Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 6
w g SfDA ÞI6ÐVILIINN Laugardagur 5. desember 19G4 Sigaunar gera Bósa Taikon fæddist í tjaldi og hefur flakkað um me» þjóð sinni um Svíþjóð. í dag gengur hún á listaskóla, yrkir kvæði og er mikils metinn fyrirlesari. Um þetta leyti var hópur af sænskum sígaunum á íerð í Noregi. Þeir spiluðu og sungu, dönsuðu og spáðu í spil og létu hverjum degi nægja sinar þjáningar. Það var Katarina Taikon og systkini hennar, en þau urðu helztu forsvarsmenn þeirrar byltingar sigaunanna, sem nú fór í hönd. Öll voru systkinin fædd í tjaldi, lögðu ung land undir fót og nutu aldrei þeirrar skólagöngu, sem hefur verið lögboðin í Sviþjóð frá þvi 1842. Það var ekki fyrr en á 18. aldursári sem Katariria lærði að lesa og skrifa. í dag er hún meðlimur í rithöfundafélaginu, hefur gef- ið 'öt'bókina „Zigenerska“ sem styðst við eigin ævi og einnig safn af sígaunaljóðum. Þriðja bók hennar er væntanlog inn- an skamms. Þau tvö, Katarina Taikon og John Takman eru aðalpersónur þess leiks, er nú hófst. Þjóðsögur Þjóðsögurnar hafa legið eins og dularslæða yfir sígauna- vandamálinu og hulið það, sem MOSKVU 3/12 — Sovézka eldflaugin Zond II. sem er á leið til Marz var á miðnætti í 710.000 km fjarlægð frá jörðu. Tass-fréttastofan segir að radíósambandið við geimfar- ið væri öruggt cg væri því stjórnað með radíóboðum frá Jörðu. * WASHINGTON 3/12 — Barry Goldwater skýrði frá þvi i gærkvöld, að hann mundi bráðlega halda fund með Eisenhower fyrrum forseta og Nixon fyrrum varaforseta til að freista þess að endurskapa einingu í Repúblikanafloklmum. Frá þvi að Repúblikanar biðu ósigur í forsetakosning- unum 3. nóvember s.l. hef- ur flokkurinn verið klofinn í tvær fvlkmgar. svonefnda íhaldsmenn og hnfsama. Hinir hófsömo reyna nú að ná aftur valdi því í flokknum. sem beir misstu á landsfundinum í San Franc- isco í sumar. raunverulega þarf að gera. — Fyrsta skrefið var að ganga af dauðum ýmsum furðukenning- um um ‘sígaunana og líf þeirra. Sígaunar eru sérstaklega ó- Dag nokkurn árið 1950 barst lögregluskýrsla lækni einum í Stokkhólmi, sem jafnframt var félagslegur ráðunautur borgar- innar. Skýrslan fjallaði um hóp af sigaunum, og niðurstaða skýrslunnar var sú, að þá yrði umsvifalaust að reka úr borg- inni. Jafnframt var þess kraf- izt, a3 bannað væri með öllu að sígaunar tækju sér bólfestu í höfuðborg Svíþjóðar. næmir gegn áverkum, kulda og raka, gefur að líta í ýmsum alfræðiorðabókum. Takman hefur nú skrásett 770 af rúm- lega 900 sígaunum í Svíþjóð og er það liður í þeirri rann- sókn á sígaunum og lífi þeirra, sem hann stjórnar fyrir há- skólann í Uppsölum. Og það kemur í ljós, að gikt og astma, lungriakvef oig magasár eru sjúkdómar sem eru óhugnan- lega algengir með sígaunum. Og orsakanna er ekki langt að leita Flestir fæðast þeir i botn- lausu tjaldi eða vögnum þar sem gegnumtrekkurinn herjar. Og í svipuðum vistarverum dveljast þeir lengst af ævi sinnar. En sígaunarnir vilja þetta sj álfir! Þannig hljómaði ann- ar fordómurinn. Og þó þurfti Takman að hitta að máli 140 fjölskyldur áður en hann fann eina sem vildi halda flækingi sínum áfram í stað þess að setjast um kyrrt í nútímalegri vistarveru Frá því 1847 hefur skóla- ganga verið lögboðin í Svíþjóð. Þó voru meðal 168 Stokkhólms- sígauna 112 sem engrar skóla- göngu höfðu notið og væri hún einhver var hún skemmri en eitt ár Maður sem ekki getur lesið leiðarvísi eða skilti og tæpast kvittað fyrir kaupið sitt hefur heldur litla möguleika til þess að fá sér vinnu. Og nútímafólk á erfitt með að gera sér i hug- arlund hvað það er að gets ekki lesið götunafn, auglýsingu eða nafnið á þeirri járnbraut- arstöð, sem ekið er framhjá i bað og það skiptið. Og þó eru sígaunar vel kunn- ugir jámbrautunum. í flestum héruðum fengu þeir ekki leyfi til þess að slá tjöldum og vera lengur en þrjá daga. Væru þeir ekki strax reknir burt af bændum og búaliði keyptu Þessi skýrsla átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir sænska sígauna, en þó ekki á þann hátt, sem lögregl- an hafði hugsað sér. Læknir- inn, John Takman að nafni, komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að rannsaka málið betur áður en hann léti álit sitt í ljós. Enginn af fyrirrenn- urum hans í embætti hafði haft fyrir slíku. hreppapólitíkusamir farmiða handa fjölskyldunni eða hópum til einhvers Snnars héraðs, sem helzt var nægilega langt í burtu. Og þegar þangað kom keyptu hreppstjórarnir í þeirri sveitinni aftur íarmiða. Til voru þær fjölskyldur, sem vik- um saman bjuggu á hinum rík- isreknu járnbrautarlestum Sví- þjóðar. Venjulega sáu „inn- fæddir“ fyrir því að sigaun- amir fengu ekki að kaupa sér mat eða sækja sér vatn, og oft á tíðurn grýttu þeir komumenn eða gerðu þeim lífið óbærilegt á einn eða annan hátt. Og hvemig var unnt að ætlast til þess, að sígaunamir nytu skólagöngu undir slíkum kring- umstæðum? Þrátt fyrir þetta hafa margir þeirrá lært að lesa og skrifa af sjálfsdáðum. Takman skilaði sigauna- skýrslu sinni árið 1951. f henni bendir Takman á það, að þetta boirðtennisspil hreppanna með sígaunana hindri sérhverja skynsamlega og mannúðlega lausn á vandamálunum. Og bardaginn hófst. Misrétti í mörg ár hafði eftírlitsmað- ur við leiguhúsnæði Stokk- hólmsborgar gert allt sem í hans valdi stóð til þess að sígaunamir fengju ekki ból- festu í höfuðborginni Síðastr aldarfjórðung hefur Svíþjóð tekið á móti og gert vel við urr 1000 flóttamönnum árlega, en á sama tíma v'oru sigaunar lands- ins reknir með tjöld sín og vagna út í mýrlendið í úthverf- um Stokkhólms. Eftir að hinir fornu atvinnuvegir sígaunanna svo sem hestaprang, áhaldavið- gerðir og því um líkt voru úr sögunni vegna nútíma tækni, og vikublöðin tóku að sér spá- dómana, varð fátækrastyrkur- inn eina fasta tekjulind flestra. Og þar með vora þeir neyddir til að gefa sig vesöld og iðju- leysi á vald. Ef sígauni hafði tekjur til viðbótar fátækra- styrknum mátti refsa honum fyrir tryggingasvik. Atvinnu- leysið, rakinn og kuldinn og vonir sem brustu æ oifan í æ — allt varð þetta til þess að láta líta svo út, sem skrif- stofuþrælamir hefðu haft á réttu að standa þegar þeir sögðu að sígaunamir væru ó- alandi og óferjandi. Hér voru allar aðstæður til þess að skapa þau atvinnulausu snýkju- dýr, sem kynþáttahataramir hafa alltaf sagt að sigaunar væru — þótt þeir væru það ekki. Baráttan hefur verið hörð við skrifstofuþrældóm og for- dóma, Takman er vanur að segja ' sem svo, skrifstofuþræl- amir — eða „Byrákratamir“ — séu eins og sum skordýr sem eyðast og hverfa fái þau á sig ljós. Og hann hefur á- samt sígaununum varpað mörgu ljósinu á þau skordýr. Umsjónarmaðurinn við umrætt leiguhúsnæði í Stokkhólmi var einn af þeim, sem þurrkaðist út og nú hafa 85% sígauna sæmilegan bólstað og fast að- setur. Sænska þingið hefur neyðzt til þess að taka vandamál síg- aunanna til meðferðar og veita fé til að leysa það. Að tveim eða þrem áram liðnum verða þeir allir komnir undir sitt eig- ið þak. Eins og í Albama Flestar þær fjölskyldur, sem fengið hafa sitt húsnæði, eru mjög ánægðar og koma sér vel við nágrannana. En for- dómar þeirra, sem búa á sama stað, hafa oft verið sannkölluð kvöl fyrir margar sígaunafjöl- skyldur. Og fólk sem er skelf- ingu lostið yfir kynþáttamis- réttinu í USA eða Suður-Afr- íku, sem fordæmir fangabúðir nazista og Gyðingaofsóknimar, hefur fengið kynþáttavandamál í sínu eigin landi vegna sinna eigin kynþáttahatara. „Húsin okkar minnka í verði ef sig- aunar setjast að í nágrenninu. Þetta er hnefahögg { andlitið á góðum og trúum þegnum þjóðfélagsins .. .!) Þetta gaf að líta í bréfi sem 12 „virðuleg- ir“ villueigendur í smábæ ein- um skrifuðu yfirvöldunum til að" mótmæla þvi, að sígauna- fjölskylda hafði fengið þak yf- ir höfuðið. Kynþáttakúgarar í Alabama eiga sér andlega ná- granna í henni Skandinavíu. Og þegar eigandi veitinga- stofu í Borás neitar sígaunum um aðgang fær hann samþykki réttarins fyrir því, að slíkt sé leyfilegt. Barnabrúðkaup Katarina Taikon hefur brugð- ið upp mynd af kæruleysi yf- irvaldanna gagnvart þessum sænsku rikisborgurum. Ásamt mörgum jákvæðum siðum og venjum, sem sígaunarnir hafa varðveltt frá þVí þeir héldu frá Indlandi einhvem tima í grárri fomeskju, hafa þeir líka haldið þeim ósið að gefa sam- an böm. 11 ára gömul var hún heitin dreng sem var átta áram eldri, og tveim árum síð- ar stóð brúðkaupið án þess að börnin hefðu hvort annað aug- um litið áður. Þegar hún hljópst á brott frá öllu saman og bað um hjálp lögreglu og bamavemdamefndar fékk hún þau svör ein, að þessir aðilar „vildu ekki skipta sér af mál- um sígaunanna" og handhafar laganna færðu hana aftur til sígaunabúðanna til þess að halda þar áfram hjónabandi. sem var bannað samkvæmt sænskum lögum! Síðar tókst henni að flýja, og í það skipt- ið þurfti hún ekki að snúa aítur, Verkfall Mgaunafélagið heitir féiags- skapur sem hefur forystu um Jafnvel í Skandínavíu gctur það eitt orðið tilefni kynþátta- . misréttis að vera dökkur yfir- j Iitum. Ennþá er misbrestur á því að börn sígaunanna sæki skóla. málefni sigaunanna. Skrekar- hyttan heitir bóndabær, sem félagið hefur eignazt og notar fyrir sigaunaskóla og menn- ingarmiðstöð. Og á þessum bæ hefur verið gerð mikilsverð tilraun. Átta fullorðnir sígaunar lærðu að lesa og skrifa á sex vikna námskeiði samkvæmt þeim aðferðum, sem sænskir uppeldisfræðingar hafa talið heppilegar í vanþróuðum lönd- um. Þeir bjuggust við því, að nemendumir myndu verða að niðurlotum komnir eftir svo erfitt námskeið. En þegar því lauk hófu síggunarnir verkfall. Sex vikna skóli er ekki nóg fyrir nútímann, sögðu þeir! magni. Það er skiljanlegt, að erlent fjármagn dragist inn í landið, segir í skýrslunni, þegar þess er gætt, hve miklum arði það skilar. Hin síðari ár hefur S- Afríka greitt 11,4 til 12,6 milj- arða íslenzkra króna i arð af erlendu fjármagni. Árið 1963 nam þessi arður tveim miljörð- ”.m íslenzkra króna. Bretland og Bandaríkin. í annari skýrslu til allsherj- arþingsins er skýrt frá utan- ríkisverzlun S-Afríku. Það kemur í ljós, að um það bil tíu lönd hafa undir höndum 80 prósent af allri utanríkis- verzlun landsins. England hef- Þetta verkfall fyllti þá skril- stofumenn furðu, sem trúað höfðu þjóðsögunum um leti og ómerinsku sígaunanna. Sendi- nefnd birtist hjá Tage Erland- er forsætisráðherra og bar fram þessa kröfu: „Við viljum fá að læra!“ — í sjónvarps- einvigi við Katarínu Taikon varð forsætisráðherrann að láta undan síga, sígaunamir skyldu fá að læra. Katarina hefur hlotið margskonar við- urkenningu fyrir starf sitt í þágu þjóðflokks síns. Viku hverja fjalla sænsk blöð um sígaunana oig kröfu þeirra til sömu réttinda og aðrir sænsk- ir ríkisborgarar njóta Fyrstu sigramir eru þegar unnir. Og þeir eru gleðilegur vottur þess, að þeir tímar eru liðnir eða þá óðum á förum, þegar kúg- un og kynþáttamisrétti var þolað í Skandinavíu. (Þýtt úr „Friheten”). Aðalfundur Sam- bands dýravernd- unarfélaga Aðalfundur Sambands Dýra- verndunarfélaga Islands var haldinn í Reykjavík sunnudag- inn 22. nóvember sl. Til fund- arins mættu 27 fulltrúar sam- bandsfélaganna, trúnaðarmenn og stjórn sambandsins. Auk venjulegra aðalfundar- starfa minntist sambandið að þann 13. júlí i ár voru liðin 50 ár frá stofnun Dýravemd- unarfélags Reykjavíkur. Vegna afmælisins kom Dýraverndar- inn út í stækkuðu broti. Flutti ritið ýtralega sögu dýravernd- unarsamtakanna, sem ritstjóri Dýraverndarans Guðmundur Gíslason Hagalín hafði samið. Á aðalfundinum fluttu er- indi: yfirdýralæknir Páll A. Pálsson um hjúkrunarstöð dýra; forstöðumaður bifreiða- eftirlits ríkisins, Gesfcur Ölafs- son, um notkun ökutækja við flutning búfjár; formaður Dýraverndunarfélags Reykja- víkur, Marteinn M. Skaftfells, um flutning hrossa og aðbún- að þeirra á skipum; formaður Dýraverndunarfélags Kjósar- hrepps, Oddur Andrésson, ræddi um framvarp til laga um endurskoðun gildandi bú- fjárlaga. Á fundinum voru rædd ýmis mál varðandi ðr- yggi og líðan dýra. ur að sinum hlut 30,1 prósent af útflutningi S-Afríku og er ábyrgt fyrir 29,8 prósent af innflutningnum. Hlutur Banda- ríkjanna er 8,9% af útflutn- ingi og 16,9% af innflutningi. Hlutur Norðurlanda mikill. Norðurlönd eiga sinn þátt í viðskiptunum við Verwoerd og hann ekki svo lítinn. 1962 birti Svíþjóð 5,3% af útflutningi á ávöxtum og hnetum. Noregur 2,2 og Danmörk 0,9%. Noreg- ur fékk f sinn hlut 2% af málmútflutningi, Danmörk 0,8 prósent af niðursoðnum ávöxt- um og Svíþjóð 0,7%. 5,2% af út- fluttri skinnavöru fór það árið til Svíþjóðar. Eftir Tore-Jarl Bielenberg Gífurlegt erlent f jármagn bak við stjórn Yerwoerds ■ í skýrslu sem lögð hefur verið fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að tilhlutan apartheid-nefndarinnar, segir, að erlend fjárfesting sé mikilvægt atriði í efna- hagslífi Suður-Afríku. Erlent fjármagn í landinu nam á árinu hvorki meira né minna en ca. 180 miljörðum króna. Fjársterkustu aðilamir eru að sjálfsögðu Bretland og Bandaríkin, sem samtals eiga um 70% af þessu fjár-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.