Þjóðviljinn - 22.12.1964, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. desember 1964
ÞJÓÐVILIINN
SlÐA 9
Ræða Guðmundar
Pramhald af 2. síðu.
upphæðir nema samtals 84
milj. 925 bús. kr. Er þannig
fært að lækka útsvörin úr
646 milj. 297 þús. í 361 milj.
372 þús. kr. eða um 19%. Væru
þá útsvörin komin í nær sömu
upphæð og þau voru ákvaðin
fyrir ári síðan við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar í des. 1963,
en þá var útsvarsupphæðin á-
kveðin 357 milj. 517 þús. kr.
Vænti ég að menn fallist á
að með slíkri stefnu við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar væri
algerlega brotið í blað og um-
talsverð tilraun gerð til að
hlífa launþegum og öHum al-
menningi við nýjum ofur-
þunga útsvara á næsta ári.
HANNIBAL VALDIMARSSON:
ístorg auglýsir:
„Wing
Sung "
Kinverski sjálfblekung-
urinn „Wing Sung“ mælir
með sér sjálfur.
■
■ HANN KOSTAR
■ AÐEINS 95 OG
■ 110 KRÓNUR.
Einkaumboð fyrir Island:
ÍSTORG H.F.
Hallveigarstig Í10,
Pósthólf 444. Reykjavik
Sími: 2-29-61.
ístorg auglýsir:
„Krasnyj
Oktjabr"
o
□
□
□
□
□
□
□
□
SOVÉZKU PÍANÓIN.
ENNÞÁ NOKKUR
STYKKl FYRIR-
LIGGJANDI
TIL SYNIS í BÚÐ
OKKAR,
ÍSTORG H.F.
Hallveigarstig 10,
Pósthólf 444. Reykjavik
Simi: 2-29-61
TIL SÖLU:
2. herb. íbúð í tví-
býlishúsi.
Sér inngangur. Sér hiti.
Stærð 75 ferm Stórfal-
leg lóð. Alveg sér. —
íbúðin er laus upp úr
áramótum.
M4iflulnlns*skrlf»tof«! , 1
Þprvarðwr K. Þorstelrtsso
Mlklubr«ui 74. - í
F*l»elði^«yl8i¥p»b i
Guðmu.ndur Trysgvajiion
$lml SÍ7»b„ • ■ »'
Söluskatturinn er andstæður hags
munum hinna verst settu í landinu
ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS
Hannibal Valdimarsson var fyrri ræðumaður Alþýðu-
bandalagsins við umræðurnar. Hann rakti i upphafi máls
síns aðdraganda júnísamkomulagsins, baráttu verka-
lýðsins í landinu síðan kúgunarfrumvarp ríkisstjórn-
arinnar í nóvember í fyrra og loks frumkvæði Alþýðusam-
þands íslands um að teknir yTÖu upp samningar til að
leysa úr -þeim harða hnút, sem öll verðlags- og kaupgjalds-
mál höfðu þróast upp í á valdatímabili núverandi ríkis-
stjómar.
Síðan drap hann á samkomu-1 hefði valið versta kostinn af
lagið í júní og síðan „efndir“ mörgum til að leysa fjáröflun-
ríkisstjórnarinnar, fyrst með
stókostlegri hækkun opinberra
gjalda og nú með því að auka
enn ránið úr vösum launþeg-
anna með því að hækka sölu-
skatt og þar með að setja verð-
bólguhjólið í gang.
Þá sagði ræðumaður: — Nú
er gengið í berhögg við ’anda
júnísamkomulagsins með hækk-
un söluskattsins. Verði þetta
frumvarp samþykkt, er aftur
hrint af stað nýrri verðbólgu-
öldu. Hér er á ferðinni laga-
setning til verðbólguörvunar.
Hannibal sýndi þessu næst
fram á, hvemig ríkisstjórnin
arvandann. Alls væru það 197
milj., sem ríkisstjómin þyrfti í
raun og veru. Hitt ætti að fara
til að standa straum að sölu-
skattshækkuninni sjálfri. Til að
fá fé til þessara 195 milj. benti
ræðumaður á fimm leiðir.
Skattheimta sú, sem í sölu-
skattsfrumvarpinu felst, er því
þarflaus og óverjandi með öllu.
sagði ræðumaður.
Síðan ræddi Hannibal nokkuð
hvers vegna söluskatturinn
mætti teljast ranglátastur allra
skatta. Vitnaði hann m.a. í orð
Haralds Guðmundssonar, fyrr-
verandi formanns Alþýðuflokks-
ins, en taldi hann „ranglátan
gagnvart þeim, sem greiða hann
og óskynsamlegan frá sjónar-
miði þjóðfélagsins. Þá vitnaði
hann í orð núverandi viðskipta-
málaráðherra Gylfa Þ. Gísla-
sonar, sem fór ófögrum orðum
um söluskattinn, sem slíkan, hið
sama var uppi á teningnum hjá
Emil Jónssyni.
Þá benti hann á grein Jó-
hannesar Norðdals' í júlíhefti
Fjármálatíðinda, þar sem glögg-
lega er sýnt fram á vankanta
söluskattsins.
— Hér ber því allt að sama
brunni. Sölusbattsleiðin var
ekki aðeins óþörf, heldnr og
versta skattheimtuleiðin, sem
fundizt gat að alira dómi,
andstæðust hagsmunum hinna
verst settu í hióðféiaginu, ó-
hagstæðust heilbrigðum at-
vinnurekstri og hættulegust
efnahagsþróuninni í iandinu-
Ræðumaður vék að samþykkt-
um BSRB og ASl um söluskatts-
hækkunina, en sagði síðan síðan:
— Verkalýðssamtökin buðu sam-
stprf gegn verðbólgu og dýrtíð.
Þau fórnuðu réttmætum kaup-
kröfum meðan stöðvun væri að
nást. En þetta gerðu þau í
fullu trausti þess, að verðstöðv-
unarstefnu yrði trúlega fram-
fylgt af ríkisstjóminni, og að
í kjölfar hennar gætu síðan
fengizt fram eðlilegar og raun-
hæfar kjarabætur.
Nú hefur þróunin orðið slík,
að nauðsyn beinna kauphækk-
ana er orðin enn brýnni en
sl. vor. Þá sýnir rannsókn, sem
gerð hefur verið á vinntíma
ýmissa starfsstétta og starfshópa,
að vinnutíminn heldur enn á-
fram að lengjast óhugnanlega.
Tölurnar' ilm vinnutíma hafnar.
verkamanna eru t.d. þessar að
meðaltali. brjú seinustu árin:
1962: Vinnutími 2918 st. (yf-
irvinna 2*A mán.).
1963: Vinnutími 3017 st. (yf-
irvinna 3 mán.).
1964: Vinnutími (Háift # ár)
3150 st. (yfirvinna tæpir 4
mán.).
En þetta er meðalvinnutími
heillar starfsgreinar, sem þýðir
auðvitað, að margir hafa enn
lengri vinnutíma. En það ó-
hugnanlega er að vinnutíminn
er alltaf að lengjast frá ári
til árs. Ég get getið þess, að
samkvæmt þessari rannsókn á
vinutímanum er til að meðal-
tal heillar starfsgreinar fari upp
í 3678 stundir, og hafi þannig
fullra 6 mánaða aukavinnu á
ári.
Hér er því slíkt vandamál á
ferðinni, að fyllsta þörf er góðs
samstarfs til að leysa það.
En nú virðist stefnt í aðra
átt. Samstarfs hefur ekki verið
leitað. Góðum úrræðum hefur
verið hafnað og eina 'leið, sem
stefnir þráðbeint til ófarnaðar
hfcfur verið valin.
Að lokum skoraði Hannibal
á þingmenn að fella frumvarpið.
EÐYAiRÐ SIGURÐSSON:
The Kinks
Framhald af 12. síðu.
ur, sagði ungi maðurinn og band-
aði hendinni fimlega sem fjár-
málamaður.
Tvennir hljómleikar .l^psta 250
pund Qg verður áreiðanlega hræ-
ódýrt í febrúar og svo er það
fimm daga uppihald á Hótel
Sögu, hlutdeild í ferðakostnaði
og húsaleiga. Óráðið er ennþá
um aðgangseyri og má þó gera
ráð fyrir Jcr. 150,00 til kr. 200,00.
Svo er rétt að kynna þessa
heiðursmenn og er það gert sam-
kvæmt enskum pésa frá The
Arthur Howes Agency í London.
Fyrst skal frægan telja gitar-
leikarann Ray Davis og sá hann
dagsins ljós fyrir nítján árum
í Muswell Hill í London. Hann
skólanámi seytján ára gam-
all og lagði fyrst stund á
leiktjaldamálun en gítarinn hafði
hann handleikið síðan hann var
ellefu ára. .
Hann ætlar að verða rithöf-
undur í framtíðinni.
Þá er það Dave Davies og
er hann sextán ára gamall. Hann
hætti sinni skólagöngu fimmtán
ára gamall og tók þá upp gítaij-
inn. Dave elskar sveitasælu og
hefur hug á að koma upp hrossa-
búi.
Svo er það Pete Quaife og
leikur gítarbassann í hljómsveit-
inni. Hann er 20 ára gamall og
hefur lokið stúdentsprófi Hann
er sagður í kvenmannsleit og
vill eignast einkaflugvél. Síðast
síkal frægan telja trommuleikar-
ann og heitir hann Mick Avory.
Mick er 20 ára gamall og. er
fæddur í nágrenni konungshall-
arinnar í London. Hann er fót-
boltagæi og blístraði á alla skóla
fimmtán ára gamall og hefur
ekki séð neitt nema trommur
siðan.
Aðgerðir rikisstjó rnarinnar í mót-
sögn við stefnu júnísamkomulagsins
Fyrst af öllu vil ég þó leiðrétta þá rangtúlkun á sam-
komulaginu, sem fram hefur komið í stjómarblöðunum, að
verkalýðssamtökin hafi í vor samið um auknar niður-
greiðsli^r á vöruverði. Þetta er auðvitað ekki rétt. Hið sanna
er, að verka,lýðsfélögin sömdu um verðtryggingu á kaupið,
það er að kaupið skyldi hækka samkvæmt vísitölu, ef vöru-
verð hækkaði og vísitalan þar með- Það er svo ákvörðun
stjórnarvaldanna hvort kaupið er látið1 hækka, ef verð-
hækkanr verða, eða verðlaginu haldið óbreyttu með aukn-
um niðurgreiðslum. Ríkisstjórnin valdi sjálf síðari kostinn.
M.a. á / þessa leið fórust Eð-
varð Sigurðssyni orð við útvarps-
umræðurnar um söluskattshækk-
unina í gærkvöld, en hann var
seinni ræðumaður Alþýðubanda-
Iagsins.
Eðvarð ræddi nokkuð í ræðu
sinn framkomu ríkisstjómarinn-
ar í sambandi við skattamálin
sl. sumar, en eins og kunnugt
er sendi miðstjóm ASl ríkis-
stjórninni harðorð mótmæli gegn
þeim drápsklyfjum skatta og út-
svars, sem alþýða landsins fékk
yfir sig. Taldi miðstjómin þess-
ar gjaldahækkanir ógna júní-
samkomulaginu. Samskonar
skjal sendi stjóm BSRB frá sér
og síðan hófust viðræður , við
fjármálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen, í ágúst sl.
Það varð að samkomulagi (
þessum viðræðum, að starfs-
nefnd skyldi sett & laggirnar,
til að athuga aíla möguleika á
því að veita afslátt og frekari
greiðslufrest á álögðum opinber-
um gjöldum. En nefndin skilaði
ekki áliti fyrr en komið var
fram f október og lagði þá að-
eins til að hluta skattgreiðenda
yrðu veitt kreppulán með víxil-
vöxtum.
En ASl og BSRB töldu þessa
BLADDREIFING
Þ.jóðviliann vantar nú þeérir blaðbera í þessi hverfi:
VESTURRÆR: Skúlagata Meðalholt
Skjólin Höfðahverfi
Tjarnarffata.
‘ ArSTTTRBÆR:
Grettiseata
Sími 17500
lánastarfsemi algjörlega óviðun-
andi, sagði Eðvarð, og töldu
brýna nauðsyn á beinni eftir-
gjöf. Enn fóru fram viðræður
og orðsendingar gengu á víxl.
Loks var það á viðrasðufundi
hinn 5. nóvember, að fjármála-
ráðherra neitaði endanlega allri
lækkun á álögðum gjöldum.
Síðan las ræðumaður upp bréf
það, sem ríkisstjóminni var sent
og bent á leiðir til að leysa
þann hnút, sem skattamálin
höfðu komizt í, en það var ekki
fyrr en eftir hinn 12. þ.m. eft-
ir rösklega fimm vikna þögn
að fjármálaráðh. svaraði sím-
leiðis og sagði, að hann gengi
að öllum skilyrðum launþega-
samtakanna um þessi mál!
Þá sagði ræðumaður:
Ég vissi ekki þá, að eitthvað
myndi undir búa. En sama dag-
inn og fmmvarpið um hækkun
söluskattsins var lagt fyrir Al-
þingi, vár okkur afhent uppkast
að reglum um hverjir skyldu
verða aðnjótandi skattalánanna.
Þessar reglur vora þá svo úr
garði gerðar að við töldum þær
ekki nothæfar. Þær eru nú i
endurskoðun og vil ég engu spá
um niðurstöður.
Ég hef tekið þátt í öllum
l»essum riðræðum og ég lcyfi
mér að fullyrða að vísvitandi
hefur aiit málið verið drceið
á ianginn f von um að rciði-
ölduna lægði og að inn-
heimtan væri Iangt komin.
Fyrst voru höfð góð orð nm
lagfæringar og síðan öiln
neitað. Ðregið er vikum sam-
an að svara bréfi samtak-
anna og þegar svarið berst
er síðasti g.ialddagi Iiðinn.
Þá nefndi Eðvarð nokkuð slá-
andi dæmi um bversu langt bef-
ur verið gengið í skattheimt-
unni.
— Síðasti útborgunardagur
fyrir jól var víðast hvar sl.
föstudag og eru hér nokkur
dæmi um innheimtuna:
Maður hafði 1900 kr. fyrir
vikuna, en fékk 13 kr. I um-
slagið.
Annar hafði 2000 kr. fyrir
vikuna, en fékk 200 kr. f
umslagið.
Sá þriðji átti að fá 1950 kr.
fyrir vikuna en fékk 300 kr.
Allt voru þetta fjöiskyidu-
menn og þejr voru allir að
inna af hendi siðustu skatt-
greiðsluna og dæmin eru
mikiu fleiri.
Ég held það væri hollt fyrir
fjármálaráðherrann að setja sig
í spor þessara manna, begar
þeir koma heim til fjölskyldu
sinnar með tóm umslögin. Það
verður naumast rfkulegt jóla-
borðið á þelm heimilum.
En á sama tíma og gengið er
svo naerri launafólki í skatt-
heimtu að margir hafa ekkert
eftir til að lifa af, þá er ekki
einu sinni reynt að innheimta
þær tugir miljóna, sem enn eru
útistandandi af stóreignaskatti.
Eðvarð sýndi fram á í ræðu
sinni hvernig með söluskatts-
hækkun og því að taka af sjáv-
arútveginum tugi miljv kr. væri
þessari atvinnugrein gert þröngt
fyrir dyrum. Síðan sagði hann
orðrétt:
I hvert sinn og verkalýðsfé-
lögin gera kröfu um hækkað
kaup er þeim sagt, að útflutn-
ingsframleiðslan beri ekki hærra
kaup, hún sé bundin af verð-
lagi á erlendum markaði. Af
bessum sökum viðgengst það
hneyksli. að fólkið, sem vinnur
að bessari framleiðslu, er f dag
með lægsta tfmakaup alls' verka-
fólks f landinu — og væri því
vitinu meira að haskka kaup
bessa fólks en að fleygia pen-
ingunum í eyðsluhít ríkissjóðs.
En hefur hagur bessarar atvinnu-
greinar nú allt í einu batnað
svo að hún boli aðgerðir sem
svara til 22% kaunhækkunar’
Þvf miður er það ekki svo. Þess
vegna er með þessari ráðstöfun
beinlfnis stefnt að bví að koma
f veg fyrir eðlilega samninga
við vorkalvðssamtökin f vor.
Þannisr ber ailt að sama
hrunni. að stefna osr aðcrerðir
ríkisstiórnarinnar crn í heinni
mótsögn við bað, sem átt hefði
að gcra, ef framhald átti að
verða á þeirri stefnu, sem
mörkuð var með júnís.am-
komulaginu.
Borgarafundur
Framhald af 1. síðu.
hundmð manns sátu fundinn.
Tryggvi Emilsson ritari Verka-
mannfélagsins Dagsbrúnar setti
fund og stjórnaði honum, en
rasðumenn voru þeir Magnús
Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans,
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
og Stefán Ögmundsson prentari,
Lögðu þeir allir áherzlu á ó-
hjákvæmilega nauðsyn gagnráð-
stafana af hálfu verkalýðsfélag-
anna og annarra launþegasamtaks
vegna skattaálaganna nýju, senc
væru skýlaust brot á samkomu-
laginu milli stéttaasamtakanns
og ríkisstjórnarinnar sl. vor.
Þar sem Þjóðviljinn mun sfð
ar birta ræðumar, sem fluttai
voru á fundinum, verður efn
þeirra ekki rakið frekar, en
fundarlpk var eftirfarandi á-
lyktun samþykkt einróma:
„Almennur borgarafundui
haldinn 20. desember 1964
Austurbæjarbíói að tilhlutai
Sósialistafélags Reykjavíkui
fordæmir harðlega hinar nýji
álögur, sem fyrirhugaðar eri
af ríkisstjórninni, og telui
þær skýlaust brot á sam
komulaginu milli stéttasam
takanna og ríkisstjómarinn
ar frá síðastliðnu vori. Ú
því ríkisstjórnin hefur þannii
kastað hanzkanum eftir all
hað langiundargeð, sem laun
þegasamtökin eru húin ai
sýna, eiga þau ekki annar
kost en verja hendur sína
með hverjum þeim ráðum
sem tiitæk eru. Skorar fund
urinn á alla iaunþega að snú
ast hikiaust til varnar hve
á sínum vettvangi og sam
eiginlega knvja fram stöðv
un verðbólgustefnunnar
iandinu og fuliar bætur fyr
ir þá kjaraskerðingu, sen
orðin cr, minnugur bess,. a
enn sem fyrr ern albýðustétt
iruar sterkasta aflið í land
inu. ef þær beita sér ein
huga. Þær eru þess fullkom
iega megnugar að hrind
hverri 'árás atvinnurekenda
valdsins. Viiji er allt s«n
þarf“.
t
4