Þjóðviljinn - 27.11.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 27.11.1964, Side 5
Fðstudagur 27. nóvember 1964 ÆvisagaJ.F. Kennedy, Úr myndabók læknis, viðtala- og predikanasafn Meðal útgáfubóka Setbergs er ævisaga Kennedys Banda- ríkjaforseta eftir útvarpsfrétta- mann, ræðusafn eftir biskup- inn, viðtaiasafn eftir VSV og frásagnabók læknis. 1 Ævisögu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta eftir Thorolf Smith er m. a. rakin ætt hans og uppruni, lýst heimilislífi og ævistarfi og hinum válegu örlögum hans. Höfundurinn er landskunnur blaða- og út- varpsmaður. Árið 1959 kom út bók eftir hann um annan Bandaríkjaforseta, Abraham Lincoln, og vakti mikla at- hygli. Ævisögu John F. Kennedy prýða yfir 100 myndir. t)r myndabók læknis nefn- ist ný bók eftir Pál. V. G. Kolka lækni, hinn kunna út- varpsfyrirlesara. Páll Iifði bernsku sína i sveit, en kom til Reykjavíkur rétt áður en vatnsveita, hafnargerð, gas og rafmagn hófu að breyta ásýnd höfuðstaðarins. Læknisstarf sitt stundaði hann á annan ára- tug í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, og síðan í rúman aldarfjórðung í einu af stærstu sveitahéruðum þess. Bandaríski blökkumannaleið- toginn Robert Williams hefur undanfarið verið á ferð í Kína. Hann lýsti því yfir við blaða- menn, að enda þótt Johnson forseti hefði lofað öllu fögru meðan á kosningahríðinni stóð, væri einskis góðs af honum að vænta, enda stjórn Bandaríkj- anna byggð á kynþáttakúgun og heimsvaldastefnu. Á báðum þessum stöðum tók Páll verulegan þátt í almenn- um málum og sat ekki alltaf á friðarstóli. Grær undan hollri hendi eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, er safn viðtala sem höfundur- inn hefur átt við fólk af ýms- um stéttum. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, sem er löngu þjóðkunnur fyrir bækur sín- ar, segir í formála fyrir bók- inni: „Hér er sagt frá fólki úr nær öllum stéttum, konum og körlum, sem búið hefur við hin ólíkustú lífskjör, allt frá hrakniiigslífi til embættis- starfa, fátæku og umkomu- lausu fólki, vel efnuðu og allt þar á milli. Hygg ég að í þessari bók megi sjá lífskjör íslenzku þjóðarinnar í heila öld speglast f einstökum atrið- um, mörgum smáum myndum, sem að lokum verða að einni heild, — og þar með heildar- sögu. Eitt á allt þetta fólk sameiginlegt. Það hefur gegnt hlutverki sínu af skyldurækni og samvizkusemi. Það hefur gróið undan höndum þess, og þess vegna hef ég valið bók- inni nafnið: Grær undan hollri hendi.” I bókinni er rætt við ýmsa þjóðkunna menn og konur, svo sem Bjarna Björnsson, leikara, Ásgrím Jónsson, list- málara, Magnús Jónsson pró- fessor, Ludvig Kaaber banka- stjóra, Ara Arnalds, bæjarfó- geta, Pál Isólfsson tónskáld, Friðfinn Guðjónsson, leikara, Ragnar Jónsson í Smára og læknana Sæmund Bjarnhéðins- son, Sigurð Magnússon og Þórð Sveinsson. Með uppreisnar- mönnum Kúrdistan Skuggsjá hefur gefið út bók- ina „Með uppreisnarmönnirm I Kúrdistan” eftir Erlend Har- aldsson fyrrum blaðamann. Höfundur komst fyrst í kynni við kúrdíska sjálfstæðis- baráttu í Berlín árið 1962. Nokkrum vikum síðar er hann kominn til Bagdad, þar sem hann nær sambandi við neð- anjarðarhreyfingu Kúrda, sem áttu í miskunnarlausri styrjöld við heri Kassims einræðis- herra Iraks. Leynihreyfing Kúrda skipu- leggur síðan ferð hans inn í Iran og baðan er honum smyglað yfir landamærin og inn í írak, þar sem hann fer huldu höfði um nætur með leiðsögumönnum sínum, á ferð sinni um yfirráðasvæði stjórn- arhersins, unz þeir komast inn í hið frjálsa Kúrdi&tan uppreisnarmanna. Á leið sinni til baka er hann handtekinn af írönsku herlögreglunni. Erlendur Haraldsson hefur því sögu að segja sem engir aðrir Islendingar geta sagt, Hann er í hópi örfárra blaða- manna, sem komizt hafa til uppreisnarmanna í fjalllendi Kúrdistan og hann varð fyrsti útlendi blaðafulltrúi Kúrda. Bók hans er um 180 blaðsíð- ur og í henni allmargar ljós- myndir; hefur höfundur tekið talsverðan hluta þeirra. Grísk nátímaskáld- saga á íslenzka „Söl dauðans”, grísk nútíma- skáldsaga f þýðingu Sigurdar A. Magnússonar blaðamanns er nýkemin út á forlagi ísa- foldar. Höfundur sögunnar er Pan- delis Prevelakis, eitt kunnasta núlifandi sagnaskáld Grikkja, fæddur á Krít árið 1909, on þaðan er einnig upprunnið annað mikið sagnaskáld, Nikos Kazantzakis. Prevelakis hefur samið f jölda skáldsagna frá Krít, og er „Sól dauðans’’, einna kunnust þeirra — lýsing á lífi og kjörum fólks á hinu sérkennilega eylandi Krít. I formála segir þýðandi að sag- an sé gott dæmi um þá vin- sælu grein grískra nútímabók- mennta, sem nefna mætti þjóð- lífslýsingar. Sagan kom út í Grikklandi árið 1959 óg var þá sæmd æðstu bókmennta- verðlaunum ríkisins. Síðan hefur hún verið þýdd á mörg Evrópumál og var m. a. valin „Bók friðarins 1962” af Al- þjóðlega friðarbókasafninu í Os.ló, sem þýzki flóttamaður- inn Max Tau stofnsetti og veitir forstöðu. Isafold hefur sent frá sér aðra þýdda skáldsögu, „Þá bitu engin vopn“ eftir þá Elli- ot Ness og Oscar Fraley. Sag- án nefnist á ensku „The un- touchables" og hefur verið gerð kvikmynd eftir henni. Hersteinn Pálsson þýddi sög- una. Þetta cru allt fulltrúar sem sátu líka Alþýðusambandsþing fyrir þrjátíu árum. Frá vinstri: Guðrún Finnsdóttir, Jóhanna Egils- dóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Ásgeir Torfason, Helgi Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Kristinn Ágúst Eiríksson. ÞIÖÐVILJINN Þessar bráðlifandi myndir tók Guðgeir Magnússon, blaða- maður Þjóðviljans síðustu nótt- ina á Alþýðusambandsþingi. Varð þá stundum hlé á þing- störfum vegna atkvæðataln- ingar og tóku menn þá að hreyfa sig til og hópast í smá- hópa í fundarsal, í kaffistofu og á göngum. * Það mun hafa verið Jón Sig- urðsson formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, sem safn- aði saman nokkrum fulltrúum sem setið höfðu Alþýðusam- bandsþing fyrir réttum þrjátíu árum, og bauð þeim í kaffi þarna um nóttina, og er ein myndin af þeim. Þá er mynd af starfsliði þingsins sem fékk einróma lof fyrir röska og góða þjónustu við fulltrúana og svipmyndir af nokkrum kunnum þingfulltrúum. Hér er mynd af starfsfólki Alþýðusambandsþingsins: Frá vinstri Sigurður Guðgeirsson, Andrés Her- mannsson, Bcncdikt Davíðsson, Gunnar Eydal, Bergþóra Gísladóttir, Þórir Daníelsson, Ögmundur H. Stephenscn, Gunnar H. Stephcnsen. •'••ý. Guðmundur Björnsson frá Stöðvarfirði og Eðvarð Sigurðsson. Frá ,Sókn‘: Björg Jóhansd., Viktoría Guðmundsd. Helga Þorgeirsd. i I I I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.