Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 10
2Q SÍÐA Jonathan Goodman GLÆPA HNEIGÐIR sé auð .... enginn nálægur sem kynni að muna eítir að bíllinn beygði hingað inn. Allt i lagi, enginn sýnilegur. Fínt skal það vera. Alveg tilvalinn staður þetta. Gamlar herbúðir. Auðar og tóm- ar núna, nema um helgar þegar landvamarliðið kemur hingað til að leika hermenn. Fullkominn staður. Enginn kemur nálægt staðnum á milli bragganna og fer að forvitnast. Og það líður ekki á löngu þar til lögreglan fær fréttiimar .... Hvemig væri þama? Sést ekki frá göt- unni. Nokkra metra í viðbót til frekara öryggis. Hann fór útúr bílnum. .... Þá eru það hvítu hanzk- amir. Viðbótarsönnun, ef lög- reglan skyldi vera í einhverjum vafa um að þetta væri rétti bfll- inn. Troða þeim á milli sætanna .... einmitt .... aðeins þumlar framundan tfl að draga að sér aihygli — tveir puttar handa löggunni. Nú þarf ég ekki annað en þuirrka af stýrinu og hurð- inni, ef ske kynni að ég hefði skilið eftir fingraför — gleymdu ekki að stinga lyklakippunni í vasann — og svo er allt búið. Gott morgunverk. 1 hvaða átt sagði Bemard að næsta brautarstöð væri? Til hægri, var það ekki? Svo sem milu upip með veginum. Þarna beint framundan var inngangurinn í blindgötuna. Hann leit aftur á úrið sitt. Vantaði eina minútu í sjö. Vel gert. Hann iðaði allur af eftir- væntingu; hjartað i honum hoppaði til og frá eins og gúmmíbolti. Hann var hræddur, mjög hræddur, en hið undair- lega var að hann naut þessarar kenndar. Þú ert orðinn bflaður Gliff, sagði hann við sjálfan sig; hefur nokkur nokkum tíma not- ið þess að vera hræddur? Það er ekkert vit í þvi. Það væri eins og að halda því fram að maður hefði andstyggð á því að vera hamingjusamur. Alveg sambæri- legt. Hann kom inn í blindgötuna og stóð þar með bakið að aug- lýsingavegg. Samkvæmt úrinu hans var klukkan nákvæmlega sjö. Hann leit upp í gluggann í húsinu á móti. Blá og grá blik frá sjónvarpstjaldi féllu á glugg- ann og honum sýndist hann geta greint óljósa mannveru standa inni í herberginu, en hann var ekki alveg viss um það. Ég vildi að ég hefði eins mikið traust á þessum Alex og Bem- ard virðist hafa, hugsaði hann. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðshi og snyrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 HI hæð flvftal SÍMl 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — SfMI: 33 9 68: Hárgreiðslu og snyrtistofa D ö M U R ! Hárgreiðsla við aflra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamár- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAB. Ég hef aðeins hitt hann einu sinni og það væri synd að segja að mér hefði faflið vel við hann. Leikari. Ég hef heyrt sitt að hverju um leikaira. Flestir eru hommar. Og allir vita að það er ekki hægt að treysta homm- um. Jæja, hann á að sjá mér fyrir fjarvistarsönnun, svo að það er eins gott fyrir hanh að standa sig. Hann fann kaldan fiðring hrísl- ast um bakið á sér, gæsahúð myndast um aflan kroppinn. Einhver gengur yfir gröfina mína, hugsaði hann. Hann naut þess ekki lengur að vera hrædd- ur. 13 Hann heyrði létt fótatak. Guði sé lof, Bemard er að koma .... Bara gera eins og hann segir og þá verður aflt i lagi. Hafðu eng- ar áhyggjur. Þetta verður aflt í lagi ..... Bemard gekk rösklega yfir til hans. Rödd hans var hrjúft hvískur. 1 hamingju bænum, hvað þykistu vera að gera héma? Hann benti upp á aug- lýsingavegginn. Ertu að reyna að auglýsa okkur eða hvað? — En, Bemard, ég var rétt að — — Enginn timi til málaleng- inga núna. Ertu með allt? Grímu, hanzka, verkfæri?...... Hann kinkaði kofli. — Sá þig nokkur? Hann hristi höfuðið. Hann vissi ekki hvort hann var mað- ur til að tala. Bemard leit á tvöfalda hliðið við endann á blindgötunni, síð- an upp í gluggann á herbergi Alexar. Þögnin umhverfis var næstum alger. Þegar Bemard leit aftur á Cliff, lék eins konar glott um variir hans. — Ég veit ekki hvað þú fékkst tfl miðdegisverðar, drengur minn, hvíslaði hann. En hvað svo sem það var, þá hefðirðu átt að hafa það eitthvað annað. Ölg- an í maganum á þér gæti vakið allt nágrennið. Þú ættir að leggja bakaðar baunir á hiflunaí framtíðinni. Cliff reyndi að brosa á móti en tókst það ekki. — Tilbúinn? hvíslaði Bem- ard og lagði höndina á öxlina á Cliff. Hann kinkaði kollí. Bemard dró gúmmígrímu og hvíta hanzka uppúr vösum sín- um. — Aflt í lagi, lukkunnar pam- fífl. Festu nú öryggisbeltið. Hin mikla athöfn er að hefjast. ANNAR HLUTI James Baflinger var hamingju- samur maður, ánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Flautu- Jim köfluðu vinir hans hann og hann átti marga vini. Líf hans var fullt af hammgju .... eða því sem næst að minnsta bosti. Maður má ekki vera of gírugur, hafði hann einu sinni sagt við þvottakonuna í verksmiðjn, þar sem hann vann sem næturvörð- ur. Líttu þannig á málið, góða mín: Það er óhugsandi að vera fuflkomlega hamingjusamur — alveg óhugsandi. Á ég að segja þér hvers vegna? Sjáðu tfl .... Ef maður er fullur af hamingju, svo fuflur að útúr flóir, eins og stendur í Biblíunni þá hefur hann ekkert ráðr>''»' til að meta hamingju sfna. Ég hef hugsað þetta mál mjög vandlega og ég er viss um að ég fer með rétt ÞJÖÐVIUINN Laugardagur 5. desember 1964 mál. An nokkurra smáóþæginda í tilverunni, geturðu ekki metið það sem máli skiptir. Þetta er sannleikurinn. Það sem máli skiptir .... Líf hans var fullt af slíku. Hann átti góða konu, sem reyndar var farin að eldast dálítið, en í aug- um Jims var hún eins fafleg og hún hafði verið þegar hann hitti hana fyrst. Þau áttu tvö indæl böm; annað þeirra, drengurinn, var enn heima, dóttirin gift og átti sjálf von á barni eftir svo sem tvo mánuði. Og þau höfðu húsið, sem veitti konunni hans meiri hamingju en honum, en hamingja hennar gladdi hann. Þau höfðu flutt inn í nýja hús- ið í fyrra og höfðu þá verið á skrá síðan rétt eftir stríð. Árið 1957 hafði þeim verið boðin í- búð. Nei, vina mín, hafði hann sagt við konuna sína, við erum búin að bíða eftir húsi í öfl þessi ár við getum beðið dálitla stund enn. Ég ætla ekki að fara að láta þig klifrast upp afla þessa stiga. Það er ekki gott fyr- ir þig. Og þegar hann sá hana brosa, bætti hann við: Og auk þess væri hvergi staður fyrir dúfurnar mínar. Dúfurnar mínar....... Hann beindi ljóskerinu sínu að bakvegg verksmiðjunnar, að- gætti hvort allir gluggamir þeim megin væru lokaðir. Vona að Jói verði betri af hóstanum í fyrramálið .... Mér þætti afleitt ef — Nei, nei, hon- um batnar. Þetta er afbragðs fuglakyn. Hann dró úrið uppúr vasa sín- um, opnaði það og beindi ljós- inu að bví. Vantar eina mínútu í 7. Hann hafði stillt úrið sitt eftir sex- pípinu áður en hann fór að heiman, svo að hann vissi að bað var nákvæmlega rétt. Verð að haska mér að síman- um, hugsaði hann. Það eru vandræðin með þessi fimmtu- dagskvöld þegar allir gömlu peningarnir eru i skápnum, að verða að hringja í þessa öryggis- menn á hálftímafresti. Það ætti varla að þurfa með allar þessar þjófabjöflur á skápnum. En þessir náimgar vita víst hvað þeir eru að gera. Og ég þarf svo sem ekki að kvarta — þetta er nú ekki nema einu sinni í viku. Annars er þetta aflra rólegasta vinna. Engar áhyggjur. Hann gekk í áttina að litla útihúsinu þas sem síminn var til húsa, en þaðan var beint samband við öryggiskerfið. Það er nokkuð til í því, hugs- aði hann, sem fólk segir um að sjaldan sé ein báran stök. Það er skrýtið. Skyldi þetta ætla að ganga þannig tfl núna. Ég á við — í fyrsta lagi er það þessi slæmi hósti í Jóa — og svo of- aná það þurfti konan að missa boflann og undirskálina. Hún komst alveg í úppnám blessunin .... Síðustu tvö stykkin úr te- stellinu sem móðir hennar gaf okkur í brúðargjöf. Hann tók upp heymartólið og sneri handfanginu utaná tækinu. Rödd svaraði: — Baflinger? — Aflt í lagi. — Sjö þrjátíu næsta hringing. — Rétt er það. Hann lagði tólið á. Hann brosti með sjálfum sér. Herra X heit- ir hann þessi náungi, hugsaði hann; það eru uppbyggilegar samræður sem við eigum okkar í mifli á kvöldin. Hann segir tvennt við mig og ég segi tvennt við hann. Þannig verður það að vera. Get ekki einu sinni sagt við hann: Það er fína veðrið í dag eða neitt í þá átt. Ef ég segi ekki nákvæmlega það sem til er ætlazt af mér, þá fer aflt í uppnám hans megin. Kvöldið áður en ég hætti í þessu starfi, þá dytti mér kannski i hug tfl gamans að — Nú, nú, hver getur þetta ver- ið að hringja aðalbjöllunni á þessum tíma? Ég verð víst að fara og athuga það. Enginn frið- ur hinum illu. Þegar ég kem til baka ætla ég að fá mér eina af þessum indælu brauðsneið- um sem konan smurði handa mér. Það eru einhver leiðindi í mér allt í einu. Hann lokaði dyrunum að úti- húsinu og gekk yfir garðihn að aðalinnganginum. Það eru bara skepnur sem svitna — ekki manneskjur. Þetta var eitt af því sem móðir hans var alltaf að tönnlast á. Hún er uppfull af svona speki, hugs- aði Oliff. Hún er eins og ein af þessum spekivélum í Southend, sem þú stinguur pennýi inní og rödd segir: Dagurinn í dag verð- ur á morgun dagurinn í gær.. eða eitthvað í þá átt. Allt sam- an afskaplega nytsamleg þekk- ing — það má nú segja. En það sem hún segir um svitann, það er eins og hver önnur vitleysa. Og það get ég sagt henni næst. Vegna þess að sé þetta ekki sviti á andlitinu á mér, þá er Uco SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutningi á eigum skipverfa Heimistrygging hentar yður Velðarfj Aflatryggingar TRYGBlNGAFELAGIÐ HEIMIRE LINDARGATA 9 REYKJAVlK SIV. I 2 1 260 SfMNEFNI , SURETY FERÐIZT MEÐ LANDSÝN # Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: O FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR O Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L A N D S V ISI ^ TÝ3GÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAYÍK. DMBOÐ LOITLEIÐA. >: HREINSUM rússkinsjakka rússkinskápur sérslök meðhondlun EFNALAUGIN BJÖRG Solvallagölu 74. Simi 13237 Barmahllö 6. Simi 23337 L.ILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn í heimahúsum. Vanir menn — vönduð vinna. Teppa- og húsgagnahreinsnnin. Sími 18283. CONSUL CORTINA bflalelga magnúsar skipTioltl 21 slmar: 21190-21185 ^íauhur Gju&mundðóon, HEIMASÍMI 21037 9 VÖRUR Kartöflumús * Kókómait * Kaffi * Kakó. KR0JN - BtJÐIRNAR,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.