Þjóðviljinn - 28.11.1964, Síða 7
Laugardagur 28. nóvember 1964
HÖÐVILiíNíí
Höfundur greinar-
innar, Ásgeir Svan-
bergsson, lauk stúd-
entsprófi árið 1952,
en hefur búið að
Þúfum í Reykja-
fjarðarhreppi, Norð-
ur-ísafjarðarsýslu, í
um það bil áratug.
ÁSGEIR SVANBERGSSON:
ALÞJODLEG
BÆNDA-
StÁÐSTEFNA
1«^. ....id ijeir salnazt saman starioineua cins af sauivinnubúuuum i Þýzka a.j.j^u-
lýöveltíinu og ræða um veðrið og búskapinn eins og gengur.
Dagana 1. — 13. júlí 1964
var í fyrsta sinn haldin al-
þjóðleg bændaráðstefna í
Þýzka alþýðulýðveldinu. Þetta
land, sem liggur í hjarta Ev-
rópu verður æ meir vettvangur
alþjóðlegra mannfunda einsog
til dæmis kaupstefnunnar í
Leipzig og Eystrasaltsvikunn-
ar. Til bændaráðstefnunnar
buðu samtök þýzkra bænda —
VdgB — Vereinigung der
gegenseitigen Bauemhilfe. Var
aðaltilgangur samkomunnar að
stefna saman bændum og
bændafulltrúum ýmissa þjóða
til að ræða viðhorf og vanda-
mál en einnig til að kynnast
landbúnaði í aiþýðulýðveldinu
og því, hvemig þar er tekið á
vandamálum landbúnaðar og
sveitafólks.
Ráðstefnuna sóttu á annað
hundrað fulltrúar frá níu
löndum, Sovétríkjunum, Pól-
landi, Finnlandi, Svíþjóð, Nor-
egi, Danmörku, íslandi og svo
frá báðum þýzku ríkjunum, og
voru heimamenn fjölmennast-
ir. í þessum stóra hópi voru
menn á öllum aldri, með ólík
viðhorf og úr ólíkum starfs-
greinum, bændur, formenn
bændasamtaka, kennarar, bú-
fræðingar og vísindamenn. ís-
lenzka sendinefndin var fá-
mennust, en í henni voru
Ragnar Einarsson, starfsmaður
vélasjóðs ríkisins, Magnús
Óskarsson, tilraunastjóri á
Hvanneyri og undirritaður.
Þýzku bændasamtökin, sem
voru gestgjafar, eru mjög víð-
tækur félagsskapur, opinn öll-
um, sem starfa við eða í
tengslum við landbúnað. Þessi
samtök eru einskonar sam-
vinnufélag, sem annast meðal
annars kaup, sölu og dreifingu
á rekstrarvörum og fram-
leiðsluvörum landbúnaðarins.
Þau reka sláturhús, mjólkur-
stöðvar, flutningafyrirtæki,
bankastarfsemi og fleira. Þá
reka þau umfangsmikla
fræðslu- og upplýsingastarf-
sem fyrir bændur og skipu-
leggja auk þess sumarferðalög
bænda og orlofsdvalir í eigin
hvíldarheimilum. Einna helzt
mætti líkja félagsskap þessum
við samsteypu úr Búnaðarfé-
lagi íslands, Stéttarsambandi
bænda og SÍS.
Það var fulltrúi þessa fé-
lags, sem tók á móti íslend-
ingunum á Schönefeld flug-
velli í Berlín og bauð þá vel-
komna. Var síðan haldið til
hótel Berolina við Karl-Marx-
Allee í miðri Berlín. í stríðs-
lok stóð ekki steinn yfir steini
á þessu svæði, og hefur mið-
hluti Berlínar nú verið reistur
4 ný. Eru byggingar þar mjög
nýtízkulegar og glæsilegar.
í suðri og norðri
Daginn eftir komuna til Ber-
línar var haldið suður á bóg-
inn til Leipzig. Leiðin _lá um
landbúnaðarhéruð og íslend-
ingsauganu þótti nóg um
stærð akurflæmanna, sean
námu tugum og hundruðum
hektara, en hvergi var að sjá
óræktaðan blett. í kvöldveizlu
í Leipzig var svo ráðstefnan
formlega sett af Sperling, rit-
ara VdgB, sem óskaði mönn-
um velfarnaðar á ferðalögum,
sem í hönd fóru, en fulltrúar
þökkuðu fyrir sig.
Síðan var haldið til Mark-
kleeberg, en það er um stund-
arfjórðungsleið frá Leipzig.
Þar er á hverju ári haldin
mikil landbúnaðarsýning með
þátttöku margra þjóða, og
sækir hana mikill fjöldi gesta.
Sýning þessi á að vera til
kennslu og fróðleiks fyrir
bændur og búalið í DDR og
einnig til kynningar fyrir
borgarlýð og útlendinga. Á
sýningunni gat að líta allt hið
nýjasta í vélum, tækni og
byggingum. Þá voru sýnd ýms
búfjárkyn og kynntar stefnur
og árangur í kynbótum og bú-
fjárrækt. Þar voru sýningar-
og fyrirlestrasalir þar sem ein-
stakir þættir voru teknir fyrir,
einnig voru deildir, er. gáfu
yfirlit í tölum og myndum um
ástand og horfur í landbúnaði.
í hverri deild voru sérfræðing-
ar og leiðbeinendur sem svör-
uðu spurningum gestanna.
Það sem var mest áberandi
á sýningu þessari var hin afar
fjölbreytta véltækni sem virt-
ist ná yfir öll starfssvið bónd-
ans, sérstaklega bar mikið á
jarðyrkjuverkfærum og upp-
skeruvélum. Flestar hinna
stórvirku véla voru' sýndar að
starfi. Geysilegur fjöldi fólks
var þarna og kemur bænda-
fólk langt að til að sjá og
skoða. Einnig mátti sjá hópa
barna og unglinga úr borginni
undir leiðsögn kennara, sem
fræða þau um atvinnulífið á
þennan hátt.
Að aflokinni dvöl í Leipzig
var haldið í norðurátt, alla
leið að Eystrasalti, þar sem
heitir Kúhlungsborn, en það er
elzti og stærsti baðstaður
Þýzkalands. Þar höfðum við
aðsetur næstu daga og ferð-
uðumst um norðanvert lýð-
veldið til að sjá landbúnaðinn
með eigin augum og kynnast
lífskjörum og viðhorfum fólks-
ins.
Þó að landbúnaður sé ekki
aðalatvinna Þjóðverja, virðist
landið samt vera mesta gósen-
land til þeirra hluta. Tveir
þriðju hlutar af yfirborði
landsins er ræktað land. Mest
er ræktað af rúgi, hveiti, kart-
öflum og sykurrófum. Fer það
eftir veðurfari og jarðvegi á
hverjum stað hvað mest er
ræktað. Mikil uppskera fæst
einnig af hampi, olíuplöntum,
ávöxtum og grænmeti. Af bú-
fé hafa þeir aðallega naut-
gripi, svín og hænsn. Með því
að umreikna allt búfé í stór-
gripaeiningar koma 72,8 stór-
gripir á hverja 100 hektára
ræktaðs lands. Samsvarandi
tala í Bretlandi er 59, í Frakk-
landi 54.
Áætlunar-
búskapur
Það er strax auðséð, að
landbúnaður DDR er mjög frá-
brugðinn því, sem við eigum
að venjast, hvað öll ytri skil-
yrði áhrærir, til dæmis að taka
er meðalhiti júlímánaðar í
nyrztu héruðum lýðveldisins
17,5 gráður og ársúrkoma að-
eins rúmir 500 mm. Búfjárkyn
og jarðargróði eru gjörólík
okkar. Jarðvegur er mestan
part sand- og leirjarðvegur.
En félagsleg uppbygging og
öll aðstaða bóndans í DDR er
alveg jafn ólík. Síðan , 1952
hefur landbúnaðurinn færzt æ
meira í form sósíalistísks stór-
reksturs. Bændurnir hafa sam-
einazt í svonefnd landbúnaðar-
framléiðslufélög, eða land-
wirtschaftliche produktions-
genossenschaften. Það mund-
um við kalla félagsbú eða
stórbú með samvinnusniði.
Þetta rekstrarform er nú ríkj-
andi í landbúnaði DDR og hef-
ur nú 85% alls ræktaðs lands.
Bændurnir hafa gert sér ljóst,
að afkastamöguleikar smábú-
anna voru fullnýttir og það
rekstrarform var orðið fjötur
á framleiðslunni. Til þess að
auka framleiðsluna og bæta
lífskjörin varð einkarekstur-
inn og einyrkjahokrið að víkja
fyrir hinum vélvædda stór-
rekstri samvinnubúanna. Sam-
eiginleg jarðyrkja gerði kleift
að taka í notkun stórvirkustu
vélar og sameiginleg gripa-
hirðing gerði kleift að byggja
vönduð gripahús þar sem vél-
ar leysa mannshöndina af
hólmi við störfin. Þá er það
einnig mikilsvert, að samvinn-
an létti erfiðustu störfunum
af bændunum og gerir þeim í
vaxandi mæli fært, að afla sér
með skólagöngu eða á annan
hátt, fræðslu og þekkingar í
starfi, sér og öðrum til ágóða.
Þessi stórfellda nýsköpun
landbúnaðarins var því a,ðe»ns
möguleg, að nýir þjóðfélags-
hættir, sósíalistiskur áætlunar-
búskapur, var fyrir hendioá
landinu. Ákveðin og meðvituð
þróun efnahagslífs samkvæmt
fyrirfram gerðri áætlun er ein
af megin undirstöðum sósíal-
istiskra framleiðsluhátta. Hið
samvirka þjóðfélag er ein
samstæð efnahagsheild og það
er bráðnauðsynlegt, að hinar
einstöku greinar þessarar
heildar séu samstiga í fram-
þróun sinni. Til dæmis er hinn
vélrekni landbúnaður nátengd-
Framhald á 8. síðu.
AAAAAAAAAWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWVWWWWWWVAAAWWWWWWWWWWWWWWWWWWIVWWWVWWWWWWWWWAAAAAAWWWWWIWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWWVWWWWVWWVVVVWWWWWWVWWWW
RETTUR
Tímáritið Réttur sem hefur
um langan tíma verið vett-
vangur hinna róttækustu skoð-
ana í íslenzku stjómmálalífi,
er nú kominn á allvirðulegan
aldur — sá árgangur þess sem
nú er að koma út er sá 47.
í röðinni.
Þrjú hefti eru komin út í
ár og það fjórða á leiðinni og
er meira líf með ritinu en
stundum áður.
Ritstjóri tímaritsins, Einar
Olgeirsson, skrifar allmargar
greinar í bessi hefti um ís-
lenzk stjómmál. Hér er ekki
staður til að drepa á þær
hverja og eina — en Réttar-
greinar Einars hafa Iengi ver-
ið forvitnilegur lestur hverjum
þeim sem vill fylgjast með
stjórnmólalífi: á síðum Réttar
hafa oft verið settar fram í
fyrsta sinn þær skoðanir sem
síðar höfðu úrslitaáhrif á
stefnu Sósíalistaflokksins og
róttækrar verkalýðshreyfingar.
Af pólitískum preinum þessa
árs mætti éinkum minna á
„Heildarskipulagning nauð-
synleg í íslenzkum iðnaði”
(2. hefti), en þar em dregnar
fram nokkrar ágætar stað-
reyndir sem sýna hve það er
dýrkeyptur lúxus fyrir Islend-
inga að vera að burðast með
kapítalista. Sú vísa verður
aldrei of oft kveðin.
Einar skrifar og grein-
ar um menningarmál. Grein-
in „Draupnir Ragnars og afl-
vaki Islendingasagna” (3. hefti)
er skrifuð í þeim þarfa til-
gangi að brýna fyrir mönnum,
að baráttan fyrir bættum lífs-
kjörum verði ekki takmörkuð
við efnahagslega baráttu eina
— að hún missi að verulegu
leyti marks ef henni fylgi ekki
menningarsókn verkalýðsins.
Þar reynir Einar og að svara
beirri spumingú sem Halldór
Laxness varpaði fram á lista-
þingi í vor, hvernig fámennir
og snauðir þjóðflckkar sem
fornir Grikkir, Gyðingar og Is-
lendingar, hefðu getað unnið
svo mikil menningarafrek og
raun ber vitni. Einar vísar til
hinnar óvenjulegu mannlegu
reisnar þessara fmmstæðu ætt-
arsamfélaga, sem gat fullkom-
lega borið uppi rismikla list.
og leggur, sem oft fyrr, mikla
áherzhi á nauðsyn þess, að
varðveita tengsl við menning-
Einar Olgeirsson
ararf þessa ágæta tímabils i
mannfélagsþróun.
Um annað íslenzkt efni i
Rétti má segja, að það hefur
bersýnilega lengi verið stefna
Tf MARIT
ritstjómar að safna f ritið frá-
sögnum og skáldskap um lífs-
stríð íslenzkrar alþýðu á erf-
iðari tímum. 1 síðasta hefti
finnum við tvö góð dæmi um
slíkt efni. Tryggvi Emilsson
segir átakanlega sögu af við-
ureign fátækrar fjölskyldu við
kaupmenn og yfirvöld fyrir
hálfri öld. Svipaðar sögur era
Tryggvi Emilsson
sjálfsagt til margar, skráðar
og óskráðar, en þessi tíðindi
hefur Tryggvi gert eftirminni-
leg fyrir sakir skýrrar og góðr-
ar framsetningar. 1 sama hefti
er og að finna heimsádeilu-
kvæði frá 1892 eftir borgfirzkt
alþýðuskáld, Jónatan Þorsteins-
son. Svo skemmtilega yrkir
þessi maður um ávirðingar
sem þjóðin hefur lengi orðið
að súpa seyðið af:
Þar scm lá í Iandi
og lýðsins framför drap
öndvert stæður andi
öllum félagsskap;
á hinu flestir fengu skil,
t öllu að pukra einir sér
og eiga "v»kkuð
Ernst Fischer
En allavega þyrfti hinn ís-
lenzki hluti tímaritsins að vera
enn fjölbreyttari — þótt það
sé reyndar hægara sagt en
gert, þar eð pennagleðin er
með öllu dottin úr flestöllum
landsmönnum. En það skal og
tekið fram, að það var góð
hugmynd að fá ungan hag-
frasðing, Hjalta Kristgeirsson,
til að skrifa um hagfræðikenn-
ingar marxismans. Vonandi
verður ekki gefizt upp við það
fyrirtæki.
Erlent efni er að mestu
leyti þýtt úr tímaritinu
„Vandamál friðar og sósíal-
isma”. Þar fer einna mest
fyrir tíðindum frá þjóðfrelsis-
bsráttu f ný’endum eða ný-
frjálsum ríkjum. Ekki ber að
neita því, að tíðindin era merk,
en í flestum tilvikum eru þau
ekki sögð á þann hátt að veki
eftirtekt og umhugsun — í
framsetningu og skilgreiningu
ræður sterk tilhneiging til ein-
földunar.
Hinsvegar er mikill fengur
að grein austurríska rithöf-
undarins Ernst Fischers (2
hefti) „Listir og hugmynda-
fræðileg yfirbygging” (þýdd úr
„Marxism Today”). En þar
sinnir Fischer af ágætri rök-
vísi því áhugamáli sínu að
kveða niður kreddubundnar
einföldunartilhneigingar í af-
stöðu margra marxista til
lista og bókmennta, og svo
háskalegar hugmyndir um
undirgefni listamanna undir
flokksstjórnir. Zilliacus átti og
mjög læsilega grein um Verka-
mannaflokkinn brezka (1. hefti)
Þessi lauslegi samanburður
bendir til þess, að tímaritið
batnaði við að velja til þýð-
ingar fyrst og fremst greinar
eftir marxista frá nálægari
menningarsvæðum — þeir hafa
framsetningarmáta og um-
ræðuaðferð sem er okkur að-
gengile^
★
Þess má og geta að árgang-
ur Réttar kostar hundrað kr.
og er það lítið fé.