Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. desember 1964 — 29. árgangur — 281. tölublað. Verkfall boðað á bátaflot- anum í Rvík, Akranesi, Hafn- arfirði, Keflavík, Grindavík Dregið í dag í Happdrætti Þjóðviljans. D Opið til kl. 1 1 e.h. í kyöld að Týsgötu 3. □ Gerið skil. □ Ðrætti ekki frestað. Ekkert opið á morgun. □ Deildasamkeppnin birt á öðrum stað í blaðinu. □ Styrkið Þjóðviljann. Happdrætti Þjóðviljsms. □ Sjómannasamtökin á Suðvesturlandi til- kynntu í gær verkfall á bátaflotanum frá og með 1. janúar að telja, hafi samningar ekki tekizt um bátakjörin fyrir þann tíma. □ Samningatilraunir hafa staðið alllengi og frestuðu sjómannafélög- in uppsögn samninganna tvívegis í þeirri von að takast mætti að ná sam- komulagi, en sú hefur ekki orðið reyndin og grípa sjómannafélögin því nú ’til verkfallsboð- unar. □ Það eru sjómanna- samtökin í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Spreagjufaraidur í höfuðborginni □ Sprengjufaraldur gengur nú um bæinn og er sérstak- lega hvimleiður gömlu fólki og lasburða. — Eru þessar sprengjur stundum notaðar af ótuktarskap og sprengdar skrattanum til dýrðar. Grindavík og á Akranesi sem verkfallið boðá, en viðsemjendur eru Lands- samband íslenzkra út- vegsmanna og útvegs- mannafélögin á einstök- um stöðum. □ Sjómannasamtök- in við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og Akur- eyri hafa einnig sagt upp bátakj arasamningunum, og heldur ekki þar mun hafa náðst neinn árang- ur í samningunum til þessa. 1 gærdag réðust tveir pattar að lítilli stúlku hjá B.S.Í. og laumuðu sprengju niður í stíg- vélið hjá henni og sprakk hún þar til skelfingar fyrir litlu stúlkuna; — skemmdust buxur hennar og brenndist hún á fæti. Leigubílstjóri beið við götu- vita á Snorrabrautinni er band- ittsprengju var laumað inn um opinn glugga hjá honum og sprakk spreiigjan aftur í bíln- um skömmu eftir að hann var lagður af stað og ætlaði að beygja inn á Hverfisgötu. Þó gegnir verst um hjartabil- aðar kamlar konur á gangi í miðbænum og er vitað um að minnsta kosti þrjú gamalmenni, sem hafa fengið taugaáföll. Það eru aðallega tvær teg- undir af sprengjum í gangi I bænum og heita banditt sprengja og camal sprengja og hvorum tveggja er smyglað inn af sjó- mönnum frá Þýzíkálandi og eru þær seldar á fjórar til fimm krónur til strákanna og er það nálægt þrjú hundruð prósent á- lagning á framleiðsluverð í Þýzkalandi. Rannsóknarlögreglan hefur þegar hafizt handa og þrengir hringinn kringum nokkra af smyglurunum og er ætlunin að taka hart á þeim fullorðnu mönnum, sem hafa þetta þokka- lega athæfi að féþúfu. DREGIÐ I KVÖLD FJárlög fyrlr 1965 afgreidd: Skattheimta eykst þrátt fyr- ir hærri tekjur ríkissjóðs □ Síðasti fundur Alþingis fyrir jól var hald- inn í gær í Sameinuðu þingi. Þá var kosið í banka- ráð og úthlutunarnefnd listamannalauna o.fl. Áð- ur á fundinum voru afgreidd fjárlög fyrir árið 1965 og voru við þá afgreiðslu felldar flestallar tillögur stjórnarandstæðinga. Stærsti fískibáturinn í eigu íslendinga I fyrradag kom hingað til Reykjavíkur nýtt fiskiskip og er það stærsti og fullkomnasti bátur flotans, 333 tonn brúttö að stærð. Bátur þessi scm heit- ir Reykjaborg er eign Baldurs Guðmundssonar útgerðarmanns. Reykjaborg er búin öllum nýj- ustu og fullkomnustu tækjum til fiskileitar og siglingar. Að- alvélar skipsins eru tvær Lister- erdieselvélar, 600 hestöfl hvor, og skrúfur skipsins eru einnig tvær. Þá eru í skipinu vélar til að vinna vatn úr sjó og til að framleiða ís. Einnig er það með nýrri tegund kraftblakkar- gálga sem hægt er að færa til eftir þörfum. Vélarrými skips- ins er mjög stórt og rúmgott og eru þar meðal annarra tækja bæði rennibekkur og rafsuðuvéL íbúðir skipverja eru aftur í skipinu og er þar rúm fyrir 16 menn, svo og matsalur og eld- hús. Reykjaborg er smíðuð í Sande- fjord í Noregi og gekk skipið 13 sjómílur í reynsluferðinni. Skipstjóri verður Haraldur Ágústsson, kunnur aflamaður sem áður var á Guðmundi Þórð- arsyni. I framsöguræðu formanns fjárveitinganefndar við upp- haf 8. umræðu um fjárlögin kom m.a. fram að niðurstöðu- tölur rekstraryfirlits eru 'á- ætlaðar; tekjur 3,523 miljarð- ar, gjöld 3,301 miljarður og rekstrarafgangur því áætlað- ur 222 miljónir. Niðurstöðutölur á sjóðsyfir- liti eru: tekjur 3,529 miljarð- ar, gjöld 3,512 miljarðar og áætlaður greiðsluafgangur því rúmar 17 miljónir. Af þessum tölum sést að rík- isstjómin ætlar ekki að láta sér segjast við fortölur st’é-... stæðinga um að lækka hina ó- heilbrigðu skattheimtu i sam- ræmi við raunverulegar tekjur ríkissjóðs. Ætlun hennar er að halda uppteknum hætti og efna til svo og svo mikilla greiðslu- afganga til að státa af. En það verður af litlu að státa þegar greiðsluafgangurinn er jafn illa fengið fé og hingað til hefur verið og nú síðast hefur almenn- ingi enn verið íþyngt með nýj- um stórhækkuðum söluskatti. Eftir þeim upplýsingum, sem Framhald á 9. síðu. YerkfaH er boðað ó veitinga- húsum á gamlárskvöld ★ Þjú félög, Félag framreiðslumanna, Félag íslenzkra hljóð- færaleikara og Félag starfsfólks í veitingahúsum, hafa boðað verkfall frá og með 1. jan., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda. ★ Samningaumleitanir hafa staðið yfir undanfarið en samkomu- Iag ekki náðst. ★ Komi til þessa verkfalls, leggja félagar þessara félaga niður vinnu kl. 12 á miðnætti á gamlárskvöld. l/WWWWVWWWWVWWVWWWWWWAW Míklatorg Á morgun, aðfangadag, falla úr gildi umferðar- takmarkanir þær sem settar voru hér í Reykja- vík vegna jólaumferðar- innar. Þá beinist um- ferðin hins ’ vegar mjög að Miklatorgi og öðrum j stærri umferðaræðum | borgarinnar og hefur | lögreglan^ af því tilefni | sent blöðunum sérstakar | leiðbeiningar um ak- | reinaakstur á Miklatorgi. f Sjá frétt á 12. síðu. i AAWWWVVWVWWWVWVWWVVVVVWVVVV’ T 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.