Þjóðviljinn - 22.12.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. desember 19Í4
H6ÐVIUINN
SIÐA J
Stórfenglegasta ævintýr allra alda
Magnús Kjartansson:
Bak við bambustjald-
ið. Keykjavik. Heims-
kringla 1964.
Á síðustu 15 árum hefur
mesta ævintýri mannkynssög-
unnar gerzt austur í Kína. „Á
aðeins 15 árum hefur sú þjóð,
sem á ýmsum sviðum var
snauðust og frumstæðust allra
hafizt til mikilla áhrifa, tryggt
þegnum sínum öryggi, sem þeir
höfðu aldrei áður kynnzt, náð
furðumiklu valdi á tækni og
vísindum og tekið að elta iðn-
þróuð ríki uppi í stað þess að
dragast aftur úr þeim”. I Kína
hefur risið upp mesta stórveldi
vorra tíma og heimsveldaskelf-
ir. Með hverju ári, sem líður,
eflist það að kröftum og áhrif-
um. Kína stefnir rakleitt að
þvi nauðugt viljugt að skáka
„pappírstigrisdýri” Vesturlanda
eða Bandaríkjum Norður-Am-
eriku og hefur þegar markað
veldi þeirra í Asíu geirs oddi,
svo að ekki sé meira sagt.
Þróun málanna í veröldinni er
nú að miklu leyti mörkuð íeið
úti í horni. Við gengum þangað
og lyftum glösum.
—Skál fyrir Kína.
—Skál fyriir stórveldinu, —
svöruðu þeir. — Eftir 10 ár
verður Kína mesta veldi heims,’
og það er ekkert við því að
gera.
Þetta voru rússnesk stór-
menni, og mér virtust ' þau
grátklökk.
Bandaríkjamenn hafa marg-
lýst yfir því leynt og ljóst, að
þeir telji heimsforystu sinni
hnekkt, ef Peking-stjómin
tæki það sæti, sem henni ber,
hjá Sameinuðu þjóðunum, en
sú forysta kvað ekki vera orðin
á marga fiska að dómi margra
viturra stjórnmálamanna.
Frammi fyrir þessum stað-
reyndum varðar jafnvel okjíur
hér úti á íslandi mikið um það,
sem er að gerast austur £ Kína.
Frá því segir Magnús Kjartans-
son í bók sinni Bak við bambus-
finna miklar málalengingar,
siðferðiprédikanir né bollalegg-
ingar. Magnús segir frá því,
sem hann sá og heyrði og ber
það saman við heimildir, sem
hann hafði áður kynnt sér.
Hann er ekki fyrsti ferðal,ang-
urinn í Kína eftir byltinguna,
því að margir glöggir gestir
hafa lagt þangað leið sína síð-
ustu 15 árin og ritað þykkar
bækur um ferðalagið. Hann
kemst að raun um, að hin sov-
ézka bflasmiðja í Tsangtsun
skilar ekki upphaflega áætluð-
um afköstum. „Eg spurði Kao
forstjóra, hvernig það mætti
vera að þessi verksmiðja stæði
stað, í landi, þar sem allt
virtist vera á fleygiferð og svo
mjög sem vörubflaskortur háði
Kinverjum.
Ekki fékk ég nein skýr svör
hjá framkvæmdastjóranum. —
Ég fékk það á tflfinninguna, að
Kinverjar væru af einhverjum
Hirðingjaf jölskylda við tjald sitt I Innri Mongóliu, (Báðar myndirnar eru úr bókinni Bak við
bambustjaldið).
Bændafjölskylda í Sjansi-héraði í norðvesturhluta Kína.
í elzta menningarríki heims.
Þann 1. okt. fyrir 8 árum var
ég staddur á Hliði hins himn-
eska friðar austur í Peking.
Það rigndi óskaplega, svo að
við Magnús sálugi Jónsson
prófessor leituðum skjóls í veit-
ingarsölum hliðsins. Þar stóð
hópur Evrópumanna í hnapp
tjaldið. Það er ein hin greina-
bezta skýrsla, sem rituð hefur
verið um kynnisferð á íslenzku.
Bókin er mjög hispurslaus
frásögn af því, sem bar fyrir
augu og eyru Magnúsar á rúm-
lega mánaðarþeytingi norðan
frá Mongólíu og suður undir
hitabelti. Þar er hvorki að
ástæðum óánægðir með þessa
verksmiðju, þótt hún væri stolt
þeirra og gleði fyrir fáum ár-
um” (bls. 59—60). — í Sjang-
hæ kemur hann í harla frum-
stæða bflasmiðju og dylst þá
ekki, að hún vekur eigendum
slnum ríkara stolt og meiri
gleði „en báknið mikla í
Tsangtsun. Hér höfðu Kínverj-
ar sjálfir unnið öll handarvik
og leyst þá þraut að þróa af
eigin rammleik handiðnað upp
í vörubflaframleiðslu, og við
urðum þess hvarvetna vör, að
þjóðlegt stolt er ákaflega ríkur
þáttur £ fari þeirra.”
Fávísir menn telja, að það
sé hægt að blekkja framandi
gesti endalaust með Pótemkin-
tjöldum og „Geysis- og Gull-
fosssýningum.” Það er mikill
misskilningur. Ferðavanur mað-
ur, sem kemur heilskyggn til
einhvers lands, getur á skömm-
um tíma, ef hann nennir og
vill, gert sér glögga grein fyrir
hvemig flest er í pottinn búið
á þjóðarheimilinu. Slíkir ferða-
bókahöfundar eru því miður of
sjaldgæfir. Það stafar ekki af
því, að fjöldi ferðalanga sé
ekki fulllæs á fólk og mann-
virki, heldur eru útgefendur
aðalvopnaframleiðendur kalda-
stríðsins. Það er talsvert þró-
uð iðngrein á Vesturlöndum að
semja ferðapistla og bækur frá
alþýðulýðveldunum, og hún
lýtur mjög ströngum forskrift-
um um litaval og neikvæði og
jákvæði hlutanna. I nóvember
hefti bandaríska tímaritsins
National Geographic er ferða-
pistill frá Kína. Þar greinir
höfundur m.a. frá því, að lög-
regluþjónar séu furðu sjald-
gæfir fuglar þar í landi. For-
skriftin, sem hann vinnur eft-
ir, segir, að Kina sé lögreglu-
Rámverjasaga Durants
Rómaveldi, síðara bindi,
eftir Will Durant. Jónas
KristjánsSon íslenzkaði.
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs. Re.ykjavík — 1964.
Oft og tíðum erum við ís-
lendingar óþyrmilega minntir á
smæð þjóðarinnar, og bregðast
menn þá misjafnlega við. Sum-
ír fyllast hugarvíli og harma
hlutskipti smælingjans, en aðr-
ir bera sig karlmannlegar. Eitt
af því, sem við verðum sífellt
að sætta okkur við. er að þurfa
að nota erlendar handbækur,
alfræðirit o.s.fvr. vonlítill um
að eignast slík verk á móður-
málinu.
Sérfræðingum er þetta ekki
teljandi vorkunn, því að það
fylgir vfirleitt menntun þeirra
og starfi að vera bóklæsir á
tvö eða fleiri erlend tungumál,
og útlendar bækur hafa til
þessa verið til muna ódýrari
en innlendar. En tfl er hópur
manna, sem ekki er eins vel
settur: Alþýða manna eða sá
hluti hennar, sem gjaman vfldi
fá að auka þekkingu sína með
lestri fræðirita við sitt hæfi,
þarfnast bóka um hinar ýmsu
greinar mannlegrar þekkingar
á eigin tungu, og hefur það
sannast sagna staðið ótrúlega
aftarlega f fræðimönnum okk-
ar og útgefendum að bæta úr
þeirri þörf.
Hér er um tvo kosti að velja.
Bezt færi á, að íslenzkir menn
tækju sér fyrir hendur að
semja slíkar bækur, hver í
sinni sérgrein. En þegar ára-
tugir liða svo, að þeir hafast
ekki að, verður sá kostur einn
fyrir hendi að velja heppileg
rit erlend og þýða þau eða
endursegja.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
virðist í svipinn hafa gefizt
upp við að láta semja fyrir sig
sögu íslendinga, en i þess stað
ralið til þýðingar alþýðlegt rit
um sögu Rómverja. Vissulega
er fornaldarsagan merkileg og
gii-nileg til fróðleiks og Is-
lendingum tímabært að fá
meira um þana að heyra en
stendur í kennslubókum ung-
lingaskólanna. En ánægjulegra
hefði samt verið, ef íslenzkur
sagnfræðingur hefði fengið að-
stöðu tfl að semja verk sem
þetta á móðurmálinu. Er ein-
ungis hætt við, að enginn hefði
til þess fengizt, þeir eru fáir
talsins og líkast til allir með
tölu önnum kafnir við ung-
lingakennslu 30—So stundir i
viku hverri. Ofan á sUkar ann-
ir bætir enginn umtalsverðum
ritstörfum.
En úr því að þessi leið var
farin, hefur vel tekizt til um
valið. Höfundurinn, Durant, er
kunnur fyrir alþýðleg verk um
sögu og heimspeki, segir vel o.e
fjörlega frá, og menningarsag-
an er honum fullt eins hugstæð
og stjómmálasagan; en alltof
margir Islendingar líta svo á.
að stjómmálasagan ein skipti
verulegu máli.
Þá er vissulega þakkarvert,
hversu þýðandinn, Jónás
Kiristjánsson, hefur urnið verk
sitt. Mun leitun á bók, sem ber
þess færri merki að vera frum-
samin á annarri tungu. Enn
fremur er frágangur allur,
prentun, prófarkalestur, kort og
myndir yfirleitt til fyrirmynd-
ar.
Islenzkir lesendur’>eiga nú í
svipinn völ á tveimur vænum
bindum um sögu Rómverja
hinna fomu. Ef í Ijós kemur,
að lestur þeirra vrði t.il að
glæða áhuga almennings á sögu
og sagnfræði. væri vissulega at-
hugandi að láta býða fleiri
sambærileg vfirlit«;.v<»rk. bangað
til bókaútgefendur treystu sér
til að launa íslenzka höfunda
til að frumspmia bpss háttar
verk. Gerði þá minna til, þó að
minnkaði frambnð á söguleg-
um reyfurum eða ævisögum
’vafasámra_ ævintýramanna og
kvenna í hroðvirknislega unn-
um þýðingum sem til þess eins
eru fallnar að deyfa máltil-
finningu lesenda sinna.
B. J.
ríki. þar sem menn dansi
af þrældómsótta eftir pípum
stjómarvaldanna. Af þeim sök-
um verður lögregluþjónafæðin
honum staðfesting þess, að þar
sé ríki verðlaunaðra uppljóstr-
ana. Hann gefur í skyn, að hið
ægilega leynda kerfi kvislinga
ríghaldi öllu í viðjum komm-
únismans. — Magnús segir, að
ekkert land, sem hann hafi
heimsótt sé fjær því „á ytra
borðinu að vera lögregluríki;
lögregluþjónar eru sárafáir og
sjást helzt á aðalgötum til þess
að stjóma umferðinni, oft ung-
ar stúlkur með snyrtilegar
fléttur niður á rass; — Engu
að síður eru Kínvarjar prúð-
asta og agaðasta fólk, sem ég
hef komizt í kynni við“ (75—76)
Hann finnur engan lausingja-
lýð og verður hvergi var við
neina þjófhræðslu, ekki einu
sinni í Sjanghæ, fyrrverandi
höfuðborg vasaþjófa. Magnúsi
verður fyrirbrigðið ekki tilefni
grunnfærra og haldlausra á-
lyktana, heldur reynir hann að
finna félagslegar forsendur þess
og kemst jafnvel í kynni við
heilaþvegið fólk. Hughvarfið
hafði ekki verið þeim neinn
barnaleikur sumum.
Kína er ekki land í venju-
legri merkingu orðsins, heldur
heimsálfa, og Kínverjar eru
ekki þjóð, heldur fjórðungur
eðg fimmtungur mannkynsins.
Þeir búa yfir frumorku, sem
aldrei hefur verið hnepptíviðj-
ar til lengdar, heldur hefur á-
vallt brotið sér farveg eftir eðli
sínu. Mestu hervéldi heims
stóðu jafnmáttvana frammi
fyrir kínversku byltingunni og
Heklugosi. Veröldin er gríðar-
leg tilraunastöð í samfélags-
háttum á okkár dögum, en
hrikalegasta tilraunin er gerð
austur i Kína. Hið nýja sam-
félag þar er risið upp úr
bændabyltingu, sem hafði
marxistíska stefnuskrá. Það
fyrirbrigði .er ekki jafnnýtt í
veröldinni og Magnús telur
(102), því að bændur uoru
bakhjari i rússnesku bylting-
unni. Byltingasaga verkalýðs-
ins er ekki jafnglæst og af er
látið. Það veit Magnús m.a.
eftir heimsókn sína til Kúbu.
Frægustu félagslegar stofnanir
Kínverja eru hinar svonefndu
kommúnur. Þeim var lýst
skelfilega víða á Vesturlöndum
á árunum 1958 og ’59. Þá var
það, að þýzka tímaritið Der
Spiegel gerði menn út af örk-
inni til þess að rannsaka fyr-
irbrigðið og birti um það
greinaflokk. Þar skaut mjög
skökku við allt, sem ég las
annars staðar um kínverskar
kommúnur í borgarablöðum
Vesturlanda. Hinir þýzku fróð-
leiksmenn komust að' þeirri
niðurstöðu, að kommúnumar
gætu orðið skæðasta byltingar-
afl, sem leyst hefði verið úr
læðingi, ef þær yrðu til útflutn-
ings, eins og mig minnir, að
þeir hafi komizt að orði. — Nú
fáum við hjá Magnúsi beztu
skýrslu, sem samin hefur verið
á íslenzku um kommúnuhreyf-
inguna. Hann sér þar ekki
neiha allsherjarlausn félags-
legra vandamála eins* og sumir
og hvorki ógnþrungið bylting-
arafl né kúgunartæki. Kaflan-
um um alþýðukommúnumar
lýkur hann þessa Jeið:
„Það verður sannarlega lær-
dómsríkt að sjá, hvort Kínverj-
um tekst að leysa þessi risa-*
vöxnu vandamál á næstu árum
og áratugum með hinni nýjuí
stefnu sinni, hvort þeim tekst
að flétta saman landbúnað og
iðnað í eina samvirka hefld og
koma á þjóðfélagsháttum, sem
ekki eiga sér neitt fordæmi’’
(109).
Bak við bambustjaldið er
drengileg og hleypidómalaus
bók. Magnús stingur hvergi
fram af sér beizlinu, sniðgeng-
ur ekki vandamálin, heldur
fjallar hann ‘ jafnt um deilur
Sovétmanna og Kínverja sem
hið Ijúfa líf af skynsamlegu
viti. Hann hefur samið bók án
forskriftar og það er dálítill
mælikvarði á heilbrigða skyn-
semi Islendinga, hvemig þeir
taka henni. í kaflanum um
deilur þeirra Sovétmanna
bendir Magnús m.a. á þessar
alkunnu stáðreyndir:
— „Marxismjnn er engin
kredda, heldur fræðikenning,
leiðsögn tfl athafna, og þær
athafnir verða jafnfjölbreyti-
legar og tilveran sjálf. Það
þarf ekki að vera neitt óeðli-
Iegt, heldur getur það verið
fullkomlega rökrétt. að beitt sé
hinum margvíslegustu aðferð-
um í sósíalistískum löndum, ef
aðstæður eru gerólíkar. Og
þessi fjölbreytni mun enn
aukast, þegar háþróuð iðnað-
arríki með sterka borgaralega
lýðræðiserfð taka að þróast til
sósíalisma; marxistar hafa æv-
inlega stutt 'og eflt lýðræðis-
stofnanir þeirra ríkja og mimu
að sjálfsögðu halda því áfram
eftir að þeir hafa náð forustu,'
þótt lýðræðisþróunin hafi ver-
ið önnur í ríkjum þar sem um
enga slíka erfð hefur verið að
ræða. Þannig munu verða uppi
samtímis þjóðfélög sem eru
mjög frábrugðin hvert öðru og
þó öll sósíalistísk” — (196).
Hér er komið að kjama
málsins.
Stíl Magnúsar þarf ekki að
lýsa fyrir lesendum þessablaðs.
Höfuðkostir bókarinnar eru,:
hve hún er skýr, hispurslaus
og greinagóð.
Björn Þorsf«*M»sson.
k
h
i
í