Þjóðviljinn - 24.12.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 24.12.1964, Side 2
2 SÍÐA H6ÐVILIINN Fimmtudagur 24. desember 1964 „VÍKINGA ALD ARMIN J- ARNAR" Á NÝFUNDNA- LANDI HVALVEIÐI- STÖÐ FRÁ 16. ÖLD? Eldstæði, svipað þeim sem tíðkuð- ust hér á landi og á Grænlandi á þjóðveldistímanum. Á myndinni sést Helge Ingstad hreinsa steinana. stálsmiðju einnar. I>ví miður kom í ljós, að þetta var ekki brætt járn, heldur klumpur af járnsúlfíð — 47°/( járn, 47% brennisteinn ásamt örlitlu af kopar, kóbalti og nikul eða nikkeli. Klumpurinn var á stærð við kjarna úr demants- bor, en öllu líklegra er þó að mínu áliti, að þetta hafi verið tinnusteinn (fire stone) frá Eskimóum eða Rauðskinnum. Af stærð og lögun var klump- urinn vel fallinn til þess að slá með eld. Beóþúkar (út- dauður Rauðskinna-ættflokk- ur) og Dorset Eskimóar notuðu báðir slíka steina til þess að slá með eld, og svo gerði fjöldi annarra frumstæðra þjóða í Evrópu, Asíu, og víðar um veröldina. Verið getur einn- ig, að hann hafi verið notaður við járnvinnslu. Ef svo væri, hvers vegna var hann þá mót- aður á þann hátt, að hann fór vel í hendi? Járnnaglar. Þeir voru kol- ryðgaðir og erfitt að greina, hvort þetta voru naglar í raun og veru. Þeir gátu verið allt frá dögum Rómverja til 18. aldar. Það er allt og sumt, sem menn geta nokkru sinni sagt um þá hluti. Það voru enn fremur nokkr- ir aðrir gríðarlega ónorrænir hlutir í L’Anse aux Meadows. Aurstokkar t.d. grafnir um 18 þumlunga í jörð niður með- fram ytri brún aðalhússins. Ingstad fann þá ekki, heldur verkamenn, sem sendir voru til þess að reisa mikla skála yfir rústirnar. Norrænir menn reistu hús sín aldrei á aur- stokkum. Auk þess hefði tréð molnað á þúsund árum. í grunni eins af smærri húsun- unum fundust einnig leifár áf aurstokkum. Fundarstaðurinn við L’Anse aux Meadows var ekki vel fallinn til fiskveiða, eins og Ingstad hefur bent á, en hann var jafnvel enn verr fallinn til búsetu fyrir norræna menn. Þrátt fyrir örnefnið (höf. ger- ir ráð fyrir, að Meadow merki engi, en sé ekki afbökun) er þar gróðurrýrt og verra undir bú en víðast annars staðar á hinum víðlenda norðurskaga Nýfundnalands. Þar er engin höfn — ekkert sem minnir á „Hóp“ eða skipalægi, sem nor- rænir sæfarar sóttust eftir til verndar skipum sínum. Og það, sem út yfir tekur, er, að í sögunni segir skýrum orðum, að Leifur heppni hafi komið að landi, þar sem á féll til sævar úr vatni nokkru. Hann sigldi skipi sínu upp ána og lagði því á vatnið um vetur- inn. í L’Anse aux Meadows er hvorki á né stöðuvatn, aðeins lítill lækur. Hvað sem um þann stað má segja, þá hafa Leifsbúðir aldrei staðið þar. Það liggja góðar og gildar á- stæður til þess að ætla að L’ Anse aux Meadows hafi verið hvalveiðistöð að fomu. Þar eru tveir miklir seyðir eða soð- gryfjur utan dyra og voru sennilega notaðar til lýsis- bræðslu. Öðrum megin við grunn aðalhússins er ferhymd- ur reitur með frárennsli — sennilega hvalskurðarvöllur. Hvalbein fundust í sumum húsarústunum og soðgryfjun- um. Þama var ekki góð lega fyrir hvalfangara en hins vegar var þarna góð aðstaða til þess að stunda hvalveiðar á löngum bátum frá ströndinni — en á þann hátt veiddu Baskar og Jersey-búar aðallega hvalinn. Nú er það söguleg staðreynd að Baskar stunduðu hvalveið- ar á Fagureyjarsundi (Straits of Belle Isle) á 16. öld og e.t.v. einnig á þeirri 15. Whitbourne skýrir frá því, að Baskar hafi fengizt þarna við hvalveiðar, þegar hann kom til Nýfundna- lands, og notuðu innlent vinnu- afl, annaðhvort Rauðskinna eða Eskimóa. Ef menn fallast á, að L’Anse aux Meadows hafi ver- ið hvalveiðistöð Baska, sem höfðu innlenda menn í þjón- ustu sinni, þá hverfa allar þversagnir, sem annars herja staðinn. Þá fer vel um eski- móakoluna í smiðjunni, þar sem járn var brætt. Baskar voru slyngastir járn- smiðir véraldar á sínum tima. Ekkert er eðlilegra en að þeir hafi reist smiðju til þess að gera við skutla sína og önn- ur þau áhöld úr járni, sem þeir notuðu við hvalveiðar. Kolefnisrannsóknir einar geta úr því skorið, hvort líkindi séú fýfir því, áðl norrænir menn hafi dvalizt í L’Anse aux Meadows. Okkur er sagt, að 14 rannsóknir hafi leitt í ljós, að sýnishornin, sem tekin voru, hafi reynzt frá því um árið 1000. Hver skyldi hafa kveikt eld eða gert til kola þar um það leyti annar en Leifur heppni? Það, sem okkur er ekki sagt,- er sú staðreynd, að kolefnisrannsóknirnar hafa leitt í ljós, að mannavistimar í L’Anse aux Meadows eru frá 7. til 17. öld e. Kr. Elzta sýn- ishomið er viðarkol úr eld- stó, en það yngsta var bútur úr fúnum aurstokk, sem ferða- maður hafði á braut með sér. Gerði Leifur heppni þarna til kola um 650 e. Kr.? eða lagði hann þar aurstokka um 1610? Það er langsótt skýring, að sýnishornið frá 650 sé úr reka- við. Hver trúir því, að reka- viður endist í 350 ár á strönd Nýfundnalands? Hugsanleg skýring. Rústirnar í L’Anse aux Meadows eru leifar fornra sumarbúða Eski- móa, sem stunduðu þar hval- veiðar allt frá því um 650 e. Útsýn yfir fundarstaðinn í L’Anse aux Meadows. Skálarnir sem reistir hala verið yfir fonuninjar, eru fremst á myndinni. Kr. Siðar hafa Evrópumenn haft þarna bækistöð — e.t.v. norrænir menn, en mjög er það óvíst — til hvalveiða. Að- albyggingin var lýsisbræðsla reist af Böskum og notuð af þeim e.Lv. um langt skeið, til ársins 1610 eða lengur. Þar var stunduð jámsmíði og e.t.v. einnig járngerð, vafalaust með- an Baskar voru þar viðloð- andi. Leifur heppni hafði á- reiðanlega ekki vetursetu í L’ Anse aux Meadows, en verið gæti e.t.v. að . leiðangur Þor- finns karlsefnis hefði dvalizt þar þrjá vetur, þegar hann ■ leitaði árangursiaust að Vín- landi, sem Leifur hafði fundið nokkrum árum áður. —o-O-o— Vanþakklátt starf Það leggur óþægilegan kulda í garð Ingstads frá grein H. Horwoods. Við íslendingar ættum e.t.v. að geta skilið öðr- um betur, hvaðan sá kuldi kemur. Engum vitrum þjóðum þykir upphefð að því, að út- lendingar ríði húsum innan menningarhelgi sinnar og slái sig til riddara á uppgötvunum, sem innlendir menn gætu gert, ef þannig væri að þeim búið. Slikt þola engir nema frum- stæðar nýlenduþjóðir og ís- lendingar. Hér á landi hafa engar fornminjar fundizt eftir Papa, frá því á söguöld, svo < að vitað sé. Rústir sem nefn- ast Papatættur, eru austur í Papey og við Papós. Ýmsum íslendingum þætti eflaust sinn hlutur skertur, ef írar gerðu hingað leiðangur í leit að Papaminjum og höguðu sér á svipaðan hátt og IL Ingstad á Nýfundnalandi. Þetta ber ís- lenzkum þingmönnum að hug- leiða áður en þeir senda ís- lenzka fornfræðinga í leið- angra tíl framandi landa. Hingað til höfum við varla verið taldir færir um að ann- ast að öllu rannsóknir í landi okkar; en þetta er að breyt- ast. Vonandi verður Þjórsár- dalsævintýri norrænna forn- fræðinga 1939 síðasti erlendi fornminjaleiðangur út hingað. Það þarf að veita miklu meira fé en nú er gert til íslenzkra fornminjarannsókna, og þá væri vel, ef við stæðum svo fast í ístaðinu hér heima, að fornfræðingar okkar væru kvaddir tií afreka á erlendum vettvangi. Danir eru t.d. svo frægir fornfræðingar, að þeir eru fengnir til starfa við forn- minjagröft víða um lönd. Brátt mun tíðinda að vænta Fornminjarannsóknirnar í L’ Anse aux Meadows eru einka- fyrirtæki Ingstadshjónanna. Þar eð þau eru engir stórbur- geisar, hafa þau orðið að neyta ýmissa bragða til þess að afla fjár og liúka starfinu. Fjár- hagsörðugleikar munu hafa valdið því, að þau hafa verið allheimarík við rannsóknirnar og staðhæft stundum meira en^ góðu hófi gegnir. Síðast liðið sumar fengu þau styrk frá National Geographic Societytil þess að ljúka rannsóknunum, og nú mun skýrsla um þær væntanleg innan skamms. í nóvember-hefti National Geo- graphic ritar H. Ingstad grein: .Vinland Ruins Prove Vikings Found the New World’ (Vín- landsrústir sanna, að víkingar fundu Nýja heiminn). Á þess- ari ritgerð er fræðilega mjög lítið að græða. Hún er full af staðhæfingum og sumum vis- lega röngum, en þar eru fáar staðreyndir lagðar fram, sem sanna, að rústirnar eða hluti þeirra séu frá víkingaöld. Hvernig sem rústirnar reynast, þá er það staðreynd, að for- feður okkar fundul Norður- Ameríku á víkingaöld. Um það atriði eigum við ótvíræðar heimildir. Einnig er það all- öruggt, að Vínland hefur aldrei náð að nyrzta odda Nýfundna- lands. Ef nafnið hefur verið tengt einhverju ákveðnu land- svæði, þá hafa nyrztu mörk þess legið sunnar. Sökum stað- hátta breytir Ingstad nafn- inu og telur, að þeir Leifur hafi ekki kennt landið við vín- við, heldur vin, þ. e. haglendi. Sú skýring er út í bláinn. Eins og sakir standa, þá er það snældusnúður, sem tengir nor- ræna búsetu við rústimar í L’Anse aux Meadows. Hins vegar er þeirri spurningu ó- svarað, hvenær hann barst þangað og með hvaða hættL Út af fyrir sig sannar hann fátt um aldur snældunnar, sem hann sneri, annað en það, að hún mun hafa ver’"ð í notkun á miðöldum. Ef það kæmi á daginn, að norrænir menn hefðu gist L’Anse aux Mea- dows á ofanverðum miðöldum, 14. eða jafnvel 15. öld, þá er það merkilegri uppgötvun á þessum stað en víkingaminjar. Gleðileg jól! Blóm & Grænmeti h/f, Skólavörðustíg 3 A. Gleðileg jól! Borgarprent h/f, Vatnsstíg 3. Gleðileg jól! Blikksmið.jan Sörli s/f, Sörlaskjóli 68. Gl^ðileg jól! Bifreiðastöð Reykjavíkur, Lækjargötu 4. Gleðileg jól! FORM, húsgagnaverksm., Reykjavíkurvegi 74. Hafnarfirði. GLEÐILEG J □ L! Everest Trading Company, Grófin 1. GLEÐILEG JDL! BifreiðastöSin Bæjarleiðir h.f. GLEÐILEG J □ L! Arnarfell, bókbandsvinnustofa, Skipholti 1. GLEÐILEG J □ L! Bjöm & Halldór h.f., Síðumúla 9. GLEÐILEG J □ L! Bemharð Laxdal, Kjörgarði. GLEÐILEG J □ L! Axminster, Grensásvegi 8. GLEÐILEG J □ L! Ásgarðskjötbúð. GLEÐILEG J □ L! Aluminium og blkksmiðjan h.f., Súðavogi 42. i , *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.