Þjóðviljinn - 28.11.1964, Page 4
II t
4 SlÐA
HÓDVILIINN
Laugardagur 28. nóvember 13£4
Ályktun aðalfundar Bandalags kvenn a í Reykjavík:
Otgetandi: SameinlngarDoltkur alþýöu — SósiaUstafLokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguröur Suðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Priöþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði
AB þakka fyrír sig
JJíkisstjórn íhalds og Alþýðuflokksins hefur haft
mörg orð um samstarfsvilja sinn við verkalýðs-
hreyfinguna og önnur launþegasamtök í landinu.
Þessum yfirlýsingum fjölgaði svo mjög eftir sam-
komulagið í júní, að einstaka alþýðumaður kann
að hafa tekið þær trúanlegar og lagt of mikið upp
úr þeim. Þegar álögurnar dundu yfir í sumar og
stjórnarflokkarnir fundu reiðiöldu almenningsj
skella á sér og ríkisstjórninni, gugnuðu stjórnar-
blöðin og ráðherrar svo að hafin voru skrif og við-
urkennt að fólki hefði verið íþyngt um of. í einu
stjómarblaðanna var meira að segja hamazt dag
eftir dag gegn álögunum. Og þegar launþegasam-
tökin, Alþýðusamband íslands og Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja mótmæltu álögunum og fóru
fram á viðræður við ríkisstjómina um leiðir til úr-
bóta, tók ríkisstjórnin því með mörgum orðum
um samstarfsvilja sinn að lausn vandans.
Jjað kom fram á Alþingi í fyrradag, að ríkisstjóm-
in hyggst ekki gera neitt til þess að létta hin-
;ar.„óheyrilegu álögur sem nú þjaka alþýðuheimil-
in. Það er komið í ljós að orð ríkisstjórnarinnar
um samstarfsvilja og skrifin í blöðum íhaldsins
og Alþýðuflokksins í súmar voru tóm blekkingar-
skrif, birt í þeim tilgangi einum að afstýra því
að reiðialda almennings skylli af öllum þunga á
þeim sem áttu það skilið, ríkisstjórninni og stjórn-
arflokkunum. Þessi staðreynd er lærdómsrík fyrir
þá alþýðumenn, sem halda að íhaldsstjórn sé
treystandi í hagsmunamálum almennings. Hún er
þung áminning fyrir verkalýðsfélögin að láta mál
eins og þessi til sín taka sjálf, gefa samningavið-
ræðum eins og þeim sem stjórnir Alþýðusam-
bandsins og BSRB hafa átt í við ríkisstjórnina
það baksvið, að fólkið sjálft í hverju einasta verka-
lýðsfélagi og launþegafélagi sé með í baráttunni
og láti það koma fram, svo skýrt að ekki verði um
villzt, að yfirtroðslur sem þessar verði ekki látnar
viðgangast. Framkoma ríkisstjórnarinnar í þessu
skattamáli er fyrir neðan allar hellur, að hefja
samningaviðræður við launþegasamtökin, draga
þær á langinn mánuðum saman og ætla loks að
neita um nokkra viðunandi lausn vandans.
Jjn eins og fyrr segir, þessi framkoma ríkisstjórn-
ar íhaldsins er lærdómsrík þeim sem kunna
að hafa verið í einhverjum vafa um eðli fhalds-
stjórna. Eðvarð Sigurðsson, form. Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambands
íslands, minnti sterklega á þá staðreynd í lok ræðu
sinnar urr skattamálin á Alþingi í fyrradag. Hann
lýsti með hvössum orðum ástandinu á alþýðuheim-
ilunum sem þyngst verða fyrir álögunum, og bætti
við: „Á því var enginn efi að úrbóta var þörf.
Launbegasamtökin voru ekkert að leika sér að því
að fara þessa bónarferð til ríkisstjórnarinnar. En
við höfum gengið bónleiðir til búðar með þetta
erindi og ég hygg, að þó síðar verði, eigi margur
launþeginn eftir að þakka fyrir sig á annan hátí“.
ENDURSKOÐA VERÐUR SK0LA-
KERFIÐ 0G SKIPULEGGJA í HEILD
■ Til viðbótar þeim álykt-
unum aðalfundar Banda-
lags kvenna í Reykjavík,
sem þegar hefur verið get-
ið hér í blaðinu, verður nú
birtur meginhluti sam-
þykktar fundarins um
skólamál.
1. Fundurinn fagnar því, að
komið er fram nýtt frumvarp
til laga um vernd barna og
ungmenna. Fundurinn vonar,
að frumvarpig hljóti góða af-
greiðslu á Alþingi og verði sem
fyrst að lögum. (Síðan er gerð
grein . fyrjr ýmsum . athuga-
semdum við frumvarpið).
2. Fundurinn beinir þeim ein-
dregnu tilmaeium til fræðslu-
ráðs og fræðslustjóra Reykja-
víkur, að stefnt sé að því, að
fella skyldunám bama í eina
heild. Bamapróf í núverandi
mynd falli niður.
3. Fundurinn telur æskilegt,
að treggáfuðum bömum sé, ef
unnt er veitt sú hjálp, sem
þeim nægir til að ná loka-
prófi í hagnýtum greinum
skáldunámsins, svo sem ís-
lenzku og reikningi, og einnig
sé þeim veitt aukin verkleg
kennsla. í stað Þes sé dregið
úr kröfum um nám þeirra í
öðrum greinum, sem ekki hafa
eins mikla þýðingu, þegar sótt
er um vinnu eða inngöngu í
skóla. Próf það, sem þessi börn
kynnu að ljúka, myndi að sjálf-
sögðu veita þeim heimild tii
inngöngu í aðra skóla, ef þau
reyndust til- þess hæf.
Greinargerð: Það er stað-
reynd að margur maður er
góður verkmaður og jafnvel
snillingur í höndum, þótt hann
sé lítt fær til bóknáms. Það er
áreiðanlega kærleiksverk að
hjálpa slíku fólki að finna
sjálft sig í starfi, sem er við
þess hæfi í staðinn fyrir að
pína það yfir viðfangsefnum,
sem það ekki ræður við.
4. Fundurinn vill taka undir
samþykktir og ályktanir, sem
gerðar voru á þingi bamakenn-
arasamtakanna s.l. sumar, um
bráða nauðsyn þess, að endur-
skoða og skipuleggja í heild
MJALLHVÍT í 35. SINN
Barnalcikritiö „M.iallhvít" verður sýnt í 35. sinn n.k. sunnudag
i Þjóðleikhúsinu. Aðsókn hefur verið mjög góð að leiknum og
hefur verið uppsclt á flestar sýningar. Leikurinn verður á næst-
unni sýndur kl. 3 síðdegis á sunnudögum. Myndin er af Helgu
Valtýsdóttur í hlutverki vondu drottningarinnar.
Ný skáldsaga Bín-
borgar Lárusdóttur
„Valt er vcraldar gengið”
er nafnið á nýjustu skáldsögu
Elínborgar Lárusdóttur.
Þetta er fjórða bindið i
sagnaflokknum „Horfnar kyn-
slóðir”, en áður eru út komn-
ar í þeim flokki þessar sögur:
„Sól í hádegisstað" (1960), „Dag
skal að kveldi lofa” (1062) og
„Eigi mó sköpum renna”, sem
út kom £ fyrra.
Sagan „Valt er veraldar
gengið” gerist á fyrsta þriðj-
ungi 19. aldar og er þar enn
sögð saga Dalsættarinnar,
einkum þó sona þeirra Dals-
hjóna sem áður er sagt frá í
fyrri bindum. Inn í frásögn-
ina er ofið aldarfars- og þjóð-
lífslýsingum og sögum, sem
lifaó hafa á vörum fólksins.
öókin er 276 bls. Útgefandi
er Lkuggsjá.
skólakerfið með tilliti til
breyttra þjóðfélagshátta. Lögð
sé rik áherzla á það, að hver
einstaklingur fái tækifæri til
þess að ná sem beztum pér-
sónulegum þroska. Vorpróf séu
t.d. fyrr að vorinu og fyrirskip-
aður lexíulestur falli þá niður,
en nemendur fái þá undir leið-
sögu kennara að velja sér við-
fangsefni að einhverju leyti.
Greinargerð: Námsskrá sú,
sem lögð er til grundvallar
skólanáms í dag, er langt frá
því að veita einstaklingum per-
sónuþroska. Til þess er hún
alt of skorðuð við að komast
yfir ákveðið efni til þess að
standast yfirheyrslur og próf.
Nokkuð mun bera á þeirri
skoðun meðal foreldra og ann-
arra, sem umsjón hafa með
börnum og unglingum í skyldu-
námi, að kennsla langt fram
eftir vori sé fremur neikvæð
en jákvæð. Prófin myndu sýna
betri námsárangur, ef þeim
væri lokið fyrr á vorin, áður
en þessi leiði og þreyta á kyrr-
setunum nær valdi yfir nem-
endum, eins og drepið er á að
framan.
5. Fundurinn beinir þeim til-
mælum til menntamálaráð-
herra og fræðsluráðs Reykja-
víkur, að sem fyrst verði
hrundið í framkvæmd tillög-
tim þeim, sem Stéttarfélag
barnakennara i Reykjavík hef-
ur gert um kennslu afbrigði-
legra bama. Vill fundurinn
einkum benda á nauðsyn þess,
að lestregum börnum sé þegar
á fyrstu árum skólavistarinnar
veitt öll nauðsynleg aðstoð svo
að lestregða hamli ekkl námi
þeirra fram eftir öllum aldri. f
öðru lagi vill fundurinn vekja
athygli á nauðsyn þess, að
vangefnum börnum sé séð fyr-
ir þeirri kennslu, sem hæfir
greindarþroska þeirra, og að
skólaskylda þeirra verði lengd
a.m.k. til 18 ára aldurs eins
0:g ráð er fyrir gert í tillögum
stéttarfélagsins. Til samanburð-
ar má benda á, að í Danmörku
eru vangefin börn skólaskyld
til 21 árs. ;
6. Fundurinn tekur undir' Þá
ályktun Sambands a-skaft-
fellskra kvenna, að beita sér
gegn því, að framleidd séu og
sejd barnaleikföng sem ,eru
efltirlíkingar af drápstækjum
s.s. byssum, sverðum o.þ.u.l.
Fundurinn skorar hér með á
alla þá, sem með uppeldi eða
fræðslumál fást, og hvern
þann, sem lætur sér annt um
framtíð íslenzkrar æsku, að
beita sér eindregið gegn fram-
leiðslu, sölu og kaupum slíkra
leikfanga.
7. Fundurinn beinir þeirri
áskorun til æskulýðsráðs
Reykjavíkur, æskulýðsfulltrúa
Framhald á 9. síðu.
Björn Jóhannesson, fyrrum
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, var
jarðscttur í gær frá Fossvogs-
kirkju, en hann lézt snögglega
22. þ.m. þar sem hann var að
störfum á fundi í Dýravernd-
unarsambandi Islands.
Bjöm var Húnvetningur að
ætt, fæddur 28. marz 1895, en
fluttist til Hafnarfjarðar 1906.
Hann tók snemma þátt í bar-
áttu verkamanna, átti sæti í
stjórn Hlífar og var formaður
þess félags. Einnig var hann
einn af stofnendum Sjómanna-
félags Hafanarfjarðar og fyrsti
formaður þess. Jafnframt var
Bjöm einn af forystumönnum
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði,
átti sæti i bæjarstjóm 1926—
1950 og var lengi forseti bæj-
arstjómar. Hann tók mikinn
þátt í stofnun bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, fyrstu bæjarút-
gerðar á landinu, og átti lengi
sæti í útgerðarráði.
rítar æviminningar
Guðm. J. Einarsson, bóndi
á Brjánslæk á Barðaströnd,
hefur ritað endurminningar
sínar otr eru þær komnar út
í bókarformi á forlagi Sgugg-
sjár í Hafnarfirði.
Guðmundur nefnir bók sína
„Kalt er við kórbak” og undir-
titill er — Æívisaga og aldar-
farsíýslng. Bókin er um 260
blaðsíður og skiptist í þrjá
meginhluta: I. hluti — Bernsku-
dagar og unglingsár. II. hluti
— í framandi löndum. III,
'iluti — Heim er ég kominn.
1 inngangsorðum segir höf-
undur m. a.:
„ ... Þar sem ég hef nú svo
lítið af sjálfum mér, að segja,
þá býst ég við að þessi blöð
snúist meira um að lýsa þeim,
sem á vegi mínum hafa orðið,
og verði því eins mikið minn-
ingaþættir um ýmsa samferða-
menn og frásagnir um ævi
mína og ævistarf, sem bæði
hefur verið fábrotið og lítið
og alls ekki frásagnarvert að
fiestu leyti. Það 'sem ég kann
að segja ... um lífsferil minn
mun að sjálfsögðu bera mik-
inn keim af byggðarlagi því,
sem ég ólst upp í, en það er
sunnan á Vestfja'rðnkinikanum
við norðanverðán Breiða-
fjörð...”
Skntggsjá gefur bökina út.
i
v