Þjóðviljinn - 28.11.1964, Qupperneq 12
„Þeir í Jerúsalem hugsa, þeir í Tel
Aviv skemmta sér, þeir í Haifa vinna"
Um fimmleytið í gær-
morgun komu fjórir af
þátttakendum okkar í Ol-
ympíuskákmótinu í Tel
Aviv aftur til landsins,
en hinir þrír voru vænt-
anlegir í morgun. Eins og
öllum er kunnugt stóðu
þeir sig mjög vel í mót-
inu, urðu hæstir í C-riðli
og 29. í röðinni af 50 þjóð-
um, þrátt fyrir að sumir
af okkar beztu mönnum
væru ekki með.
Við náðum tali af ein-
um ferðalanginum Magn-
úsi Sólmundarsyni og
fengum hann til að segja
okkur örlítið frá dvölinni
í Landinu helga.
— Viðtökur og allur aðbún-
aður okkar skákmannanna
var eins og bezt verður á
kosið. Við bjuggum á fyrsta
flokks hóteli í Tel Aviv.
Sheaton hóteli og þar fór
mótið einnig fram. Matur var
góður, þó vorum við famir
að sakna fisksins, fengum
aldrei annað en kjöt og mik-
ið af ávöxtum.
Á mótinu sjálftu var ágætt
skipulag. Við tefldum í einum
gríðarstórum sal. Þar var að
vísu takmarkað svæði fyrir
áhorfendur, því hinar 50
þjóðir eða réttara sagt hinir
Magnús Sólmundarson
200 skákmenn þeirra tóku
að sjálfsögðu nokkurt rúm,
en áhorfendum var bætt það
upp, með þvl að sjónvarpa
innanhúss öllum helztu skák-
unum; svo var salur þar sem
skákimar voru sýndar á sýn-
ingarborðum.
— Hvern telur þú ánægjuleg-
asta eða eftirminnanlegasta
atburð mótsins?
— Ánægjulegasta atburð-
inn? Tvímælalaust, sigur okk-
ar yfir Svisslendingum, við
bjuggumst alls ekki við að
vinna þá, álitum þá sterkustu
þjóðina í okkar flokki, en
unnum þá svo með þrem
vinningum gegn einum. En
eftirminnanlegast er tap Rússa
fyrir V-Þjóðverjum. Það er
næstum óþekktur viðburður
i landskeppni i skák að Rúss-
ar tapi. Og þó V-Þjóðverjar
séu sterkir og hafi komið
mjög á óvart í mótinu, þá
álít ég þetta vera algera til-
viljun og einn möguleika á
móti hundrað eða meir að
slíkt komi aftur fyrir.
— En þið gerðuð ýmislegt
annað en að tefla í ísrael,
fómð þið ekki á fund Bjama,
þegar hann var staddur í
Jerúsalem?
— Jú, þangað komum við
og ferðuðumst líka víðar. Við
fórum til Galileu, til Nazaret
og Haifa. Við fórum í
klukkustundarsiglingu um
Genesaretvatn, og á einu
ferðalaginu heimsóttum við
samyrkjubú, þar sem logð er
stund á ávaxtarækt. Af hin-
um þrem borgum, Jerúsalem,
Tel Aviv og Haifa, er mér
Jerúsalem langminnisstæðust.
Þar mætast gamli og nýi
tíminn i byggingarlist, og við
komum þar sem landamæri
Jórdaníu og Israel skipta
borginni í tvennt, og há
gaddavírsgirðingin og her-
menn gráir fyrir jámum, sem
stóðu þar sitt hvorum megin,
komu okkar íslendingunum
allkynlega fyrir sjónir. Ann-
ars segja ísraelsbúar sjálfir
að þeir í Jerúsalem hugsi, þeir
í Tel Aviv skemmti sér og
þeir í Haifa vinni.
— Hvað viltu svo segja að
lokum?
— Ég er ánægður með ár-
angur þann er við náðum,
enda er hann betri, en bú-
ast mátti við þegar þrjá af
okkar beztu mönnum vantar
í liðið. Er þrátt fyrir góðar
viðtökur ísraelsmanna og á-
nægjulega dvöl í landi þeirra,
var ég alveg búinn að fá nóg
og er feginn að vera kom-
inn heim. — M. Kr.
T
Framtölin liggja fyrir og því er
endurálagning meí öllu vandalaus
Lúðvík Jósepsson. tók til máls við umræðu um frum-
varp Alþýðubandalagsins um endurálagningu skatta í gær.
Sagði hann það enga frágangssok að fara út 1 að fram-
kvæma endurálagningu þar sem Alþýðubandalagsmenn
hefðu á reiðum höndum grundvallarviðmiðun í frumvarp-
inu og öll framtöl lægju fyrir.
því. Allir væru sammála um sleppa svo auðveldlega frá þess-
að lækkun yrði að koma til um málum, sem hún virtist ætla
og ríkisstjórnin mundi ekki Framhald á 3. síðu.
Jólasöfnun Mæðra-
styrksnefndar hafin
1 fyrradag var í neðri deild
framhaldið umræðum um frum-
varp Alþýðubandalagsins um
endurálagningu útsvars og tekju-
skatts fyrir árið 1964. Við þá um-
ræðu tók Eðvarð Sigurðsson til
máls og skýrði frá sinnuleysi
ríkisstjómarinnar og þumbara-
hasfti varðandi hugsanlega
samninga við launþegasamtökin
um eftirgjöf álagðra gjalda,
þetta ár. Frá þessu var skýrt
f Þjóðviljanum í gær.
Er umræðunni um endurá-
lagninguna var framhaldið tók
Einar Ágústsson (F) fyrstur til
máls. Sagði hann, að Fram-
sóknarmenn hefðu flutt frum-
varp til lækkunar fyrr, sem
nú hefði legið í nefnd í þrjár
vikur og ekkert bólaði á því
að rikisstjórnarliðið hefði áhuga
á að taka þessi mál til frekari
endurskoðunar.
Þá sagði hann, að frumvarp
Alþýðubandalagsins vær; allt of
erfitt í framkvæmd en hins veg-
ar væri „auðvelt fyrir hvern
sveitarstjórnarmann" eins og
hann orðaði það, að framfylgia
því, sem frumvarp Framsóknar
fehir f sér. En það er í stuttu
máli að allur tekjuskattur 1964
verði lækkaður um 7000 kr., og
öll útsvör um 20%.
Síðan bar Einar saman út-
komur beggja frumvarpanna og
miðaði þar við Reykjavík og
komst að þeirri niðurstöðu að
um svipaða upphæð til lækk-
unar mundi vera að ræða í
báðum tilfellum.
I.úðvík Jósepsson sagði að
hann væri sammála Framsókn-
armönnum um að lækkun yrði
að eiga sér stað. Hins vegar
væri viss ágreiningur þar á
milli um leiðir til að framkvæma
lækkunina.
Hann sagði það afar einfalt,
að reikna út skv. tillögum AI-
þýðubandalagsmanna, þegar óll
framtölin lægju fyrir og grund-
vallarreglurnar væru fyrir
hendi.
Agreiningurinn væri einkum
fólginn í því að Framsóknar-
menn vildu lækka öli útsvör
um 20% hvar sem væri en það
væri ekki sanngjarnt þar sem
misjafnlega mikill afsláttur
hefði verið gefinn á útsvarsstig-
anum og sums staðar hefði
hann meira að segja verið
hækkaður um fáeina hundraðs-
bluta.
Þess vegna væri ekki unnt
að bera útkomur frumvarpanna
saman miðað við Reykjavík eina
þar sem aðeins var veittur 9%
afsláttur frá stiga.
Loks sagði Lúðvík að Fram-
sóknarmenn hefðu áður flutt
frumvarp svipaðs eðlis og frum-
varp Alþýðubandlagsins nú er
og hlytu því að vera sammáía
Hinn árlega jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar er nú að
hefjast og verður henni hagað
eins og undanfarin ár. Peninga-
gjöfum og fatnaði verður veitt
móttaka í skrifstofu nefndarinn-
ar að Njálsgötu 3.
Skrifstofan verður opnuð n.k.
miðvikudag, 2. desember og
verður opin frá kl. 6 til 10.
Óþarfi ætti að vera að kynna
starf Mæðrastyrksnefndar fyrir
lesendum en þó sakar ekki afí
geta þess að þeir sem aðstoðar
hennar njóta eru gamlar konur,
ekkjur eða fráskildar konur
sem hafa fyrir börnum að sjá
og sjúklingar. Einnig aðstoðar
nefndin heimili, þar sem heimil-
isfaðirinn af einhverjum ástæð-
um er ekki fær um að sjá fyr-
ir fjölskyldunni.
í fyrra úthlutaði Mæðrastyrks-
nefnd rúmlega 350 þús. krónum
í 7—800 staði. Mæðrastyrksnefnd
heitir á Reykvíkinga að bregð-
ast vel við nú sem endranær
og gefa til söfnunarinnar.
Hér sjást tvær af kápunum frá Guðrúnarbúð og herrafatnaður frá P.O. Þau sem sýna eru, tal-
in frá vinstri; Edda Ólafsdóttir, Emil Guðjónsson og Unnur Arngrímsdóttir. — (Ljósm. G.M.).
Laugardagur 28. nóvember 1964 — 29. árgangur — 263. tölublað.
FullveUisfagnaður
hernámsandstæð-
inga að Sögu
Ási í Bæ Jónas
★ Það er annað kvöld, sunnudag, sem Samtök hernámsandstæð-
inga efna til fullveldisfagnaðar í Súlnasal Hótel Sögu. Þar
flytja ávörp þeir Júníus Kristinsson og Loftur Guttormsson.
Karl Guðmundsson leikari fer með gamanþátt og Ási í Bæ
glettist við alvöru aldarinnar. Jónas Árnason stjórnar fjölda-
söng og flutt verður samfelld dagskrá úr atburðasögu full-
veldisársins, tekin saman af Þorsteini frá Hamri.
★ Þá leikur Savannatríóið og syngur íslenzk þjóðlög og loks
leikur hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi.
★ Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum KRON í Bankastræti
og Máls og menningar að Laugavegi 18, og í skrifstofu Sam-
taka hernámsandstæðinga, Mjóstræti 3. Skrifstofan er opin í
dag og á morgun kl. 4.30—6.30 síðdegis.
Tákusýning tíl ágóðn fyrir
drengjaheimiHB í Breiðuvik
■ Næstkomandi mánudag efna verzlunin Dimmalimm
verzlunin Hjá Báru, Guðrúnarbúð, Hattaverzlun Soffíu
Pálmadóttur og verzlunin P.Ó. til tízkusýningar á Hótel
Sögu. Rennur allur ágóðinn í sérstakan sjóð til styrktar
efnilegum drengjum á vistheimilinu í Breiðuvík.
Sjóður þessi er stofnaður af
Soroptimistaklúbb íslands, sem
■®er alþjóðaklúbbur og fæst við
ýmis konar góðgerðastarfsemi.
Flóttamannahjálp er sameigin-
legt verkefni alþjóðahreyfingar-
innar, en hver klúbbur um sig
velur sér sérstakt verkefni þar
að auki.
Þegar Soroptimistaklúbburinn
var stofnaður hér á landi af 22
konum úr mismunandi starfs-
greinum, (en til að fá inngöngu
í félagið gilda svipaðar reglur
og í Rotaryhreyfingunni), kusu
konurnar sem sitt sérstaka við-
fangsefni að styðja vistheimilið
í Breiðuvík Hafa þær sent
drengjunum á jólum og páskum
góðar gjafir, einnig senda þær
þeim föt og bækur í bókasafn
heimilisins.
Nýlega ákváðu konurnar að
stofna sjóð til þess að styrkja
efnilega drengi á heimilinu eft-
ir að þeir koma þaðan. Verða
styrkir þessir veittir sem lán,
og eru þau afturkræf, þannig
að þeir geta ef þeir vilja greitt
styrkinn aftur, þegar þeir eru
þess megnugir Hafa konurnar
nú þegar safnað nokkurri fjár-
upphæð í sjóðinn, en til þess að
auka hann verulega sneru þær
sér til fyrrgreindra verzlana og
ákváðu eigendur þeirra að ganga
í lið með konunum og styrkja (
þetta góða málefni, Geta má
þess að eigandi Guðrúnarbúðar,
frú Guðrún Stefánsdóttir, er
fyrrverandi formaður Soroptim-
istaklúbbsins og var blaðamönn-
um skýrt svo frá á blaðamanna-
fundi í gær, að hún væri einn
helzti hvatamaður að sýningu
þessari.
Á tízkusýningu þessari verða
sýndir finnskir dagkjólar „Mari
Mekko“ frá Dimmalimm, nýjasta
tízka í samkvæmiskjólum frá
Báru (en hún er nýkomin frá
New York), dömuhattar frá
Hattabúð Soffíu Pálma, herra-
fatnaður frá P. Ó. og kápur
frá Guðrúnarbúð.
Frú Þuríður Pálsdóttir söng-
kona mun bjóða gesti velkomna.
Kynnir kvöldsins verður Her-
mann Ragnars og danspar frá
honum sýnir nýjustu dansana.
Einnig koma fram leikaramir
Árni Tryggvason og Klemenz
Jónsson með skemmtiþátt.
Aðgöngumiðar eru tölusettir
og gilda sem happdrætfismiðar.
Meðal vinninga eru herraföt frá
P- Ó.. kápa frá Guðrúnarbúð,
hattur frá Hattabúð Soffíu
Pálma, kjóll frá Dimmalimm og
Sindrastóll. Miðarnir verða seld-
ir í Guðrúnarbúð á Klappar-
stig á laugardag, mánudag og
við innganginn.
Eins og fyrr greinir rennur
I a,lur ágóði til vistheimilis
drengjanna i Breiðuvík.