Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 12
Síðasti fundur Alþingis fyrir jól
Kosið var í bankaráðin, úthlut-
unarnefnd listamannalauna o.fl.
Útsvör í Kópavogi
áætluð 34.5 milj.
Miðvikudagur 23. de&ember 1964 — 29. árgangur —281. tölublað.
Nýmæli hér á iandi
Fjarhitunarstðð
reist í Kópavogi
Síðastliðinn laugardag var vígð ný kyndistöð í Kópa-
vogi með fjarhitun í svonefnt Sigvaldahverfi milli
Digranesvegar og Hlíðarvegar og er þetta nýmæli hér
á landi og lækkar verulega hitakostnað.
| | Er ráðist í þessa framkvæmd með tilliti til hitaveitu
í Kópavogi eftir tiu ár og verður þá enginn kostnað-
ur við breytinguna.
I | Bæjarstjórinn í Kópavogi hleypti vatninu á hverfið og
haldnar voru tvær ræður við þetta tækifæri af Ólafi
Jenssyni, bæjarverkfræðingi og Karli Ómari, fram.
kvæmdastj. Fjarhitunar s.f., sem sá um framkvæmdir.
Síðasta verk Alþingis fyr-
ir jól var að kjósa í ýmis'
bankaráð, úthlutunarnefnd
listamannalauna o.fl. Alþýðu-
bandalagið hlaut mann í öll
fimm manna ráðin nema
bankaráð Búnaðarbankans og
Norðurlandaráð. Þá var Ein-
ar Laxness kjörinn af lista
Alþýðubandalagsins í úthlut-
unarnefnd listamannalauna.
Við kosningarnar í fimm
manna ráðin komu fram þrír •
listar, A-listi, frá stjórnar-
liðinu, B-listi frá Framsókn-
arflokknum og C-listi frá Al-
þýðubandala ginu.
I stað Vilhjálms Þór í stjóm
Aburðarverksmiðjunnar h.f. var
Steingrímur Hermannsson sjálf-
kjörinn.
Norðurlandaráð
Fram komu þrír listar. A-listi
með Sigurði Bjamasyni, Magn-
úsi Jónssyni og Sigurði Ingi-
mundarsyni, B-listi með Ólafi
Jóhannessyni og Ásgeiri Bjarna-
syni og C-listi með Einari OI-
geirssyni.
Úrslit urðu þau, að A-listi
hlaut 32 atkv. og alla kjörna,
B-listi hlaut 19 og báða kjörna
og C-listi hlaut 9 atkv. og eng-
an kjörinn.
Varamenn í Norðurlandaráð
voru kjömir af A-lista Matthías
Á. Mathiesen, Ólafur Björnsson
og Birgir Finnsson og af B-
lista Helgi Bergs og Jón Skafta-
son.
Yfirskoðunarmenn ríkísreikn-
inganna voru sjálfkjörnir þeir
Sigurður Ó. Ólafsson og Harald-
ur Sigurðsson af A-lista og
Halldór E. Sigurðsson af B-
lista.
Sementsverksmiðjan
Á A-lista, sem hlaut 31 at,-
kvæði og alla kjöma voru Ás-
geir Pétursson, Pétur Ottesen
og Guðmundur Sveinbjömsson,
á B-lista sem hlaut 19 atkvæði
var Helgi Þorsteinsson kjörinn,
en auk hans var á listanum
Daníei Ágústínusson. C-listi,
hlaut 10 atkv. og Inga R. Helga-
son kjörinn.
\
Síldarverksm. ríkisins
Á A-lista, sem hlaut 31 at-
kvæði en alla kjörna voru
Sveinn Benediktsson, Sigurður
Ágústsson og Jóhann Möller, B-
listinn hlaut 19 atkv. og einn
mann kjörinn. Eystein Jónsson.
en auk hans var Jón Kjartan*s-
Frumvarp að fjárhagsáætlun
fyrir Bæjarsjóð Kópavogs og
önnur fyrirtæki bæjarins var
Xagt fram til fyrri umræðu á
fundi bæjarstjórnar 18. þ.m.
Niðurstöðutölur áætlunarinnar
eru kr. 64,8 milj. en voru á áætl-
un fyrir árið 1964 kr. 41.850.000.
00. Á áætlun næsta árs koma
áætluð gatnagerðargjöld ekki inn
í tekjulið, en eru færð til frá-
dráttar á gatna- og holræsalið.
Sé tekið tillit til þessarar breyt-
ingar hækkar áætlunarupphæðin
um 23,65%.
Útsvör auk 5-10% álags fyrir
vanhöldum eru áætluð 34,5 milj.
en voru áætluð á þessu ári 28,5
milj. Hækkunin nemur 21 . af
hundraði.
Aðstöðugjöld áætlast 2 milj.
Framlag úr jöfnunarsjóði 7,8
milj. Fasteignagjöld áætlast 2,2
milj.
Hæstu gjaldaliðir eru.
Til gatna- -og holræsagerðar
kr. 10.255.000,— auk áætlaðs
gatnagerðargjalds kr. 2,5 milj.
Til félagsmála: kr. 9.678.000,—
1) rekstur kr. 6.375.000,—
2) skólabyggingar
4.250.000,—
Samtals 10.625.000.00
Tveir menn teknir
vi8 söln á
„kínverjum"
Nú eru strákarnir farnir að
æfa sig fyrir gamlárskvöld,
sprengingaherferðin er hafin. Og
ekki stendur á fuliorðna fólk-
inu að reyna að græða fé á
þessari hættulegu skemmtun.
Samkvæmt upplýsingum Hafn-
arfjarðarlögreglunnar voru tekn-
ir þar, í bæ í fyrrakvöld tveir
fullorðnir menn úr Kópavogi, er
voru að selja „kínverja" úr bif-
reið. Höfðu þeir, er lögreglan
náði þeim þegar selt eina fimm-
tíu og var farið að gæta þess
FUGLA- OG
FISKABÚÐ
★ Fyrir nokkrum dögum var
opnuð ný verzlun hér í ná-
grenni okkar á Þjóðviljanum.
★ Er það fugla- og fiskabúðin
að Klapparstíg 37 en þar var
áður til húsa fornbókaverzlun.
★ Eigendur hinnar nýju verzl-
unar eru ung hjón, Hjördís
Hjörleifsdóttir og Kristinn
Antonsson og er ætlun þeirra
að hafa þarna á boðstólum
úrval af fiskum og fuglum
sem mikið er nú í tízku að
fólk hafi í búrum á heimil-
um sínum. Sést eitt af fiska-
kerunum í búðinni hér á
myndinni. —
★ TLjósm. Þjóðv. A. K.).
Sama stjórn
í ísrael
JERÚSALEM 22/12 — Levi Esk-
hol birti ráðherralistann í hinni
nýju stjórn sinni í dag, og eru
ráðherrar hinir sömu og í stjórn
þeirri er lét af völdum fyrir
viku vegna deilu, sem upp kom
milli Eskhols og Ben Gurions,
forseta landsins. Þingið vottaði
hinní nýju stjórn traust með 59
atkvæðum gegn 36, en 9 meðlim-
ir Mapai-flokksins greiddu ekki
Sigvaldahverfi var skipulagt á
sínum tíma af Sigvalda heitnum
Thordarsyni, arkitekt og er
kjami þess fimmtíu keðjuhús,
sem öll eru byggð eftir sömu
teikningu. Þá eru allmörg önnur
hús í byggingu í þessu hverfi á-
samt nokkrum gömlum húsum
og eru þetta samtals nítíu hús í
hverfinu. Fjarhitunin nær til
sjötíu húsa og er aðalæðin lögð
ofanjarðar á lóðamörkum og er
lengd 450 metrar. Orkuverð er
áætlað 80% af kostnaðarverði
við kyndistöð sem þessari er
hægt að brenna þungri og ó-
dýrri olíu, sem ekki er hægt að
nota í litlum kötlum. Auk þess
notast hitagildi olíunnar um
80% borið saman við 60% í litl-
um kötlum.
Tengigjald er kr. 30 þúsund
af hverju keðjuhúsi eða 47,50 á
rúmmetrar og gildir sama gjald
fyri:r önnur hús í hverfinu.
Hitaveita er í uppsiglingu í
Kópavogi og kemst kannski í
framkvæmd eftir _ tíu ár í kaup-
staðnum og verður sáralitiíí
breytingarkostnaður við þá fram-
kvæmd í þessu hverfi með þessú
fyrirkomulagi auk hagkvæmn-
innar fyrir líðandi stund.
Það kom fyrst til tals, að
húseigendur i hverfinu stofn-
uðu með sér félagsskap til
þess að reka þessa kyndisstöð,
en það varð ofan á, að bæjar-
félagið tæki á sig reksturinn og
tekin ákvörðun um það á fundi
bæjar.ráðs 19. febrúar 1962 sam-
kvæmt frumkvæði og ábendingu
frá skipulagsnefnd Kópavogs.
Gjaldskrá hefur verið sam-
þykkt fyrir kerfið og er kr. tíu
fyrir hvem rúmmetra af vatni
auk fastagjalds kr. 0.40 á mán-
uði miðað við rúmmeter.
Kostaði 2,2 milj. kr.
1 kyndistöðinni er nú einn
ketill frá A/S Dansk Stoker &
Varmekedel Kompagni og afkast-
ar 1250 þúsund hitaeiningum á
klst., — er hann með sjálfvirk-
um hverfibrennara ásamt stjórn-
Rökkurstundir
Rökkurstundir heitir nýút-
komin Ijóðabók eftir Hjálmar
Þorsteinsson á Hofi. Þetta er
fjórða bók Hjálmars, en hann
er nú 79 ára en yrkir enn og
mun kunnastur fyrir vísnagerð
sína, en margar af vísum hans
hafa farið víða. Bókin er 144
blaðsíður.
' Rauða blaðran
Út er komin barnabókin Rauða
blaðran en hún ber undirtitil-
inn: Sagan af honum Pascal
litla. Bókin er gerð eftir gull-
fallegri kvikmynd sem ber
sama heiti og hefur verið sýnd
hérlendis við miklar vinsældir.
Teikningar í bókina hefur Balt-
asar gert og Unnur Eiríksdóttir
annaðist þýðingu. Bókin er
prentuð hjá Leiftri.
og öryggistækjum og afkastar
upphitun fyrir sjötíu hús í
hverfinu.
Kyndistöðvarhúsið er þó byggt
fyrir tvo slíka katla og ná af-
köst þeirra samanlagt út fyrir
hverfið.
Kyndistöðvarhúsið teiknaði
Sigvaldi Thorda.rson, arkitekt og
byggingameistarar voru Ingvi
Loftsson og Sigurður Sigurðsson.
Kostnaður við kerfið var bók-
færður um síðustu mánaðamót
kr. 1890 þúsund, en allur kostn-
aður er áætlaður kr. 2,2 miljónir.
Brunabótafélag Islands hefur
lánað hálfa miljón til fram-
kvæmdanna og Skeljungur kr.
tvö hundruð þúsund. Þannig
hefur verið hægt að veita gjald-
frest á þriðja hluta tengigjald-.
anna.
DEILDA-
KEPPNIN
DREGIÐ í KVÖLD — OPIÐ
TIL KL. 11 f KVÖLD
Við höfum ekki langt mál
um þetta að þessu sinni. Það
verður dregið í kvöld og nú
er hver síðastur að skila, ætH
hann að vera með í drættin-
um. Fyrsta deildin, 5. deild,
er nú komin yfir markið, en
aðrar deildir mjög nálægt því,
og Austurland er langt kom-
ið einnig. Nú er aðeins eftir
lokaspretturinn, — og hann
verðum við að taka í dag.
Allir fram til starfa. Björgum
hallarekstri Þjóðviljans.
1. 5. deild Norðurmýri 101%
2. Austurland . 89%
3. 1. deild Vesturbær 85%
4. 3.a deild Þingholt 84%
5. 8.a deild Teigar 82%
6. 14. deild Kringlumýri 77%
7. 4.b deild Skuggahv. 75%
8. 3. deild Hlíðar 75%
9. 3.- deild Skerjafj. 74%
10. 9. deild Kleppsholt 74%
11. 2. deild Skjólin 70%
12. 11. deild Háaleiti 65%
13. 15. deild Selás 6§%
14. 7. deild Rauðarárholt 62%
15. lO.b deild Vogar 62%
16. 10.a deild Heimar 60%
17. 13. deild Blesugróf 56%
18. 8.b deild Lækir 53%
19. 12. deild Sogamýri 43%
20. Suðurland 40%
21. Reykjanes 3»%
22. Vesturland 30%
23. Kópavogur 29%
24. Norðurland vestra 29%
25. Vestfirðir 20%
26. Norðurland eystra 18%
Framhald á 9 .síðu. Til fræðslumála:
í bænum.
atkvæði.
Lærið að nota rétt ak-
reinarnar á Miklatorgi
Takmörkun á umferð, sem
lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur auglýst vegna hinnar
miklu jólaumferðar fellur úr
gildi á morgun, aðfangadag
Beinist þá umferðin einkum
að Miklatorgi og stærri um-
ferðaræðum borgarinnar.
vegna mikillar umferðar fólks
milli hverfa. Einnig mun lög-
reglan gera sérstakar ráð-
stafanir vegna umferðar að
Fossvogskirkjugarði.
Umferðarlögreglan telur
sérstaka ástæðu til þess að
vekja athygli fólks á akstri
um Miklatorg. Nauðsynlegt
er að ökumenn athugi að
raða ökutækjum sínum á
báðar akreinar torgsins, þann-
ig að „nýting“ þess verði
meiri. Þeir ökumenn sem t.d.
koma akandi Hringbraut að
vestan og ætla að aka inn
Miklubraut fari hvora ak-
reinina sem er, en þeir sem
koma Hringbraut, að vestan
og ætla að aka Reykjanes-
braut fari í hægri akrein. Á
sama hátt geta þeir bílstjór-
ar, sem koma Reykjanesbraut
og ætla vestur Hringbraut
farið óngu síður í vinstri ak-
rein, en þá hægri. Hinsveg-
ar þeir ökumenn, sem ætla
að fara niður Snorrabraut
fari í hægri akrein (innri
hring). Þó er sérstök ástæða
til þess að þeir ökumenn,
sem aka á ytri akrein í
hringtorginu sýni sérstaka
varúð. Lögreglan mun gera
ráðstafanir við Miklatorg
m.a. með umferðarstjórn á
götum sem liggja að torg-
inu.
Búast má við að mikii!
fjöldi fólks leggi leið sína í
Fossvogskirkjugarð á að-
fangadag og vill lögreglan
beina þeim tilmælum til
ökumanna að nota vel bif-
reiðastæðin við kirkjugarð-
inn og leggja bifreiðum sín-
um þar skipulega.
Fyrrihluta aðfangadags
verður mi'kil umferð á öll-
um stærri umferðaræðum
borgarinnar. Er þá mikilvægt.
að ökumenn haldi ökutækj-
um sinum á vinstri vega-
brún, þannig. að eðlilegur
framúrakstur geti átt sér
stað.
Að gefnu tilefni: ökumenn,
hafið gott útsýni úr bifréið-
um ykkar. Útilokið dögg ' á
rúðum með því að hafa hlið-
arrúður hæfilega onnar
þannig að móðu taki af.
Jólaumferðin í ár hefur
gengið vel og er sýnt að
almenningur hefur tekið
höndum saman við lögregl-
una við að gera jólaumferð-
ina sem greiðasta. Vonar
lögreglan að svo verði einnig
bennan síðasta dae sem tak-
mörkun á umferð gildir á
þessu ári.
(Frá Iögreglunni).
Á
V
*