út. Hafi menn talið augljóst að skattabyröinni væri mjög misskipt og því hafi miðstjóm ASl rætt þessi mál á íundi 13. ágúst og samþykkt að senda þréf til ríkisstjómarinnar, mótmælaorðsendingu. Þar segir giögglega hvemig níðzt er á hinum almenna laun- þega og hann fái ekkert í sinn hlut það, sem eftir er af þessu ári nema greiðslukvittanir frá skattayfirvöldunum. Segir orðrétt í orðsendingunni, að „skattaþyrð- ar þær, sem launþegum er nú ætlað að bera, jafngilda veru- legri kauplækkun og ógna þvi þeim friði, sem samið var um“. Þá segir i lok þréfsins að BSRB hafi óskað eftir samstöðu við ASl um þessi mál. Nú voru haldnir tveir við- ræðufundir um málið og sagði Eðvarð, að ríkisstjórnin hafi virzt hafa einhvern áhuga á lausn þessa máls og var nú skipuð nefnd með einum full- trúa frá hverjum þessara aðila: BSRB, ASl Sambandi ísl. sveit- arfélaga og ríkisstjóminni. Nefndin skilaði af sér þann 13. október og var niðurstaða hennar að úrbóta væri í raun þörf en hún gerði engar tillög- ur til breytinga, en ríkisstjómin skyldi gefa skattþegnunum tæki- færi til að fá lánað hluta hinna opinberu gjalda og átti Seðla- bankinn að greiða sveitarfélög- unum það fé, sem þannig yrði lánað skattborgurunum. Ræðumaður sagði, að laun- þegasamtökin hefðu engan veg- inn getað sætt sig við niður- stöður nefndarinnar og sendu þv£ ríkisstjóminni tillögur um lækkun og hvemig standa skyldi straum af þeim tekjumissi, sem sveitarfélögin yrðu fyrir við lækkunina. 1 tillögum þessum er talað um „belna eftirgjöf á á- lögðum gjöldum á árinu 1964“. Nú tók ríkisstjómin sér nokk- urn „umþóftunartfma“ að vanda meðan hún athugaði tillögur ASI og BSRB. Barst samtökun- um bréf um mánaðamótin okt. nóv. frá ríkissjóminni þar sem hún lýsir sig fúsa til að veita í mönnum lán til tveggja ára til að greiða hin opinberu gjöld en ekki var hún til viðræðu um neina lækkun. Er launþegasamtökin fengu þessar upplýsingar í hendur lögðu þær fram lokatilboð dag- sett 6. nóv. 1964 og er það birt annars staðar á síðunni. Síðan þetta lokatilboð var lagt fram hefur ekkert borizt frá stjórninni viðvíkjandi þessu brýna verkefni og það er ekki ástæða til að fara dult með það lengur að héma hefur ríkis- stjómin gert sig bera að hinni örgustu sýndarmennsku, sem um getur. Mikill fjöldi launþega bjóst við einhverjum leiðréttingum vegna loforða stjórnarinnar en það hefur algerlega brugðizt og er það raunar ekki í fyrsta sinn, sem þessi ríkisstjóm geng- ur á bak orða sinna og gerir sig bera að 'skeytingarleysi um velferð allrar alþýðu. LOKATILBOÐ SENT 6. 1 NÓY. EKKERT SVAR 1 ■ ■ Reykjavík, 6. nóv. 1964. „Á viðræðufundi fulltrúa A.S.Í. og B.S.R.B. með full- trúum ríkisstjómar, 5. þ.m., var kröfu launþegasamtak- ■ anna um lækkun tekjuskatts og útsvara á árinu 1964 | hafnað. Jafnframt kom fram í skriflegu svari ríkisstjómarinnar, 5 að hún væri fús til að gera ráðstafanir til að draga úr [ erfiðleikum skattgreiðenda á þessu ári með lánveitingum [ í samræmi við tillögu starfsnefndar aðila. Nefndir A.S.f. og B.S.R.B. telja leið þessa alls ófullnægj- andi en vilja þó eigi hafna aðild að henni, ef eftirfarandi ; skilyrðum fæst fullnægt; ..... , ■ 1. Lánin verði vaxtalaus og án vísitölubind- [ ingar. 2. Lánstími verði 3 ár. 3. Lánveitandi verði ríki og7eða sveitarfé- [ lög. 4. Lánin séu talin jafngilda greiðslu á út- [ svari fyrir áramót og því frádráttarbær [ á næsta ári.“ \ m m íj Virðingarfyllst, HANNIBAL VALDIMARSSON KRISTJÁN THORLACIUS. l g ■ S JÓ N VARPSÁRÓÐURIN N .......... |'\ náv.1%4 Aróðurs- og auglýsingabæklingi fyrir bandariska hemámssjón- varpið á Islandi er nú dreift í fjölmörgum verzlunum í Reykjavík og víðar. — Er að þessu vikið á 7. síðu blaðsins í dag. Ennþá er barizt um Stanleyville Uppreisnarmenn sagðir hafa ráðizt á ný inn í borgina NAIROBI 26/11 — Dagblaðið „East Africa Stan- dard“ í Nairobi skýrir svo frá í dag, að uppreisn- armenn í Kongó, sem hraktir voru út úr Stanley- ville af fallhlífarherliði Belga og Bandaríkja- manna, hafi í dag hafið gagnsókn og tekið aftur nokkurn hluta borgarinnar. Frá Kaíró berast þær fréttir, að upplýsingaskrifstofa Banda- ríkjanna þar í borg hafi verið gjöreyðilögð er mannfjöldi rudd- ist þar inn til að mótmæla að- gerðum Bandaríkjamanna í Kongó. í ýmsum löndum Afríku- og kQmmúnistaríkja hafa orðið svipaðar óeirðir, en engar eins miklar og hér Gebenye heill á húfi í Nairobi er ennfremur frá því skýrt að Christope Gebenye, leiðtogi uppreisnarmanna, sé heill á húfi, og er það Thomas Kanza, utanríkisráðherra upp- reisnarmanna, sem borinn er fyrir þeirri frétt. Kanza kvaðst hafa fengið skeyti frá Gebenye þar sem hann seri. pfl aðrir leið- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.