Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. desember 1964 ÞIÓÐVILIINN SlÐA 7 Lagt að Johnson að láta de Gaulle sigla sinn sjó iiiiili fTlogstreitan um Vestur-Þýzka- A land milli stjóma Banda- ríkjanna og Frakklands harðn- ar síféllt. Átökin valda því að öll bygging NATÓ riðar, og hafi harðsnúinn flokkur emb- ættismanna í Washington sitt mál fram getur þess orðið skammt að bíða að tilveru bandalagsins ljúki í þeirri mynd sem það hefur haft til þessa. Ýmsir nánustu ráðunaut- ar Johnsons forseta um utan- ríkismál og hermál leggja fast að honum að halda til streitu tillögu sinni um stofnun sameiginlegs kjamorkuflota NATÓ, jafnvel þó af hljótist að Frakkland dragi sig í hlé frá þátttöku í hemaðarlegu samstarfi innan bandalagsins. Þeir sem þama eiga í hlut eru að verja sitt eigið afkvæmi, þeir eru höfundar tillögunnar um kjamorkuflotann. Eftir því sem andstaða gegn framkvæmd hennar eflist í Evrópu, verða þeir áfjáðari í að látið sé sverfa til stáls við höfuðandstæðing- inn, de Gaulle Frakklandsfor- seta. Menn éins og Ball að- stoðarutanríkisráðherra, Fin- letter sendiherra Bandaríkj- anna hjá NATÓ og skoðana- bræður þeirra telja að nú verði Bandaríkjastjóm að láta ganga fyrir öllu að slá föstu valdi sínu yfir NATÓ með því að knýja fram stofnun sameigin- lega kjamorkuflotans án rót- tækra breyt.inga á hinum bandarísku tillögum. formin um stofnun sameig- inlegs kjamorkuherafla A- bandalagsins eru búin að vera ámm saman á döfinni. Þegar Ijóst varð að Sovétrfkin eru fær um að gera kjamorkuárás á Bandaríkin með langdrægum eldflaugum, tóku forustumenn Evrópuríkianna í NATÓ að velta fyrir sér hvort ekki gæti svo farið' að Bandaríkjastiórn hikaði við að kalla slíkar ógnir yfir sitt eigið land með því að grípa til kianrnrkuvopna í átökum scm til kynni að koma í Evrónu. Einkum var bað vesturbvzka st.iómin sem lét f Hós slíkar efasemdir. Þá var bað að Norstad hersböfð- i-pgi. RtikVnr’ fvrryoranríi frqm- kvæmdastióri NATO og Aden- auer kanslari komu sér saman um uppástungu á þá leið að bandarískar eldflaugastöðvar í Vestur-Þýzkalandi vrðu settar undir sérstaka NATÓ-stjóm. Brátt kom á daginn að önnur bandalagsríki vildu ekki fall- ast á að hleypa Vestur-Þióð- ver.ium eins nærri umráðum yfir kiarnorkuvonnum og betta fyrirkomulag hefði gert. Ýmis- konar hugmyndir af svipuðu tagi voru á sveimi næst.u árin, og loks var það á stjómarár- um Kennedy að lagt var til að stofnaður yrði floti skipa búinn kjarnorkueldflaugum og með blandaðar áhafnir sjóliða frá ýmsum NATÓ-löndum. Eins og endranær var ekkert Evrópuríki nema V-Þýzkaland verulega áf-jáð í að koma mál- inu í framkvæmd, og Banda- ríkjastjóm rak ekki fast á eftir fyrst í stað. Breyting varð á afstöðu Bandaríkjamanna síðastlið- ið vor, eftir að Finletter flutti Johnson skýrslu um ástandið innan NATÖ. Ákveðið var að hraða sem mest viðræðum Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja um stofnun sam- eiginlega kjamorkuflotans. — Bandaríkjamenn og V-Þjóð- verjar eru reyndar einir um að hafa heitið þátttöku, en Banda- ríkjastjóm taldi til skamms tíma engin vandkvæði á að vísa yfirherstjórn bandalags- ins á brott úr Frakklandi með allt sitt hafurtask, en það hefði í för með sér að Bandaríkja- menn yrðu að rýma tugi her- stöðva á franskri grund og allt flutningakerfið NATÓ kæmist á ringulreið. íu, hallast æ meira að sjónar- miðum de Gaulle. Wilson for- sætisráðherra Bretlands lýsti nýlega yfir á þingi andstöðu við kjamorkuflotann í þeirri mynd sem rsedd hefur verið til þessa. Á fundum með John- son forseta f Wa°hington k . „i var ætlunin að Bandaríkin legðu til ltjarnorkukafbáta í samciginlega NATÓ-flotann, en síðar var gert ráð fyrir ofan- sjávarskipum búnum eldflaugum. Nú reynir brezka stjómin að Iosna við kjamorkukafbáta sem verið er að smíða fyrir Breta f Bandarikjunum samkvæmt samningi sem Macmillan gerði til sameiginlegrar flotadeildar. Myndin sýnir tvær gerðir bandarískra kjamorkukafbáta, Slate að ofan og Seatvolf á neðri myndinni. Hvor er búinn sextán eldflaugum. Meðal NATÓ-ríkja sem ekki hafa tekið í mál að ciga þátt í viðræðunum um stofnun samcigin- legs kjarnorkuflota eru Danmörk og Norcgur. Bandaríkjastjóm hefur þó lagt kapp á að fá þessi ríki með. Á myndinni ræðir Dean Rusk, utanríkis ráðherra Bandarikjanna (t.h.) við Per Hækkemp, utanríkisráðherra í Kaupmannahöfn. fá í lið með sér nokkur af hin- um ríkjunum sem að viðræð- unum standa, en þau eru Bret- land, Italía, Holland, Belgía, Grikkland og Tyrkland. Talað var um það í haust í Washing- ton og Bonn að samningur um stofnun kjamorkuflotans skyldi undirritaður á fundi ráðherra- I nefndar A-bandalagsins i þessum mánuði, og var þess^ getið til að Johnson forseti kæmi til Evrópu til að árétta þýðingu athafnarinnar. Nú eru þær fyrirætlanir úr sögunni, í þess stað er rætt um það í fullri alvöru í Washington hvort kjamorkuflotinn sé svo ómissandi að ekki sé horfandi í að kljúfa A-bandalagið til að koma honum á stofn. Rifrildið um kjamorkuflot- ann var rætt ítarlega hér í blaðinu fyrir skömmu, og síðr an hefur fátt gerzt í málinu opinberlega en því meira á bak við tjöldin. Ljóst er að sjónar- mið Frakklandsstjómar vinna á í Evrópu, en í Bandaríkjun- um stendur í raun og veru yf- ir endurskoðun á afstöðunni til A-bandalagsins. Embættismenn- imir sem áður vom nefndir segja að nú verði Bandaríkin að slá föstu forustuhlutverki sínu í eitt skipti fyrir öli. til- laga þeirra verði að ná fram að ganga í meginatriðum, hveriar svo sem afleiðingamar verði. Sulzbergerí aðal utanrík- isfréttaritari New York Timcs, hefur rætt þetta mál f greina- flokki í blaði sínu undanfam- ar vikur. Hann er sannfærður um að hafi bandarísku að- gerðasinnamir sitt mál fram þýðir það endalok A-banda- lagsins í þeirri mynd sem það hefur haft til þessa. Sulzberg- er hefur að jafnaði aðsetur í París og er nákunnugur æðstu mönnum Frakklands. Hann ségir að de Gaulle sé fyllsta alvara þegar hann lýsir yfir að Frakkland muni hætta þátt- töku í starfsermi NATÓ ef Bandaríkjastjóm knýi fram vilja sinn. Jafnvel er gert ráð fyrir að de Gaulle kmni að Fleirum en Vestur-Þjóðverj- um er allt annað en ljúft að þurfa að velja milli Banda- ríkjanna og Frakklands. Bros- io, hinn ítalski framkvæmda- stjóri NATÓ, hefur kveðið uppúr með að sameiglnlegi kjamorkuflotinn sé engin lífs- nauðsyn fyrir bandalagið. Spaak, utanríkisráðherra Belg- hyggst Wilson leggja fram brezkar gagntillögur, sem hafa einkum það markmið að draga úr hlut Vestur-Þýzkalands i sameiginlegum kjarnorkuher- afla og koma jafnframt kostn- aðinum af kjamorkuflugflota og eldflaugakafbátum Breta á herðar NATÓ. Fjárhagsvand- ræði Bretlands knýja Wilson til að gera einhverjar ráðstaf- anir til að draga úr herkostn- aöi, og þar eru stærstu liðim- ir kjamorkuvígbúnaður og út- gjöld vegna brezka hersins í Vestur-Þýzkalandi." Igreinum Sulzbergers er á- tökunum um stofnun sam- eiginlegs kjamorkuflota NATÓ líkt við tilraunina sem gerð var fyrir rúmum áratug til að koma á laggimar svonefndum Evrópuher. Þar áttu Bandarík- in einnig frumkvæðið, en. markmiðið með Evrópuhemum var að afla vesturþýzkra her- sveita fyrir NATÓ. Bandarfkja- menn fylgdu tillögu sinni fram af ofurkappi, en málalok urðu að franska þingið hafnaði Evr- ópuhernum. 1 staðinn var stofnaður sjálfstæður, vestur- þýzkur her, sem nú er orðinn sá öflugasti í Vestur-Evrópu. Megintilgangurinn með sam- eiginlega kjamorkuflotanum er að veita V-Þjóðverjum hlut- deild í stjóm kjamorkuherafla. Bandarfkjamenn halda því fram að það sé vænlegasta ráðið til að bægja frá vestur- þýzku stjóminni freistingunni að koma sér upp eigin kjam- orkuvopnum. 1 því efni em NATÓ-ríkin 1 Evrópu að Þýzkalandi undanskildu á annarri skoðun. Stjómimar í London og París vilja að þýzk- ir fingur séú sem fjærst kjam- orkugikknum. Sovétríkin hafa líka varað A-bandalagsríkin eindregið við stofnun kjam- orkuflota með vesturþýzkri þátttöku og boða gagnráðstaf- anir af sinni hálfú sé aðvör- unum engu skeytt. tJr frslita í deildunum innan NATÓ má vænta á næstu mánuðum. Niðurstöður við- ræðna þeirra Johnsons og Wil- sons hljóta að leiða í ljós hverjar ákvarðanir Bandaríkja- forseti hefur tekið um stefnu stjórnar sinnar. Á þeim veltur mest hvað við tekur. Fram til þessa hefur Johnson fátt gert í utanríkismálum sem ekki er beint framhald af aðgerðum sem fyrirrennari hans hafði hrundið af stað. Nú verður hann að marka stefnuna á eig- in spýtur. Bæði í samskiptum við NATÓ og afskiptunum af borgarastyrjöldinni f Suður- Vietnam era Bandaríkin komin í klípu sem ekki virðist unnt að losna úr með neinu þægi- legu móti. M. T. Ó. Þjóðleikhúsið: ,Stöðvfö heiminn' v erður jólaleikur í ár Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður að þessu sinni söng- leikurinn „Stöðvið heiminn hér fer ég út“, eftir brezku höf- undana Anthony Newley og Leslie Bricusse. Leikurinn var framfluttur í London í júní 1961 og lék Anthony Newley sjálfur aðalhlutverkið. Leikur- inn varð strax mjög vinsæll og var sýndur í meira en tvö ár samfleytt á sama leikhús- inu f London. Ung brezk leik- kona að nafni Anna Quayl lék aðalkvenhlutverkið á móti höf- undinum f leiknum, og þegar leikurinn var fyrst sýndur á Broadway, þá léku þau einnig aðalhlutverkin þar. Stöðvið heiminn hér fer ég út, er létt- ur söngleikur í nútímastíl, en bak við allt skopið og gáskann felst þung ádeila á véla- mennsku og auglýsingaskrum. Leikurinn fjallar um Iitla og umkomulausa manninn í nú- tíma þjóðfélagi og rekur sögu hans frá vöggu til grafar. „Litlikarl", en svo nefnist að- alpersónan í leiknum, er fá- tækur og menntunarsnauður í byrjun, en brýzt áfram af atorku og dugnaði og kemst til æðstu metorða. Hann svífst einskis til að ná settu marki og þvi fer sem fer, eins og fyrir mörgum. Margir af söngvunum, sem sungnir eru f lelknum, hafa orðið mjög vinsælir, og má nú heyra þá í flestum óskalaga- tímum, þar sem þeir eru ofar- lega á vinsældarlistanum, eins og t.d. lögin „Gonna build a mountain”, og „What kind of fool am 1”. bæði sungin af Sammy Davis jr. Aðalhlutverkin eru hér lefk- in af Bessa Bjamasyni og Völu Kristjánsson, og er þetta fyrsta hlutverkið, sem hún hefur leikið síðan hún lék Elísa Doolittle í My fair Lady. Auk þeirra leika þessar leikkonur með í leiknum, Bryndís Schram, Sigríður Þorvaldsdótt- ir og Margrét Guðmundsdóttir. Þá hefur Þórann Ólafsdóttir söngkona einnig hlutverk í leiknum. Auk þess koma fram nokkrar dansmeyjar úr List- dansskóla Þjóðleikhússins. Þýð- ing leiksins er gerð af Þor- steini Valdimarssyni, en leik- tjöld gerir Lárus Ingólfsson. Leikstjórinn er Ivó Cramér frá Svíþjóð, en hann hefúr þrisvar áður sett þennan sjón- leik á svið í Svíþjóð, Osló og Helsingfors, en í öllum þess- um borgum hefur leikurinn orðið mjög vinsæll. Tvó Cramér er þekktur leikstjóri og „chor- eograhper’’ f heimalandi s.ínu og hefur langa reynslu að baki sem stjómandi söngleikja. Myndin er af leikstjóranum Ivó Cramér,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.