Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
HÚDVILIINN
Laugardagur 5. desember 1964
MomnuiNN
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslaiistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Slgurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Préttaritstjóri: Sigurður V FYiðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Síml 17-500 (5 linur) Áskriftarverð ki 90.00 á mánuði
fíærð
j stjórnmálaátökunum er engin framkoma verri
en óhreinlyndi og flærð. Það er hægt að virða
andstæðing þótt hann beiti sér fyrir verkum sem
maður telur röng, ef' hann er hreinskilinn og
stendur eða fellur með afstöðu sinni. En menn
sem segja eitt og gera annað, menn sem vinna
með svikum það sem þeir geta ekki framkvæmt
á heiðarlegan hátt, ættu að vera óalandi og óferj-
andi. Samt er þetta sú aðferð sem valdamenn á
íslandi beita mest. Gott dæmi um það eru öll
vinnubrögðin kringum skattpyndinguna sem til-
kynnt var í sumar. Þær ranglátu álögur vöktu því-
lík mótmæli að stjórnarvöldin gerðu sér ljóst að
ekki var unnt að fá almenning til að sætta sig við
þær með neinum eðlilegum fortölum, og þá var
gripið til annarra ráða. Alþýðublaðið tók að sér
það hlutverk að hamast dag eftir dag gegn skatt-
ránsstefnu sinnar eigin ríkisstjórnar til þess að
friða menn og vekja hjá þeim vonir um að rangs-
leitnin kynni að verða leiðrétt með góðu. Þegar
Alþýðusambandið lýsti yfir því að skattaálögurn-
ar væru svik af hálfu stjórnarvaldanna við sam-
komulagið um kjaramál frá því 1 vor, brá ríkis-
stjórnin þegar við og tók upp samningaviðræður
við fulltrúa launþegasamtakanna, en í því fólst
samkvæmt venjulegum drengskaparreglum viður-
kenning á því að leiðréttingar væri þörf. Síðan hef-
ur ekkert gerzt. Vika hefur liðið eftir viku og mán_
uður eftir mánuð, en engin leiðrétting hefur feng-
izt. Nú getur engum dulizt að framkoma stjórn-
arvaldanna í sumar var einvörðungu skipulögð
flærð til þess að draga allt á langinn og sefa reiði
almennings og koma þannig í veg fyrir að hún
brytist fram í aðgerðum sem hefðu nægt til þess
að neyða stjórnarvöldin til undanhalds. Er ís-
lenzkum skattþegnum sannast sagna gefið mikið
langlundargeð er þeir láta þannig teyma sig áfram
* þeim eyrum sem kennd eru við óvitrasta dýr
jarðarinnar.
Jgn nú þegar stjórnarvöldin þykjast vera laus úr
gapastokknum, fæðist allt í einu hjá þeim skýr
afstaða á nýjan leik. Meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn Reykjavíkur leggur nú til að
áætlun um útsvör á næsta ári skuli hækkuð um
12% frá þeirri síðustu, og borgarstjóri bætir því
við að þessi upphæð verði áreiðanlega hækkuð til
mikilla muna ef verkafólk dirfist að semja um
nokkra kauphækkun á næsta ári. Um leið er við-
urkennt í verki að öll fagurmælin í sumar um
leiðréttingu á næsta ári voru vísvitandi ósann-
indi sem valdhafarnir ætluðu sér aldrei að standa
við. Og þegar þessar stórauknu byrðar koma til
framkvæmda á næsta ári geta menn átt von á
sama leiknum og í sumar; þá munu stjórnarblöð-
in gráta krókódílstárum af samúð með gjaldþegn-
um og ekki mun standa á því að skipuð verði
nefnd á nefnd ofan með hinum fegurstu fyrir-
heitum, meðan aðgangsharðir innheimtumenn
hremma í verki æ stærri hluta af tekjum launa-
fólks Ætla menn að viðurkenna þetta kaldrifjaða
sjónarspil einusinni enn? — m.
JÓLABAZAR SJÁLFSBJARGAR
Það var glatt á hjalla í Mið-
stræti 8 hér í bæ í fyrrakvöld
og sátu þar nokkrir t'élagar í
Sjálfsbjörgru, félagi fatlaðra við
tómstundavinnu sína og var
unnið af kappi við að gera muni
á væntanlegan bazar á végimi
félagsins, en hann verður hald-
inn næsta sunnudag í MlR-saln-
um að Þingholtsstræti 27.
Húsfreyjan á heimilinu heit-
ir Guðný Bjarnadóttir og var
spaugsöm og létt í skapi og
marga ánægjustund sagðist hún
hafa haft af félögum sínum á
þessum tómstundakvöldum, en
þau hafa komið saman á hverju
mánudagskvöldi í haust og vet-
ur og jafnvel fjölgað kvöldun-
um svona síðasta sprettinn fyrir
bazarinn.
Það hefur verið árlegur siður
að halda svona bazar á vegum
félagsins og eru þar seldir hand-
unnir munir á jólafösfcunni og
er þama margt eigulegra muna
og sumt af þessu stílað á jóla-
haldið eins og aðventukranzar,
englabörn, kertaskreytingar,
tágavara og dreglar, veggteppí,
kjólar, svuntur og hverskonar
fatnaður á drengi og stúlkur.
Hér á myndinnl er Guðrún Guðmundsdóttir með nokkra af mununum sem hún hefur unnið
að undanförnu. Þarna eru meðal annars dreglar og veggteppi og er haglega unnið. Guðrún hefur
þó aðeins aðra hendina vinnufæra og lofa verkin meistarann. (Ljósrn. GM.).
Happdrætti DAS
Dregið hefur verið í 8. fl.
Happdrættis DAS um 200 vinn-
inga og féllu vinningar þannig:
Ibúð eftir eigin vali kr. 500.000,
kom á nr. 64175 umboð Seyðis-
firði. Opel Caravan Station-bif-
reið kom á nr. 24343 umboð
Aðalumboð. Vauxhall Victor
fólksbifreið kom á nr. 9354
umboð Sigr. Helgadóttur. Bif-
reið eftir eigin vali kr. 130.000.
kom á nr. 44176 umboð Aðal-
umboð. Bifreið eftir eigin vali
kr. 130.000, kom á nr. 51159
umboð Egilsstaðir, Húsbúnaður
eftir eigin vali fyrir kr. 25.000,
kom á nr. 37880. Umboð Aðal-
umboð. Húsbúnaður eftir eigin-
vali fyrir 20.000 kom á nr.
18874 Umboð Aðalumboð og
nr. 55550 umboð verzlun-
in Réttarholt. Húsbúnaður
eftir eigin vai fyrir kr. 15.000
kom á nr. 6428, 58249, 62726.
umboð Aðalumboð. Eftirtalin
númer hlutu húsbúnað fyrir
kr. 10.000, hvert: 17891, 21996,
22694, 34528, 38646, 39899, 47554,
51840, 64538.
(Birt án óbyrgðar).
BOMBAY 4/12 — Páll páfi,
sem um þessar roundir er stadd-
ur í Bombay, beindi í dag þeirri
áskorun til allra þjóða heims,
að þær leggi til hliðar nokkurn
hiuta þess fjár, sem varið er til
vígþúnaðar, og myndi þetta fé
síðan hjálparsjóð fyrir hin fá-
tækari lönd.
Hvað skeður 9. des.
Þá verða tímamót
í sögu íslenzkra
ljósmyndara.
9. DES.
Eru allir þessir munir fallegir
á að líta og unnir af elskusemi
og nærgætni af fólki, sem á
sumt erfiðan leik í lífsbarátt-
unni og stendur höllum fæti
vegna fötlunar.
Margt af þessu fólki öðlasfc
aukið sjálfstraust vegna þessar-
ar vinnu sinnar og getur í mörg-
inn tilfellum líka glaðst sem
meistarar yfir verki sínu. Fé-
lagar í Sjálfsbjörgu hafa tak-
mark að stefna að, — það er
að koma sér upp húsi yfir þessa
starfsemi sína, — er og rétt að
geta þess, að margir einstakling-
ar innan félagsins hafa unn-
ið heima að þessum munum á
bazarinn. Þessi tómstundavinna
hafði áður inni að Marargöfcu 2
hér í bæ, en þar er nú hafinn
rekstur á vinnustofum. Félagar
í Sjálfsbjörgu eru nú 254 hér í
Reykjavík.
Bazarinn að Þingholtsstræti
27 verður á morgun og verður
fjölbreyttur að vanda.
@
ENNLENT LAN
RÍKISSJ0ÐS
ÍSLANDS 1964
VERDTRYGGt)
SPARISKÍRTEINI
UTBOÐ
FjórmólaráSherra hefur ákveSið aS nota
heimild í lögum nr. 59 frá 20. fyrra mán-
aSar til þess aS bjóSa út 25 milljóna
króna lán í formi verStryggSra spariskír-
feina til viSbótar 50 miirján krðna láns-
útboSi frá 21. náv. sl. Skilmálar eru hinjr
sömu og viS fyrra útboSiS, en helztii
þeirra eru sem hér segir:
Hlutdeildarbréf lánsins eru nefrid
spariskírteini, og eru þau Öll gefin út
til handhafa. Þau eru í þremur stærð-
um, 500, 2.000 og 10.000 krónum.
Skírteinin eru lengst til 10 ára, en
frá 10. janúar 1968 er handhafa í
sjálfsvald sett, hvenær hann fær skír-
teini innleyst. Vextir greiðast eftir á
og í einu lagi við innlausn. Fyrst'u 5
árin nema þeir 6% á ári, en fara síð-
an hækkandi, eftir því sem handhafi
dregur innlausn,. og verða tæplega
9,2% á ári síðasta ár lánstímans.
Innlausnarverð tvöfaldast á 1.0 árum.
★
★
Við innlausn skírteinis greíðir ríkis-
sjóður verðbót á höfuðstói, vexti og
vaxtavexti í hlutfalli við þá hækkun,
sem kann að hafá örðið á vísitölu
byggingarkostnaðar frá útgáfudegi
skírteinis til gjalddaga þéss.
Fastir gjalddagar skírteiná eru 10.
janúar ár hv.ert, í fyrsta sinn 10.
janúar 1968.
Skírteinin eru undanþegin framtals-
skyldu og eru skattfrjáls á sama hátf
og sparifé.
Innlausn spariskfrteinq fer fram í
Seðlabanka fslands.
Frekari upplýsingar er aÖ fá hjá sölu-
aðilum.
í ráði er að hafa á boðstólum sér-
stök gjafaumslög fyrir þá, sem
vilja nofa bréfin til jólagjafa eða
annarra gjafa.
VerStryggSu spariskíifeinin eru til sölú í
Reykjavík hjá öllum bönkum og útibúum-
þeirra og nokkrum verðbréfasölum. Utan
Reykjavíkur eru spariskírteinin seld hjá
útibúum allra bankanna óg stærri spari-
sjóðum.
4. desember 1964
SEÐLABANKI ÍSLANDS