Þjóðviljinn - 29.11.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.11.1964, Qupperneq 3
Sunnudagur 29. nóvember 1964 ÞJÓÐViniNN SlÐA Höfundur greinar- innar, Ásgeir Svan- bergsson, lauk stúd- entsprófi árið 1952, en hefur búið að Þúfum í Reykja- fjarðarhreppi, Norð- ur-ísafjarðarsýslu, j um það bil áratug. ÁSGEIR SVANBERGSSON: ALÞJOÐLEG BÆNDA- RÁÐSTEFNA Rannsókna - og fræðslustörf Rannsóknarstarfsemi er um- fangsmikil. Sérstök áherzla er lögð á jarðvegsrannsóknir, en viða er jarðvegur frekar léleg- ur, sandjörð og leirborin jörð. Virðast bændurnir hafa furðu- góða yfirsýn yfir ástand jarð- vegsins. Á hverju búi hanga uppi kort af landareigninni, venjulega fjögur, og sýna þau hvert fyrir sig ástand jarðvegs- ins hvað snertir áburðarefni og kalk. Yfirleitt eru víðtækari jarðvegsrannsóknir gerðar á hverju búi á þriggja ára fresti og kostar hver jarðvegsprufa 3 DM (39 ísl. krónur). En i landinu eru fimm rannsóknar- stofnanir, sem sinna þessum verkefnum. Auk rannsókna, sem fara fram á búunum, eru ýmiskonar tilraunir gerðar á sérstökum tilraunastöðvum viðs vegar um landið. Til dæm- is er nú verið að byggja tvö þúsund kúa fjós, annað bása- fjós með rörmjaltakerfi eins og algengast er, hitt hjarðfjós með hringekju-mjaltakerfi. Það er ætlunin að ganga með þessu úr skugga um hvort kerfið sé betra, hagkvæmara. Fjölmargar jurta- og búfjár- kynbótastöðvar vinna að kyn- bótum, sem beinast að sjálf- sögðu að þvi að finna betri og hæfari stofna, bæta afköst og hreysti þeirra sem fyrir eru, og gera afurðir þeirra betri neyzluvarning. Kynbótagildi gripa er metið eftir afkasta- getu móður og afkomenda föð- ur og eftir niðurstöðum af- kvæmarannsókna. Kynbóta- gripir hafa verið fluttir inn frá Danmörku og Englandi til að bæta landkynin sem fyrir eru. Ýmsir jurtastofnar eru fengnir víðsvegar að Búnaðarfræðsla er almenn og vel skipúlögð Hin almenna búnaðarfræðsla fer fram á bún- aðarskólum og geta nemendur valið þar um 24 sérgreinar og tekið sérpróf í hverri þeirra. Námið er bæði bóklegt og verk- legt að jöfnum hlutum. Verk- lega námið fer fram á búum í nágrenni skólanna. Þama tengjast fræðikenning og starf. Þá eru og að sjálfsögðu land- búnaðardeildir við hina ýmsu háskóla landsins, þar sem hægt er að afla sér æðri og sérbæfð- ari þekkingar. Árlega taka 2500 nemendur búnaðarskól- anna til starfa við landbúnað- inn. Árið 1963 störfuðu 16600 manns með háskólapróf við landbúnað og 97000 höfðu próf i einhverri sérgrein. Þá hafa verið stofnaðir einskonar kvöldskólar (Doirfakademien) í þorpunum Þangað leita þeir, sem vilja afla sér aukinnar þekkingar, til dæmis eldra fólkið. Ennfremur hefur verið komið á sérstökum sjónvarps- námskeiðum fyrir sveitafólk. Þessi námskeið standa yfir hálfan eða heilan vetur og fjalla hvert um sig um eitt- hvert ákveðið efni til dæmis kálfaeldi, og geta þeir sem vilja tekið próf í námsskeiðs- lok. Rétt er að geta þess hér, að geysimikil- áherzla er lögð á hvers konar menntun í DDR. Þar er nú 10 ára skólaskylda en fæstir láta sér það nægja, en sækja fagskóla eða kvöld- skóla, ef þeir fara þá ekki i háskólanám, í lýðveldinu koma 160 stúdentar á hverja tíu þús- und íbúa. Mörg vandamál Hér hefur verið drepið á ýms atriði úr viðræðum við þýzka bændur í norðurhéruð- um Þýzka alþýðulýðveldisins. Þeir búa flestir í þorpum frá fornu fari, og búa frá 20 til 60 fjölskyldur í hverju þorpi. Hús bændanna standa þar í röðum við eina eða tvær götur og í miðju þorpi er venjulega stór- hýsi, sem var bústaður fyrr- verandi jarðeiganda (junkara). Þessir stórjarðeigendur „áttu plássið“ og leigðu bændum land og hús gegn afarkostum og arðrændu þá miskunnar- laust. Margir samvinnubænd- anna muna þá tíma vel. Nú eru stórtiýsi junkaranna orðin að félagsheimilum eða menn- ingarmiðstöðvum þorpsins. Það er kannski engin tilviljun, að norðurhéruðin (Rostock, Schw- erin) þar sem veldi og harð- SÍÐARI HLUTI stjórn stórbændanna var mest, höfðu íorustu um nýsköpunina í landbúnaðinum. Við spurðum bændurna hvernig þessi stórfellda bylt- ing hefði mátt verða á svo skömmum tíma. Þeir sögðu, að fyrst hefði jarðvegurinn verið undirbúinn með fortölum og á- róðri fyrir aukinni framleiðslu og bættum lífskjörum. Það var hlúð að nýgræðingnum, sam- vinnu og samhjálp bændanna, með rekstri vélastöðva, sem önnuðust jarðyrkju með fyllstu tækni. Rekstur vélastöðvanna sýndi bændunum fram á yfir- burði vélvæðingar, en þeir sáu líka, að vélbúnaðurinn varð ekki fullnýttur á hinum dreifðu og sundurslitnu skákum þeirra. Fyrstu samvinnubúin sýndu fljótlega yfirburði í betri af- komu og minni þrældómi. Upp- skeran varð svo hinn vélvæddi samvinnubúskapur, sem nú ein- kqnnir landbúnað DDR. Auðvitað er við mörg og ill Ur mynda bök læknis Höfundur segir í formála m.a. „Ýmislegt merkilegt hefur á daga mína drifið, sem afkomendum mínum kynni að þykja nokkur slægur í að þekkja samkvæmt minni eigin sögusögn. Bernsku mína lifði ég f sveit, þar sem þjóðlífið féll að mörgu leyti enn f þær skorður, sem höfðu markað rás þess öldum saman. Ég kom til Reykjavíkur rétt áður en vatnsveita, hafn- argerð, gas og rafmagn tóku að breyta ásýnd höfuðstaðarins. Þæknisstarf mitt stundaði ég á annan áratug i stærstu verstöð landsins og siðan f rúman aldarfjórðung i einu af stærstu sveitahéruðum þess. Á báðum þessum stöðum tók ég veruleg- an þátt i almennum málum og sat ekki alltaf á friðarstóli. Ég hef þvf oft haft allgóð skilyrði til að fylgjast með þeirri fram- þróun, scm orðið hefur hér á landi siðustu hálfa öldina, auk þess sem ég hef kynnzt miklum f jölda manna með ólíku sinni og skinni, en maðurinn sjáifur, líkami hans, sál og andi, hættir hans, eðli og örlög. hefur ávallt verið mér hugleikið viðfangsefni“ ■ ? ■ - FREYaUGATA 14 SlMI 17667 vandamál að glíma í starfi bændanna. Þcít segja meðal annars, að þá vanti meiri til— búinn áburð. Það vantar líka fleiri tæknifræðinga og búfræð- inga. Ennþá er talsvert mis- ræmi milli þorps og borgar. Þorpið er enn vanþróað, menn- ingarlega og teeknilega. En bændurnir voru þess líka full- vísir, að þessir ágaliar yrðu yf- irunnir inan fárra ára. Nokkuð ber á þvi, að unga fólkið tolli ekki i sveitunum og meðalaldur sveitafólksins er því tiltölulega hár. Borginn heillar ungling- ana og iðnaðarstörf í þéttbýl- inu bjóða að mörgu leyti betri aðstöðu, bæði hvað snertir vinnu og nám og tómstunda- störf. Enda er hinn sívaxandi iðnaður í mikilli þörf fyrir vinnuafl, og þetta ýtir á hinn bóginn undir enn aukna vél- væðingu í sveitunum. Hér má bæta því við, að vegna mann- fallsins í stríðinu og fækkunar fæðinga um og eftir stríðslok er aldursskipting íbúanna tals- vert óeðlileg,t þannig, að af hverjum 100 íbúum eru að- eins 59 á vinnufærum aldri. Hugarfar fólksins breytist heldur ekki á einni nóttu. Það er stórt bil á milli „mitt“ og „okkar“, á miili einkaeignar og sameignar. Þótt bylting í at- vinnuháttum verði á skömmum tíma, eru hugsunarvenjur leng- ur að breytast í samræmi við þróunina og það getur tekið langan tíma að semja sig til fulls að hinu nýja. Bændurnir voru djarfmann- legir Og frjálslegir í tali og framgöngu Þeir ræddu hik- laust og opinskátt um allt sem bar á góma og virtust ekki reyna að draga fjöður yfir neitt. Þeir voru að vonum hreyknir af árangri þeim, er þeir hafa náð, og framtíðar- áform þeirra mótast af kjarki og sigurvissu. Þeir finna nú, hvar í fiokki sem þeir standa, að þeir sjálfir eru herrar landsins, sem þeir yrkja. Hin sósialistíska nýskipan landbún- aðarins hefði líka verið óhugs- , andi og dauðadæmd án frum- kvæðis og samstarfs frá hendi -. bændanna sjálfra. Sósíalismi og friður Hvar sem komið er i Þýzka alþýðulýðveldinu, ekki sizt í sveitunum, er jafnan byrjað og endað á því að undirstrika, að friður er grundvallarfor- senda allrar uppbyggingar og betra lífs. Inntak sveitalífsins er friðsamleg vinna og bónd- anum fer betur að vinna með plógi en að beita sverði. Slik orð voru jafnan mælt af mlk- illi alvöru. Sár stríðsins eru enn ekki fullgróin. Það er enn verið að byggja úr rústum. Þesi þjóð, sem byggir upp og berst fyrir friði, hefur séð, að sósíalismi og friður eru eitt. Á öllum ferðalögum um DDR var okkur tekið með ein- stakri gestrisni og höfðings- skap. Gestgjafar okkar lögðu sig í framkróka um að gera okkur dvölina sem ánægjuleg- asta i hvívetna. Jafnan voru fslendingarnir í för með Norð- mönnum, frændum vorum. Var sú samvera hin ánægju- legasta. Báðum hópunum fylgdu túlkar og leiðsögumenn, sem voru kunnugir landbún- aði. Auk þess að heimsækja bú af mismunandi stærðum og gerðum, voru heimsóttar ýms- ar landbúnaðarstofnanir, svo sem jurtakynbðtastöð. búfjár- ræktarstöð. mjólkurbú, búnað- arskólar og vélastöðvar. Yrði of langt mál að rekja hér allt sem fyrir augu bar á þeim stöðum. Hinni alþjóðlegu bændaráð. stefnu var slitið í menningar- höll verkamanna í Rostock, að viðstöddum öllum þátttakend- um og fiölda blaðamanna Allt sem fram fór var jafnóðum túlkað á sjö tungumál. Þá var og sjónvarpað frá fundinum. Fundurinn stóð allan daginn Og þar tóku til máls fulltrúar allra þátttökuþióðanna og nokkrir fleiri af hálfu heima- manna Gestirnir luku lofsorði á móttökur og fyrirgreiðslu. Ræðumenn drápu á vandamál landbúnaðarins í heimalöndum sínum. Margir þeirra gátu Framhald á 9. síðu. I HERBERGI ÓSKAST STRAX! Uppl. í síma 24-931 Málverkasýning í BOGASALNUM myndir Benedikts Guðmundssonar. —* Síðasti sýningardagur. AUCL YSING til símnotenda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur i Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði beðnir að senda fyrir 10- desember n.k. breytingar við nafna- eða atvinnuskrá, ef einhverjar eru frá þvi sem er í símaskránni frá 1964. Breytingar, sem koma eftir þann tíma, má búast við að verði ekki hægt að taka til greina. Athygli skal vakin á nýjum flokkum í atvinnuskrá: VARAHLUTAVERZLANIR: Þar geta fyrirtæki, sem verzla með varahluti í bifreiðar, báta- og skipavélar, vinnuvélar og þvi um líkt, fengið nöfn sín prentuð. UMBOÐ, ERLEND: Þar geta símnotendur, sem umboð hafa fyrir erlend fyrirtæki fengið nöfn fyr- irtækjanna prentuð. í nafnaskrá verða aðeins prentuð nöfn fyrirtækja, sem skrásett eru á íslandi. Allar nánari upplýsingar fást í síma 11000 og her- bergi nr. 206 á II. hæð í landssímahúsinu Thorvald- senstræti 4. Breytingar sem sendar verða, skal auðkenna: „SÍMASKRÁ“. Reykjavík, 28. nóvember 1964. Bæjarsími Reykjavíkur. Herrafrakkar með spæl Stakirjakkar Klæðaverzlunin Klapparstíg 40 — Sími 14415. Kvenfélag Ásprestakalls heldur bazar í anddyri Langholtsskólans þriðjudaginn 1. des. kl. 2 e.h. Margir góðir, ódýrir munir. Sjáið útstillinguna í dag. sunnudag, að Lang- holtsvegi 82- GLÆSILEGT HAPPDRÆTTI. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.