Þjóðviljinn - 29.12.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1964, Blaðsíða 3
# Þriðjudagur Z9. desember 1964 ÞlðÐVILIINN SlÐA Náttúruhamfarir ollu miklu tióni um jólin SAN FRANSISCO 28/12 — Náttúruhamfarir .á vestur- strönd Bandaríkjanna, sem stóðu alla jólavikuna hafa valdið tjóni sem metið er naer einum miljarði dollara. 17000 manns hafa misst heimili sín og. minnsta kosti 48 hafa látið lífið. Johnson forseti hefur lýst yfir neyðar- ástandi í þeim héruðum sem verst rrrðu úti og ríkisstjórn- in hefur látið hermenn taka þátt í björgunarstarfinu. A aðfaranótt mánudags juku hríðarbyljir enn á erfiðleika .þeirra mörg þúsund manna sem lentu í flóðunum miklu á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna, sem nú hafa staðið í vikutíma. Verst hafa þau verið í norðvestur- ríkjunum. Auk hinna 48 sem kunnugt er Víða harizt í Suður- Víetnam um hátíðina SAIGON 28/12 — Síðastliðna daga hefur verið barizt víða í Suður-Víetnam og ýmsir haft betur. Stjórnarherinn vann stærsta sigur sinn um langan tíma í óshólmum Mekong- fljóts á sunnudag, felldi 87 hermenn Víetkong og hertók miklar vopnabirgðir. Á Óðrum stað vann Víetkong mik- irm sigur og í dag misstu Bandaríkjamenn 16 manns. Búddistar halda áfram árásum gegn stjórninni og í Banda- ríkjunum verða þær raddir æ meira áberandi sem heimta að Bandaríkn hætti skiptum sínum af stríðinu í Suður- Víetnam- Phan Suu þjóðhöfðingi Suður- Víetnam og forsætisráðherra landsins Tran Van Huong lýstu því yfir í dag að þeir mundu leggja sig alla fram til þess að leysa stjómmálakreppu þá sem ríkir. Þetta voru fyrstu ■ opin- heru ummæli þeirra síðan að valdaránið var framið nýlega- þegar hópur ungra hershöfðingja leysti upp þjóðarráðið, sem var löggjafarvald landsins. 1 yfirlýsingunni segja þeir að þeir séu ekki lengur beinir full- trúar borgaralegrar stjómar, þvi horshöfðingjarnir hafi leyst upp Þjóðverjar hittast i A-Berlin BERLIN 28/12 — Fólk hvar- vetna að úr Þýzkalandi hittist í Austur-Berlín á hátíðisdögun- um og hafði margt ekki sézt ár- um saman. Um 200 þúsund Vestur-Berlín- arbúar notfærðu sér heimsókn- arleyfin jóladagana og fóru í eins dags heimsókn í eystri borgar- hlutann. I þetta skipti voru heimsókn- ir heimilaðar frá 19. des. og verða fram til 3. janúar. Flestir komu annan jóladag, en þá skruppu 90.000 Vestur-Berlínar- búar austur yfir. Jafnframt komu um 150 þús- und manns frá Vestur-Þýzka- landi. Einnig hefur mikill fjöldi manna frá Austur-Þýzkalandi komið til Austur-Berlínar um jólin. þjóðráðið, sem veitti þeim völd Hershöfðingjamir hafa beðið þá að sitja áfram í stöðum sín- um. En eftir flestu að dæma vilja leiðtogamir tveir og Banda- ríkjamenn fá tryggingu fyrir því að hershöfðingjarnir muni ekki halda áfram ' að segja borgara- legri stjóm fyrir verkum. Leiðtogar Búddatrúarmanna í landinu tóku aftuir á laugardag upp baráttu sína gegn Tran Van Huong forsætisráðherra og stjóm hans. Ásaka þeir stjórnina um að ofsóknum sé haldið áfram gegn á^^ftddhtrúarmönnuijfej^r^^ New York Times skýrir frá því í frett frá Washington að ríkisstjórn Bandaríkjanna íhugi nú að breyta fyrri ákvörðun' sinni um aukna aðstoð við Suð- ur-Víetnam um 60 til 70 miljón dollara á næsta fjárhagsári. 1 bandarískum blöðum síð- ustu daga er meiri gaumur en áður gefinn máli þeirra, sem vilja hætta þátttöku Bandaríkj- anna í stríðinu í Suður-Víetnam. að hafa farizt hefur Rauði kross- inn skrá yfir 16.300 fjölskyldur sem hafa misst heimili sín, býli eða verzlanir í ríkjunum Kali- fornía, Oregon, Idaho, Washing- ton og Nevada. Samkvæmt síðustu áætlunum um skaðana eru þeir metnir á allt að -milljarði dollgra. Snjókoma og frost í Norður- Kaliforníu og Oregon, en þau eru verst leikin, hafa mjög tor- veldað björgunarstarfið. Enn eru mörg hundruð manns í einangrun á ýmsum stöðum í héruðunum þar sem flóðin geis- uðu. Meðal þeirra eru 500 námu- verkamenn og skógarhöggsmenn og fjölskyldur þeirra sem búa á landamærum Kaliforníu og Oregon. Samkvæmt veðurfregnum í dag var búizt við frekari snjó- komu í fjallahéruðunum og rign- ingu og stormi í héruðunum, er liggja lsegra. Indland og Ceylon/ Um 750 manns létu lífið þegar hvirfilvindur fór yfir norður- og austurströnd Ceylon um miðja vikuna. Þaðan barst hvirfilbyl- urinn yfir eyjarnar milli Ceylon og suðurodda Indlands. Þúsundir manna hafa misst heimili sín og nú er búið að gefa upp alla von um 350 fiski- menn frá Ceylon er voru í róðri er óveðrið skall á. Þurrkar í Sómalíu valda hungursneyð MOGODISJU 28/12 — Forsæt- isráðherra Sómalíu Abdul Haji Hussein leitaði á blaðamanna- fundi í Mogodisju um helgina til allra yinveittra þjóða og bað þær liðsinnis að hjálpa Sómalíu til að komast hjá yfirvofandi geigvænlegri hungursneyð sem ógnar nú tugum þúsunda manna sultardauða. Forsætisráðherrann skýrði frá því að langvarandi þurrkar hefðu eyðilagt mestan hluta beitilands í landinu og nú væri 100 þúsund manns hætt komnir vegna hungursneyðarinnar. Mikill hluti þjóðarinnar lifir hirðingjalífi en nú hafa þurrk- amir dregið allan mátt úr kvik- fénaði þeirra á stórum svæðum og geta þeir ekki rekið það til vatnsbóla í fjarlæg héruð. Nokkuð vatn hefur verið flutt á bifreiðum í einstaka héruð, en forsætisráðherrann sagði, að það væri ekki mögulegt að flytja vatn bæði mönnum og skepnum svo nokkuð gagn yrði að. Hann bað vinveittar þjóðir að veita þá aðstoð sem þær gætu, sem fyrst til að koma í veg fyrir hræðilegan mannfelli. V-ÞJÓÐVERJAR HEIMTA HLUTIKJARNAV0PNUM BONN 28/12 — Vestur-Þýzkaland mun reyna að fá ,að hafa hönd í bagga með kjarnorkuvopnum Frakklands, seg- ir Heinrich Krone ráðherra í vestur-þýzku stjórninni og einn helzti valdamaður í Kristilega Demókrataflokknum í grein sem birt er í „Politisch-Soziale Korrespondenz" í dag. í sömu grein vísar hann öllum tillögum um það að draga úr vígbúnaði í Mið-Evrópu á bug. Krone sem er formaður varn- armálaráðs segir að Vestur-Þjóð- verjar séu þakklátir Frökkum fyrir yfirlýsingu þeirra um það, að kjarnorkuafli þeirra verði ekki eingöngu notaður til varna Frakklands heldur og Evrópu. Þar sem við skýrum Banda- Sáttatilraunir á erjarbinginu NEW YORK 28/12 — Forseti allsherjarþingsins Alex Quaison- Sackey héllt áfram í dag að íeyna að finna lausn á deilunum um meintar skuldir Sovétríkjanna og annarra til Sameinuðu þjóð- anna. Quaison-Sackey sem er fulltrúi Ghana hélt í dag fund með Fedorenko fulltrúa Sovétrikj- anna, Tremblay fulltrúa Kanada og fulltrúum Mali og Jórdaníu, en fulltrúar þessara síðar nefndu keppa um sæti í öryggisiráðinu til næstu tveggja ára. Ef ekki tekst að velja nýjan fulltrúa í það með samhljóða atkvæðum getur það orðið til þess að sjóði upp úr í deilunum um atkvæð- isrétt Sovétríkjanna. Bandaríkin og önnur vestur- veldi krefjast að Sovétríkin verði svipt atkvæðisrétti sínum, ef þau greiði ekki skuldina. Allsherjarþingið á að koma saman 4 morgun, en líklegt er talið að fundinum verði frestað, ef ekki hefur tekizt fyrir þann tíma að setja deilurnar einhvern veginn niður. | . U Þant aðalritari mun í dag hætta hvíldar- og h'ressingaror- lofi sínu til þess að geta sjálfur tekið þátt í tilraunum til að leysa fjárhagsvandræði SÞ. Aðalritarinn var útskrifaður af sjúkrahúsi 18. des. eftir að hafa legið þar í tvær vikur og eftir fyrirmælum lækna hefði hann átt að hvda sig algerlega fram yfir nýár. ríkjamönnum frá því, hve^mik- ilsvirði við teljum að við fáum hlutdeild í yfirráðum yfirkjarn- orkuvopnum til þess að tryggja öryggi Þjóðverja eftir beztu getu, þá hljótum við einnig að beina sömu ósk til Frakka og því heldur að franskur kjarn- orkubúnaður er að verða veru- legt valdatæki, segir Krone. í greininni gagnrýnir ráðherr- ann einnig áætlanir varnarmála- ráðherra Bndaríkjanna Robert McNamara um að svara hugs- anlegri árás með sömu vopnum og beitt kann að veirða og segir það vera sannað mál að vestur- veldin geti ekki svarað árás með öðru en kjarnorkuvopnum. Hann segir einnig að Vestur- Þjóðverjar séu eindregið and- snúnir hugmyndum brezkra og pólskra stjórnmálamanna um að dregið verði úr herbúnaði Mið- Evrópu og kjarnorkulaus svæði mynduð. Við erum þeirrar skoðunar að sameiginlegur kjamorkustyrkur Nató sé ekki til þess gerður að hindra útbreiðslu kjarnorku- vopna eins og Wilson forsætis- ráðherra telur, heldur varnar- styrkur til tryggingar öryggi okkar og jafnframt ógnun við hugsanlegan árásaraðila. Ráðherrann krafðist þess, að Bonnstjórnin fengi jafnan rétt á við önnur rjki Atlanzhafsbanda lagslns. R étt í því að þetta er skrif- skeyti um að loks hefði tek- izt að kjósa ftalska lýðveld- inu nýjan forseta. Forseta- kjörið hafði stáðið yfir óslit- ið í tæpan hálfan mánuð og var ekki einu sinni gert hlé á þv£ yfir jólin. Þegar úr- slit tókust í 21. atkvæða- greiðslu með lögmætri kosn- ingu Giuseppe Saragat í emb- ætti forseta, gullu við miki! fagnaðaró^) í þinghöllinni á Montecitorio. Þingmenn, úr- vinda af þreytu eftir látlaus- ar fundarsetur og langar vökunætur undanfarið, hafa verið hvíldinni fegnir og viss- unni um að geta sem aðrir menn gert sér dagamun um áramótin, en fögnuður þeirra margra, og þá ekki sízt hins fjölmenna hóps kommúnista, hefur einnig átt sér aðra or- sök. Enginn vafi er á því að með þessu einstæða forseta- kjöri er brotið blað í stjórn- májasögu Italíu. Hér skiptir ekki mestu máli að með kosningu Saragáts sezt í fyrsta sinn á forsetastól á It- alíu maður sem altént hefur átt sæti alllangt til vinstri á ítalska þinginu, hvað svo sem annars má segja um stjórn- málaferil hans. Heldur ekki hitt að forseti ítalíu er ekki aðeins skrautfjöður eða topp- fígúra; það hefur áður komið á daginn að hann getur haft mikil áhrif á gang mála. Þetta langvinna forsetakjör markar tímamót vegna þess að það hefur leitt í ljós að enginn traustur meirihluti er lengur til á ítalska þinginu, ef kommúnistar eru ekki hafðir með i ráðum, að allir hinir flokkarnir eru sjálfum sér sundurþykkir og þá einkum Kristilegi demókrata- flokkurinn, stærsti flokkur þingsins sem farið hefur með stjórn á ítalíu, ýmist einn eða oftar með öðrum, allt frá stofnun lýðveldisins. Sundr- ungin í Krjstilega flokknum hefur ágerzt síðustu misserin og eftir þessar forsetakosn- ingar sem hann gekk til Afdrifaríkt forsetakjör Giuseppe Saragat. boð íhaldsmannsins Giovanni Leone, sem vitað var að sam- starfsflokkarnir myndu alls ekki fallast á. Og þegar í fyrstu atkvæðagreiðslu kom í ljós að tæplega fjórðungur þingmanna Kristilegra hljóp undan merkjum, kaus ýmist aðra frambjóðendur éða sat hjá. Jafnvel eftir að nýfasist- ar og íhaldsmenn Frjálslynda flokksins höfðu gengið í lið með Leone, hlaut hann ekki nema rétt rúmlega 400 at- kvæði og á aðfangadag eftir fjórtán atkvæðagreiðslur, aft- urkallaði hann framboð sitt. Ifyrstu tólf atkvæðagreiðsl- unum höfðu kommúnist- ar, næststærsti þingflokkur- inn (249 fulltrúar), greitt at- kvæði sínum eigin frambjóð- anda, Umberto Terracini, for- seta þingsins sem samþykkti stjórnarskrá lýöveldisins, en í þeirri þrettándu gengu þeir’ til / liðs við Pietrb Nenni, leiðtoga margklofinn er hann ■ flakanch „ „^ósíalista. Nenni hafði fyrst í sárum sem óhætt er að full- yrða að ekki mun takast að græða. Þegar forsetakjörið, hófst 16 desember hefði ókunnug- ur mátt ætla að auðvelt yrði að velja eftirmann Antonio Segni, sem fékk heilablóðfall í ágúst í sumar og hafði ver- ið ófær um að gegna embætti sínu síðan. En kunnugir vissu betur og það var ástæðan til að Moro forsætisráðherra hafði frestað forsetakjörinu von úr viti, enda þótt löngu væri orðið ljóst að Segni myndi ekki fá bata. Moro ótt- aðist það sem átti eftlr að konfa á daginn að enda þótt „mið-vinstri-stjórn” hans styddist að nafninu tilviðöfl- ugri þingmeirihluta en nokkur önnur, síðan kommúnistar og sósíalistar voru settir utan garðs sumarið 1947, þá var fylgi hennar á þingi harla ótraust og hver höndin upp á móti annarri í hans eigin flokki. Flokkarnir fjórir sem standa að stjórn Moros eiga í báðum deildum ítalska þingsins samtals 538 fulltrúa. Það hefði því mátt ætla að auðvelt yrði fyrir þá að fá kjörinn forseta úr sínum hópi, þar sem 482 atkvæði nægðu til að frambjóðandi næði lög- mætri kosningu í fjórðu at- kvæðagreiðslu þegar ekki þurfti lengur tvo þriðju at- kvæða. Þetta hefði líka tekizt ef Kristilegi flokkurinn hefði af einlægni leitað eftir sam- vinnu við samstarfsflokka sína um frambjóðanda sem þeir gætu allir sætt sig við. En hægriarmur flokksins hin- ir svonefndu „dorotei” (nafn- giftina fengu þeir af klaustri Heilagrar Dóróteu þar sem þeir komu 'fyrst saman), var ekki á því. Hann beitti meiri- hlutavaldi sínu í þingflokkn- um (um 220 af 393 þingmönn- um) til aö knýja í gegn fram- verið boðinn fram í 10. at- kvæðagreiðslu, en flokks- menn hans höfðu áður stutt Saragat eða setið hjá. Komm- únistar lýstu jafnframt yfir að þeir væru fúsir til að styðja hvern þann frambjóð- anda „úr hópi vinstrimannaj innan eða utan Kristilega demókrataflokksins, sem lýð- ræðisöflin gætu sameinazt um”. Þeir hefðu ákveðið að styðja framboð Nennis „ekki aðeins til þess að ítreka enn einu sinni og á eftirminnileg- an hátt einingarhug sinn í garð Sósíalistaflokksins, held- ur einnig til að auðvelda sameiningu lýðræðisaflanna í því skyni að velja lýðveld- inu forseta.” Með stuðningi kommúnista hlaut Nenni tæp 400 atkvæði, en þó vantaði allmikið á að hann gæti náð kosningu. Til þess hefði hann þurft að fá stuðning vinstri martna úr Kristilega flokkn- um, en þeir kusu heldur að ganga til liðs við Saragat, þegar hann gaf aftur kost á sér, eftir að hafa dregið sig í hlé við 8. atkvæðagreiðslu. Ur því varð ljóst að baráttan stóð á milli.sósíalistans Nenn- is og sósíaldemókratans Sara- gats, en Kristilegir demókrat- ar, nær allsráðandi í ítölsk- um stjómmálum í tæpa tvo áratugi, stærsti flokkur lands- ins með nær tvo fimmtu at- kvæða í síðustu kosningum, fékk engu um ráðið hver skyldi skipa æðsta embætti landsins. Og það sem meira var: Hvorugur þessara tveggja frambjóðenda gat gert sér vonir um að ná kjöri nema með tilstyrk kommún- ista, sem allir hafa keppzt um að „útiloka”, „setja utan- garðs” og „gera áhrifalausa” þessa tvo áratugi. Það er ekki að furða þótt bandaríska fréttastofan AP tali um „straumkvörf í ítölskum stjómmálum”. ús. * 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.