Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 10
20 SfÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. desember 1964 Jonathan Goodman GLÆPA HNEIGDIR að þetta sé i. bamaleikur? .. spumingaleikur? Ha? Hann hsekkaði röddina og greip þétt um stólarmana. Ef þér segið mér ekki á augabragði hvað þeir sögðu í Colchester, þá skal ég nota úr yður innyflin fyrir sokkabönd .. Jæja, ég bíð, ser- gent — tíu sekúndur eru liðn- ar. Sergentinn var ekki eins sæll á svipinn lengur. Fyrirgefið, herra minn. — Tuttugu sekúndur .. Sergentinn sóaði ekki meiri tíma. Tíu ára gamall drengur, Haróld Sibley að nafni, segist hafa séð dökkbláa Buickinn, númer 231, á milli tveggja bragga í gömlu herbúðunum í Neðra Cavendish síðdegis síðast liðinn fimmtudag, á að gizka klukkan 6.30 e.h. Til sönnunar þessari fullyrðingu hefur um- ræddur drengur, sem safnar bíl- númerum, sýnt lögreglustjóran- um í Colchester stílabók. Næst- um neðst á listanum sem hann skrifaði á fimmtudag, hefur drengurinn skirfað ACH 231. Herbúðimar eru bannsvæði fyr- ir almenning, en Harald Sidley safnar eggjum. og það eru mörg hreiður í búðunum — — Allt í lagi, mfnútan er lið- in. Þér hafið sagt mér allt sem ég vil vita. — Ef bíllinn hefur staðið þama klukkan hálfsjö, þá er ó- hugsandi að hann hafi verið not- aður við ránið í London klukk- an sjö herra minn, eða hvað? — Það hafði hvarflað að mér, sergent. — Og þá — .. Og þá er saga leikarans um negrana tvo sem fóru inn í bíl- inn — .. tilbúningur, herra minn. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDO Laugavegi 18 III hæð óvftal SIMl 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa D O M 0 R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegí 13. — SIMI: 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. .. tilbúningur, sergent — eins ég ætlaði mér að fara að segja. — Já, herra minn. Einmitt. Lögreglufulltrúinn strauk á sér vangann. Athyglisvert, tautaði hann. — Mjög, tautaði sergentinn. — Og af því leiðir — — Já, herra minn? Lögreglufulltrúinn yggldi sig framan í sergentinn. Það væri þægilegt, sergent, ef ég fengi að ljúka að minnsta kosti einni setningu án þess að þér grip- uð án afláts fram í fyrir mér. — Afsakið, herra minn. Þér voruð að segja? — Og ég þarf engar hvatning- ar eða uppörvanir frá yður. — Nei, herra minn. 28 — Ég ætlaði að fara að segja að ef saga leikarans er tómur uppspuni, þá væri ef til vill ekki úr vegi heldur að athuga ná- ungann sem hann sagði að hefði hringt í sig kvöldið sem ránið var framið .. Clifford hét hann víst. Leikarinn gaf okkur heim- ilisfang hans. — Eigið þér við það, að ef leikarinn er í einhverju sam- bandi við ræningjann — ef hann hefur átt að koma okkur á faiska slóð — þá er þessi upphringing- arsaga kannski tilbúningur líka. Og náunginn sem á að h'afa hringt^ til hans er kannski líka í sambandi við r^eningiana. — Ef til vill. Ef til vill ekki. — Þér haldið þá ekki — — Ég held ekki, sergent. Hvað á ég oft að segia yður það? Staðreyndm — það er það eina ~em ég hef áhuga á; annað fólk getur haldið það sem það vill fvrir mér. Eins og stendur er leikarinn engilhreinn. Hann gaf okkur frásögn sjónarvotts af undankomunni — nú kemur tíu ára strákur með sögu, sem tákn- ar það, að leikarinn hafi verið að Ijúga, ef saga stráksins er sönn. Ef hún er sönn, sergent — vel að merkja. Hverjum eigum við að trúa, manninum eða drengnum? Frjálst val. Ég skal •■egja yður hvað við gerum .. t>ér skjótizt og spjallið smástund við leikarann og ég hóa í þennan Clifford eða hvað hann nú heit- ir. Yfirheyrum þá samtímis. Kannski kviknar þá ljós í þessu myrkri okkar. Hver veit. — Svo að þið hafið ekki verið sérlega lengi? — Nei, ekki sérlega lengi, nei, tautaði Cliff. — Gætuð þér ekki verið ögn nákvæmari? — Hvað eigið þér við? — Hve lengi hafið þér þekkt hann? — O .. ég veit það varla. — Reynið að hugsa yður*um. Er það hálft ár, eitt ár, hálft annað? Hve lengi? — Heyrið mig, lögreglufulltrúi, hvað eiga allar þessar spurning- ar að þýða? — Bara formsatriði, herra minn. t Allt er athugað ofaní kjölinn — þannig vinnum við Jæja .. hve lengi hafið þér þekkt hann? — Svo sem ár, held ég. Það getur skakkað nokkrum mánuð- um til eða frá. — Ég skil. Og á 'þessu .. 1 héma .. vináttutímabili — hversu oft — um það bil auð- j vitað — hversu oft hafið þið j hitzt? 1 — Heyrið mig, þessar spum- ingar eru hlægilegar. É£ hef enga skrá yfif — — Ég sagði um það bil, herra minn. Var það til dæmis einu sinni í mánuði — eða oftar — sjaldnar? Aðeins lauslegt yfirlit, ekki annað. Cliff svaraði ekki. — Hve oft, herra minn? — Ég vil síður segja neitt um það. — Hvers vegna ekki? Þetta er ósköp meinlaus spurning, er það ekki? — Jú, en ég vil ekki — Cliff þagnaði, yppti öxlum. — Já, herra minn? — Ég — Sko, ég vil ekki koma honum í nein vandræði. — Vandræði? — Já, einmitt. Heyrið mig, ég þarf alls ekki að svara spurn- ingum yðar, þér sögðuð það sjálfur. ^ — En vinur yðar hefur ekki gert neitt af sér, er það? — Auðvitað ekki. — Hvemig ættu svör yðar þá að geta komið honum í vand- ræði? — Þarna sjáið þér — þið emð allar eins þessar löggur. Þið skrumskælið orðin fyrir manni. Ég átti ékki við að ég kæmi honum í vandræði — það var bara mismæli. — Fimm, sex sinnum — — Um það bil, greip Cliff fram í. — síðasta árið eða svo, hélt lögreglufulltrúinn áfram. Hvar hittuð þér hann fyrst? — '1 veitingastofu, sagði Alex Spyrjið mig ekki um nafnið á staðnum. Mig minnir að hún hafi verið einhvers staðar í nánd við Tottenham Court. — Og hvenær var það, herra minn? spurði sergentinn. — Og ég man það ekki ná- kvæmlega. — Svona hérpmbil setti að nægja. Var það áður en þér fluttuð hingað í hverfið? — Já, það minnir mig. — Og hvað hafið þér átt heima héma lengi? — Firrrm eða sex mánuði. — Það er þá meira en hálft ár síðan. Miklu meira? — Mér er ómögulegt að muna það. — Reynið, herra minn. — Ég er búinn að reyna. — Reynið aftur, herra minn — ef yður er sama. — Jæja, líklega hefur það ver- ið tveim, þrem mánuðum áður. — Þér hafið þá hitt hann fyr- ir svona níu mánuðum eða svo? — Um það bil, já. — Hafið þér hitt hann oft þennan tíma? Alex hristi höfuðið. Bara tvisvar, þrisvar. — Hvenær hittuð þér hann síðast? — Því get ég ómögulega svar- að. SKOTTA Ef < þetta er bíll með fjögur loftnct, þá er það sá sem ég ætla út með í kvöld. VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. RROJN'BtJÐIRNAK FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsfuskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR * • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir ---------------------_£__________ REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N □ SVIM 1- TtSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA CONSUL CORTINÁ bllalelga magnúsap skipholtl 21 sfmar: 21190-21185 3iaukur ^u&mundóðOH HEIMASÍMI 21037

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.