Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1964, Blaðsíða 2
I Eina færa leiðin Oft er erfitt að eiga orða- stað við Morgunblaðið vegna þess að rithöfundarnir á þeim bæ leggja annarlega merkingu í orð tungunnar. Þannig heldur blaðið þvi fram að „efnahagslegt sjálf- stæði einstaklingsins” sé í því fólgið að örlítill hluti þjóð- arinnar eigi öll framleiðslu- tæki og allar þær auðlindir sem standa undir atvinnulífi þjóðarinnar og geti skammt- að öðrum hlutskiptið. Víst eru slíkir atvinnurekendur og eignamenn „efnahaglega sjálfstæðir einstaklingar”, en sjálfstæði beirra er fengið með því að auka ósjálfstæði annarra. Sé almennt talað um hlutskipti einstaklingsins verða menn að hafa þjóðar- heildina í huga, að öðrum kosti er aðeins verið að berj- ast fyrir litlum forréttinda- hópi. Það skilur á milli Morg- unblaðsins og Þjóðviljans í þessu efni að Morgunblaðið vill ekki viðurkenna að efna- hagslegt lýðræði er jafrí ó- hiákvæmilegur þáttur nú- tímasamfélags og önnur svið lýðréttinda. I augum Morg- unblaðsmanna er lýðræði að- eins form. sem er í þvf fólg- ið að menn skrifi kross bak við tjald á fjögurra ára fresti eftir vel skipulagða á- róðursherferð, en síðan skuli örfámennur hópur fara með stjórn landsmála og atvinnu- mála samkvæmt leiðsögn þeirri, sem lesa má af komp- ási gróðahyggjunnar. Þjóð- viljinn telur að vaxandi lýð- ræði verði að vera leiðsögn nútímamanna á öllum svið- uf, einnig þegar teknar eru ákvarðanir um nýtingu auð- linda og atvinnufyrirtækja; því verði auðlegð þjóðarbús- ins að vera sameign þjóðar- innar allrar í ýmsum mynd- um. Aðeins með fjárhagslegu lýðræði er hægt að tryggja að .efnahagslegt sjálfstæði ein- staklingsins’ verði sameigin- legt hlutskipti landsmanna allra, en ekki forréttindi Ift- ils hóps. Það er rétt hjó Morgun- blaðfnu að lýðræði er erfitt í framkvæmd, og það er auð- velt verk að níða tilraunir og mistök á þeirri braut. Hitt er augljóst að ef mannlegt samfélag á að þróast til aukinnar fullkomnunar er vaxandi lýðræði á öllum svið- um eina færa leiðin. Þeir menn sem beita sér gegn fjárhagslegu lýðræði eru einnig andvfgir efnahagslegu sjálfstæði einstaklingsins. — Austri. Stærsta bókasafn landsins i einkaeign til sölu Bókasafn Kára B. Helgasonar, áður eign Þorsteins heitins Þorsteinssonar, sýslumanns, með miklum viðauka, er til sölu í einu lagi, ef viðunandi tilboð fæ'st fyrir 1. febrúar 1965. Safnið hefur verið flokkað eftir efni, og fylgir hverjum flokki spjaldskrá yfir einstakar bækur. Öll eintök i safninu verða afhent innbundin. Sölu safnsins hefur á hendi Böðvar Kvaran, Sól- eyjargötu 9, er jafnframt veitir nánari upplýsing- ar í síma 17606 kl. 20—22 fyrst um sinn. Kópavogsbúar Dagheimilið við Habraut. verður til sýnis bæjar- búum, sunnudaginn 6. des- kl. 14—17. Konur eru vinsamlega beðnar að koma ekki á hælamjóum skóm. Leikvallarnefnd. HðDvnnHN Silli & Valdi opna nýja verzlun í dag ■ I dag opna Silli & Valdi nýja nýlenduvöruverzlun að Austurstræti 17 hér í borg og jafnframt verður rekin þama kjötverzlun undir handleiðslu Þorbjöms Jóhannes- sonar í Borg. ■ Verður nýlenduvöruverzlunin með sjálfsafgreiðslusniði og er á fyrstu hæð í nýju stórhýsi, sem þeir félagar hafa látið byggja og er langt komið og hefur smíðin tekið sautján mánuði. Verzluunin er staðsett hjá ein- m helzta samgöngupunkti borg- arinnar, þar sem Lækjartorg er með strætisvagnaleiðir í allar áttir. Eru verzlunarhúsakynni björt og smekkleg og vöruúrval ótrúlega mikið samankomið á einum stað. Verzlunarstjóri verður Baldvin Guðnason frá Akureyri. Verzlunarinnréttingu sá Skúli Norðdahl, árkitekt um Þá verða líka á þessari fyrstu hæð: Fe-ðaskrifstofan Útsýn, Steinþór & Jóhannes með gull- smíðavinnustofuur og verzlun og Þorsteinn Davíðsson með snyrti- vöruverzlun. Er fyrsta hæðin samtals 400 fermetrar að stærð en fimm hæðimar þar fyrir ofan 300 fer- metrar hver. En húsið sjálft er samtals 7700 rúmmetrar að stærð. Þessa daga er verið að ljúka við samninga við væntanlega leiguhafa í húsinu og hefur Skipafélagið Jökull þannig leigt aðra hæðina og á þriðju hæð verður Einar Sigurðsson, ríki með skrifstofur og einnig Lands- samband fiskiðnrekenda og enn ofar verða Atlantor, útflutnings- firma Magnúsar Z. Sigurðssonar Framhald á bls. 9. ORÐSENDINú frá Efnagérðinni Val Að gefnu 'tilefni tilkynnist hér með, að framleiðsluvörur okkar eru einungis seld- ar til verzlaria og söluskattsskyldra aðila. Efnagerðin VALUR. Karlmannaföt Verð frá kr. 1.998,00. TERYLENEBUXUR Verð kr. 698,00. Klæðaverzlunin Klapparstíg 40 — Sími 14415. Auglýsingasíminn er 17500 Áðalskrifstofur Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku hafa nú verið fluttar úr Sambandshúsinu við Sölfhólsgötu i nýtt hús við Ármúla 3. Ennfremur liefur skrifstofa Sjódeildar verið flutt úr Bankastræti 7 á sama stað. Samvinnutryggingar hafa nú i 18 ár leitazt við að vcita fullkomna tiygginga- þjónustu, þæði með ýmsum nýjungum á sviði trygginga og með nútima skrif- stofutækni. Mcð bættum húsakynnum eiga Samvinnutryggingar hægar með en áður að veita nýjum og gömlum viðskiptavinum hetri þjónustu og bjóða þá vellvomna i Ái-múla 3. SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.