Þjóðviljinn - 29.11.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 29.11.1964, Page 10
10 SlÐA ÞJðDVILJINN Sunnudagur 29. nóvember 1964 Jonathan Goodman GLÆPA HNEIGÐIR þeirra. Þeir skilja blöðin eftir í peningaskápnum og æða út aftur áður en klukkan verður tuttugu mínútur yfir og þeir breytast allir i hvítar mýs. Alex færði sig frá glugganum. Ég vona að ,ég hafi misskilið þig, Bemard en — — Þú hefur ekki misskilið mig, gamli vinur. Við ætlum að hirða þessa peninga milli klukk- an tíu mínútur yfir og tuttugu mínútur yfir sjö eitthvert heppi- legt fimmtudagskvöld. það verð- ur feitur biti. — Bara við tveir? Heyrðu mig nú .... — Við verðum í rauninni þrír. — Þrír? Nú, jæja, mér léttir stórlega við það. Það er þungu fargi af mér létt. Hverjir eru þessir þrír? — Þú og ég og hann bróðursonur þinn litli sem stendur vörð. Alex gekk út i hinn enda stofunnar, sneri sér við og gekk aftur til baka. Bernard fylgdi honum eftir með augunum. Bróðir minn á engan lítinn dreng, sagði hann rólega. Satt að segja á ég eng- an bróður. — Þessi þriðji náungi — hver er hann þá eiginlega? — Ég vil síður segja það núna, ef þér er sama. Hann er ekki .. héma .. alveg viss ennþá. Satt að segja hef ég ekki ennþá orð- að þetta við hann. Alex starði á hann. Hvað þá? Attu við — ætlarðu að segja jrtér að þú hafir beint augum þmum á einhvem vesalings, ^runlausan náunga sem — ! Bemard yppti öxlum. Þegar allt kemur til alls. gamli vinur, er hann í svipuðum kringum- stæðum og þú varst til skamms tíma. Næstum alveg þeitn sömu. Alex settist á stólbrík og starði ennþá á Bemard. Guð minn góður. Gefðu mér sígar- ettu, sagði hann lágt. Bemard færði sig nær honum, opnaði sígarettuveskið sitt og hélt Flaminaire kveikjaranum í hinum lófanum. Franskar til hægri, Virginía til vinstri. Alex tók eina af sígarettunum og bar hana að kveikjara Bem- ards. Néi, ekki ísmoli, hugsaði hann; það er vitleysa hjá mér: ísjaki, það er nær sanni. .. Ég las einhvers staðar að aðeins hluti af ísjaka standi uppúr vatninu, hinn hlutinn, hið hættúlega, er hulinn sjónum. Það er einmitt lýsing á Bem- ard. Alex reyndi að halda rödd sinni stillilegri þegar hann sagði: Gott og vel, við þrír — þú og ég og Jón Jónsson eða hvað hann nú heitir — tíu mín- útur til að Ijúka verkinu af .. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu ST’ETNU og DÖDÖ Laugavegi 18 m hæð Hvftal STMT 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — STMI- 33 9 68 Hárgreiðslu og snvrtistofa D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tiamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMT' 14 6 62 HARGRETÐSLUSTOFA AUST- URBÆUAR - Marfa Guðmunds- dóttiT Uaueaveg* 13 — SlMT: 14 6 5fi _ * n rr A SAMA STAÐ svo verður allt vitlaust og bjöll- ur óma og syngja fyrir eyrunum á okkur. Aðeins ein spuming, Bemard .. Ef við komumst inn — sem mér þykir býsna ólík- legt — og út — sem er jafnvel ennþá ósennilegra — .hvemig komumst við þá burt með pen- ingana? — mér finnst það al- veg útilokað .. Bemard gekk að arinhillunni, sótti öskubakka, gekk aftur til 8 Alexar og rétti honum. Þú strá- ir öskunni á teppið, gamli vin- ur. — Ég spurði þig spumingar. Bemard brosti. Mundu hvað ég sagði hérna um kvöldið? Það er auðvelt að hirða peninga, það er listin að sleppa með það. Það er þá sem kemur til kasta heila- starfseminnar .. Hann sló i gagnaugað á sér. Gráu heila- sellumar, lagsma^' TJann otaði fingrinum að A ■ gðu mér hvemig á að j þessum peningum — svona nú, reyndu — hvemig myndir þú .. héma .. losa þig við ránsfenginn? — Ég veit það ekki. — Gizkaðu á. — Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það, nema ég myndi reyna að komast eins langt i burtu með hann og unnt væri. Bemard baðaði út höndunum sigrihrósandi. Einmitt, gamli vinur. — Hvað áttu við — einmitt? — ÞETTA heldur lögreglan líka. Hann ranglaði aftur að glugganum. — Fyrirgefðu, en ég skil ekki, hvað þú ert að fara. Bemard dró gluggatjöldin fyr- ir og sneri sér aftur að Alex. — Engum dettur í hug, að pen- ingamir séu geymdir í húsinu við hliðina á ránsstaðnum, sagði hann lágri röddu. Alex reis hægt á fætur. ösku- bakkinn féll í gólfið en hann tók ekki eftir því. — Hamingjan góða hvað þú sóðar út, sagði Bemard. — Héma í íbúðinni minni, áttu við? Þú ert ekki með réttu ráði. — íbúðinni okkar, gamli vin- ur. Við erum félagar núna, manstu það ekki. Og nú man ég það að þú verður að láta gera tvo útidyralykla i viðbót. Alex starði enn á hann opn- um munni. — Þú sýnist dálítið undrandi, sagði Bemard. Undrandi, en ekki hneykslaður, vona ég. Þitt hlutverk er afarauðvelt. gamli vinur. Þú þarft ekki einu sinni að fara útúr húsinu. Ég og hvað hann nú heitir, það erum við sem vinnum skítverkið. Þú hleypir okkur bara inn þegar við komum með fenginn. Þér er al- veg óhætt. 1 fyrsta lagi dettur löggunni ekki f hug að leita að peningunum á þessum slóðum, örugglega ekki i næsta húsi við afbrotið. I öðru lagi — og það er mikils virði — þá hefurðu öldungis óflekkað mannorð og begar hin mikla stund rennur upp, hefurðu átt héma heima býsna lengi. Og í þriðja lagi — og ég hef víst ekki minnzt á bað við þig fyrr — þá verður þú eini siónarvotturinn að ráninu. Það er flott, skal ég segja þér Þú átt að lýsa því nákvæmlega fyrir lögregiunni hvað gerðist ekki. beina beim í öfuga átt við sannieikann. Og — ég get ekkí vari7.t hlátri við tilhussunina — beir verða bér bakklátir niður í klaufir fyrir hjálpina. Mig lang- ar ekki til að hrósa mér, gamli vinur, en þetta finnst mér vera snilldarlegt. Svei mér þá. Að hugsa sér þig standa í útidyr- unum hjá þér með svo sem tvö hundruð þúsund að bakhjarli og segja við löggunmar: Þeir fóru í þessa átt .. Hamingjan góða, það er ekki hægt annað en hlæja .. — Það er mjög hlægilegt, tautaði Alex. — Þú verður ekki í neinum vandræðum með það, gamli vin- ur. Þú sem ert leikari? Þú getur leikið þá sundur og saman. Mér þykir verst að ég skuli ekki geta fengið að horfa á það .... Vantaði eina mínútu í sjö. Hann bar hendumar upp að gluggarúðunni og einblfndi á endann á blindgötunni, reyndi að greina einhverja hreyfingu, ein- hver merki þess að hinir tveir væru komnir og biðu. Allt var æjög kyrrt. Hornið á einni aug- lýsingunni hafði losnað og blakti örlítið í golunni og undirstrik- aði kyrrðina í kring. Auglýsingin hafði verið límd upp í vikunni á undan og hún virtist varla eiga heima innanum hinar. Hann kunni orðin utanað. HVAÐ ERTU? HVl ERTU HÉR? HVERT ÆTLARÐU? Guðspekin gefur svör við því. 1 St. Markúsar samkomu- salnum á hverjum fimmtu- degi kl. 8. eJi. Hann hafði sjálfur fundið eig- in svör við öllum þremur spum- ingunum. Hann þurfti ekki á hjálp guðspekinnar að halda, hvað svo sem hún var. Hann tók eftir því að hend- urnar á honum skulfu ekki lengur. Hann var hræddur enn- þá, en ekki eins óttasleginn og hann hafði verið fyrir tíu mín- útum. Hann leit aftur á úrið sitt. Sekúnduvísirinn var kominn hálfan hringinn. Þrjátíu sekúndur þar til tjaldið yrði dregið frá. BERNARD Klukkuna í mælaborðinu vant- aði sex mínútur í sjö. Hann hvíldi handlegginn á stýrinu og ieit á armbandsúrið sitt til að vera alveg öruggur. Þegar hver sekúndan skiptir máli, þá er maður aldrei of smámunasam- ur, sagði hann við sjálfan sig, fullkomin skipulagning, hvert andartak fyrirfram ákveðið og tekið til greina — það er stjórn sem segir sex. Enginn vafi, Bemard karlinn, þú ert það sem kailað er rangsnúinn snill- ingur. Hreint og beint. Ef þeim hefði tekizt að koma þér í ein- kennisbúning í stríðinu gegn Hitler gamla, þá hefðirðu getað lokið því af á nokkmm mánuð- um. En þú hafðir dálítið nota- legt fyrir stafni, var það ekki? Þú hafðir meiri áhuga á að stríðið stæði lengi en þvi lyki fljótt. Já, það voru fínir dag- ar — Peningamir uxu á trján- um og þama var Bemard gamli með langan stiga og fínustu klippur. Já, • það var sko ekki dónalegt. Ef dæma mætti eftir öllu þessu kjaftæði í blöðunum um erfðir, þá hefði mátt ætla að ég yrði meiri föðurlandsvinur en ég er og hefði allan áhuga á því að halda á loft brezka fánanum í öllum útjöðrum brezka heims- veldisins — sprottinn úr hem- aðarfjölskyldu. Pabbi gamli það var nú kynlegur kvistur. Tuttugu og eitt ár í þjónustu kóngsins og hreykinn af því, það var hann alltaf að segja Hreyk- inn af því. Ég spyr .. hvaða ástæðu hafði hann til að vera hreykinn? Fór í herinn sem ó- breyttur og kom til baka sem lensukastari — það er nú for- frömun í lagi. Þetta hús okkar — skuggalegt VDNDUÐ Sj^zþórjórtsson &co JíafaaœhxH k Brunatryggingar Abyrgðar Vöru Heimiflis Innbus Afla GierSryggingar Helmlsfpygglng ^ hentar yður ITRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRÍ LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SlMNEFNt i SURETY PIANO 'Q SERVICE^^) PíanóstsllinQor TUNING J OTTO R YEL REPAIRING Sími 19354. Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum. Vanir menn — vönduð vinna Teppa- og húsgagnahreinsunin. Sími 18283. HREINSUHI rússkinsjakka rússkinskápur sérstök meöhöndlun EFNALAUGIN BJÖRG . ... **■.. Sólvallagötu 74. Slmi 13237 BafmahHö 6. Sfml 23337 VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KRON - BÚÐIRNAR. CONSUL CORTINA bllalelga magnúsar sklpholtl 21 símar: 21190-21185 ^iaukur Gju&MUHclóðOH. HEIMASÍMI 21037 FERÐIZT MEÐ LANDSÝN ® Seljum farseðia með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L N n S VN t TÝSGÖTU 3. SlMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEEÐA. ^líl LILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.